Morgunblaðið - 08.05.1966, Síða 16
16
Útgefandi:
Framkvæmdastj óri:
Ritstjórar:
Ritstj órnarf ulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 95.00
I lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
AÐ HAFNA SAM-
STARFI VIÐ
KOMMÚNISTA
TJinn aldni og merki ítalski^
stjórnmálaleiðtogi, Pietro
MORGU NBLAÐIÐ Sunnudagur 8. maí 1966
1 mm ..
Leiðtogar Kínverska alþýðulýðveldisins, Chou-en-lai, forsætisráðherra, (frú) Soong-ching-
ling, varaforseti, Teng-Hsiao-ping, varaforsætisráðherra, og og forsætisráðherra Albaníu,
Nehnet Shehu, ásamt forseta kínverska þingsins, Chu-teh (önnur röð, f. v.) á útifundi,
sem haldinn var í Peking 1. maí — AP.
Unglingaregla
I.O.G.T. 80 ára
Nenni, flutti á þingi sósíal-
demókrata mjög athyglis-
verða ræðu. Nenni og flokk-
ur hans var um langt skeið,
eins og kunnugt er, mjög
vinstrisinnaður og í nánu
bandalagi við kommúnista.
En í ræðu sinni tilkynnti
hann, að héðan í frá mundi
hann ekkert hafa saman við
kommúnista að sælda.
Þessi ítalski stjórnmálamað
ur þekkir kommúnista af
langri viðkynningu, og hann
hefur gert sér grein fyrir því,
að við þá er ekkert samstarf
hægt að hafa. í Ítalíu eins og
annars staðar eru þeir mála-
liðar erlends valds og hve-
nær sem er tilbúnir til að
svíkja þjóð sína undir er-
lenda kúgun og áþján.
Þessa staðreynd hafa sósíal-
istar víða um heim gert sér
ljósa, og þess vegna afneita
þeir öllu samstarfi við komm
únista, enda eru kommúnist-
ar nú hvarvetna að einangr-
ast og enginn vill hafa neitt
samneyti við þá.
Pietro Nenni bætir því við
í ræðu sinni, að þróun heims-
málanna síðustu tuttugu árin
hafi leitt til þess, að flokkur
hans sæi sér nú fært að leggja
fram skerf til Atlantshafs-
bandalagsins, því að flokkur-
inn vildi vinna að friði í heim
inum. „Við verðum að taka
ákyeðna afstöðu til málanna;
annars vegar er kommúnism-
inn, en hins vegar er kapítal-
isminn“, sagði þessi leiðtogi
ítalskra sósíalista.
Reynslan af Atlantshafs-
bandalaginu hefur þannig
sannfært þá vinstrisinnaða
menn jafnt og hægrisinnaða,
sem ekki vilja lúta kúgunar-
valdi, um nauðsyn samtaka
til þess að verjast yfirgangi
kommúnismans. Vissulega
var stofnun Atlantshafsbanda
lagsins mikið átak, og olli
deilum — í Ítalíu ekki sízt,
enda var flokkur Nennis
mjög á móti aðild Itala að
bandalaginu.
En þar í landi, eins og ann-
ars staðar, hefur stuðningur-
inn við bandalagið vaxið
jafnt og þétt, og yfirgnæfandi
meirihluti ítala eins og ann-
arra vestrænna þjóða styður
nú bandalagið heils hugar.
HVAÐ UM
AÐSTOÐINA VIÐ
ÍSLENZKA
KOMMÚNISTA ?
TTin eindrægna afstaða
ítalska sósíalistans Pietro
Nenni gegn kommúnistum
hlýtur að vekja mikla at-
hygli hér á landi, því að nú
er svo komið, að hvergi nema
hér styðja vinstri sinnaðir
andkommúnistar að vel-
gengni kommúnistaflokksins
og forða honum frá einangr-
un og upplausn.
