Morgunblaðið - 25.05.1966, Page 8

Morgunblaðið - 25.05.1966, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. maf 1966 Á FERÐ IM RAINIG. MEÐ DR. HARALDI ÁRBÓK 1966. Rangárvalla- sýsla vestan Markarfljóts eft- lr dr. Harald Matthíasson. — Ferðafélag íslands. Ef við nú segðum, að Rangár- vallasýsla væri fallegasta sýsla landsins, þá væri það staðhæfing, sem jafnauðvelt væri að hrekja og sanna. Það er smekksátriði, sem ekki vehður um deilt til úr- slita. Hitt held ég sé ekki goðgá að staðhæfa, að Rangárþing hafi þótt og þyki fagurt hérað. Meðal annars sést af ferðabókum ým- issa nítjándu aldar manna — og það voru menn, sem kunnu að meta landslag — að þeir hafa staldrað þar við sízt skemúr en annars staðar. Þá efast ég um, áð íslenzk Ijóðskáld hafi rómað önnur héruð meir í kveðskap. Ég minni aðeins á Gunnarshólma Jónasar. Ef til er öllu mikilfeng- legri náttúrulýsing í íslenzkum bókmenntum, þá þætti mér fróð- legt að kynnast henni. Landslag er næsta margháttað í Rangárþingi, bæði í byggð og óbyggð. Staðir, sem ferðamenn heimsækja sér til fróðleiks, heilsubótar og yndisauka, eru þar fleiri en í öðrum héru'ðum. Ég nefni aðeins þrjá: Veiðivötn, Landmannalaugar og Þórsmörk. — Mesta vatnsfall landsins renn- ur til sjávar á vesturmörkum sýslunnar. Mesta eldfjall lands- ins — og þó víðar sé leitað — gnæfir yfir byggðina. Við aust- ur er héraðið varðað himingnæf- um jöklum. En Rangárþing er merkilegt sakir fleira en náttúrufegurðar. Sögufrægðin liggur þar í loftinu. Og hvernig má hugsa sér tilkomu meira baksvi'ð mikilla viðburða? Árbók Ferðafélagsins fjallar að þessu sinni um Rangárvalla- sýslu vestan Markarfljóts, en höf undur hennar er dr. Haraldur Matthíasson. Hann hefur áður skrifað tvær árbækur. Fjallar önnur um Grímsnes og Biskups- tungur, hin um Bárðargötu. Þess skal geta, að bókin í ár fjallar mestmegnis um byggðir í Rangárvallasýslu, enda hafa óbyggðunum verið gerð skil áð- ur I öðrum bókum. Ef þessi bók um Rangárþing væri borin saman við bókina um Grímsnes og Tungur, mundi ég segja, a’ð höfundi hafi tekizt öllu betur upp að lýsa hinum síðar- nefndu sveitum. í þessari bók sinni virðist mér hann hafa lagt eina mesta áherzlu á sögufrægð héraðsins; t.d. ritar hann alllang- an kafla og ýtarlegan um sögu- staði Njálu. Gizka ég á, að sá kafli muni þykja forvitnilegur og raunar ómissandi hverjum þeim, sem ferðast um héraðið í þeim vændum að koma þaðan nokkru fróðari um byggð þess og sögu. Að heimfæra raunverulegt sögusvið ritverks eins og Njáls sögu, ritverks, sem er að ein- hverju leyti sagnfræði og ein- hverju leyti þjóðsaga og ein- Har. Matthíasson. vafi leikur á og seint verða heim færð, svo óyggjandi sé. Áður trúði alþýða manna, að fslendingasögurnar væru dag- sannar. Síðar bryddi á þeirri skoðun, að þær væru einber skáldskapur. Nú er ekki lengur í tízku að trúa einu né neinu, svo menn láta skáldskap og sann- fræði liggja milli hluta — gera ráð fyrir hvoru tveggja í bland. En mismunandi kenningar um sannfræði og skáldskap breyta engu um gildi sögusviðsins. Það er alia vega jafnmerkilegt rann- sóknarefni. Hlíðarendi er jafn- mikill sögustaður, hvort sem Gunnar hefur búið þar í raun og veru éða í huga Njáluhöf- undar einungis. „Dalurinn" í hvolnum hjá Bergþórshvoli er jafnforvitnilegur staður, þó þar sé í rauninni enginn dalur, held- ur einungis smáhvos, og útilok- að sé, að hundrað manna og hesta 'hafi leynzt þar, eins og frá er greint í sögunni. Sakir nokkurra ótrúlegra stað- háttalýsinga í Njáls sögu, hefur því verið haldið fram, að höf- undurinn — hver sem hann var — hafi alls ekki verið nákunn- ugur sögusviðinu. Dr. Haraldur gerir ráð fyrir, að atbubðir sögunnar hafi getað gerzt, en hallast jafnframt að því, að höfundurinn hafi sums staðar látið efnið sitja í fyrir- rúmi framar staðháttum héraðs- ins. Ég tilfæri hér orð hans þar að lútandi: „Við lestur Njálu verður a’ð muna,“ segir hann, „að stað- fræði er höfundi ekki aðalatriði, heldur listin, og fyrir henni verð UM BÆKUR hverju leyti skáldskapur — það er ekki auðgert. Að vísu hafa mörg örnefni, sem fyrir koma í sögunni, haldizt til þessa dags. En önnur eru hreint og beint týnd og gleymd. Og enn önnur hafa færzt yfir á aðra