Morgunblaðið - 14.06.1966, Síða 5
I Þriðjuðagur 14. Júní 1966
MORGUNBLAÐIÐ
5
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
ÍSLENZKI fáninn blakti í
hálfa stögn í gær, daginn er
stúdentsefnin gengu undir
síðasta prófið. Kristinn Ár-
mannsson fyrrum rektoir var
látinn. Ánægja nemenda yfir
náðum áfanga var því nokk-
uð blandin, vegna fráfalls
þessa mæta mann, sem starf-
að hafði við skólann á fimmta
áratug.
Á efri hæð sitja í stigan-
um bekkjasystkin og er
stúlkan að lesa óreglulegar
franskar sagnir. Herrann er
mjög kampagleiður, augsýni-
lega nýkominn úr prófi. Þau
segjast heita Ragnheiður Ás-
grímsdóttir og Kjartan Lár-
usson. Við tökum þau tali
og spyrjum, hvort þau séu
í stærðfræðideild.
— Við viljum ekkert hafa
með stærðfræðideildina að
gera, segir Kjartan snúðugur
og lítur á Ragnheiði, sem
brosir.
— Úr hvaða prófi varst þú
að koma? spyrjum við Kjart
an
— Þýzku, segir hann og
gekk bara ágætlega.
— Og heldur þú að þú
sjáir ekki eftir skólanum?
spyrjum við.
— Nei, áreiðanlega ekki.
Hann er hundleiðinlegur.
— Mér finnst hann svo
ágætur, segir þá Ragnheiður,
en virðist staðráðin í að láta
hvorki félagann né blaða-
• manninn trufla sig frá frönsk
unni, því að hún sekkur sér
niður í bókina, sem hún hef-
ur á hnjánum.
Á neðri hæð eru nokkrar
stúlkur, sem eru nýkomnar
úr latínuprófi. Þær spjalla
mikið um prófið, og við spyrj
um þær, hvort margar séu
eftir, og þær svara:
— Sú síðasta er inni, og
hún hýtur að fara að koma
út. Hún er búin að vera inni
heila eilífð.
Og von bráðar birtist próf-
stúlkan í dyrunum og rýkur
upp um hálsinn á stallsyst-
ur sinni ,þegar hún er loks
laus.
— Aha, ég er búin og mér
gekk svo vel.
Jón Júlíusson, kennari, og dr. Jón Gíslason, prófdómari, prófa tvær verðandi stúdínur i íatinu.
(Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.)
Við lok stddentsprófs
Heimsókn í MR og spjallað við nokkra
verðandi stúdenta
— Upp f hverju komstu,
segja stallsystumar í kór.
— Ég kom upp í skelkuðu
konunum, sem urðu að láta
af hroka sínum, Catalina eða
hvað það nú heitir.
— Og um hvað spurði Jón
JúL? segja hinar.
—• Hann spurði . fjarska
lítið um deponentsagnir,
hann var alveg draumur.
— Hvenær fáum við ein-
kunnirnar?
— Þegar þeir em búnir að
bera saman bækur sínar
prófdómarinn og kennarinn.
— Nú truflum við samræð
ur stúlknanna og spyrjum,
hvernig þeim hafi gengið í
prófunum.
— Ágætlega segja þær
flestar, en Sigríður Gunnars
dóttir heldur áfram:
— Ég ar orðin so sljó á
laugardagskvöldið að ég var
alveg komin á núllpunktinn,
en þetta lagaðist allt yfir
helgina.
— Hve margir stúdentar út
skrifast nú?
— 192, minnir mig, segir
Svava Guðmundsdóttir.
— Eruð þið stallsystumar
þá allar búnar?
— Nei, ein er eftir, Hrafn-
hildur B. Egilsdófctir. Hún
fék botnlangakast fyrir
nokkrum dögum og þeir eru
að fara upp á spítala til þess
að prófa hana.
— Nú kemur kennarinn
Jón Júlíusson út úr stofunnj
og les upp einkunnirnar, og
stúlkumar hlusta hljóðar á
úrskurðinn.
Við tökum nú Jón Júlíus-
son tali og spyrjum hann um
þá sjúku.
— Já hún fékk botnlanga-
kast um daginn og við erum
að fara að prófa hana á sjúkra
húsinu. í minni kennaratíð
er þetta í fyrsta skipti, sem
slíkt kemur fyrir.
Það er handagangur í
öskjunni í anddyri skólans.
Ung stúlka situr og er að
selja miða á dansleikinn, sem
haldinn er að loknum próf-
um. Hjá henni situr Sverrir
IHólmarsson kennari og spjail
ar við hana en í því kemur
eiginkona hans Guðrún Helga
dóttir, ritari rektors, og kall-
ar:
— Sverrir, komdu og tal-
aðu við mig og hættu að
„kókettera" við hana Höllu,
og Sverrir hleypur af stað.
— Hvað kosta miðamir?,
spyrjum við.
— 400 krónur í kvöld, en
450 krónur á 16. ballið, segir
Hallgrímur Snorrason, inspekt
or sóholae.
Nokkrar verðandi stúdínur
standa álengdar og rabba
saman.
— Ég er búin að verzla fýr
ir 12000 krónur og svo verð-
ur þetta ekki annað en að
við vöðum vatnselginn á há-
hæluðum skóm úti í Hljóm-
skálagarði og missum hælana
Framhald á bls. 23
Jón Júlíusson les upp einkunnir prófa í latínu og stúlkurnar hlusta spenntar á.
ALHLIÐA LYFTUÞJÓNUSTA
UPPSETNINGAR - EFTIRLIT
OTISLYFTUR sf.
Grjótagötu 7 sími 2-4250^
I. DEILD
MELAVÖLLUR:
í kvöld (þriðjudag) kl. 20,30 leika
Þróttur — Í.B.K.
Dómari: Hreiðar Ársælsson.
Línuverðir: Baldur Scheving og
Sveinn Kristjánsson.
Mótanefnd.
Auglýst eftir
vitni
AÐFARANÓTT laugardagsins 4.
þ. m. féll færeyskur maður í
Reykjavíkurhöfn og drukknaði.
Bifreiðastjóri leigubíls, sem ók
manni þessum og félaga niður á
Faxagarð rétt áður en slysið
varð, er beðinn um að hafa tal
af rannsóknarlögreglunni.
Tvö bílainbrot
BROTIZt var inn í bifreið f
fyrrinótt, sem stóð við Ljósvalla
götu 8, og stolið úr henni ferða-
tæki. Ennfremur var brotizt inn
í bifreið, sem stóð við Urðarstíg.
Var augsýnilega gerð tilraun til
þess að stela bifreiðinni, sem
ekki tókst, vegna kunnáttuleysis
þjófsins. Á hinn bóginn hafði
hann á brott með sér myndavél,
sem var í bifreiðinni.
Ungbarnaföt
Mikið úrval af fallegum amerískum ung-
barnafötum úr 100% næíon.
Jakkarnir með loðáferð, en buxurnar
úr stretchefnum. — Stærðir frá 3ja mán-
aða til 2ja ára.
Verð kr. 348 —
llliniMIIIII'IHIM'tMIMMtl'
Miklatorgi — Lækjargötu 4
og Akureyri.
Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu