Morgunblaðið - 25.05.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.05.1966, Blaðsíða 5
Miðvikucfagur 25. maf 1966 MORGUNBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM VIRKA daga má ávallt sjá hópa af krökkum inn við hest hús Fáks við Elliðaárnar. >au eru að koma og fara, gangandi eða ríðandi. Um daginn rákumst við á hóp af krökkum á hestum upp með Elliðaánum. í broddi fylking ar reið Ragnheiður Sigur- grímsdóttir. Hún var að kenna krökkunum að sitja á hesti og var auðséð að þau nutu lífsins. Ragnheiður hefur í vetur kennt í reiðskóla Fáks. Hún Kagnheiður með einn nemendahópinn í reiðtúr upp með Elliðaánum. Upprennandi hestamenn í reiðskóla Fáks tekur nemendur í 6 manna hópum, tvo tima í einú, og er fullt hjá henni allan dag- inn. Sumri krakkarnir koma tvisvar í viku,. önnur hafa svo mikið að gera í skólanam að þau geta aðeins verið einu sinni. >annig eru 70—80 börn í reiðskólanum. Tvisv- ar í viku kl. 5 koma konur eftir sínum tíma, og röbbuð- um við krakkana meðan þau sprettu af og gengu frá hest- um og reiðtygjum á snyrti- legan hátt. 12 ára gamall piltur, Ás- mundur Jónsson, var sýnilega alvanur hestum. — Já, ég var búinn að vera 5 ár hjá Rose- mary, sagði hann til skýring- Kristín, Ásmundur og Helga á reiðskjótum sinum. að afi sinn eigi hest. Afi heit- ir Úlfar >órðarson. Og mamma hennar skreppur stundum með, þegar hún fer í útreiðartúr með reiðskólan- um. Sjálf ætlar hún að vera í Riftúni í sumar. >að eiga að vera hestar. Helga er sýni lega upprennandi áhuga- — Hvað lærið þið í reið- skólanum? spyrjum við hana. — Við lærum að beyzla hestana, láta hnakkinn á og þvo þá? — >voið þið allan hestinn? Til hvers? — Svo hann verði hreinn. En við þvoum ekki allan hest inn, bara taglið og faxið. >að verður svo óhreint. Kristín Einarsdóttir, 8 ára, er að kemba dökkum hesti. Hún upplýsir okkur um að það sé uppáhaldshesturinn hennar. — Blakkur og Valur eru vinir, segja þær stöllurn- ar. — Hvernig er Blakkur beztur? Töltir hann? — Ég veit það ekki. Nei, hann brokkar víst bara hjá mér. En mér finnst hann bara svo góður. Við víkjum okkur að mesta nýliðanum í hópnum, Helga Eiríkssynh sem er 12 ára gam all og er í öðrum reiðtíman- um. En hann er þá enginn við vaningur, hefur komið á hest bak fyrr, í sveitinni, á Brunna völlum í Homafirði. Næsti nemendahópur er nú orðinn óþolimóður yfir þessu blaðri. — Ragnheiður má ég beizla Grána? Má ég vera á Tígli? Má ég vera á Val? heyr ist úr öllum áttum. Já segir Ragnheiður en fyrst eru það æfingarnar. Og nú er Fákur sóttur inn í hús, spennt á hann gjörð með högldum, og allir fara út í hestagirðinguna, þar sem Ragnheiður lætur Fák hlaupa í hring, og kennir krökkunum að hoppa á bak og gera æfingar á baki. >au eru misjafnlega voguð og mislangt komin í listinni, en Ásmundur er sem fyrr sá flínkasti og getur meir að segja staðið á höndunum á hestinum á férð. Fákur er traustur hestur og öllu vanur Hann hefur verið notaður við kennsluna í mörg ár og hann tekur því með heimspekilegri ró, að krakkarnir hoppi og príli á honum, meðan hann hleypur jöfnum skrefum í hringi. Og svo hefst reiðkennslan i girðingunni Ragnheiður kenn ir krökkunum að sitja rétt. >að er miklu auðveldara að gagnrýna þau, þegar þau ríða hér inni í garðinum, segir hún Á eftir förum við svo í smá reiðtúr upp með ánum og þá fá þau meira frelsi til að Krakkarnir læra að fimia jafnvægið með æfingum á Fáki í garðinum við hesthúsin. sem vilja læra að sitja á hesti. Hópurinn, sem við hittum, var nýbúinn að á. Og þar á bala við Elliðaárnar hafði Ragnheiður verið að kenna krökkunum, 4 strákum og 2 stelpum ýmis líkamsheiti hestsins og eitt og annað í sambandi við hann. Við fylgd umst með hópnum niður að hesthúsunum, þar sem annar hópur beið nieð eftirvæntingu ar. Já, hann er svo klár, sögðu hin í kór. — Ég á hest, sagði Ásmuhdur. Hann er ó- taminn. Hann er ekki nema tveggja vetra. Ég ætla að reyna að temja han á næsta ári. — Hefurðu engan reið- skjóta á meðan? — Jú, ég fæ að fara á bak hjá manni, sem heitir Harald ur'. Lítil hnáta, Helga >órðar- dóttir, 9 ára, keppist við að kemba hestinum sínum. — Valur er beztur, segir hún og horfir ástúðlega á gráan hest, sem hún hefur riðið. — Hann er latur, segir ein- hver aðkomukrakkinn, sem ekki hefur fengið að koma á bak. —Nei, hann er alls ekki latur. Hann er góður, svarar Helga um hæl og með á- herzlu. Svo segir hún okkur Mikilvægt er að hirða hestipn sinn vel og kemba honum eftir hvern reiðtúr. Stei nstey pu vél fyrir holstein og plötur er til sölu. Upplýsingar í síma 14303. ATHUGIÐ >egar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Karlmaður óskast nú þegar, þarf að hafa bílpróf. Kostakjor Skipholti 37.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.