Um langt árabil hafa raun-
ar hinir svokölluðu Alþýðu-
bandalagsmenn margundir-
strikað, að þeir mundu ekki
lengur starfa með kommún-
istum. Þeir hafa í orði gert
harða hríð að gömlu komm-
únistaklíkunni, en þó bregður
svo við, þegar kosningar nálg
ast, að þeir ganga á ný undir
jarðarmen kommúnismans
og hefja baráttu við hlið
þeirra manna, sem ekkert
hafa lært og engu gleymt. —
Áhrifum slíkra manna í ís-
lenzkum stjórnmálum ætla
þeir að viðhalda, þótt þeir
viti fullvel, að aldrei getur
orðið breyting á afstöðu
þeirra til hins erlenda valds,
sem þeir hafa selt sig.
Það hefur því miður sann-
azt, þrátt fyrir öll stóru orð-
in, að þeir Alþýðubandalags-
menn hafa ekki kjark til að
kljúfa sig frá kommúnistum
og eru nógu lítilþægir til að
selja sig undir þeirra yfirráð.
Þeir kjósendur, sem áður
hafa greitt Alþýðubandalag-
inu atkvæði sitt, eiga þess
vegna einskis annars kost en
snúa baki við Alþýðubanda-
laginu, svo að engum dyljist,
að þeir menn, sem til liðs
ganga við kommúnista, þegar
þeim ríður mest á, geta einsk-
is stuðnings vænzt frá þjóð-
hollum íslendingum, hvorki
vinstrisinnum né öðrum.
Það er einnig illt til þess að
vita, að lýðræðissinnaður
flokkur eins og Framsóknar-
flokkurinn skuli ganga til
liðs við kommúnista og ljá
þeim atkvæði sín. Slík póli-
tísk tækifærismennska þekk-
ist áreiðanlega hvergi nema
hérlendis.
Vissulega er orðið tíma-
bært að einangra Moskvu-
kommúnistana hér á landi
eins og annars staðar, og það
ber kjósendum að gera, úr
því að Alþýðubandalags-
mennirnir ekki höfðu mann-
dóm til þess — og tækifærið
gefst senn
FYRSTA barna- og unglinga-
stúkan á íslandi, Æskan nr. 1,
var stofnuð i Reykjavík 9. maí
1886 og verður því 80 ára á
morgun. Stofnandi Æskunnar nr.
1 var Björn Pálsson, ljósmynd-
ari, og fyrsti æðsti templar
hennar var Friðrik Haligríms-
son, þá þrettán ára, sem varð
mikils metinn prestur og æsku-
lýðsleiðtogi í Vesturheimi og
síðan í Reykjavík.
Stofnfélagar Æskunnar nr. 1
voru 30, nú eru félagar hennar
nokkuð á 3. hundrað. Hún hefur
starfað óslitið allan þennan langa
tíma og jafnan verið í röð
fremstu barnastúkna hér á landi
og er svo enn.
Æskan nr. 1 er fyrsta barna-
félag, sem stofnað er hér á landi.
Templarar geta því minnzt þess
með nokkru stolti á þessum
merku tímamótum, að Unglinga-
reglan er elzti félagsskapur
barna og unglinga í landi okkar
og því algjör brautryðjandi á
því sviði.
Sama árið og Æskan nr. 1 var
stofnuð voru stofnaðar fjórar
barna- og unglingastúkur í við-
bót, m. a. SAKLEYSIÐ nr. 3 á
Akureyri og KÆRLEIKSBAND-
IÐ í Hafnarfirði. f árslok 1886
voru félagar í þessum 5 stúkum
samtals 400.
Síðan voru barna- og ungl-
ingastúlkur stofnaðar næstu árin
hver af annarri um land allt, og
hafa ýmsar þeirra starfað óslitið
síðan.
Árið 1911, á 25 ára afmæli
Unglingareglunnar, voru stúk-
urnar orðnar 40 méð 2400 félög-
um. Á 65 ára afmælinu eru þær
orðnar 60 talsins með rúmlega
6000 félögum. Og nú á 80 ára
afmælinu eru þær samtals 65
með rúmum 7700 félögum. Og
víst er ánægjulegt að geta minnt
á þá staðreynd, á þessum merku
tímamótúm, að starf Unglinga-
réglunnár er í raun og sannleilca
fjölþætt og blómlegt, — og að
Unglingareglan er langfjölmenn-
asti félagsskapur barna og ungl-
inga, sem nú starfar meðal þjóð-
ar okkar.
Fyrsti stórgæzlumaður Ung-
templara var Friðbjörn Steins-
son, bóksali, Akureyri, einn af
aðalbrautryðjendum að stofnun
Góðtemplarareglunnar á íslandi.
Þessu starfi hafa síðan gegnt
ýmsir þjóðkunnir menn. Núver-
andi stórgæzlumaður er Sigurður
Gunnarsson, kennari.
Markmið Unglingareglunnar
hefur alltaf verið það sama frá
upphafi, en það er:
Að kenna þeim ungu að skilja
þá hættu, sem leitt getur af
nautn áfengis og tóbaks, og
brýna fyrir þeim nauðsyn bind-
indisstarfseminnar.
Að hafa áhrif á börn og ungl-
inga til að verða bindindismenn.
Að fá æskulýðinn til að vinna
samtaka gegn áfengis- og tóbaks
nautn og fjárhættuspilum.
Að vinna á móti ljótu orð-
bragði og öðrum löstum og koma
vel fram við menn og málleys-
ingja.
Að kenna börnum og ungling-
um að starfa í félagsskap og efla
alhliða félagsþroska þeirra.
Að vinna að því að göfga æsku
manninn og styðja hann að því
að geta orðið góður og nýtur
maður.
Að þessu göfuga markmiði er
unnið á grundvelli hins háleita
kjörorðs Unglingareglunnar:
Sannleikur. Kærleikur. Sakleysi.
Störf Unglingareglunnar eru
fjölbreytt, og er starfað bæði
vetur og sumar. Á veturna eru
regluleg fundarhöld þar sem
börnin sjálf gera sér sitthvað til
skemmtunar. Sögur eru lesnar,
leikrit sýnd, söngur æfður og
hljóðfærasláttur. Sumarstarfið er
aðallega fólgið í ferðalögum,
námsskeiðum og ræktunarstörf-
um.
Á unglingaregluþingi 1963 var
samþykkt að efna til árlegs kynn
ingar og fjáröflunardags um land
allt, þar sem seld yrðu merki og
bók við hæfi hinna ungu, til
styrktar fyrir unglingaregluna
og barnastúkurnar á hverjum
stað.
Leyfi fékkst fyrir söludegi
1. maí ár hvert.
Reynslan af þessum söludegi
hefur gefið mjög góða raun, og
verður haldið áfram á sömu
braut á komandi árum. Merkin
seljast vel, og bókin nýja „Vor-
blómið“, sem kemur út í 4009
eintökum hefur alltaf selzt upp.
Ymis nýmæli eru nú á döfinni
í starfi Unglingareglunnar, sem
síðar ve'rður skýrt frá.
Kynningarvika
á vegum S.V.G.
MÁNUDAGI'NN 9. maí hefst í
Reykjavík fræðslu- og kynning-
arvika á vegum Sambands veit-
inga- og gistihúsaeigenda, sem
mun standa til 15. maí. Hér er
um nýjung að ræð,a í starfsemi
S.V.G. Alla daga vikunnar, bæði
fyrir og eftir hádegi, verða
haldnir fyrirlestrar, verkleg
kennsla, kynnisferðir í veitinga-
og gistihús o.fl.
Forstöðumaður námskeiðsins
og aðalkennari er Tryggvi Þor-
finnsson, skólastjóri Matsveina-
og veitingaþjónaskólans, og fer
aðalkennslan fram í þeim skóla,
en einnig á nokkrum veitinga-
stöðum í borginni.
Námskeið þetta er ekki sízt
ætlað hótelstjórum utan af lands
byggðinni, jafnt þeim, sem eru-
utan vébanda S.V.G. sem innan,
enda munu þátttakendur frá öll-
um landshlutum verða á nám-
skeiðinu.
í sambandi við fræðsluviku
þessa munu að tilhlutan S.V.G.
ýmiss heildsölu- og framleiðslu-
fyrirtæki kynna vörur sínar
föstudaginn 13. maí í Matsveina-
og veitingaþjónaskólanum, og er
öllum áhugamönnum heimil
þar ókeypis aðgangur.
Námskeiðið er kostað af Sam-
bandi veitinga- og gistihúsaeig-
enda.