Morgunblaðið - 08.05.1966, Qupperneq 7
StmTWiflagur 8. maí 1966
MORGUNBLAÐIÐ
7
,
I
MtÉTTIR
Kaffisala Kvenfélags Háteigs-
| sóknar er í dag, sunnudag
og hefst kl. 3.
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur fund í Sjómanna-
I skólanum þriðjudaginn 10.
! maí kl. 8:30. Hafliði Jóns-
j son garðyrkjustjóri talar um
skrúðgarða og sýnir litskugga
myndir.
Frá Guðspekifélaginu. Lótus-
fundurinn verður í kvöld kl. 8:30
á Guðspekifélagshúsinu Sigvaldi
Hjálmarsson flytur erindi: „Þú
átt að gæta bróður þíns“.
Dýraverndunarfélag R.víkur
heldur aðalfund sinn að Café
Höll (uppi) í dag kl. 2 e.h.
Fíladelfía Reykjavík, Hátún 2.
Almenn samkoma sunnudags-
kvöld kl. 8.
Hjálpræðisherinn. Sunnudag
kl. 11. Helgunarsamkoma. Majór
Anna Ona talar. Kl. 14 sunnudaga
skóli. Kl. 20:30. Hjálpræðissam-
koma. Hermannavígsla. Frú Auð-
ur Eir Vilhjálmsdóttir cand.
theol. talar. Allir velkomnir!
K.F.U.M. og K. Almenn sam-
koma sunnudagskvöld kl. 8:30.
Ólafur Ólafsson kristniboði tal-
ar. Allir velkomnir.
Reykvíkingafélagið heldur af-
mælisfagnað á Hótel Borg mið-
vikudaginn 11. maí kl. 8:30. 16
söngmenn úr stúdentakórnum
syngja. Spánarlitkvikmynd sýnd.
Happdrætti Dans. Félagsmenn
fjölmennið og takið gesti með.
Stjórnin.
Skaftfellingafélagið. Síðasta
íýning á kvikmyndinni „í jökl-
anna skjóli“ verður á sunnudag
!kl. 7. Miðar seldir í Gamla Bíói
frá kl. 2.
Kristileg samkoma verður í
samkomusalnum Mjóuhlíð 16,
sunnudagskvöldið 8. maí kl. 8.
Allt fólk hjartanlega velkomið.
Uangholtsprestakalll. Kvenfé-
lagið minnir félaga sína á síð-
asta fund starfsársins mánudag-
inn 9. maí kl. 8:30. Stjórnin.
Langholtsprestakall. Bræðra-
félagið heldur fund þriðjúdaginn
10. maí kl. 8:30. Fjölmennið.
Stjórnin.
Kvenfélag Bústaðasóknar. Síð-
asti fundur vetrarins verður í
Réttarholtsskóla mánudagskvöld
kl. 8:30. Hafliði Jónsson garð-
yrkjustjóri kemur í heimsókn.
Rætt um sumarferðalagið. Stjórn
in.
Langholtsprestakall. Helgileik
urinn verður endurtekinn vegna
fjölda áskorana, kl. 5. sunnudag-
inn 8. maí. Söngflokkur kvenfé-
lagsins kemur einnig fram und-
ir stjórn Helga Þorlákssonar,
ekólastjóra. Safnaðarfélögin.
Utankjörfundarkosn.
Sjálfstæðis-
flokkurinn vill
minna stuðnings
fólk sitt á að
kjósa áður en
það fer úr bæn-
um eða af landi
hrott. Kosningaskrifstofa Sjálf
etæðisflokksins er í Hafnar-
stræti 19, símar 22637 og
22708.
Sunnudagaskóli Hjálpræðis-
hersins. Öll börn eru vel'komin
á sunnudag kl. 14:00.
Afmælisfundur kvennadeildar
Slysavarnafélagsins í Reykjavík
verður haldinn mánudaginn 9.
maí kl. 8:30 í Slysavarnarhúsinu
Grandagarði. Margt verður til
skemmtunar. Fjölmennið. Stjórn
in.
Keflavíkingar. Samkoma verð
ur í kirkjunni sunnudaginn 8.
maí kl. 8.30 Gunnar Sigurjóns-
son cand. theol. talar. Mikill
söngur, sem ungt fólk úr Reykja
vik annast. Allir velkomnir.
Kristniboðssambandið.
Barnaheimilið Vorboðinn Rauð
hólum. Tekið verður á móti um-
eóknum fyrir börn til sumar-
dvalar laugardaginn 7 og sunnu-
daginn 8 maí á skrifstofu Verka-
ikvennafélagsins Hverfisgötu, 10.
Ingólfsstrætismegin kl. 2 til 6 e.h.
báða dagana, tekin verða börn 4
— 5 — 6 ára.
Nefndin.
Iæikfélag Hveragerðis sýnir
leikritið „Óvsent heimsókn'1 eftir
Píanókonsert
i MALCOLM Frager pianóleikari heldur tónleika í Þjóðleikhús-
inu á morgun, mánudag kl. 8:30. Leikur hann þar 3 píanóverk.
Malcolm Frager er Reykvíkingum að góðu kunnur, því að
það er hann, sem lék með Askenasy, manni Þórunnar Jóhanns-
dóttur, 17. júní fyrir 2 árum, en þá léku þeir á 2 píanó á
Arnarhólstúni, og hafa vafalaust engir píantóleikarar á Islandi
haft fleiri áheyrendur. Frager kemur hingað á vegum Péturs
Péturssonar. Miðasala á hljómleikana er þegar hafin, en þetta
verða einu hljómleikar hans í Reykjavík, en á þriðjudag heldur
hann til ísafjarðar og mun halda þar eina hljómleika.
J.B. Priestley í Lindarbæ kl. 9
mánudagskvöldið 9. maí. Leik-
stjóri Gísli Halldórsson.
Hafnarfjörður. Kvenfélag Frí-
kirkjunnar heldur basar þriðju-
daginn 10. maí kl. 8:30 í Góð-
templarahúsino. Vinsamlegast
komið munum til nefndar-
kvenna.
Kvennadeild Borgfirðingafé-
lagsins hefur kaffisölu og
skyndihappdrætti í Tjarnarbúð,
sunnudaginn 8. maí kl. 2:30
Framreitt verður fínt veizlu-
kaffi. Vinningar í happdrættinu
verða afhentir á staðnum. Fjöl-
mennið á bezta veizlukaffi vors-
ins.
Kaffisölu hefur kvenfélag Há-
teigssóknar í samkomuhúsinu
Lídó sunnudaginn 8. maí. Fé-
lagskonur og aðrar safnaðarkon
ur sem ætla að gefa kökur eða
annað til kaffisölunnar eru vin-
samlega beðnar að koma því í
Lídó á sunnudagsmorgun kl.
9—12.
Kvenfélag Grensássóknar held
ur síðasta fund vetrarstarfsins í
Breiðagerðisskóla 9. maí kl. 8:30.
Efni: Erindi um hjúskaparmál.
2) Guðbjartur Gunnarsson kenn-
ari sýnir litskuggamyndir úr
Bandaríkjaför. Konum verða af-
hent merki félagsins næstu daga.
Merkjasala n.k. sUnnudag.
Samkomur verða haldnar á
Færeyska Sjómannaheimilinu
Skúlagötu 18 frá 1. maí til og
með 8 maí kl. 5 sunnudagana og
8.30 virka daga. Allir velkomnir.
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt
hefur skrifstofu opna í Sjálf-
stæðishúsinu uppi, tvisvar í
viku, mánudaga og fimmtudaga
frá kl. 3—7. Félagskonur og aðr-
ar Sjálfstæðiskonur, og ennfrem
ur konur utan af landi, sem
fylgja Sjálfstæðisflokknum að
má'Ium, eru beðnar að koma til
viðtals. Þarna er tekið á móti
félagsgjöldum og nýir félagar
innritaðir.
I jöklanna skjóli
AÐ undanförnu hefur kvikmynd Skaftfellingafélagsins í Reykja-
vík: ,4 jöklanna skjóli", verið sýnd í Gamla Biói við mjög góða
aðsókn. Síðasta sýning mvndarinnar að þessu sinni verður í kvöld
kl. 7. Miðar eru seldir í Gamla Bíói. Myndin hér að ofan er úr
kvikmyndinni, og sést þar bóndi að hagræða melkorni, sem verið
er að þurrka fyrir mölunina.
TÁNINGAPILS með hvítum
rennilás niður úr að framan.
Létt vesti úr sama efni
einnig tiL
VOR OG SUMAR
TÍZKAN ER KOMIN
BEINT FRÁ
LONDON
Frjálsræði er lykilorðið að
SLIMMA VOR- OG SUM-
ARTÍZKUNNI í ÁR. —
Frjálsræði í hreyfingu —
Frjálsræði í vali lita og
sniða. — Frjálsræði í sam-'
setningu.
SLIMMA TÍZKAN saman-
stendur af 4 sniðum af pils-
um, buxum og blússum,
vesti og blússujakka, úr 4
mismunandi efnum og fjöl-
breyttu litavali, sem þér
getið valið saman eftir yðar
smekk.
SLIMMA TÍZKAN beint frá
London gefur ótal tækifæri
— Fyrir ótrúlega lágt verð
getið þér eignast fullkominn
klæðnað-fyrir sumarið, hvort
heldur til ferðalaga innan
lands eða utan.
SLIMMA
TÍZKAN
£tkkabú$in
LAUGAVEGI 42.
SLIMMA
TÍZKAN
AUSTURSTRÆTI 1
SLIMMA
TÍZKAN
Verzlun
Bergþóru IMýborg
Hafnarfirði
Kópavogur og r
nágrenni
Sjálfstæðiskvennafélagið Edda Kópavogi heldur
BAZAR sunnudaginn 8. maí kl. 15 í Sjálfstæðis-
húsinu Kópavogi.