Morgunblaðið - 08.05.1966, Page 17
Sunnuétafor f. maí 1966
MORGUNBLADIÐ
17
V.S.V. látinn
VTLHJÁLMUR S. Vilhjálmsson
mun lengi verða minnisstæður
þeim, er honum kynntust. í heil-
an mannsaldur hafði hann mikil
afskipti af stjórnmálum í höfuð-
staðnum og kom víða við sögu í
félagsmálum. Kann var einn á-
ihrifamesti blaðamaður landsins
og skrifaði bæði skáldsögur og
viðtöl sem birtust í bókarformi
og hlutu almennar vinsældir. V.
S. V. hafði ætíð lifandi áhuga á
viðfangsefnum sínum. Andstæð-
inga sveið stundum undan skeyt-
um hans og meðhaldsmönnum
mun stundum hafa þótt hann
Ihalda helzt til fast við sínar sér-
kreddur. Allir viðurkenndu rit-
leikpi hans. Um viija hans til að
fylgja því, sem hann taldi satt
og rétt, efaðist enginn. Sjálfur
var hann sannfærður um, að sá
liðsmaður væri betri, sem bæði
segði kost og löst, heldur en
hinn, er í orði kveðnu væri eilíf-
ur jábróðir. Dálkar Hannesar á
horninu voru meðal þess, sem
blaðalesendur renndu fyrst a.ug-
um yfir, og þjóðlífslýsingar V.
S. V., bæði í skáldsögum hans og
samtalsbókum, munu hafa varan
legt gildi. Frá hendi V. S. V. Krakkar úr einni af borgum Sumargjafar á skemmtigöngu niður við Tjörn,
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugard. 7. mai __-^
mátti enn vænta mikilla starfa
og þess vegna er óvænt andlát
hans sannarlegt harmsefni.
Óvenjule"
ósmekkvísi
Tilraun Alþýðubandalags-
manna til að blanda forseta ís-
lands inn í deilurnar um álmálið
lýsir í sénn óvenjtilegri ósmekk-
vísi og fágætri vanþekkingu á
stjórnskipun landsins. í 26. grein
stjórnarskrár lýðveldisins ís-
lands frá VI. júní 1944 segir svo:
„Ef Alþingi hefur samþykkt
lagafrumvarp, skal það lagt fyr-
ir forseta lýðveldisins til stað-
festingar eigi síðar en tveim vik-
um eftir að það var samþykkt,
og veitir staðfestingin því laga-
gildi. Nú synjar forseti laga-
frumvarpi staðfestingar, og fær
það þó engu að síður lagagildi,
en leggja skal það svo fljótt sem
kostur er undir atkvæði allra
kosningarbærra manna í land-
inu til samþykktar eða synjunar
með leynilegri atkvæðagreiðslu.
Lögin falla úr gildi, ef sam-
þykkis er synjað, en ella halda
þau gildi sínu“.
Ótvírætt er af ákvæðinu, að
þjóðaratkvæðagreiðsla fer því
aðeins fram, að forseti synji laga
frumvarpi staðfestingar. Hann
verður þess vegna berum orðum
að lýsa sig alveg mótsnúinn á-
kvörðun Alþingis, blanda sér í
sjálft deilumálið, til að þjóðar-
atkvæðagreiðsla fari fram sam-
kvæmt þessari heimild. f>jóðar-
atkvæðagreiðslan er bein tak-
mörkun á valdi forseta í því
skyni, að hann fari varlegar í
beitingu synjunarvalds síns en
ella. Þá er það einnig ljóst, að
synjunarvaldið er hjá forseta
einum. Um beitingu þess hafa
alþingismenn, hvorki hver út af
fyrir sig né margir í hóp, neinn
tillögurétt. Með það vald ber for-
seta að fara eftir eigin samvizku
en ekki ábendingu annarra. Að
öllu þessu athuguðu, er það ó-
trúlegt frumhlaup, að tveir
þingmenn Alþýðubandalagsins
skyldu, sennilega í umboði banda
lagsbræðra sinna — um flokk er
naumast að tala í þessu sam-
•bandi — fara til Bessástaða
þeirra erinda að knýja fram
þjóðaratkvæðagreiðslu úm ál-
frumvarpið. Forseti Íslands svar-
aði erindrekunum tveim eins og
verðugt var, og sjálfir sitja þeir
nú með skiimra fyrir frumhlaup
sitt
Lítið varð úr
Þingmönnunum tveim til af-
sökunar má þó segja, að eitthvað
hafi þeir orðið að gera eftir allar
hótanirnar, sem félagar þeirra
höfðu haft í frammi. Sannast
þar, að oft verður lítið úr því
högginu, sem hátt er reitt. Á
þingi í fyrravetur lýsti Einar Ol-
geirsson yfir því, að andstaðan
gegn þátttöku íslands í varnar-
samtökum vestrænna þjóða
mundi reynast sem barnaleikur
hjá baráttunni er háð myndi gegn
samningum við erlenda aðila um
stóriðju hér á landi. í Þjóðvilj-
anum hefur æ ofan í æ verið tal-
að utan af því, að nú myndi „Al-
þingi götunnar" ekki láta sitja
við orðin ein. Fyrir fáum vikum
var þar sagt, að ekki einungis
verkamenn heldur og bændur,
frystihúsaeigendur, útgerðar-
menn og iðnrekendur mundu
allir fylkja liði til að hindra sam-
þykkt álsamningsins. Hannibal
Valdimarsson aðvaraði Alþingi
og sagði, að Alþýðusambands-
stjórninni hefðu borizt margar
hvatningar um valdbeitingu, en
lét þó að því liggja, að sjálfur
teldi hann slíkt ekki ráðlegt, og
hitt heldur koma til álita, að ef
álfrumvarpið yrði samþykkt, þá
ætti minnihlutinn að ganga af
þingi og efna til mótmælafunda
um land allt! Leyndi sér ekki, að
Hannibal vildi draga úr ofsa
bandamanna sinna og beina að-.
gerðum þeirra inn á hófsamleg-
ar brautir. Þegar til kom þótti
bandalagsmönnum hvorki ráð-
legt að hverfa af þingi né efna
til almennra funda um málið.
Álfundurinn frægi, þar sem
Magnús Kjartansson talaði yfir
tómum stólum, sannaði þeim
kumpánum, að lítilla undirtekta
mundi að vænta á meðal almenn-
ings.
„Norðlendingar
misstu af stóra
vinningnum46
Óvirðing Alþýðubandalags-
manna af álmálinu er þó smá-
ræði miðað við þær hrellingar,
sem Framsókn hefur þegar af
því hlotnazt. Enda var Eysteinn
Jónsson undir lokin orðinn svo
ruglrður í ríminu, að ekki var
annað að heyra en hann væri
samþykkur erindi Alþýðubanda-
lagsmannanna tveggja í sneypu-
för þeirra til Bessastaða. Allcunn
ugt er, að verulegur hluti þing-
manna Framsóknar vildi greiða
atkvæði með málinu. Handjárnin
voru samt svo fast reirð, að eng-
inn þessara þingmanna þorði að
fylgja sannfæringu sinni. Ein-
ungis tveir neituðu að hlýða
skipunum um að greiða atkvæði
á móti málinu, en þorðu ekki að
gera það, sem skyldan bauð
þeim, að greiða atkvæði í sam-
ræmi við sína eigin sannfæringu.
heldur sátu hjá við atkvæða-
greiðsluna. Hinir beygðu sig und-
ir valdboð form. flokksins og aft-
urhaldsklíku hans. í algerum rök
þrotum um sjálft meginefni máls
ins reyndu þeir í vaxandi mæli
að bera fyrir sig hreint aukaat-
riði, ákvæðin um gerðardóm og
þóttust vera á móti því að flytja
dómsvaldið út úr landinu, eins og
þeir tóku til orða. Er það þó
upplýst, að sjálfir hafa þessir
menn haft forustu um miklu var
hugaverðari og óvenjulegri flutn
ing dómsvalds úr landi með að-
ild að mannréttindadómstólnum
í Strassborg. Allir skynbærir
menn sjá, að þarna er einungis
um fyrirslátt að ræða. Það lýsti
sér glögglega í hinum fleygu orð
um Hjartar Eldjárns, þegar hann
neitaði að fylgja fyrirskipuninni
um að nota samskonar fyrirslátt
til að vera á móti kísilgúrverk-
smiðjunni, og talaði berum orð-
um um „stóra vinninginn", sem
Norðlendingar hefðu misst, vegna
þess að ekki þótti fært að stað-
setja álverksmiðjuna við Eyja-
fjörð.
