Morgunblaðið - 25.05.1966, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ
r
Miðvikudagur 25. maí 1966
Öllum þeim fjölmörgu, er heiðruðu mig með blóm-
um, gjöfum og heillaóskum á 75 ára afmælisdegi mín-
um 16. maí sl. færi ég alúðarfyllsta þakklæti og kveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Eyrún Helgadóttir, Hverfisgötu 100B.
Hjartanléga þákka ég börnum mínum og öllum vinum
sem heiðruðu mig á 85 ára afmæli mínu 1966 með heim
sóknum, gjöfum, blómum og skeytum. — Gæfa og
blessun fylgi ykkur öllum um aldur fram.
Guðbjörg Þ. Vídalín,
Njálsgötu 33, Reykjavík.
Litli drengurinn okkar,
ÓSKAR
lézt 3. maí. — Sérstakar þakkir færum við Bimi Guð-
brandssyni lækni, systur Agnelu og hjúkrunarfólki
Landakotsspítala, sem önnuðust hann meðan hann lifði.
Anna María Tómasdóttir,
Karl Sigurjónsson,
Efstu-Grund.
Hjartkær móðir, tengdamóðir og amma
GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR
Fornhaga 22,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
26. þ.m. kl. 1,30.
Haraldur Guðmundsson, Valdís Þorkelsdóttir,
Guðrún Haraldsdóttir, Guðlaugur Jörundsson.
GUÐMUNÐUR GUÐMUNDSSON
frá Skáholti, Víðimel 50,
er lézt að heimili sínu 20. maí verður jarðsunginn
fimmtudaginn 26. maí kl. 3 e.h. frá Fossvogskirkju.
Blóm og kransar afþakkað, en þeim sem vildu minnast
hins látna er bent á Krabbameinsfélag íslands.
Vandamenn.
Eiginkona mín,
ÞÓRDÍS ALBERTSDÓTTIR
Klapparstíg 16, Ytri-Njarðvík,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtu
daginn 26. þ. m. kl. 2 e.h.
Jóliann Guðmundsson.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR AUÐUNSSON
kaupmaður, Klapparstíg 11,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
26. þ.m. kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast
bent á Hjarta- og æðaverndunarfélagið.
Jóhanna Þorsteinsdóttir,
Hanna Guðmundsdóttir, Karl Guðmundsson,
Kristín Guðmundsdóttir, Herold Guðmundsson,
Svala Guðmundsdóttir, Gunnar Guðmundsson,
tengda- og barnabörn.
Jarðarför móður okkar,
_ AGÖTU STEFÁNSDÓTTUR
Jörfa,
fer fram að Kolbeinsstöðum, laugardaginn 28. þ.m.
kl. 3 e.h. — Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni
kl. 8 sama dag. — Fyrir hönd vandamanna.
Jónas Ólafsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og jarðarför bróður okkar og mágs,
JÓNS HALLDÓRSSONAR
Rauðkollsstöðum.
Kjartan Halldórsson, Hulda Tryggvadóttir,
Halldóra Halldórsdóttir, Óskar Eggertsson,
Guðríður Halldórsdóttir, Guðmundur Halldórss.,
Sæmundur Halldórsson, Sigurður Halldórsson,
Kristín Halldórsdóttir.
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
vináttu og samúð við andlát og jarðarför systur okkar
MARÍU EDMUNDU
St. Jósefssystur.
— Er timabært
Framhald af bls. 12
tekið. Það er staðreynd að kaup-
endur og umboðsmenn þeirra
láta sérverka sína síld þar sem
þeim sýnist. Það er staðreynd
að kaupendur og umboðsmenn
þeirra segja síldarsalt-
endum hvað mikla vigt
þeir vilja hafa í síldar-
timnum, og ef ágreiningur rís
á milli saltenda og kaupenda er
síldin bara tekin annars stað-
ar. Engin er frá Síldarútvegs-
nefnd til að fylgjast með hvort
kröfur kaupenda eru á rökum
reistar eða ekki. Hvenær hefur
Síldarútvegsnefnd bætt salt-
anda tjón, sem hann hefur orð-
ið fyrir vegna ágreinings við
kaupanda? Nærtækt dæmi er,
að á síðastliðnu ári, lét Síldar-
útvegsnefnd salta of mikið af
sykursíld á Finnland. Mikið af
þessari síld, sem ekki var
land síðan var hún metin af
Síldarmati ríkisins á Rússland.
Við þá yfirtöku gekk mikið úr
þessari síld, sem að ekki var
talið fullnægja kröfum rúss-
neskra kaupenda. Ætlar Síldar-
útvegsnefnd að greiða saltend-
um þá síld sem úr gekk við
yfirtöku Síldarmatsins? Sér í
lagi er þetta réttlætismál þar
sem fullkomið handahóf virðist
hafa verið á, hvar Finnlands-
síldin var látin liggja eftir.
