Morgunblaðið - 25.05.1966, Page 14

Morgunblaðið - 25.05.1966, Page 14
14 MORGUNBLADID Miðvikudagur 25. maí 1966 Jllttglltlfrlftfrifr Útgefandi: Hf. Árvakúr, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 22480. Askriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. í iausasölu kr. 5.00 eintakið. STERKASTA STJÓRN MÁLAAFLIÐ í LANDINU CJú staðreynd stendur óhagg- ^ anleg að loknum borgar- og sveitarstjórnarkosningum að Sjálfstæðisflokkurinn er enn sem fyrr langsamlega sterkasta stjórnmálaaflið á íslandi. Hann hefur að vísu orðið fyrir nokkru atkvæða- tapi á einstökum stöðum, en þar er fyrst og fremst um staðbundnar ástæður ■ að ræða, eins og oft hendir þeg- ar kosið er um bæjar- og sveitarstjórnarmálefni. ~k Þegar litið er á úrslitin í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningunum út um land kemur það í ljós að langsam- lega víðast halda Sjálfstæð- ismenn fylgi sínu og sums staðar auka þeir það veru- lega. Þannig er það til dæm- is í nágrenni Reykjavíkur, á Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðahreppi og á Akranesi. Á öllum þessum stöðum styrk ir flokkurinn verulega að- stöðu sína og bætir við sig atkvæðum. í kauptúnunum í Árnessýslu eykur flokkurinn einnig atkvæðamagn sitt og vinnur hreinan meirihluta í Hveragerði. Á Austfjörðum auka Sjálfstæðismenn yfir- leitt fylgi sitt í kauptúnum og kaupstöðum þar eystra, og vinna m.a. einn bæjarfulltrúa af Framsóknarflokknum í Neskaupstað. Á Norðurlandi jók flokkurinn t.d. fylgi sitt í Ólafsfirði, þar sem hann hélt áfram meirihluta í bæjar- stjórn, og á Húsavík bætti hann við sig atkvæðum. Á Snæfellsnesi bætti flokkurinn yfirleitt við sig atkvæðum, og í kauptúnunum á Vest- fjörðum hélt flokkurinn ým- ist fylgi sínu eða bætti þar við sig. Hann fékk hreinan meirihluta í hreppsnefnd í Bolungarvík og Hnífsdal og vann einn hreppsnefndar- fulltrúa á Suðureyri. í öðr- um kauptúnum þar vestra þar sem samvinna var við aðra flokka hélt flokkurinn yfirleitt sömu aðstöðu og áður. 'k Heildarmyndin af aðstöðu Sjálfstæðisflokksins eftir borgar- og sveitarstjórnar- kosningarnar er þá sú að hann kemur út úr þeim sterk- ur og áhrifamikill. Hann hef- ur öruggan meirihluta í borg- arstjórn höfuðborgarinnar og nýtur þar forystu víðsýnna og dugandi manna. Þetta eru höfuðstaðreyndir, sem við blasa að loknum þessum kosningum. Á grund- velii þeirra munu Sjálfstæð- ismenn um land allt treysta samtök sín og herða barátt- una fyrir hagsmunamálum byggðarlaga sinna í nútíð og framtíð. En þar sem miður hefur farið verður að kryfja or- sakirnar til mergjar og ganga hiklaust til nýrrar sóknar. Þar skiptir megin- máli að samhugur og ein- drægni sé að verki. Kjarni málsins er sá að ekkert byggðarlag getur verið án dug'mikillar forystu Sjálf- stæðisflokksins, sterkasta og áhrifaríkasta stjórnmálaafls í landinu. BÖRNIN OG SVEITIN Okólunum er lokið eða er að ^ ljúka. Börnin, sem setið hafa á skólabekk langan vet- ur koma falleg og frjálsleg út á götuna og þrá sumar og sól. Fjöldi kaupstaðabarna fer upp í sveit til sumardval- ar á heimilum sveitafólksins eða á sumardvalarheimilum, sem stofnuð hafa verið á síð- ari árum. Enda þótt börnin hafi bezt af því að vera á góðum sveitaheimilum er þó æskilegt að komið .verði á fót fleiri sumardvalarheimilum fyrir börn en ennþá eru til í hinum ýmsu landshlutum. Sveitaheimilin hafa mörg ekki aðstöðu til þess að taka á móti börnum til sumardval- ar. Kaupstaðabörnunum er hins vegar mjög nauðsynlegt að njóta útivistar og komast í samband við hina gróandi náttúru, kynnast dýrum og fuglum, læra að þekkja blóm og græn grös. Sú staðreynd breytist aldrei í umróti tím- anna að börn og unglingar sækja þroska og sálubót í hinn fagra og víða faðm sveitarinnar, þar sem önn dagsins snýst uni ræktun og umhirðu búpenings. ÖIl börn hafa gott af því að kynnast dýrum, verða vinir þeirra og njóta samvistar við þau. Börn in þurfa líka að læra að þekkja heiti blóma og fugla og öðlast þannig innsýn í töfraheima náttúrunnar. Frægur heimsspekingur hefur sagt að í raun og veru spretti öll ógæfa mannsins af því að hann þekki ekki nátt- úruna nægilega vel. Þessi ummæli má vissulega til sanns vegar færa. ÖIl við- leitni mannsins til þess að þroska anda