Morgunblaðið - 14.06.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.06.1966, Blaðsíða 31
f>r!SJudagur 14. júní 1966 MORGUNBLAÐCD 31 Krús]eff við kjörborðið: ! „Ég les blöðin 44 Mo9kvu, 13. júní. — AP-NTB. NIKITA Krúsjeff kom fram opinberlega í fyrsta sinn í meira en ár, nú á sunnudaginn og þá þeirra erinda að greiða atkvæði sitt manninum sem tók sseti hans sem forsætisráð herra Sovétríkjanna, Alexei Kosygin. Krúsjeff var holdgrennri en áður og allur ellilegri og sýnd ist ekki til stórræðanna. Að- spurður hvort.hann hefði ver- ið veikur, anzaði hann því játandi og sagði að svona væri J>etta nú einu sinni, men-n veiktust og þá væri bara að taka því, það væri ekkert eins dæmi. Nína kona hans lagði þá orð í belg og sagði að manni sxnum liði harla vel, hann hefði nú alveg náð sér eftir veikindin. Aðspurður hvað hann hefði fyrir stafni sagði Krúsjeff: „Ég les, mér þvkir mjög gam- an að lesa, dagblöðin og allt mögulegt. Svo fer ég í göngu- ferðir. Nei, ég hef hreint ekki í hyggju að setjast við skrift- ir núna og ætla mér alls ekki að fara að semja ævisögu mína“. Krúsjeff átti sæti í Æðsta- ráðinu eða á þingi Sovétríkj- anna, meðan hann var for- sætisráðherra lands síns rétt eins og Alexei Kosygin nú. Hann hélt sæti sínu í Æðsta- ráðinu eftir að honum var vikið frá völdum í október 1964 en hefur ekki sótt fundi þess síðan og var ekki á fram- bjóðendaskrá nú. Krúsjeff virtist óragur að ræða við fréttamenn en hrað- aði þó förinni heldur og vildi ekki tefja. Hann kom á kjör- stað í bíl frá sveitasetri sínu í Petrovsky Daliyer og hélt brott þegar er hann hafði kosið. Með honum voru kona hans, frú Nína, ekillinn og lífvörður Krúsjeffs, og fimm lögreglumenn munu hafa ver ið nærstaddir að því er fregn- ir herma. Fréttamaður innti forsætis- ráðherrann fyrrverandi eftir því, hvort hann myndi hitta að máli de Gaulle Frakklands forseta, sem kemur í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna eftir viku. Krúsjeff taldi það ólíklegt en kvaðst minnast viðræðna þeirra áður og sagði: „en vilji hann hitta mig, hefði ég ekki nema gam- an af því“. Krúsjeff hefur ekkert hitt af erlendum fyrir- mönnum svo vitað sé síðan honum var vikið frá völdum. Ekki var Krúsjeff einn fall- inna leiðtoga Sovétríkjanna til þess að skjóta upp kollin- um úr gleymsku tímans og koma að kjósa á sunnudag. Molotov, sem bæði hefur ver- ið forsætis- og utanríkisráð- herra Sovétríkjanna og var um skeið keppinautur Krús- jeffs um æðstu völd í land- inu, maður frægur fyrir allt annað en brosmildan svip kom hýrleitur á kjörstað á sunnu- dag, ásamt konu sinni, og greiddi atkvæði sitt. Molotov er líka kominn á eftirlaun og Ferðamannastraum- urinn til Akureyrar að byrja Hótelin þar þegar oróin nær ftiliskipuð — Hitabylgja yfir bænum MJÖG gott veður var um helg- ina á Norðurlandi, og náði hit- inn 21 stigi á Akureyri í fyrra- dag. Sólskin var og víðast hvar fyrir norðan um helgina. Ferða- mannastraumurinn norðanlands er nú að hefjast. Mbl. aflaði sér upplýsingar um hvernig ástand- ið væri nú á hótelunum á Akur- eyri og í hótelunum tveimur við Mývatn, Reynihlíð og Reykjahlíð, og hvernlg útlitið væri í sumar. Mikil aðsókn hefur verið að Hótel KEA það sem af er júní- mánuði, en fyrirfram er búið að panta álíka mikið og í fyrra. Er þar enn ekki fullskipað í öll herbergi, en segja má að nokkuð sé ásetið 14—1 mánuð fram í tímann, og ennfremur mikið búið að panta í júlí og ágúst. Kvað hótelstjóri KEA horfur nú í sumar ekki vera síðri en í