Morgunblaðið - 08.05.1966, Qupperneq 5
Sunmmagur 8. maí 1966
MORGUNB LAÐIÐ
5
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
vn> gcngum á eftir honum
niður kjallaratröppurnar.
Sólin skein úti, en í kjallar-
anum geislaði litadýrðin af
málverkum hans. Hann er
Iágur maður vexti, en hnell-
inn, þéttur á velli og þéttur
í lund, alpahúfa hylur koll-
Þarna stendur Helgi Bergmann í lágreista kjallaranum sínum innan um málverk. Hann setti
upp sparihattinn til að koma betur út á myndinni. Aipahúfan hafnaði neðan við „palettuna“.
Honum svipar til Picassó og
málar í varla mann-
gengum kjallara
Helgi Bergmann opnar málverka-
sýningu i Kópavogi
inn á honum, og það slær
okkur undir eins, hvað hann
er svipaður Ficassó í útliti.
Við erum í heimókn hjá
Helga Bergmann listmálara,
sem ætlar að fara að opna
málverkasýningu núna um
helgina suður í Kópavogi, og
segist bjóða öllum landslýð
til nýs Kópavogsfundar í Fé-
lagsheimilinu í Kópavogi,
neðri sal, og sýningin byrjar
kl. 7 í dag, og verður svo
framvegis opin frá kl. 4—10
á hverjum degi, og allir vel-
komnir, eins og segir í aug-
lýsingunum.
„Sjáðu nefnilega til“, segir
Helgi Bergmann, þegar við
erum farnir að virða fyrir
okkur málverkin í kjallaran-
um, en það er vinnustofa
hans, „ég mála í öllum stíl-
um, er ekki bundinn við
neitt sérstakt listform, heldur
mála ég eins og mér sýnist
og svo er það fólksins að
finna út, hvað ég er að
meina.
Ég fyrirlít alla stílsdýrkun
ég mála allt milli himins og
jarðar, landslag, menn og
skepnur, báta og svo alls-
kyns fútúriskar myndir,
hérna eru t.d. tvær slíkar.
Önnur heitir Hráskinnaleik-
ur, en hina nefni ég: Ef til
vill á morgun.“
Það er lágt undir loft í
kjallaranum, því að botninn
var hafður svo þykkur, en
þetta kemur ekkert að sök,
listamaðurinn er eins og áður
segir lágur vexti og notar
ekki hatt, aðeins alpahúfu,
nema þegar hann er að spóka
sig niður í bæ og sækja í
sig veðrið og andagiftina.
„Ég er fæddur í Ólafsvík
fyrir mörgum árum, en ég er
samt ekki orðinn ýkja gam-
all. Ég er sem sagt Ólsari að
uppruna og byrjaði snemma
að sækja sjó. Maður varð
að gutla þetta með til þess
að heita maður með mönnum,
og bróðir minn var formað-
ur á „smáptmg“. Svo lagði
ég á Fróðárheiði og hélt suð-
ur í Reykjavíkursæluna, og
hóf nám í málaraiðn. Dvald-
ist ég líka alllengi í Dana-
veldi.
Fyrstu sýningu mína hélt
ég 19 ára gamall í salnum
í K.F.U.M. húsinu, og ég
fékk lofsamlegan dóm í Fálk-
anum í október 1928. Þar
segir t.d. þetta: „Hefir hann
engrar tilsagnar notið enn-
þá, og þegar tillit er tekið til
þess, verður eigi annað sagt
en að myndirnar beri vott
með listhneigð.“
Já, heyrðu annars, ég hef
ekki bara málað landslag á
striga og pappír, heldur hef
ég málað heilt íslandskort,
þetta sem er á veggnum hjá
Ferðaskrifstofu ríkisins. Auð-
vitað er ég trúr ætt minni
og upphafi, og hef málað
margar myndir frá Snæfelis-
nesi. Sjáðu t.d. þessa frá
Dritvik. Þetta er Trölla-
kirkja. Þar á bak við er
smáhola, og menn trúðu því í
gamla daga, að þarna væri
hellir, sem næði alla leið í
land. Ekki veit ég neitt um
það, en ég held svo sem það
geti verið. Og þarna trónar
Bárður Snæfellsás, eins og
hann er séður frá Gufuskál-
En þú skalt ekki halda, að
ég ætli að sýna eintóm oiíu-
málverk á þessari sýningu.
O, ekki aldeilis. Hérna eru
nokkrar kolteikningar handa
unga fólkinu, sem er að
stofna heimili og vantar ó-
dýrar myndir á veggina.
Svo sýni ég nokkrar skop-
myndir af mjög merkum
mönnum, en ég hef hug á
að gefa skopmyndir mínar út
í bók í haust.“
Og með það gengum við
upp úr kjallaranum á
Grundarstíg 21, og við okk-
ur blasti nýhlaðinn himinn-
Ihár steinveggur.
„Hérna í skotinu og sól-
inni mála ég stundum, þegar
liggur vel á mér, en annars
er þessi vegg-ur alveg
splúnkunýr, og hann kom
ekki til af góðu, því að kon-
ur hér upp á Bérgstaðastræti
hafa notað þetta sund til að
stytta sér leið í mjólkurbúð-
ina, en mér fannst þessi um-
gangur trufla mig. Ég sat
þarna einu sinni í króknum
og var að mála, og koma þá
tvær konur askvaðandi, svo
ég varð að hrökklast burt,
svo þær gengju ekki yfir
mig.
Heyri ég þá að eldri konan
segir við hina yngri:
„Naumast er það bölvuð
frekjan í karlinum."
„Mamma“, sagði þá telp-
an, „hann heyrir ennþá í
okkur“. Þá kallaði óg til
þeirra: „Já, og það verður
enn meiri frekja, því að nú
loka ég þessum gangvegi‘,
og daginn eftir hlóð ég vegg
inn. Mætti maður eiga sína
lóð í friði!“
Og við héldum inn í setu-
stofuna hjá þessum ungkarli
og gæddum okkur á randýr-
Framhald á bls. 30
Helgi Bergmann stcndur hjá eintu málverki sínu: Á kambin-
um, en það er frá Bolungavík. óshyrna og Snæfjallaströnd
í baksýn.
WlHKf
LAND-
-ROVER
FJÖLHÆFASTA
FARARTÆKID
A
LANDI
BENZÍN EÐA DIESEL
H Ell D V n Z L U X I H
HEKLA hf
HAPPDBÆTTl HASKOLA ISLANDS 5. flokkur. 2 á 500.000 kr. 1.000.000 kr.
Á þriðjudag verður dregið í 5. flokki. 2 - 100.000 — 200.000 — 52 - 10.000 — 520.000 —
2,100 vinninga að fjárhæð 5.800.000 krónur. 280 - 5.000 — 1.400.000 — 1.760 - 1.500 — 2.640.000 —
Á morgun eru seinustu forvöð að endurnýja. Happdrætti Háskóia Ísiands Aukavinningar: 4 á 10.000 kr. 40.000 kr.
2.100 5.800.000 kr.