Átökin innan Framsóknar
fóru auðsjáanlega harðnandi eft-
ir því sem á leið, því fjórir þing-
menn hristu af sér handjárnin
og greiddu atkvæði með kísil-
gúr-frumvarpinu, þrátt fyrir það,
að þar væri gerðardóms-grýl-
unni óspart hampað.
Eiga skilið
vorkunn
Báðir, Ólafur Jóhannesson pró-
fessor og Alfreð Gíslason læknir,
eru vand.aðir og prúðir menn í
dagfari. f umræðum um stjórn-
mál kunna þeir sér hins vegar
oft ekki hóf. Ólafur Jóhannes-
son hefur látið leiðast til fuli-
yrðinga um gerðardómsákvæði
álsamningsins, fullyrðinga, sem
ekki fá með neinu móti staðizt.
Enn þá ferlegri var samt sá fít-
ónsandi, sem hljóp í Alfreð
lækni þegar hann fór að lýsa
voðanum, sem stafaði af ál-
bræðslu. Ef marka hefði mátt
orð læknisins, mundi ekki að-
eins lífi allra þeirra, sem í ál-
bræðslunni ynnu, stefnt í vísan
voða, heldur banvæn hætta leidd
yfir Hafnfirðinga og jafnvel
Reykvíkinga! Engin af fullyrðing
um læknisins fær staðistí þvísam
hengi, sem þær voru settar fram.
Viðurkennt er, að aðgát þarf að
hafa í sambandi við álbræðslu,
eins og ótal marga aðra iðnaðar-
framleiðslu. Þau vandamál eru
þekkt og er í samningnum fylli-
lega tryggt, að gegn þeim sé
gerðar öruggar varúðarráðstafan
ir. Leitt er, að lærðir menn skuli
ekki átta sig á, að þeir mega
ekki vegna stjórnmálaofstækis
misnota lærdóm sinn til að
blekkja almenning. Fyrir mörg-
um árum henti sú skyssa Alfreð
Gíslason í útvarpsumræðum að
nefna það sem dærhi um yfir-
gang Bandaríkjamanna á fslandi,
að hann vissi til þess, að Banda-
ríkjamaður á Keflavíkurflugvelli
hefði verið lagður inn á spítala
í Reykjavík. Tilheyrendur fundu
um leið, að þarna hafði læknir-
inn ofmælt. Almenningur skildi
jafnskjótt, að óhæfilegt var með
öllu að brigzla íslenzkum og
bandarískum stjórnvöldum um
það að veikur maður hafði fengið
aðhlynningu á sjúkrahúsi. Það
getur komið fyrir alla, jafnvel
beztu menn, að þeir tali af sér.
En smám saman eiga menn að
læra af skyssunum. Hinn um-
gengnisgóði læknir hefur auð-
sjáanlega ekki gert það í stjórn-
málum. Þessvegna eru allar lík-
ur til, að í þeim verði lítt eftir
honum munað vegna annars en
þessara tveggja ofstækisummæla.
Öfgar í málflutningi hafa oftast
nær, og einkum þegar til lengdar
lætur, þveröfug áhrif við það,
sem ætlað er.
Einar fjandskap-
ast gep;n 160
niilljón króna
launaliækkun
Glöggt dæmi þess, hversu öfg-
arnir leika illa sjálfa öfgamenn-
ina, kom fram í ræðu Einars Ol-
geirssonar í útvarpsumræðunum
á dögunum. Einar kvað það
dæmi um óvild ríkisstjórnarinn-
ar gegn almenningi, að hún hefði
nú ákveðið að hætta niðurgreiðsl
um á verði fisks og smjörlíkis.
