Morgunblaðið - 25.05.1966, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 25.05.1966, Qupperneq 3
Miðvikudagur 25. maí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 3 VIÐ, sem í allan lifflangan vet- ur höfum verið að horfa á tunglið, stöndam okkur að því einn góðan veðurdag á hörpu, að við hlustum eftir fótataki á varinhellunni og rjálað sé við útidyrahurð. Og að óvörum kernur það heim í varpann einn morgun, vorið, en þeg- ar við stöndum frammi fyrir því, er engu líkara en við höfum kvaðzt hér seinast í gær. Þó höfum við beðið með óþreyju frá því í fyrstu snjóum og þykir gestinum satt að segja hafa seinkað um skör fram. Nú mundi léttast brúnin á fleirum en okkur; það eru tjald arnir þrír, sem sátu hnipnir daglangt hérna niðri á eyrinni, sem fyrst koma í hugann. Við þóttumst þekkja, að hér væru komnir kunningjar okkar frá í fyrra, sem voru allra fugla tindilfættastir, og satt að segja umgengust þeir tilveruna þá af svo mikilli kurteisi, að þeir iminntu eina helzt á prúðbúið þjónalið Borgarinnar. En sem þeir stóðu þarna dag einn á fiörpu öndverðri og biðu, eftir síðbúnu vori, tengdu þeir hug- ann umsvifalaust raunalegri mynd kreppuáranna. — Voru þeir þá ekki komnir þarna blessaðir eyrarkallarnir, • sem hímdu undir bryggjuhúsum og í búðarholum bæjanna allt í kringum land. Á þeim árum lá timanum ekki á, og allir voru íbyggnir. í>á var hægt að labba burt úr miðju samtali, þarna sem menn stóðu með hendur í vösum, og koma aftur eftir misseri eða tvö og ljúka við- talinu við sömu menn. And- rúmið átti sér einn veruleik: Bið. Bið eftir nýjum gesti, bið eftir nýjum degi, bið eftir betri tirna — allt eftir því hve biðin var íblönduð stórum skammti vonar. Þessir tjaldar stóðu ein- ungis og rýndu niður fyrir tærnar á sér milli þess, sem þeir blimskökuðu augunum 'hver á annan, þögulir og þumibaralegir framan á að sjá, en umkomulausir aftan fyrir. Nú mundi hafa létzt á þeim brúnin. Og nú fara í hönd þgir dagar, þegar tilveran öll sýn- ist rísa upp úr þjáningu lífs- ins, eins og þegar sokkið land stígur iðagrænt úr sollnum mar. Og þúfurnar draga and- ann léttara. Og morgnarnir fæðast hver af öðrum og haska sér að verða stórir og stæðilegir dagar. Þeir rétta að okkur fjöld við- burða, svo að naumast vinnst ráðrúm til að taka við þeim öllum hvað þá neyta þeirra til hlítar í góðu tómi. En enginn getur sagt sögu af vorinu, eins og það er. Að minnsta kosti höfum við lesið heil snilldar- verk um vorið og hrifizt af andagift þeirra. En þegar við í bókarlok heyrðum allt í einu spóann vella inn um gluggann, þótti okkur jafnsnemma detta botninn úr meistaraverkinu. Enginn tími fær þig til að gleyma sjálfum þér á borð við vorið. Og engum kemur til hugar blóðvöl'lur haustsins um sauðburðinn. Yfir þessum dægrum er of bjartur veruleik- ur til að við megum tengja þau hversdagsleikanum. Jafn- vel mestu skítverkin þætti þér við hæfi að vinna í sparifötun- um. Og þarha er hún Einhyrna borin greyið og karar lambið sitt full umhyggjusemi. Þá er að gefa því innspýtingu, svo að það fari ekki úr lambablóð- sótt eins og lambið hennar í fyrra. En bíddu hægur. Hér er varla allt með felldu. Og þó. Mikil óttaleg kreista. er þetta annars. Það er svo óburðugt, að ég sé ekki annað vænna en við verðum að byrgja þau inni, því að vorregnið er svalt og lambið ekki enn komið á spena. Svona fór fyrir henni Grákollu okkar, sem bár í fyrrinótt tveimur lömbum. f stórdropóttri vorrigningunni hefir líf þeirra fjarað út, og veiðibjallan vokkaði yfir bráð- inni og settist að kræsingun- um, þegar hún sá, hvers kyns var. í gærmorgun var ekki nema ritja eftir af öðru þeirra og augun kroppuð úr hinu. Og nú verðum við að loka hana inni einn til tvo daga. Þettta gengur sosum allt miklu betur, úr því að við höfum bjálfann af öðru dauða lamb- inu til að bregða yfir tví- lembinginn, sem við erum að venja undir hana. Um að gjöra að hafa þröngt á henni, svo að