Morgunblaðið - 25.05.1966, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 25.05.1966, Qupperneq 7
Miðvífcudagur 25. maí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 7 íslenzkir blaðamenn ■ Moskvu AÐ undanförnu hafa verið á ferð í Sovétríkjunum í boði stjómarinnar þar þrír íslenzk ir blaðamenn, þau: Margrét R. Bjarnason (Mbl.), Gunnar Bergmann (Tímanum) og Sig- urður A. Magnússon (Mbl.). Hafa þau m.a. séð sýningu á ballet Prokofievs, „Ösku- buska“, sem sýnd var í fund- arhöllinni í Krerrtl, Rakarinn frá Sevilla í Bolshoi- leikhús- inu og nýgerða kvikmynd „Sea Gull“, sem gerð er eftir samnefndri sögu Antons Chek hovs. Þá sáu þau einnig kvik- myndina „Ten Days That Shook the World“ eftir banda ríska blaðamanninn John Reed. Nýtur sú kvikmynd mikilla vinsælda í Möskvu um þessar mundir og olli þar miklum deilum og sýndist sitt hverjum túlkun leikstjór- ans Nicolai Ljubímovs. Meðan hinir íslenzku blaða- menn dvöldu í Moskvu heim- sóthi þau TASS-fréttastofuna og APN, sem er fréttastofa, sem dreifir aðallega fréttum um efnahagsmál. Hinir íslenzku gesÚr hittu að máli starfsfólk á ritstjórn Literaturnaya Gazeta, sem er rit Sambands sovézkra rit- höfunda og Novi Mir, sem er tímarit, sem gefið er út mán- aðarlega, einnig á vegum rit- höfundasambandsins. Aðalrit- stjórinn Alexander Tardovsky og ritstjómarfulltrúi hans, Boris Zaks kynntu hinum ís- lenzku blaðamönnum starf- semi >á, er unnin er á rit- Hinir íslenzku blaðamenn undir Kremlmúrum, frá v!nstri: stjómarskrifstofum blaðanna Sigurður A. Magnússon, Margrét R. Bjarnason og Gunnar og svöruðu spurningum. Bergmann. FRETTIR Fermingarbörn séra Ólafs Skúlasonar 1966 (vor og haust). Farið verður ! ferðalagið á fimmtudagsmorgun kl. 9 frá Réttarholtsskólanum. Séra Ólaf- ur Skúlason. NÁMSKEIÐ fyrir unglinga, er lokið hafa barnaprófi, verða haldin í júní og ágústmánuði í Laugarnesskóla, Melaskóla og Réttarholsskóla. Hvert nám- skeið stendur í 4 vikur. Kennt verður 4—5 stundir á dag, fimm daga vikunnar. Kennd verður matargerð, fram reiðsla, ræsting, meðferð og hirð ing fatnaðar, híbýlafræði, vöru- þekking o.fl. Sund verður á Ihverjum morgni kl. 8—9. Námskeiðsgjald verkur kr. 1000.00 á þátttakanda. Nánari upplýsinga og innritun é fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, dagana 23.—27. maí n.k. kl. 2—4. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur Málverkasýning Elínar K. Thor arensen í Hafnarstræti 1 er opin daglega frá kl. 2—10. Kappreiðar. Hestamannafélag- ið Sörli í Hafnarfirði heldur kapp reiðar í skeiðvelli félagsins við Kaldárselsveg laugardaginn fyrir Hvitasunnu. Þar fer fram keppni 1 skeiði, stökki og folahlaupi, einnig verður naglaboðhlaup óg firmakeppni. Ætlast er til að þátttökutilkynningar berist til Kristjáns Guðmundssonar i síma 51403 eða 50091, Guðmundar Atlasonar í síma 50107 eða 50472. Langholtssókn: Fermingarbörn í Langholtskirkju vor og haust 1960. Ferðalag ákveðið föstudag 27. maí. Gefið ykkur fram á miðvikudagskvöld frá kL 5—7 í safnaðarheimilinu, sími 35750. Látið þetta berast. Sóknarprest- arnir. Tónlistarskólinn Reykjavík. Skólauppsögn