Morgunblaðið - 14.06.1966, Blaðsíða 3
pnöjuaagur i«. juni i»oo
invftuvnufcMviv
Margeir J. Magnússon á sunúi tii lands. Staðunnn þar sem kajaknum hvolídi er mer
með svörtum krossi.
Kajak hvolfir við Örfyrisey
lyaðurinn synnti í land — um 500 metra
UM FJÖGXJR leytið á laugar
daginn hvolfdi kajak út und
ir hólmunum við Örfirisey,
um hálfan km. frá landi. —
Ljósmyndari Mbl., Sveinn
Þormóðsson, var vitni að at-
burðinum og segir svo frá, að
hann hafi séð er maðurinn
lét kajakinn reka frá landi.
Sat maðurinn aftarlega í hon
um og stóð því stefnið hátt
upp. Lét maðurinn kajakinn
reka um hálfs km. leið frá
landi, en fór þá að reyna að
snúa honum i átt til lands.
Reyndist það ógjörningur,
sökum þess hve stefnið var
hátt upp og snerist kajakinn
alltaf undan vindi, en all-
hvasst var af austri. Fór þá
Sveinn til vaktmanns olíu-
stöðvarinnar í Örfirisey og
bað hann að hringja í lögregl
una. í sömu svifum hvolfdi
kajaknum og maðurinn hóf
sund í land.
Maðurinn hafði náð taki á
kajaksárinni og synti í fyrstu
nokkuð mikið á móti vindi.
Bar þá að mann er gerði hon
um skiljanlegt með bending
um að synda meira undan
vindinum og reyna að ná yzta
tanganum, sem jafnframt var
stytzta sundleiðin.
Þegar maðurinn átti eftir
um það bil 50—60 metra í
land kom lögreglan á vett-
vang og tókst henni að koma
kaðli út til mannsins og draga
hann í land. Kom þá í ljós að
hér var um að ræða Margeir
J. Magnússon og var hann
orðinn allþrekaður, en hresst
ist brátt.
Lögreglumennirnir Lárus Salúmonsson og Kristleifur Guð-
björnsson aðstoða Margeir. — (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.).
Asmundui B. Olsen. oddviti
ú Futreksliiði
Jóhannes Árnason endurkjörinn
sveitarstjóri
FYRSTI fundur hinnar ný-
kjörnu hreppsnefndar á Patreks
firði var haldinn 26. maí síðast-
Jóhannes Árnason, sveitarstjóri.
liðinn. Á fundinum oru kosnar
nefndír og starfsmenn hrepps-
ins fyrir yfirstandandi kjörthna
biii.
Oddviti Patrekshrepps var
kjörinn Asmundúr B. Olsen,
kaupmaður (S) með 7 atkvæð-
um, en varaoddviti Svavar Jó-
hannsson útibússtjóri (F).
Samþykkt ar að ráða sveitar-
stjóra til næstu fjögurra ára.
Var Jóhannes Árnason, lögfræð
ingur (S) kjörinn sveitarstjóri
með 7 atkvæðum. Hann hefur
gegnt sveitarstjórastarfi á Pat-
reksfirði síðastliðin 3 ár.
Formaður hafnarnefndar var
kjörinn Ólafur G. Ólafsson,
verkstjóri (A) og með honum
í nefndina Bogi Þórðarson og
Hallgrímur Matthíasson.
Ásmundur B. Olsen oddviti.
STAÐARBAKKA, Miðfirði, 11.
júní. — Hér hefur verið góðviðri
alla undanfarna viku og hefur
grassprettu farið mikið fram.
Sauðburði er tæplega iokið,
en hann hefur hins vegar gengið
vel. Ekki er jörð klakalaus enn,
en þó hafa tún þornað mikið.
Vegir hafa yfirleitt verið góð
ir í vor.
\j
*
Samtal v/ð
forsætisráðh.
SMSTHAR
Framh. af bls. 1
skortir ekki áhuga fyrir að koma
samningum á ef unnt er.
í maímánuði voru setiar niður
nokkrar viðræðunefndir milli
fuíltrúa aðilja og ríkisstjórnar-
innar til að greiða fyrir samning-
um. Þannig skyldi sérstaklega
athugað hvað gera mætti til
styttingar vinnutíma og lenging-
ar orlofs. _Aðrir áttu að athuga
hugsanlegar aðgerðir í húsnæðis-
málum og enn aðrir hvað gera
mætti til að bæta atvinnuástand
úti á landi, þar sem aflaleysi hef-
ur orði’ð.
Loks skyldi fara fram athugun
á orsökum verðhækkana frá því
að júní-samkomulagið var gert
árið 1964.
Nýr vísitölugrundvöllir
Þá hefur einnig undanfarið
verið unnið að nýjum vísitölu-
grundvelli og hefur kauplags-
nefnd sent frá sér sínar tillögur
og eru þær nú til athugunar hjá
verkalýðsfélögunum.
Engar af þessum nefndum
hafa enn lokið störfum", segir
forsætisráðherra“, eða afhent að-
iljum skýrslur sínar og tillögur.
Hefur mér skilizt að þær væru
allar sammála um að enginn á-
mælisverður dráttur hefði átt
sér stað heldur væri þar um svo
mikfð verk að ræða, að það hlyti
að taka nokkurn tíma. Meðal
annars þess vegna mun hafa
komið upp sú hugmynd að
fresta aðalsamningum til hausts,
og hefur það vissulega bæði
kosti og galla í för með sér.
Eftir að verðlagsvísitala var
afnumin á sínum tíma leiddi af
því að samningar voru ýmist
langtímum saman alveg lausir
eða einungis gerðir til skamms
tíma, þannig að kaupdeilur voru
yfirvofandi oft á ári hjá sömu fé-
lögunum. Þetta skapaði hættu-
lega óvissu í atvinnurekstri.
Þess vegna var það eitt af megin-
atriðum júní-samkomulagsins
1964 að verðlagsvísitala skyldi
tekin upp áð nýju, enda yrði þá
samið a.m.k. til eins árs í senn.
Augljóslega brostin forsenda
Ef nú ætti að taka þann hátt
upp að gera einungis samninga
til þriggja til fjögurra mánaða
með 5% grunnkaupshækkunum,
eins og talað var um, þá er þar
með augljóslega brotið á móti
þeirri forsendu fyrir verðlags-
visitölunni, sem allir voru sam-
mála um árið 1964.
Ef menn telja ómögu.egt að
gera samninga nú nema með
grunnkaupshækkun, þá sýnist
vera eðlilegt að samningstíminn
sé a.m.k. miðaður við eitt ár, úr
því að vísitöluákvæðin haldast.
Gegn því sto'ðar ekki að segja að
vísitölugrundvöllurinn sé skakk-
ur, því að einmitt tillögur um
nýjan grundvöll liggja nú fyrir,
og eru þær eitt af því sem á-
kvörðun þarf að taka um.
Eins og á stendur finnst mér
því alltof snemmt að segja að
samningaviðræður séu farnar út
um þúfur, því að eftir þvi sem
ég veit bezt, þá hefur ekki verið
efnislega rætt um það, hvert efni
árssamnings skyldi vera“, segir
Bjarni Benediktsson, forsætisráð-
herra að lokum.
Athugasemd
Miólkursamralan
Sl. sunnudag segir Alþýðu-
blaðið:
„Mjólkursamsalan hefur sömu
leiðis oft verið gagnrýnd fyrir
aö taka ekki upp heimsendingu
á mjólk eins og t.d. er gert í
Englandi. Heimsending á mjólk
einni sér er nú víða úr sögunni,
þar sem matvöruverzlanir, er
senda vörur heim, hafa hvar-
vetna í auknum mæli tekið að
sér mjólkursölu og það svo, aö
nsjólkurbúðir sem slíkar munu
nú víðast óþekkt fyrirbrigði
nema á íslandi.
í þeim 56 mjólkurbúðum sem
Mjólkursamsalan í Reykjavík
starfrækir starfa a.m.k. 150 til
200 stúlkur. Hjá samsölunni
starfa 3 eftirlitsmenn með mjólk
urbúðum og að auki starfrækir
samsalan sérstakt trésmiðaverk-
stæði, sem m.a. annast viðliald
og innréttingar í verzlunum.
