Morgunblaðið - 08.05.1966, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 8. maí 1966
Frá Sjálfstœðiskonum
Útgefandi: Landssamband Sjálfstæðiskvenna.
Ritstj.: Anna Bjarnason og Anna Borg.
■ ☆
Til þess að kynnast ofurlítið
þessum málum og sömuleiðis að
fræðast nokkuð um starfsemi
barnaverndarnefndar heimsótt-
um við frú Guðrúnu Erlends-
dóttur, sem undanfarin 4 ár
hefur átt sæti í barnavemdar-
nefnd. Frú Guðrún er að mörgu
góðu. kunn en hún stjómaði
lengi hinum vinsæla útvarps-
þætti „Óskalög sjómanna“ og
var um nokkurt skeið útvarps-
þulur. Er frúin lögrfæðingur að
mennt og hefur rekið lögfræði-
skrifstofu hér í borg ásamt
manni sínum, Erni Clausen, síð-
an 1961.
Stefnan er aö barnaheimili
líkist einkaheimilum mest
Frá einum leikvelli borgarinnar.
hve gott lag hún hefur á þess-
um sjö börnum „sínum“ sem
hún hugsar um, alveg eins og
hún hefði sjálf fætt þau í þenn-
an heim.
— Hvað eru það mörg barna-
heimili sem borgin rekur?
— Sá háttur hefur verið á um
rekstur dagheimila og leikskóla
að borgin byggir heimilin og af-
hendir þau síðan Sumargjöf sem
rekur þau. Borgin veitir síðan
félaginu rekstrarstyrk á hverju
ári, sem nemur áætluðum rekstr-
arhalla heimilanna. Á þessu ári
er áætlaður styrkur til rekstura
heimilanna 9,8 millj. kr. — Sum-
argjöf sér nú um rekstur á S
dagheimilum og 8 leikskólum. En
Reykjavíkuxborg sjálf sér um
rekstur 5 barnaheimila, þ.e.a.s.
með. þessa nýja upptökuheimili
við Dalibraut. Það eru vöggustof-
an að Hlíðarenda, sem reist var
fyrir forgöngu Thorvaldsensfé-
lagsins. Þar dvelja börnin frá
þriggja mánaða aldri til 2Í4 árs,
er þau fara að Silungapolli og
er þar til 7 ára. Þá fara þau að
Reykjahlíð í Mosfellssveit og
eru þar börn til 16 ára. Nýmæli
er að ákveðið hefur verið að
starfrækja vöggustofu í fjölbýlis-
húsi því, sem borgin er að reisa
við Austurbrún og er hún ætluð
börnum þeirra mæðra sem í hús-
inu búa.
Aukin fjárveitimg tii bygginga
* Reykjavíkurborg hefur byggf 11 barnaheimili
• og leikskóla
• Varið er 9,8 millj. kr. til þessara mála á þessu ári
Rœtt við Guðrúnu Erlendsdóttur
Miðstöð rannsókna á börnum
— Viltu gjöra svo vel og segja
okkur eitthvað frá þessum nýja
vistheimili við Dalbraut sem
senn verður tekið í notkun?
— Þetta heimili er kallað upp-
töku- og vistheimili. Er það snið
ið eftir fullkomnustu fyrirmynd
um erlendis frá. Fyrsti áfangi
þessa heimilis er nú tilbúinn og
verður tekinn í notkun alveg nú
næstu daga. Verður starfsemi
þess í því fólgin að þangað verða
flutt böm sem barnaverndar-
nefnd hefur fjarlægt frá heimil-
um þeirra af ýmsum orsökum.
Þar verða börnin rannsökuð
bæði á sál og líkama, ef svo
mætti að orði komast. Bömin
eru oft stórsköðuð andlega og
líkamlega eftir óreiðu og flæk-
Guðrún Erlendsdóttir.
ing. — Þarna verða í framtíð-
inni starfræktar þrjár deildir,
sem hver rúmax um lð börn.
Þau verða á aldrinum frá 3ja til
16 ára. Er það yngsta deildin sem
tekur til starfa núna, en fyrst
í stað verða þar böm á öllum
aldri, líklega um 25—30 talsiiis.
— Eftlr að rannsókn á börnunum
lýkur verður tekin ákvörðun
um hvaða barnaheimili hæfi
hverju barni bezt eða hvort
heppilegra væri að koma því í
fóstur á einkaheimili.
Nægir fósturforeldrar.
— Er ekki skortur á fóstur-
foreldrum fyrir slík börn, sem
kannske eru meira eða minna
taugaveikluð?
— Nei, það er alltaf nóg af
fósturforeldrum sem taka vilja
börn, bæði til fósturs að 16 ára
aldri og einnig til ættleiðingar.