fyrra. Hvert herbergi er pantað að Hótel Valborg eins og stendur, og ennfremur er mikið búið að panta þar fram í tímann. í»ar hefur alltaf verið fullt bæði í júlí og ágúst undanfarin ár, að sögn hótelstjórans, og horfur á að svo muni enn verða. Nikita Krúsjeff. Iét þess getið við fréttamenn að sér liði „skki sem verst“ og sæti mikið að skriftum. Molotov var vikið frá völdum 1957 og var Krúsjeff þar að verki. Loks kom svo Kosygin á sama kjörstað og Molotov — en Krúsjeff var á kjörskrá annars staðar — og greiddi þar atkvæði. íBrki bar þó saman fundum þeirra. Molo- \ tovs, enda Kosygin klukku- í stundu síðar þar á ferð. ' Á kjörskrá í Sovétríkjun- um nú eru rúmlega 140 millj. manna. Aðeins eínn listi er í kjöri og þar efstir Leonid Brezhnev, aðalritari flokksins og Alexei Kosygin, forsætis- ráðherra. í Æðsta ráðinu eiga sæti 1.517 menn. Bráðabirgðatölur sýna að 99.94% muni hafa neytt kosn- ingaréttar síns en úrslit verða ekki kunn fyrr en talið hefur verið í öllum kjördeildum eða 15. júní. Að Hótel Akureyri er nú nær hvert herbergi skipað, og verð- ur það alveg áskipað í kringum 17. júní. Hins vegar hefur ekki verið pantað mikið eftir Jóns- messu. Allmikið hefur líka verið pantað af gistiherbergjum hjá skíðahótelinu, sérstaklega þó í kringum 17. júni Auk þess er búizt við að hótejið verði full- skipað í sambandi við guðspeki- þing og landsmót í golfi, sem þar verður haldið í sumar. Hefur aðsókn verið ágæt það sem af er júní og snöggtum meiri en í fyrra. Sl. sumar varð raunin sú að ekki var mikið pantað af her- bergjum fyrirfram, en hótelið þó oftast nær fullt. Mjög gestkvæmt var hjá báð- um hótelunum við Mývatn, Reykjahlíð og Reynihlíð um helgina. Þar er einnig búið að panta mikið fyrir sumarið, en þó lítið meira en verið hefur undanfarin ár. Heildarsíldarafl- inn 56,286 lestir Seyðisfjörður hæsti löndunarstaðurinn FYRRI hluta vikunnar 5—11. þ.m. voru síldveiðiskipin að veið um 190 — 200 sjómílur NA af Langanesi. Veður gott og afli sæmilegur. Um miðja vikuna fór veður versnandi og héldu skipin þá norður á bóginn. Siðari hluta vikunnar voru skipin SA af Jan Mayen og þar fékkst sæmilegur afli þrátt fyrir óhagstætt veður. Vikuaflinn nam 12476 lestum og var heiidaraflinn á miðnætti á laugardag orðinn 56.286 lestir. Aflinn hefur allur farið í bræðslu. Aflinn skiptist þannig niður á löndunarstaði: til Reykjavíkur hafa borizt 6080 lestir, sem síld- arflutningaskipið Síldin hefur komið með, tíl Bolungavíkur hafa borizt 795 lestir, sem Dag- stjarnan hefur flutt, til Ólafs- fjarðar 571 lestir, Krossanes 110 lestir, Húsavíkur 379 lestir, Raufarhafnar 8063 lestir, Vopna- fjarðar 5395, Seyðisfjarðar Eskifjarðar 6579 lestir, Reyðar- 12332, Neskaupstaðar 9420 lestir, fjarðar 3165 lestir, Fáskrúðsfjarð ar 3272 lestir, og til Djúpavogs 226 lestiri Sólbráð olli samgöngu truflunum norðanlands Vatn fléði yfir vegi á þremiir stöðtam SÓLSKIN og hiti var um mest allt Norðurland um helgina, og var hitinn frá 15—28 stig, heitast á Akureyri eða 21 stig. Samkv. upplýsingum frá Vegagerð ríkis- ins olli þessi hiti mikilli sólbráð fyrir norðan, og t.d. höfðu ræsin í veginum í Giljareit á Öxna- dalsheiði ekki við, og rann þar á köflum yfir veginn. Var gert strax við veginn, en á hinn bóg- inn var enn mikil hláka þar í gær, og því hætta á að þetta end- urtæki sig. Sólbráðin olli því einnig að mjög óx í öllum ám fyrir norðan, og í gær rann Svarfaðardalsá yfir veginn á kafla, og ennfremur rann Gufudalsá í Barðastrandar- sýslu