Mjólkursamsalan í Reykjavík
er sameign mjólkurbúanna á
mjólkursvæði sem nær frá Gils-
fjarðarbotni austur í Skaftafells
sýslur. Mjólkurbúin kjósa full-
trúa á aðalfundi Samsölunnar,
sem síðan velja henni stjórn.
Neytendur hafa enga aðstöðu til
að hafa áhrif á stjórn þessa fyr-
irtækis, sem lögum samkvæmt
hefur einokunaraðstöðu á mark-
aðnurn, og % lilutar landsmanna
verða að skipta við, hvort sem
þeim likar betur eða verr“.
i*
Tíminn flytur
rangt mál
Á fundi bænda á Selfossi í
fyrri viku flutti Gunnar Guð-
bjartsson, formaður Stéttarsam-
bands bænda ræðu, þar sem
hann sagði m.a.:
„Það var því leitað til ríkis-
stjórnarinnar um áramótin um
leiðir til þess að mæta þessu.
1 fyrsta lagi var farið fram á
hækkun á útflutningsuppbótum.
Því var strax svarað þannig, að
ekki væri hægt að hækka þær“.
Fcrmaður Stéttarsambands ’
bænda fór þarna með rangt mál
og því svaraði Ingólfur Jónsson,
landbúnaðarráðherra í viðtali
hér i blaðinu og fórust þannig
orð:
„Tíminn hefur bað rangt eft-
ir Gunnari Guðbjartssyni, að
hann hafi fullyrt, að ríkisstjórn
in hafi synjað um auknar út-
flutningsuppbætur. Það var
aldrei rætt í ríkisstjórninni
hvort heimila skyldi auknar út-
flutningsuppbætur frá því sem
gildandi lög heimila. Aukafund-
ur Stéttarsambands bænda, sem
halinn var í desember síðastliðn
um, ræddi verðlagsmálin og út-
flutningsuppbæturnar. Fundur-
inn samþykkti áskorun á ríkis-
stjórnina að skerða ekki útflutn- %
ingsuppbæturnar. Fundurinn fór
ekki fram á að lögum um Fram-
leiðsluráð yrði breytt í þá átt
að auka útflutningsuppbætur,
enda hafa bændur gert sér Ijóst
að útflutningsuppbætur á mjólk
urvörum eru um 300%, og þvi
ekki eðlilegt að þær verði aukn-
ar. Rikisstjórnin varð við áskor-
un fundarins að skerða ekki út-
flutningsuppbæturnar, og ég vil
segja að frá mínu sjónarmiði
kom aldrei til greina að gera
það“.
STEFÁN Stephensen, eigandi
Viðeyjar biður þess getið að
kirkjunni í Viðey sé vel við
haldið, og það sé því ranghermi,
Ó£annindin
Þrátt fyrir þessa skýlausu yfir
lýsingu Ingólfs Jónssonar. land-
sem sagt var hér í blaðinu sl.
sunnudag að hún sé umhirðu-
lítil eða umhirðulaus.
v ------------------------
AKRANESI, 11. júní. — Sölu-
skála mikinn ásamt drykkjasal
og snyrtiherbergjum er verið að
reisa á Ferstiklu á Hvalfjarðar-
strönd. Olíufélagið BP stendur
að byggingu þessari.
Nýlega ók bill yfir kött, sem
Gísli Búason, hreppstjóri ó Fer-
stiklu átti. — Oddur.
búnaðarráðherra, þar sem gjör-
samlega er hrakin sú fullyrðing,
að ríkisstjórnin hafi neitað um
útflutningsuppbætur, endurtek-
ur Timinn sl. sunnudag ummæli
Gunnars Guðbjartsso.nar. Er það
að vísu ekki nýtt, að Tíminn
umgangist sannleikann frjáls-
lega, en hinsvegar hefði mátt
vænta þess að formaður Stéttar-
sambands bænda leiðrétti þetta
mishermi, eða a.m.k. sæi um að
það væri ekki endurtekið. —