Það getur enginn sanngjarn
maður láð síldarsaltendum þótt
þeir reyni að hafa sæmilega
sámvinnu við kaupendur og
slaki til ef því er að skipta, því
að ekki fá þeir stuðning frá
Síldarútvegsnefnd. Formaður
Síldarútvegsnefndar segir: Sam-
anborið við uppgefnar söltunar-
tölur, kemur í ljós að útfl. og
nýting er meiri en uppgefin
söitun. Þetta er þveröfugt við
það, sem margra ára venja ger-
ir ráð fyrir. Þetta er að mínu
áliti mjög hættulegt fyrir salt-
endur, að ekki er rétt gefið
upp á söltunarskýrslum. Offram
leiðsla, þó lítil sé, getur eyði-
lagt markaðinn. Menn skyldu
minnast þess, að megin ástæða
fyrir því að lögin um Síldar-
útvegsnefnd voru sett var sú, að
varast offramleiðslu á 'vandmeð-
farinni vöru og lítt seljanlegri
eftir takmarkaða geymslu.“
Þarna kemur ókunnugleiki
formannsins glöggt í Ijós. Hann
virðist ekki vita, að seinveidd
síld kemur yfirleitt beur út enn
snemmveidd, en mikill hluti
síldarinnar síðastliðið sumar var
haustsíld. Annað atriði tekur
hann ekki til greina, en það er
að léttsöluð síld kemur betur
út enn saltsíld.
Óvenjulítið af síldinni síðast-
liðið sumar var saltsíld og engin
„Rússasortering" nema á þess-
um fáu tunnum, sem fóru nú í
vor. Þær eru ótaldar tunnurn-
ar sem að hent hefur verið und-
anfarin ár í þessari sorteringu.
Það eina sem hægt er að kenna
síldarsaltendum um í þessu sam
bandi er að þeir skyldu ekki
hafa vit fyrir Síldarútvegsnefnd
þegar líða tók á sumarið og
gefa meira upp enn þeir söltuðu.
„Síldargæðin voru vonum
betri, stærðarhlutföllin betri en
búizt var við, og fitumagn í
bezta lagi“. Veit formaður nokk
uð um það hvað saltendur þurf-
tu að hafa fyrir því að fá þá
söltunarhæfa síld sem söltuð var.
A þeirri söltunarstöð sem ég
rek var landað í kringum 50
þús. tunnum en úr því fengust
aðeins tæpar 9 þús. tunnur stór-
síld. Til að gera síldarsaltend-
um ennþá erfiðara fyrir heldur
Síldarútvegsnefnd tugum millj-
óna króna eftir £ sinni vörzlu af
fé saltenda. Sumt af þessu fé
hefir nefndin legið með frá því
í júlí í fyrrasumar. Á meðan
þurfa saltendur að greiða hæstu
vexti af skuldum sínum.
Það er ekki nema um tvennt
að ræða, annað hvort að sam-
, vinna náist á milli Síldarútvegs-
nefndar og síldarsaltenda al-
mennt eða síldarsaltendur stofni
sitt eigið sölusamlag og fari að
vinna að því að fá lögin um
Síldarútvegsnefnd felld úr gildi.
Sveinn Guðmundsson
Seyðisfirðí
Frá Verzlunarskóla íslands
Inntökupróf inn í I. bekk Verzlunarskóla íslands
verður þreytt dagana 27. og 28. maí. — Nemendur
mæti við Verzlunarskólann 27. maí, kl. 1,30 síðd.
Röð prófanna verður þessi: íslenzka, danska, reikn
ingur.
SLólastjóri.
Bílkrani - Beltakrani
Höfum til sölu bílkrana Quick Way 14 cu. á Reo
Studebakerbíl með drifi á öllum hjólum og Bu-
cyrus Erie beltakrana % cu. með dieselvél. Tækin
eru í góðu lagi og hentug til allra minni fram-
kvæmda s.s. sprengingavinnu, hafnarframkvæmda,
við landanir o. s. frv.
Jarðvinnslan sf
Símar 32480 og 31080.
Útför unnusta míns og bróður okkar,
ÓLAFS TRAUSTASONAR
optiker,
fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 26. maí kl. 13,30.
María Thoroddsen,
Ása Traustadóttir,
Jóhanna Traustadóttir,
Pétur Traustason.
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
GUÐJÓN KARLSSON
vélstjóri, Karfavogi 58,
er andaðist 15. maí sl. verður jarðsunginn frá Lang-
holtskirkju laugardaginn 28. maí kl. 10,30 árdegis.
Athöfninni verður útvarpað. — Blóm og kransar af-
beðin, en þeim sem vildu minnast hins látna er vin-
samlegast bent á Slysavarnafélag íslands.
Sigríður Markúsdóttir,
börn og tengdabörn.
Eiginkona mín,
LÍNA THORODDSEN
andaðist í Landsspítalanum þann 22. þ. m.
Guðmundur Thoroddsen.
Þökkum innilega öllum þeim, sem auðsýnt hafa okk
ur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför,
GUÐRÚNAR TEITSDÓTTUR
Eiginmaður, börn og barnabörn.
Þökkum innilega vináttu og samúð við andlát og
jarðarför,
ALBÍNU JÓNSDÓTTUR
frá Ljósalandi.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu
samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför,
KARLS H. JÓNSSONAR
Ásvallagötu 29.
Þorbjörg Jónsdóttir,
Hulda Jónsdóttir, Svanur Steindórsson,
Heinrich Karlsson, Þórey Hjörleifsdóttir,
Hörður Karlsson, Hjördís Bjarnadóttir,
Þórir Karlsson, Kristrún Malmiquist.
Alúðar þakkir færum við öllum, er sýndu samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför,
EIRÍKS JÓNSSONAR
Sandlækjarkoti.
Kristín Ingimundardóttir,
Margrét Eiríksdóttir, Eiríkur Bjarnason,
María Eiríksdóttir, Björn Erlendsson,
Vilborg Kristbjörnsdóttir, Gísli Sigurtryggvason,
Elín Sigurjónsdóttir, Aage Petersen,
Bjarni- Gíslason, Bryhdís Eiríksdóttir,
og barnabörn.