hún hafi lamtbið sem næst sér. Ekki sakar heldur að hafa hundinn í námunda öðru hverju, ef verða mætti til að rumska við móðurkenndinni og fá hana til að snúast til varnar lambsins vegna. Sei, sei, já ekki ber á öðru en hún hafi verið sogin í morgun. Þá ætti að vera óhætt að taka af lambinu bjálfann og hleypa henni út með bvöldinu, ef veð- ur leyfir. Þetta gekk ekki svona greið- lega með ána, sem missti í fyrra. Við fundum aldrei lamb- ið hennar og urðum því að ioka hana inni á aðra viku áður en óhætt var að treysta henni fyrir fóstursyninum. Og þó reyndum við allt, sem okkur gat hugkvæmzt, svo sem að mjólka hana yfir lambið og spretta upp í nös á henni og láta blóðið drjúpa yfir það. Að lokum varð móðurástin sauð- þráanum sterkari, og hún fór frjáls ferða sinna út í vorblíð- una. Og seinna, þegar smalað var til rétta, bar ekki á öðru en hún væri hreykin af lambinu sínu. Og var sem okkur sýnd- ist, að hún horfði ögrandi á okkur þar, sem hún sá smal- ana nálgast? Lagðprúður var líka litli gymbill þar, sem hann stóð á hæðinni við hlið hennar. Og með einum huga voru þau, er hún stappaði nið- ur fæti um leið og hún fnæsti við okkur og þaut út í buskann. Og nú skulum við labba suð- ur á Stekkjartún og aðgæta, bvort ekki er þar allt með felldu. Hér er jarðvegur betri en. í öðrum túnum og gróskan meiri en annars staðar á þessu vori, enda íiggur enginn skiki í landareigninni eins vel við sól. Hérna halda þær sig lika flest- ar ærnar og allir gemsarnir, ný brennimerktir og farnir að hneppa frá sér. Þeir eru ekki lengur komnir upp á misk- unnsemi okkar og fara mikinn, þegar þeir sjá okkur nálgast. Þeim halda ekki heldur neinar girðingar. Hér í rimanum unir hann sér í eggtíðinni spóinn, og héma úti í mýrinni lifnar kólf- urinn fyrst á vorin, og héðan var hún fengin hófsóleyin, sem hún Trítla min litla færði mér einn kaldan vordag í endaðan apríl. Nú hæfir að taka lagið, og við syngjum við raust: Sá ég spóa suður í flóa, syngur lóa úti í móa. Bí bí, bí, bí, — vorið er komið víst á ný. Er í nokkru ljóði meiri seiður? — Það væri þá helzt vísan um hana Siggu litlu systur mína. Nú er heima. Pyrsta þrí- lemban borin á vorinu. Ósköp eru þau lítil og nett litlu ang- arni^, Allt gymbrar mjalla- hvítar og svona líka boru- brattar. En köld er hún á þeim snoppan. Gefðu mér nú blómið þitt í hnesluna, Trítla mín, og svo skulum við halda áfram að syngja. í dag hefir vorið sprett af okkur fjötri seinlátr- ar biðar. Bjarni Sigurðsson. Bridgemótið: Norðmenn töpuöu, en hafa forystu Úrslit í þriðju umferð í opna flokknum á Norræna bridgemót- inu, sem fer þessa dagana í Reykjavík, urðu þessi: ísl. I — Finnland II 98:88 4—2 Noregur I — Svíþ.I 153:97 6—0 Svíþ. II — Danm. I 96:77 5—1 F‘nnl. I — ísland II 104:96 4—2 Noreg. II—Danm. II 103:98 4—2 í fjórðu umferð urðu úrslit þessi: Svíþ. I — Finnll 135:101 6—0 Svíþ. n — ísland I 42:116 0—6 ísland — Noregur I 44:96 0—6 Noreg. II — Danm. I 59:125 0—6 Danm. II — Finnl. I 91:113 0—6 í annarri umferð í kvenna- flokki urðu úrslit þessi: Sviþjóð — Danm. 151:76 6—0 Noregur — ísland 182:81 6—0 Fimrnta umferð í opna flokkn- um var sp'luð í gærkvldi, en var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. í kvöld hefst keppnin kl. 20 og verður þá spiluð 6. umferð í opna flokknum og 40 spil í fjórðu umferð í kvenna flokki. í opna flokknum og 40 spil í fjórðu um- ferð í kvenna flokki. í opna flokknum og 40 spil í fjórðu um- ferð í kvenna flokki. í opna flokknum spilar ísland I við Finnland I og ísland II við Finnland II. Sýningartjald verð- ur í notkun í kvöld. Á fundi Norrænu bridgesam- bandanna, sem haldin var s.L mánudag var ákveðið að næsta Norðurlandamót verði haldið í Svíþjóð í júní 1968, annað hvort í Stokkhólmi eða Malmö. Árið 1970 verður mótið haldið í Finn- landi. Að fjórum umferðum loknum er staðan þessi í opna flokkn- um: 1. Noregur 40 stig 2. Finnland 23 — 3. Svíþjóð 21 — 4. ísland 20 — 5. Danmörk 16 — Sú breyting hefur orðið á ís- lenzku sveitunum í opna flokkn- um að Lárus Karlsson spilar í stað Einars Þorfinnssonar, sem er veikur. Erlendu þáttfakendurnir fara í dag I kynnisferð um Reykja- vík í boði Reykjavíkurborgar. Spilið, sem hér fer á eftir er úr leiknum milli ísland I og Finnland II. A 9 8 6 ¥ G 8 6 ♦ 4 * Á G 10 7 6 5 A K D A Á G 7 4 ¥ Á 5 2 ¥ 10 974 ♦ K D G ♦ Á 8 7 3 10 9 * 2 * 8 4 3 A 10 5 3 2 ¥ K D 3 ♦ 6 5 2 * K D 9 Á því borði, sem Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson sátu A—V. gengu sagnir þannig: Austur - Suður - Vestur - Norður Pass Pass 1 Tígull Pass 1 Hjarta Pass 2 Tíglar Pass 3 Tíglar Pass 3 Hjörtu Pass 3 Spaðar Pass 5 Tíglar Pass Pass Pass. Sagnir eru nokkuð harðar en góðar og gefa þær upplýsingar um skiptingu. Vestur lét út Spaða 8 og sagn hafi fékk 11 slagi eða 400 fyrir spilið. Á hinu borðinu varð lokasögn- in 2 Tíglar og fengust einnig 11 slagir og 150 fyrir spilið. Sam- tals fékk íslenzka sveitin 250 fyrir spilið eða 6 stig. Leikn- um lauk með sigri ísl. sveitar- nnar 98:88 eða- 4 stig gegn 2. Steinn braut bílrúðu UM kl. 17.20 á mánudag var ljósgrænn Trabant bíll R 5158 á leið hjá Rauðavatni, er grár vörubíll fór hjá á leið í bæinn. Hrökk steinn í rúðu fólksbíls- ins og braut hana. Biður rann- sóknarlögreglan bílstjóra vöru- bifreiðarinnar vinsamlegast um að gefa sig fram SUKSTHMR S veitarst j ómax- kosningarnax Að vonum er nú mikið rætt um úrslit sveitarstjórnarkosnlng- anna og stjómarandstöðublöðin, Tíminn og Þjóðviljinn, leggja áherzlu á að túlka þau sem merki um andúð almennings á núver- andi ríkisstjöra. En í því sam- bandi verða menn að gæta þess,- að úrslit sveitarstjómakosninga byggjast oft og tíðum á stað- bundnum ástæðum, þannig að hæpið er að byggja um ot á þeim, þegar menn íhuga afstöðu kjósenda til landsmála. Og fyrir stjórnarandstæðingana í heild eru úrslit kosninganna á þann veg, að ómögulegt er að tútka þau sem mótmæli gegn núver- andi stjóraarstefnu. Það hefur verið einkenni á nokkrum und- anförnum kosningum, bæði 61 sveitarstjórna og Alþingis, að kjósendafylgi hefur nokkuð geng ið á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks annars vegar og Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags hins vegar. Vonbrigði Framsóknax En það er engum vafa bundið, að þótt Framsóknarflokkurinn hafi aukið nokkuð fylgi sitt í þess um kosningum eru úrslit þeirra Framsóknarmönnum þó sár von- brigði. Framsóknarmenn höfðu gert ráð fyrir að vinna þriðja borgarfuUtrúann i Reykjavík, en það tókst ekki, og það atkvæða- magn sem flokkurinn bætti við sig nú frá þingkosningumum 1963 var óverulegt. Þá höfðu Fram- sóknarmenn einnig gert sér von- ir um að vinna þriðja mann í Kópavogi ,en það tókst heldur ekki. Framsóknarflokkurinn tap aði manni í Hafnarfirði og enn- fremur á Neskaupstað. Kommúnistax hjakka í sama faxinu í Reykjavík bætti Alþýðu- bandaiagið við sig nokkru at- kvæðamagni, þegar miðað er við atkvæðatölur þess í kosmingun- um 1962, en þess ber þó að gæta, að samanlögð atkvæðatala Al- þýðubandalagsins og Þjóðvarnar fiokksins 1962 er aðeins lítið eitt lægri en sú atkvæðatala, sem Al- þýðubandalagið fékk nú í kosn- ingunum í Reykjavík. Og á öðr- um stöðum á landinu hefur Al- þýðubandalagið meira og minna staðið í stað. Kosningaúrslitin eru stjórnarandstöðuflokkunum því engan veginn það fagnaðar- efni, sem þeir vilja vera láta, og í þeim birtast ekki þau mótmæli gegn rikjandi stjóraarstefnu, sem stjórnarandstaðan stefndi að í þessum kosningum. Á hitt er svo að líta, sem Sjálfstæðismenn hljóta að gera sér fulla grein fyrir, að víða um land er staða flokksins ekki nægi lega sterk. Því ráða margvisieg- ar ástæður, meira og minna stað bundnar og það hlýtur að verða verkefni Sjálfstæðismanna á næstu mánuðum að styrkja að- stöðu sína, þar sem hún hefur rýrnað að einhveriu levti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.