Morgunblaðið - 25.05.1966, Side 24
24
MORGUNBLAÐIB
MiðviKudagur 25. maí 1968
Mary Raymond:
STÚLKA
MEÐ
GRÍMU
Ég hristi höfuðið. Nei, nei,
sagði ég. Hún hefur líklega tek-
ið mig fyrir einhverja aðra. Á
þessari stundu fann ég, að ég
gat ekki talað við neinn, né far-
ið að útskýra, hver ég væri, né
reynt að muna neit.
-- Er nokkuð að yður, spurði
Jíiil. — Þér eruð eitthvgð svo
skrítin.
—-• Það er ekkert að mér. Ég
reyndi að taka mig saman og
hlustá á það, sem Jill var að
segja, á leiðinni heim, en ég
heyrði bara bablið í henni, eins
og það kæmi úr fjarska.
Hún var að tala um eitthvert
saihkvæmi, sem hún og Steve
væru boðin í, á stað, sem hét
Hovenden Hall, og var í eitthvað
þrjátíu mílna fjarlægð. Hún var
að fá sér einhvem sérstakan
kjól og hafði nu verið að máta
hann og var mjög ánægð með
ihann. Hún yrði að fara aftur til
Haýwood á morgun og sækja
hann.
— Er hann síður eða stuttur?
sagði ég eins og ósjálfrátt, til
þess að láta einhvern áhuga í
ljós. :
rý- Vitanlega síður! Bjáni get-
ið þér verið! Hafið þér kannski
nokkurn tíma heyrt þess getið,
að k'venfólk hafi verið stutt-
klætt á Elísabetartímanum?
— Elísabetar?
— Já, ég sagði yður, að þetta
er grímudahsleikur, eins og þeir
voru á dögum Elísabetar drottn
ingar. Hovenden Hall er frá
þeim tíma og Sheldonfólkinu
datt í hug, að það gæti verið
gaman að halda grímudansleik
með búningum frá þeim tíma.
Þetta er forríkt fólk, en svo ný-
lega orðið ríkt, að það sést ekki
fyrir um eyðslusemina .........
hélt Jill áfram í hrifningu.
— Svo á að leika leikrit —
eins og hjá Shakespeare, skiljið
þér — með alvöruleikurum og
tónlist frá þeim tíma. Og Hoven-
den er alveg tilvalinn staður fyr
ir annað eins og þetta.
— Hvernig er kjólinn yðar?
— Hann er blár. Ég tók hann
upp eftir mynd.
— Og Steve? Hvernig ætlar
hann að vera klæddur?
— Ég hef þrælað honum í að
vera í vesti og stuttbuxum og
háum sokkum, sem hann hefur
leigt hjá leikfatasala — en það
ætlaði nú ekki að ganga greitt.
Hann vildi helzt vera í smóking,
en það hefði gert allt ómögu-
legt fyrir Sheldonfólkinu, ef
hann hefði ekki viljað vera eins
og hinir.
Þetta samkvæmi varð henni
nægilegt umtalsefni, það sem
eftir var heimleiðarinnar. Ef
veðrið yrði gott, ætlaði Sheldon-
fólkið að hafa samkvæmið úti í
garðinum — og þar átti að verða
sautjándu aldar matur, auk held
ur annað. — En ég býst nú samt
við, að við fáum kampavín.
Ég jánkaði þessu öllu kurteis-
lega. Ég var með hugann of full-
an af Yves Renier og sambandi
okkar til þess að hafa sérstakan
áhuga á þessu Sheldon-sam-
kvæmi — samkvæmi, sem ég
tSABELLA
SOKKAR
30 DENIER
SLÉTT LYKKJA
eru nú komnir í verzlanir
í nýjasta tízkulit.
Mjúkir
Fallegir
Margföld
ending
Smásöluverð
kr. 42.oo
var ekki boðin í og var hjá fólki,
sem ég þekkti ekki og mundi
aldrei þekkja.
En um hvorbtveggja skjátlað-
ist mér.
Þegar ég kom til Sorrell,
stóðu tveir bílar á brautinni —
annann vissi ég, að Steve átti,
en Jill sagði mér, að hinn ætti
Peter Bentley, sem var ráðs-
maður hjá Steve.
— Og vinur, bætti hún við. —
Þeir eru gamlir skólabræður.
Þegar ég fór upp með það,
sem ég hafði keypt, fór hún að
leita að Steve. Þegar ég kom
niður, skömmu seinna sagði
Piero mér, að þeir væru báðir
úti, úti á litlum palli, sem var
fyrir utan gluggana á borðsaln-
um. Hann gekk ú.t með mér og
bar glasbakka.
Steve stóð upp og kynnti hinn
manninn, sem einnig hafði stað-
ið upp, þegar ég kom. Peter
n-
-□
15
□-
-□
Abyrgð í húsgögnum
Áfhugið, að merki þftta sé á húsgögnum, sem ábyrgðarskírteini fylgir. Kaupið vönduð húsgögn.. 02542 TRAMLEIÐANDI í : Ino.
fÚSGAGNAMEISTARA ÉLAGI REYKJAVÍKUR 1
HÚSGAGNAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR
Bentley var lágvaxinn og dökk-
ur yfirlitum, laglegur maður
með brún augu. Hann var vin-
gjarnlegur og virtist horfa á mig
með talsverðum áhuga. Mér leizt
strax vel á manninn og sú skoð-
un mín fékk staðfestingu við
nánari kynni.
Svo virtist sem Jill væri enn
að tala um Hovenden-samkvæm
ið, eða kannski hafði hún verið
nýfarin að vekja rnáls á því, og
það hefði vakið athyglina á mér.