staði. Loks eru svo nokkur örnefni, sem Sjóstangaveiði Veiðifélagið Sjóstöng, Keflavík, efnir til sjóstanga veiðimóts nk. sunnudag, frá Keflavík. Væntanlegir þátttakendur frá Reykjavík tilkynni þátttöku sína til Reykjavíkurfélagsins fyrir mið- vikudagskvöld. Farið verður frá Reykjavík með bíl kl. 8 f.h. frá Aðalbílasölunni, Ingólfsstræti og komið til baka um kvöldið. STJÓRNIN. Mercedes Benz 220 S Mjög vel með farinn Mercedes Benz 220 S. árg. 1960 til sölu. Ennfremur Auto-union F 102, smíða ár 1965. Ræsir hf Sími 19550. ur staðfræðin stundum að víkja, svo sem í frásögninni af ferð Skarphé'ðins og Högna til hefnda eftir Gunnar. Höfundur kann því að hafa verið miklu kunnugri í Rangárþingi en ætla mætti eftir staðfærðinni." Um Njálu hefur margt verið ritað af mikilli þekking. En um það efni, sem hér um ræðir: staðfræði sögunnar, munu fáir vera hæfari að dæma en einmitt dr. Haraldur Matthíasson. Hann er nákunnugur héraðinu öllu sem og nærliggjandi héruðum. Hann hefur ár eftir ár ferðazt um sögustaði Njálu og leiðbeint öðrum á þeim slóðum. Stundum er sagt í niðrandi tón, að einhver bók sé skrif- borðsvinna. Um bækur dr. Har- alds Matthíassonar er óhætt að segja hið gagnstæða. Þær eru ekki skrifborðsvinna, ekki sarnd- ar eftir landabréfum og öðrum prentu'ðum heimildum, þó höf- undur hafi auðvitað notazt við þess konar hjálpargögn, heldur eftir eigin könnun á hverjum stað, sem um er fjallað. Þannig gefur það bókum hans aukið gildi, að frásögn og lýsing er frá fyrstu hendi, ef svo má að orði komast. í síðasta kafla bókar hans um Rangárvallasýslu gefst lesandan- um kostur að fylgjast með hon- um í gönguferð á Þríhyrning, en dr. Haraldur er ferðagarpur með afbrigðum. Um frágang og útlit þessarar bókar er fátt að segja framar venju. Margar myndir fylgja textanum, bæði í litum og svart- hvítu. Préntun þeirra hefur að þessu sinni tekizt lakar en oft áður. Fremst í bókinni, gegnt titilblaði, er uppdráttur af Rang árþingi. Er þar að finna helztu sögu- og merkisstaði héraðsins Erlendur Jónsson. BAHCO SIUENT | 1 vif fan S|fBw/ \W \Hj S /-y s mim LiM ' - æ’M) I henf< j sfad sem ar alls cir þar l;rafizt 1III ||| HH1 m || er g og hi Eoffræ d)drar jódrar sfingar. Ififl BB Í! GOT" 1 “ ve I - hrc rLOFT 1 lídan íinlaeti — m I HKpl mwéM HEIIV VINNI lAog á USTAÐ. 1: li 1 111 v Audvelc ing:lódr 1 fhorno 1 uppsefn- éífjárétt, gírudii H ! Í|k ngá IIIII 1 Fdi SUÐUH ] MIXf itiÖTU lO Volksvvagen ‘63 Til sölu. Upplýsingar í síma 24523. Hvítmólmur Legubronze Nylon Legueini Silhirslnglóð Eirslnglóð Nýsilfurplötur Sillurstál Amulkut borolíu Til sölu 4ra herb. íbúð v/ð Álfheima Skip «g fastcignir Austurstræti ]2. Siivú 21735 Eftir lokun sími 36329. Einbýlishús við Sogaveg er til sölu. í húsinu er 5 herbergja íbúð í góðu standi. Bílskúr fylgir. Málflutningsskrifstofa Vagn E. Jóusson Gunnar M. Guðmundsson Austurstræti 9 Símar 21410 og 14400. Til sölu 2ja herb. kjallaraíbúð við Langholtsveg. Nýmáluð, sér hitaveita. 2ja herb. glæsileg íbúð, 76 ferm., í Laugarneshverfi með sérhitaveitu og suður- svölum. 2ja herb. kjallaraíbúð við Skipasund, sérhitaveita. Einstaklingsíbúð, stofa og eld- hús m. m. við Langholts- veg. 3ja herb. stór kjallaraíbúð við Mávahlíð. Sérinngangur, — 1. veðréttur laus. 3ja herb. góð íbúð á hæð í timburhúsi í Skerjafirði. Eignarlóð. Útb. kr. 150 þús. við samningsgerð og kr. 50 þúsund í haust. 3ja herb. hæð í tvíbýlishúsi 1 Kópavogi. Sérinngangur, sérhiti, bílskúr. 3ja herb. sólrík efri hæð í timburhúsi við Njálsgötu, sérhitaveita. Lítil útborgun. 3ja herb. nýleg kjallaraibúð 90 ferm. við Austurbrún. 4ra herb. nýleg íbúð í vestur- borginni, góð kjör. 4ra herb. rúmgóð rishæð í steinhúsi í vesturborginni. Sérhitaveita. Útb. kr. 350 þúsund. 4ra herb. íbúð 116 ferm. við Álfheima. Teppalögð með vönduðum innréttingum. 4ra herb. björt og vel um- gengin hæð 100 ferm. í timburhúsi við Sogaveg. — Inngangur og hiti sér. — Lítil útborgun. Einbýlishús 110 ferm. við Breiðholtsveg, vel byggt og nýmálað. Stór bílskúr, stór lóð. Vantar góðar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir, hæðir og einbýlishús. ALMENNA FAST EI6NASAIAH LINDARGATA » SlMI 21150

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.