sinn og bæta að- líF ÖTAN ÚR HEIMI Atuagagdliutit — fyrsta fréttablað Grænlendinga meðo/ margra sjaldgæfra grænlenzkrc rita á uppboði i Kaupmannahöfn í „Berlingske Tidende“ sl. sunnudag- segir frá uppboði sem fyrir dyrum stendur í Kaupmannahöfn á ýmsum rit um grænlenzkum og um grænlenzk málefni, flestum komnum til ára sinna og harla merkilegum. Að upp- boði þessu stendur Arnold Buscks Antikvariat og hefur gefið út vandaða skrá um það sem fram verður boðið, rúmt þúsund ritverka af ýmsu tagi. Segir blaðið að skrá þessi sé afrakstur rúmlega þriggja ára söfnunarstarfs og svo margt sé þar markveðra rita að vel hefði mátt vanda meira til sjálfrar skrárinnar, hún geri ekki betur en veita nauðsynlegar upplýsingar, um þessa dýrgripi, sem vafa- lítið fari fyrir hálfu meira fé næst þegar þeir verði falir. Meðal þess sem þarna verður boðið upp eru fjórian fyrstu árgangar fyrsta frétta- .- .... blaðs Grænlendinga, ,Atua- gagdliutit“. Lars Möller hét sá er hafði af því veg og vanda um árabil, setti það sjálfur og prentaði og var jafnframt ritstjóri þess, skrif aði mikið í það sjálfur og myndskreytti að auk, oft meira að segja litmyndum, teiknuðum af sjálfum hon- um. Það kann að láta undar- lega í eyrum að þetta blað, sem gefið var út á hjara ver- aldar, „Atuagagdliutit“, skuli hafa orðið fyrst til þess að taka upp svo nokkru næmi myndskreytingu með lesefni blaðsins. „Atuagagdliutit" birti á þessum árum ótal legasta blað sem hugsazt get- ur“, segir „Berlingske Tid- ende“. Síðan segir í blaðinu gerr frá ýmsu því sem boðið verð >i( , . .....J • . • ;..v... • \/ • ■ —. * •■*..■...' -- ... . ., ■ .■■■—■.) ■ ....: . - ~ ......................,.-»■: - , , . Mynd úr Atuagagdliutit, fyrsta fréttablaði Grænlendinga. Grænlendingur gerir sér húðkeip — tréskurðarmynd. greinar um Grænlendinga ur upp og er stiklað á stóru, skrifaðar af sjálfum þeim og en margt verður þar eigu- sagði frá stórtíðindum heima legra rita og ekki virt til of- fyrir og erlendis. „Það er fjár í skránni. „Af því sem á gullnáma fróðleiks um líf og uppboðinu verður, er fæst háttu Grænlendinga fyrr á virt til hundraða eða þús- tímum, stórskemmtileg menn unda króna (danskra),, segir ingar og þjóðlífssaga og „Berlingske Tidende“ — „og eitt skemmtilegasta og frum sumt er þar hreint og beint ótilhlýðilega ódýrt.“ Ekki greindi blaðið frá því hvenær haldið yrði uppboð þetta, en lét þess getið að vafalaust myndi það vekja athygli langt út fyrir land- steinana — og verður orð að sönnu ef að líkum lætur, því ekki eru Danir einir um að hafa áhuga á Grænlandi og því sem grænlenzkt er. stöðu sína í lífsbaráttunni snýst að verulegu leyti um það að ráða dulrúnir náttúr- unnar, og gera sér öfl henn- ar undirgefin. Þess vegna skiptir það meginmáli að börnin komist sem fyrst í snertingu við náttúru lands síns Og kynnist því fjöl- breytta og undursamlega lífi sem lifir og þróast 1 faðmi hennar, ekki sízt með hækk- andi sól, leysingu og gróanda. Við Islendingar eigum fag- urt og svipmikið land, sem býr yfir óteljandi dásemd- um, sem gleðja og hreinsa hugann og veita fersku og heilnæmu lofti í brjóst ungra og gamalla. Kaupstaðarbörn- in, sem ala aldur sinn við steinlagða götuna verða sem flest. að fá tækifæri til þess Ráðstefna um mannréttinda- mál ÆSKULÝÐSSAMBAND fslands efndi til ráðstefnu um mannrétt- indamál á mánudag 9. maí og var hún haldin í húsakynnum Æskulýðsráðs Reykjavíkur að Fríkirk'juvegi H. Ráðstefnuna setti Hann es Þ- Sigurðsison, fyrr verandi formaður Æskulýðssam- bandsins. Fluttir voru fjórir fyrir lestrar, er nefndust: „Mannrétt- að kynnast náttúru lands síns, njóta fegurðar hennar og heilnæmi. indaskráin og Evrópusáttmálin", „Suður-Afríka, Rodesía, Angola og Mossambique", „Einræði, Lýðræði, Mannréttindi“ og „Hlut verk aðildarfélaga ÆSÍ í mann- réttindamálum og hvaða aðferð- ir eru tiltækar". Fyrirlesarar voru Elías Snæland Jónsson, blaðamaður, Hallveig Thorla- cíus, kennari, Hrafn Bragason, lögfræðingur og Jón E. Ragnars son, lögfræðingur. Ráðstefnuna sóttu 22 fulltrúar frá aðildarfélögum Æskulýðs- sam«bandis íslands. Stjórnandi ráð stefnunnar var Einar Hannes- son, formaður Mannréttindanefnd ar Æskulýðssambandsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.