verður miðviku- daginn 2i5. maí kl. 2 síðdegis. Skólastjóri. Kvenfélag Kópavogs heldur fund í félagsheimilinu fimmtu- daginn 26. mai kl. 20.30. Fundar- efni: skýrt frá fjáröflun til sum- ardvalarheimilisins og rætt um ferðalag félagskvenna og fleira. Stjórnic Kvenfélagið Hrönn: Munið ferðalagið í Laugardal 1. júní Tilkynnið þátttöku sem fyrst í símum 11306, 23756, 36112 eða 16470. Kristileg samkoma verður í samkomusalnum Mjóuhlið 16 í kvöld kl. 8. Allt fólk hjartanlega velkomið. Kvenfélag Laugarnessóknar minnir á saumafundinn í kvöld kl. 8.30 í kirkjukjallaranum. Stjórnin. Gunnar Sigurjónsson, guðfræð ingur talar á samkomunni í Betaníu i kvöld kl. 8.30. ÍSLENZK- AMERÍSKAFÉ- LAGIÐ heldur aðalfund í Þjóð- leikhússhjallaranum í kvöld kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf, en að þeim loknum verður sýnd kvikmynd af geim ferð Gemini 7. Konur, sem óska eftir að fá sumardvöl fyrir sig og börn sín í sumar á heimili Mæðrastyrks- nefndarinnar, Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit, tali við skrifstof- una sem allra fyrst. Skrifstofan er opin alla virka daga, nema laugardaga, írá kl. 2 — 4, sími: 14349. Ég bið þann sem tók stígvéla- skóna á uppstigningardag af vegarkantinum hjá Vellankötlu á Þingvöllum, vinsamlega að skila þeim á Laugateig 17, Reykjavík. Verið var að ræsa burt bleytu og gera við ófæru í veginum. Sá er átti stigvélaskóna hafði brugðið sér í gúmstígvél og farið að sækja malarhlass. A meðan hafði bíll brotizt yfir hvarfið við illan leik, en þó gef- ið sér tíma til að hirða skóna. — J»\ VÍSLKORINi BATNANDI MÖNNIM ER BEST AÐ LIFA. Bið að þegnum vaxi vii, vesalmennskan dvini, sómi þróist, sannleiksglit í sölum aftur skíni. St. D. Spakmœli dagsins Snjöll meðferð utanrikismála er að tala mjúklega og vingjarn- lega, en hafa sterka kylfu í hend inni. — Th. Roosevllt. Laugardaginn 14. maí opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Ólöf J. Haraldsdóttir, Mánabraut 9, Akranesi og Xngólfur A. Stein- dórsson, frá Brautarlandi, V.-Hún. i • • ___ » SOFN í Ásgrimssafn, Bergstaða- l stræti 74 er opið sunnudaga, J þriðjudaga og fimmtudaga, J frá kl. 1:30—4. 4 Listasafn fslands er opið i þriðjudaga, fimmtudaga, laug-1; ardaga og sunnudaga kL 1.30 , - *■ . s Listasafn Einars Jonssonar t er opið á sunnudögum og miðvikudögum frá kl. 1:30 til 4. Þjóðminjasafnið er opið eft- talda daga þriðjudaga, fimmtu daga, laugardaga og sunnu- I daga kl. 1:30—4. Minjasafn Reykjavíkurborg ar, Skúlatúni 2, opið daglega írá kl. 2—4 e.h. nema mánu daga. Borgarbókasafn Reykjavík-4 nr: Aðalsafnið Þingholtsstræti í 29 A, sími 12308. Útlánadeild í opin frá kl. 14—22 alla virka daga, nema laugardaga kl. 13—16. Lesstofan opin kl. 9— 22 alla virka daga, nema laug ardaga, kl. 9—16. Útibúið Hólmgarði 34 opið aila virka daga, nema laugar- daga, kl. 17—19, mánudaga er opið fyrir fullorðna til kl. 21. Útibúið Hofsvallagötu 16 1 opið alla virka daga, nema laugardaga, kl. 17—19. Útibúið Sólheimum 27, sími 36814, fullorðinsdeild opin mánudaga. miðvikudaga og föstudaga kl. 16—21, þriðju- daga og fimmtudaga, kl. 16— 19. Barnadeild opin alla virka daga, nema laugordaga kl. 16—19. i Til sölu Renault ’66. Sími 15364 eftir kl. 6. Stretch-buxur í telpna- og dömustærðum. Fyrsta flokks Helanka strech-efru, margir litir. Mjög gott verð. Einnig saumað eftir máli. Sími 14616. Stúlka óskast á gott heimili £ Borgar- firði. Sérherb., öll þægindi. Kaup eftir samkomulagi. Lysthafar sendi nöfn sín og aðrar uppl. f. fimmtudags- kvöld merkt: „Sveit 9343“. 