Morgunblaðið - 14.06.1966, Blaðsíða 30
OU mUKUUIIDIiAVIV pnojuaagur 14. juni 19öB
landsiið 2:1
BaráftuviEji og leikgleði sáust
nú oft hjá bsB. Eiðinu
ENSKA liðið Norwich City, sem hér dvelst í boði Akurnesinga, lék
við tilraunalandslið landsliðsnefndar á Akranesi á sunnudaginn. —
Akurnesingar tóku hlýlega á móti gestum sinum, en veðurguðirnir
lögðu síður en svo blessun sína yfir móttökurnar eða leikinn. SA-
slagveður var, hellirigning og hvasst. Um 600 borgandi gestir sáu
leikinn og flestir munu þeir hafa getað undið föt sín að leik lokn-
um. Við blaðamennirnir vorum þó svo heppnir að fá yfirtjaldaðan
vörubílspall til okkar afnota og vegna tjaldsins var okkar aðstaða
betri en á sjálfum Laugardaisvellinum.
| 1-0 í hálfleik
Leikurinn mótaðist mjög af
hinum slæmu veðuraðstæðum,
en vaf þó furðu góður. Mikil
barátta var í leiknum og honum
lyktaði með sigri Englendinga,
2-1, sem eftir gangi leiksins má
telja réttlát úrslit.
Englendingarnir náðu sterkum
tökum á leiknum í byrjun og
réðu gangi hans fyrsta stundar-
fjórðunginn. Færi þeirra urðu þó
ekki hættuleg og Guttormur Ól-
afsson var vel á verði í markinu,
en fékk þegar nóg að gera.
Er líða tók á hálfleikinn fór
úrvalsliðið áð falla betur saman,
og ná laglegum sóknarlotum,
sem allar voru þó með því marki
brenndar, að herzlumuninn vant-
aði á — eða þá snerpu sem ein
getur sigurinn skapaoð.
Englendingar fengu á fyrstu
40 minútum hálfleiksins aðeins
tvö verulega hættuleg færi. Var
Curran innherji í dauðafæri í
bæði skiptin. í fyrra skiptið
bjargaði Guttormur laglega í
horn en í síðara skiptið straukst
knötturinn utan stangar.
Magnús Jónatansson fékk feezt
færi „tilraunamanna", en skaut
rétt yfir slá af góðu færi.
Á 42. mínútu tókst Curran inn-
herja fyrst vel upp. Fékk hann
knöttinn sendann eftir laglega
sókn, þar sem leikið var á Jón
Leósson og annan varnarmann
og skoraði með fallegu skoti af
vitateig. Staðan var því 1-0 í hálf
leik.
| Jafn síðari hálfleikur
Síðari hálfleikurinn var miklu
jafnari, en Englendingarnir
höfðu þó ívið betur, meiri þungi
í sókn þeirra og skipulagðari leik
ur. Baráttuvilji „tilraunamann-
anna“ vó þó upp á móti.
Tilraunaliðið skapaði sér dá-
góð tækifæri en þau runnu út í
sandinn vegna þess að framlínu-
menn, sem ekki voru með knött-
inn, voru staðir og „pressuðu"
Aðdragandinn að marki íslenzka úrvalsins. Bolland miðherja og Hermanni miðherja hafði mistek-
izt við fyrirsendingu Harðar Markan. Markmaöur hljóp út en var of seinn og Bergsveinn (ber rétt
við markstöng) kemur aðvífandi og skorar. (Ljósmynd: Bj. Bj.)
lítið sem ekki við mark Englend-
inganna.
Á 27. mínútu skoruðu Englend-
ingar síðara mark sitt. Var Curr-
an innherji aftur að verki með
föstu og eldsnöggu skoti rétt inn-
an vítateigs. Guttormur átti hei'ð-
arlega tilraun til varnar og hefði
efalítið tekizt, ef hann hefði ekki
runnið í eðjunni í markinu.
Loks á 41. mínútu tókst til-
raunaliðinu að bíta frá sér. Hörð-
ur Markan fékk góða sendingu
•
Werder Bremer, liðið er
varð Þýzkalandsmeistari í
knattspyrnu sl. sumar, hefur
gert samning við danska leik
manninn Ole Björnmose frá
Óðinsvéum. Liðið hefur ann-
an danskan leikmann, John
Danielsen einnig frá Óðins-
véum, meðal beztu leik-
manna sinna.
Olympínjárn-
brant í Munchen
Múnchen fær sína sérstöku
„Olympíujárnbrautarstöð" og
sérstaka „Olympíu-neðanjarðar-
braut fyrir sumarleikina 1972.
Borgarstjórnin í Múnchen hef
ur samþykkt byggingaráætlun
neðanjarðarbrautar sem er 4 km
að lengd frá miðborginni að
leikvanginum og bústað íþrótta-
fólksins. Er þá hægt að komast
úr miðborginni að íþróttasvæðun
um á 12 mínútum.
Framkvæmdin mun kosta sam
kv. áætlun rúml. 1200 miilj. ísl.
kr.