Það strandar miklu frekar á
leyfi frá aðstandendum bamsins,
en það verður að vera fyrir
hendi svo hægt sé að kom.a barni
fyrir á einkaheimili. Hefur það
komið nokkrum sinnum fyrir á
meðan ég hef verið í barnavernd
amefnd, að beinlínis hefur verið
tekið fram fyrir hendurnar á að-
standendum og bömunum komið
fyrir í einkafóstri. Hefur barna-
verndarnefnd heimild til þess að
svipta foreldra forræði barnanna.
— Það er alls ekki við allra
bama hæfi að dvelja á bama-
heimili innan um mörg böm.
— Er ekki líka stefnan að hafa
barnaheimili framtíðarinnar sem
líkust einkaheimilum?
— Jú, og nú hefur einmitt eitt
slíkt heimili tekið til starfa hér
i Reykjavík á vegum borgarinn-
ar. Það er fjölskylduheimilið að
Skála við Kaplaskjólsveg. Þar
dvelja nú 7 börn á mismunandi
aldursskeiði og ganga þau í skóla
hverfisins og eru á leikvöllum
o.s.frv. alveg eins og hver önn-
ur börn borgarinnar. Hefur þetta
gefizt mjög vel og er ætlunin
að auka þessa starfsemi eftir
föngum. Forstöðukonan að Skála
er frú Rósa?
Börnin kalla hana mömmu og er
reglulega gaman að koma þang-
að í heimsókn og sjá oig finna
— Hve miklu fé er varið ár-
lega til bygginga barnaheimila?
— Fyrir þetta ár er áætlað á
fjárhagsáætlun borgarinnar að
verja 21, 5 millj. kr. til bygg-
inga barnaheimila. Er þetta sér-
lega athyglisvert þegar athugað
er að árið 1962 var á fjárhags-
áætluninni 2,7 millj. áætlaðar til
þessara framkvæmda. Borgar-
stjórn styrkir einnig starfsemi
aðila sem annast sumardvalir
fyrir mæður og börn og fleiri að-
ila sem starfa í þágu barna, sagði
frú Guðrún að lokum.
A.Bj.
Ragna Hermannsdóttir une ð dökka húfu) og barnahjörðiná Laugalækjarvellinum.
Tugþúsundir barna sækja
gæzluleikvelli R-víkur
DAGHEIMILI og leikskól-
ar Reykjavíkurborgar sjá
fjölmörgum börnum fyrir
dagvistum þannig að mæð-
ur þeirra geti unnið úti og
sinnt störfum sínum á öðrum
vettvangi. Öll þessi heimili
eru fullskipuð og komast
reyndar færri að en vilja.
En önnur starfsemi á vegum
Reykjavíkurborgar nýtur
ekki minni vinsælda en það
eru hinir svonefndu gæzlu-
vellir. Þeir eru nú 22 talsins
í flestum hverfum borgarinn
ar. Þar geta mæður „geymt“
börn sín á aldrinum 2—5 ára
frá kl. 9—12 og 2—5 á sumr-
in en 10—12, 2—4 á vetrum
og er þessi þjónusta algerlega
ókeypis. í Reykjavík eru auk
gæzluvallanna 22 um
60 svæði þar sem börn geta
leikið sér.
Inni í Lauganesi í skjóli
hárra sambygginga er einn
slíkur völlur. Við heimsótt-
um hann s.l. föstudag og
spurðum eina gæzlukonuna
Rögnu Hermannsdóttur, um
þessa starfsemi en gæzlu-
konurnar eru þrjár.
— Aðsóknin fer mjög eftir
því hvernig viðrar. T.d. í
morgun hafa verið hér 93
börn, en góðviðrisdagana um
daginn voru hér alltaf
minnst 120-130 börn.
— Verða ekki börnin allt-
af að vera úti?
— Jú, við höfum ekki að-
stöðu til að taka börnin inn,
nema eitt í senn ef eitthvað
kemur fyrir.
— En hvað gerið þið ef
alvarleg slys ber að höndum?
— Sem betur fer koma
ekki oft fyrir alvarleg slys
en hefur þó komið fyrir einu
sinni í þau þrjú ár sem ég
hef verið hér. Gæzlukona fer
þá heim til foreldra eða þá
að farið er með barmð á
slysavarðstofuna, allt eftir
eðli og alvarleik slyssins.
— A hvaða aldri eru börn
in sem til ykkar koma?
— Yfirleitt eru það yngstu
börnin, en hér er heimil að-
sókn fyrir börn á aldrinum
2-5 ára.
— Hvað getið þið tekið á
móti mörgum börnum?
— Við tökum á móti eins
mörgum börnum og hingað
vilja koma. Hér er nóg af
leiktækjum, sandkassar, ról-
ur, sölt, og rennibrautir o.fl.
og hér er nóg hjartarými.