— Og hvemig ætlið þér að
verða klædd? sagði Peter, eftir
að hafa hlustað á lýsingu Jills
á sínum kjól.
Ég hikaði ofurlítið, en Jill
flýtti sér að segja: — Júlía er
ekki boðin — enda vissi Sheldon
fólkið ekki, að hún mundi koma
hingað.
— Við gætum hæglega komið
því í lag, sagði Peter. — Ég skal
hringja til hennar Louise og
spyrja hana.
Jill horfði á mig. — En verð-
ið þér þá ekki komin aftur til
Frakklands?
Það var svo greinilegf á öllu
að hún vildi ekki að ég kæmi í
þessa glæsilegu veizlu, að mér
var beinlínis ögrað.
— Ég veit ekkert, hvenær ég
fer aftur til Frakklands, svaraði
ég. — Það fer eftir því, hvað
læknirinn segir.
— Samkvæmið er í næstu
viku, sagði Peter Bentley, — og
það verður svo glæsilegt, að það
er vel tilvinnandi að fresta
ferðalaginu eitthvað þess vegna.
— En hún hefur engan bún-
ing, sagði Jill.
— Hún getur leigt hann, eins
og við Steve höfum gert, sagði
Peter.
Svo var ekki meira um þetta
talað. Peter ætlaði að vera í
kvöldmat og Steve spurði Jill,
hvort hún ætlaði ekki að borða
með okkur líka.
Hún þá boðið og fór síðan til
|S að hringja til foreldra sinna.
Þegar hún var farin út, sagði
Steve: — Ég er ekki farinn að
óska yður til hamingju með hár-
uppsetninguna yðar. Michele
hefur tekizt upp í þetita sinn, og
gert kraftaverk.
- Ég er með falskan lokk,
sagði ég — hann er festur á ein-
•hvern kamb en þér ættuð að sjá
1 hárkolluna, sem ég afiþakkaði.
M’ín var freistað með einni glæsi
legustu rauðu hárkollu, sem ég
hef nokkurntíma séð.
— Fáið þér hana þá fyrir sam-
kvæmið hjá Sheldon, sagði Pet-
er, og þá getið þér alveg verið
Elisabet drottning. Það er víst
ætlazt til, að hvert okkar sé ein-
hver persóna úr sögunni.
— Nei, húsmóðirin ætlar að
verða Elísabet drottning, sagði
Steve, — hún er eðlilega rauð-
hærð, svo að hún varð að vera
■ Þetta er í kvennabúrið mitt.
Elísabet.
— Og það er nú hún, sem held
ur veizluna, ef út í það er far-
ið, sagði ég, en ég gat nú samt
ekki sleppt rauðu hárkollunni
úr huganum.
Ungfrú Daly kom nú til okk-
ar og Jill kom aftur úr síman-
um, og ég fór með hana upp í
herbergið mitt, svo að hún gæti
lagatS sig til fyrir kvöldverðinn.
Ég hafði kjólaskipti og hún var
tilbúin á undan mér, og fór nið-
ur, án þess að bíða eftir mér.
En um leið og ég kom inn í
garðsalinn, eitthvað tíu mínút-
um seinna, heyrði ég einhverja
rödd, sem nefndi nafnið mitt.
Röddin í Jill var há og heyrðist
vel. Þar sem ég stóð á efstu
tröppunni var mér auðvelt að
heyra hvert orð. Ég dokaði við,
ósjálfrátt. Ef þeir, sem standa
á hleri vilja ekki heyra baktal
um sjálfa sig, ættu þeir að koma
fram, eins og ekkert sé og þagga
þannig niður í þeim, sem tala
illa um þá og koma þeim I
vandræði. En í stað þess beið ég
og hlustaði og kom sjálfri mér
þannig í vandræði.
— Það er eitthvað óekta við
Júlíu, sagði Jill. — Hún er ekki
frönsk fremur en ég, og ég man
þó glöggt, að Kay sagði alltaf,-
að hún væri frönsk ....
— Hún hefur verið veik, sagði
Steve og virtist vilja eyða tal-
inu.
— Það skeði dálítið einkenni-
legt í Haywood. Einhver kona
kannaðist við hana og sneri sér
að henni, en hún vildi ékki
stanza neitt — og samt er sagt,
að hún hafi aldrei verið hér áð-
ur. Ertu viss um, að hún hafi
misst minnið, en sé ekki bara að
gera sér læti?
itiftfi hrofn
móðurinni
er kært
aö barniö
sé vært..,
og því gefur hún
því aðeíns það
bezta!
Og það er COW & GATE CEREAL FOOD— tiíbúinn,
vísindalega samsettur kornmatur fyrir ungbörn, sem er
framleiddur úr 3 korntegundum og þurrkaðri undanrennu
að viðbœttum fjörefnum og steinefnum. COW & GATE
barnamatur er sérstaklega nœringaríkur og auðmeltur.
Sérstök óherzla er lögð á bragðgœði og finnur móðirin
það bezt á því, hve barninu er Ijúft að borða COW
& GATE barnamat
COW & GATE barnamatur
hafra, maís, hveiti, Þurrger og
þurrkaða undanrennu
Fila ...........................4,tg
Egg|ahv!tuefnl.................22,2g
Kolvetn!......................,64,2g
Steinefni ......................4,5g
Votn............................5,0g
inniheldur: í 100 grömmum
Vítamfn B1..................0,7mg
Vítamín B2............... 0,7rng
Níocin.......................10,5mg
Vitamfn D .................350 a.e.
Kalk ........................ ó90mg
Fosfor........................Ó58mg
Jórn...........................14mg
Kgloríur f 100 grömmuro: 385
Mœður! látið barnið dœma
— og það mun diskinn tœma
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIKMII
EFNAGERÐ REYKJAVIKUR H. F.