út á hægri kant, sótti fram og
gaf vel fyrir. Þeir lentu i návígi
Hermann og Bolland miðherji,
en misstu báðir af knettinum, sem
Bergsveinn fékk svo nýtt vel.
♦ Liðin
Tilraunaliðið kom dável frá
þessum leik. Það var að vísu eng-
inn glæsibragur yfir leik þess,
en leikurinn mótaðist af baráttu-
vilja og tilraunum til góðs leiks.
Liðíð var jafnt, enginn skar sig
úr, en allir áttu betri leik en á
dögunum gegn Dundee Utd., enda
verður vart lægra lotið en þá var
gert.
Vörn liðsins var betri helming-
urinn og vafalaust er þarna að
finna kjarnann í vörn væntan-
legs landsliðs. Eyleifur var loks
líkur sjálfum sér og Guðjón og
Hörður Markan stóðu vel fyrir
sínu. En sem fyrr segir allt liðið
átti dágóðan leik.
Vafalaust hefur rokið verið
verstur óvinur Englendinganna,
enda fengu þeir ekki uppskeru
af þeirri knatttækni sem þeir ó-
neitanlega hafa umfram okkar
menn. í liðinu voru fjórar breyt-
ingar frá leiknum við Akranes.
Þeirra breytinga varð lítið vart,
en liði’ð er langt frá því að vera
jafnsterkt Dundee Utd.
Öómari var Magnús Pétursson
og dæmdi vel.
— A. St.
•
Norðmenn og Finnar áttust
við í landskeppni í frjálsum
íþróttum um helgina. Finnar
unnu með 108 gegn 104 stig-
um. Er þetta minnsti munur
sem verið hefur milli lands-
liða þjóðanna í þessari grein
frá upphafi. Fengu Finnar 2
stig yfir hvorn keppnisdag.
19 ára Bandaríkja-
ntaður setur heimsmet
Jim Ryun 19 ára Banda-
ríkjamaður frá Kansas setti
nýtt heimsemt sl. laugardag
í hálfrar mílu hlaupi (880
vrds.) 804,5 metrar). Tíminn
,1.44.9 er 2/10 betri en heims-
met Peter Snell var. eÞssi
timi er talinn jafngilda 1.44.0
í 800 metra hlaupi.
Á dögunum hljóp Ryun
miiuvegalengd á 1:53.7 sem
er 1/10 úr sek. lakari en
heimsmet Snels. Má vafalítið
telja að þessi ungi Banda-
ríkjamaður muni fljótlega
eiga það heimsmet einnig.
Ryun hefur s.l. 3 ár verið í
röð beztu Bandarikjamanna
á vegalengdinni, lagt mikla al
úð við þjálfun og uppsker nú
laun erfiðis síns.
! Þróttur—IBK
I ó Meluvellinunt
: í KVÖLD fer fram leikur ;
■ í 1. deild íslandsmótsins milli :
; þróttar og Keflvíkinga. Leik !
I urinn verður leikinn á Mela- ;
; velli og er fluttur þangað :
: vegna þess hve Laugardals- «
■ leikvangurinn er illa farinn ■
; eftir langvarandi rigningar, !|
; kal og marga leiki. Vonandi ;
; verður þetta eini leikur ís- !j
: landsmótsins sem fram fer á ;
; malarvelli, en í leikja niður- :
; röðun eru leikir settir Laug- ;
■ dalsvöllinn með áskildum ;
; rétti til flutnings ef þurfa ;
; þykir. ;
Sundmeisturu-
mótið í Nes-
kuupstuð
Sundmeistaramót fslands verð
ur haldið á Neskaupstað laugar-
daginn 25. júní og sunnudaginn
26. júní keppt verður í eftirtöld-
um greinum:
Fyrri dagur: 100 m. skriðsund
karla, 100 m. bringusund karla,
200 m. bringusund kvenna, 200
m. flugsund karla, 400 m. skrið-
sund kvenna, 200 m. baksund
karla, 100 m. baksund kvenna,
200 m. fjórsund karla, 4x100 m.
skriðsund kvenna, 4x1000 m-
fjórsund karla.
Síðari dagur: 400 m. skrið-
sund karla, 100 m. flugsund
kvenna, 200 m. bringusund
kvenna, 100 m. baksund karia,
100 m. skriðsund kvenna, 100 m.
flugsund karla, 200 m. fjórsund
kvenna, 4x200 m. skriðsund
karla, 4x100 m. skriðsund
kvenna.
Keppt er um Pálsbikarinn er
Forseti íslands Hr. Ásgeir Ás-
geirsson gaf, og vinnst hann
fyrir bezta afrek mótsins sam-
kvæmt gildandi stigatöflu.
Þátttökutilkynningar berist
til Stefáns Þorleifssonar, sjúkra-
húsráðsmanns Neskaupstað,
fyrir 13. júní 1966. Einnig verður
Sundþing Sundsambands ís-
lands haldið um leið og meist-
aramótið.
Sundsamband íslands.