12 ára stúlka vill taka - að sér að gæta barns eftir hádegi yfir sumarmánuðina, UppL í síma 13077. Keflavík — Suðumes Terylene kjólaefni, einlit og köflótt, ný sending. Verzl. Sigríðar Skúladóttur Sími 2061. íbúð óskast Lítil íbúð óskast til leigu. Uppl. í sima 22150. Bólstrun Tökum húsgögn til klæðn- ingar. Mikið úrval af áklæði. Sækjum og sendum Húsgagnaverzlunin Búslóð við Nóatún. Sími 16520. Stúlka óskast í vinnu á ljósmyndastofu hálfan daginn. Ekki yngri en 20 ára. Upplýsingar í síma 15905. Til sölu lítið notaðar Millers velti sturtur og pallur. Einnig Sindra sturtur. UppL í síma 118, Hveragerði. Til leigu lítil góð risíbúð í Kópav. Þeir, sem hafa áhuga, sendi nafn og símanúmer á afgr. Mbl. f. föstudagskv. merkt: „1. júní — 9786“. Ungur reglusamur maður óskar eftir herbergi fljótt. Má vera I Kópavogi eða Hafnarfirði. Tilboð sendist Mbl. f. fimmtudagskvöld, merkt: „9817“. í ágætu lagi Daaf, árg. ’64, til sölu af sérstökum ástæðum. Auð- veldasti bíllinn í keyrslu. UppL í síma 30566 eftir kl. 6 næstu kvöld. Óska eftir að koma 13 ára stúlku og 12 ára dreng á góð sveita- héimilL Uppl. ’ í sima 92-1682. Til sölu tveggja manna svefnsófL Simi 91031. Fjögra herbergja íbúð við miðbæinn til leigu fyr- ir fullorðna til 1. okt. eða lengur. Fyrirframgreiðsla. Tilboð sendist Mbl. f. 28. þ. m. merkt „Sanngjörn leiga — 9342“. Halló Ungt bamlaust kærustu- par utan af landi óskar eftir 1—2 hesrbergjum og eldhúsL Algjör reglusemi, Upplýsingar í síma 30706 eftir kl. 6. Kennara vantar tveggja til þriggja herb. íbúð strax. Uppl. í sima 3-73-80. Stýrimann og 1. vélstjóra vantar strax á humarbát Uppl. í sima 51119. 2—3 herbergja fbúð óskast til leigu. Tveir full- onðnir í heimili. Tilboð sendist Mbd. fyrir nk. laugardag merkt: „9787". Ryksuga Ryksuga óskast keypt fyrir bílaverkstæðL Uppl. í sima 92-2210. Til leigu 1 herbergi og eldunarpláss í kjallara við miðbæinn. Einhver fyrirframgreiðsla. Tilboð merkt: „Timburhús 9816“ sendist MbL Kona með 3 drengi 12 ára, 9 ára og 7 ára ósk- ar eftir að komast á sveita- heimili í su.tnar. Uppfcsafc sima 15350. Skrifborð borðstofuborð, stólar, fata- skápar, kommóður, dívan- ar, sjálfstandandi rulla, við legutjald, aelt allt saman á 2500 kr. Sýnt miHi 6 og 9. Múlakamto 14. Vil kaupa Simca ’63 með nýrri véL Útb. 100— 115 þús. Tiíb. sendist afgr. Mbl. fyrir laugard., merkt: „Simca 9786“. 2ja—3ja herb. íbúð óskast Uppl. í sima 23307 eftir kl. 8. Garðeigendur Tökum að okkur að plægja matjurtagarða. Simi 22628 og 52091. Vélritunarskóli SIGRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR Ný námskeið hefjast nSestu daga. Sími 33292.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.