Þetta gerði ríkisstjórnin í því
skyni að afla 80 milljón króna
til hagræðingar o. fl. í sjávarút-
vegi og fiskiðnaði, en vegna verð
hækkananna, sem af stöðvun
niðurgreiðslrta hlytust, mundu
laun í landinu hækka í samræmi
við verðlagsvísitölu um 240
milljónir lcróna. Ef þessar tölur
eru réttar, þá er augijóst hviiíka
svikamyllu ríkisstjórnin hefur
stöðvað með því að hætta þess-
um niðurgreiðslum. Með lækkun
niðurgreiðslnanna er ekki tekin
hærri upphæð af launþegum en
lækkuninni nemur, þ.e. 70—80
millj. kr. Þær verka hins vegar
þannig á vísitöluna, að almenn
launahækkun í landinu verður
að sögn Einars 240 millj. kr. Al-
meningur hagnast sem sé um
160 millj. kr. á þessari ráðstöf-
un. Óskiljanlegt er af hverju
Einar heldur því fram, að „eng-
inn launþegi" hafi gagn af þess-
ari hækkun. Atvinnurekendur
verða að greiða hækkunina, en
hún er hins vegar í eðli sínu ekki
annað en raunveruleg grunn-
kaupshækkun, sem launþegar fá
án þess að tilsvarandi hækkun
hafi orðið í verðlagi. Þegar full-
yrðing Einars er skoðuð sést að
hún leiðir í þveröfuga átt við
það, sem hann vildi vera láta.
Öfgarnar snúast gersamlega
gegn öfgamanninum sjálfum.
Állt annað mál er að allir
mega skilja hversu varhugaverð-
ur er sá vísitöluútreikningur,
sem til svipaðs þessu getur
leitt. Við þetta bætist, að almælt
er, að fiskniðurgreiðslur hafi í
framkvæmd reynzt sama eðlis og
kartöfluniðurgreiðslurnar áður
fyrri, sem allir urðu sammála
um að láta þegjandi og hljóða-
laust hverfa úr sögunni. Ætla
hefði mátt, að stjórnarandstæð-
ingar hefðu eftir allt, sem á und-
an er farið, talið sæmilegast að
láta hið sama verða nú. Hér var
brýn þörf leiðréttingar, að skoð-.
un allra þeirra, sem fremur vilja
hafa rétt en rangt.
Treysta ríkis-
stjórnmni betur en
Alþýðusamband-
inu
Þá var ekki síður athyglisvert
áð heyra varaþingmann Alþýðu-
bandalagsins, Hjalta Haraldsson,
greindan bónda norðan úr Svarf-
aðardal, rökstyðja þær tillögur
Hannibals Valdimarssonar, að
ríkisstjórnin ætti að koma í stað
launþega til samninga við bænd-
ur um búvöruverð. Varaþingmað
urinn sagði, að mikið lægi við, að
bændur og verkamenn gætu starf
að saman. Af þessari skoðun
sinni, sem til sanns vegar má
færa, leiddi hann þá ályktun, að
stórhættulegt væri að verka-
menn og bændur semdu sín á
milli um búvöruverð! Þeir samn
ingar hlytu að verða til fjand-
skapar á milli þessara tveggja
höfuðstétta þjóðfélagsins! Til að
koma í veg fyrir slíkt, þyrfti
ríkisstjórnin að taka við samn-
ingsgerðinni af verkamönnum.
En hverjar vonir standa til um
raunhæft samstarf þessara stétta
ef það hlýtur að verða fjandskap
arefni þeirra að fjalla friðsam-
lega um kjör bændastéttarinnar?
Og hverhig er samræmið á milli
ásakana í garð ríkisstjórnarinnar
um, að hún stefni að aukinni
verðbólgu, en að treysta henni
á hinn bóginn einni til samn-
inga við bændastéttina? Þá er
traustið á stjórninni orðið svo
mikið, að hún á hvorttveggja í
senn að koma í veg fyrir fjand-
skap bænda og verkamanna og
tryggja að samningar verði slík-
ir að þeir leiði ekki til aukinnar
verðbólgu! Mótsagnir hins
greinda norðlenzka bónda sýna
á hversu haldlausum grund-
velli ásakanirnar gegn ríkis-
stjórninni eru reistar.
Ekki er frammistaðan betri
hjá Framsóknarmönnum. Þeir
fást aldrei til að segja hvaða úr-
ræðum eigi að beita gegn verð-
bólgunni, en skamma öll þau úr-
ræði, sem annars staðar hafa gef
izt vel. Hér heimta þeir sem
allra víðtækastri samvinnu til að
ráða við verðbólguna. Það er bar
áttan fyrir eigin völdum, sem
öllu ræður í huga þeirra og út-
rýmir öllum hugleiðingum um
það hvernig í raun og veru eigi
að berjast gegn því meini, sem
Framsóknarmenn hafa átt
manna mestan híut í að magna.