yfir veginn. þar rétt við brúna. Er Vesturlandsvegur þar því lokaður í bili. Annars staðar frá hafa ekki borizt neinar fregn- ir um skemmdir á vegum vegna vatnavaxta. Hér sunnanlands rigndi mjög mikið um helgina, og brotnuðu vegirnir viða upp, sérstaklega þó í Árnes- og Borgarfjarðarsýs'lu. Hafa þar víða komið hvörf í vegina, sem þó er reynt að gera við jafnóðum. Ekki eru allir vegir landsiris orðnir færir öllum bifreiðum enn. þá, t.d. eru Þingmannaheiði og Þorskafjarðarheiði lokaðar öllum bifreiðum, nema jeppum. Fært er orðið til Raufarhafnar öllum bi£- reiðum, en á milli Raufarhafnar og Kópaskers er vart nema jeppa fært. Þá er búið að moka niður í Vopnafjörð, en sú leið varð strax ófær vegna aurbleytu. Möðrudalsöræfin eða Austur- landsvegur eru nú orðinn vel fær, en þó er þar enn aðekis leyfður 5 tonna hámarksöxul- þungi. Fjarðarheiði er í bili að- eins jepi>afær. Loks er þess að geta að takmarkanir þær, sem verið hafa við Hraun í Fljót- um, vegna vegagerðar, eru nú fallnar úr gildi, og vegurinn op- inn allan sólarhringinn. — Sildarsaltendur Framhald af bls. 32 var ekki seld nein síld að undan- teknum um 7200 tunnum, sem seldar voru þangað nú í vor. Að nokkru leyti hækkaði meðalverð ið við það, að ekki var nein sala til Rússlands á síðastliðnu ári á saltsíld frá Norður- og Austur- landi, en salan þanagð hafði í mörg undanfarin ár lækkað meðalverð saltsíldar. Verð það, sem Rússar gefa nú kost á að greiða, er um 350 krón- um lægra fyrir tunnuna en aðrir kaupendur greiða og auk þess krefjast þeir endurmatsréttar á síldinni, sem framkvæmd sé af rússneskum yfirtökumönnum, þótt síldin hafi verið viðurkennd sem fuilgild vara af íslenzka síld armatinu. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt í einu hljóði: „Fundurinn telur, að ekki komi til greina að selja síld til Sovét- ríkjanna fyrir lægra verð eða með öðrum óhagstæðari skilmál- um en aðrir kaupendur sæta. — Þá telur fundurinn óviðunandi með öllu, að ervdurmat kaupenda fari fram á síld, sem metin hefur verið og samþykkt af Síldarmati ríkisins". Stjórn félagsins var endurkos- in, en hana skipa: Sveinn Benediktsson, formað- ur; Sveinn Guðmundsson, vara- formaður; Aðalsteinn Jónsson, Jón Þ. Árnason og Valtýr Þor- steinsson. í varastjórn voru kosnir: Jóhannes Stefánsson, Neskaup- stað; Þorsteinn Sveinsson, Djúpa vogi; Eyþór Hallsson, Siglufirði; Jóhann Antoníusson, Fáskrúðis- firði og Guðmundur Bjömsson, Stöðvarfirði. F.S.NA. 10 ára. Félagið hélt hóf í Þjóðleikhús- kjallaranum s.l. laugardagskvöld í tilefni afmælisins. Var þar fjöldi síldarsaltenda og gesta. Kveðjur báfust frá Jóni Áraasyni, alþingismanni, for- manni Félags síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi og frá Gunnari Flóventz, framkvæmda- stjóra. Sveinn Benediktsson, sem nú var endurkjörinn formaður, hef- ur verið formaður félagsins frá upphafi. Auk hans hafa verið í stjórn þess frá uþphafi þeir Jón Þ. Árnason og Valtýr Þorsteins- son. Yfir 70 farast í Hong Kong — af völdum úrfellis og jarðrasks Hong Kong, 13. júní, NTB — AP A ÁTTUNDA tug manna munu hafa farízt í Hong Kong um helgina af völdum óskap- legs úrfellis sem þar varð og skriðufalla. Yfir 10« byggingar eyðilögðust og talið er að nær 2000 manns hafi misst heimili sín. Öilum skólum er lokað í Hong Kong í dag og og skrii- stofuin víða og hefur lögreglan beðið fólk að hafa börn sin heima af ótta af frekari skriðu- föll. því veðurfræðingar spú auk inní úrkomu. Björgunarstarf er unnið af kappi og legjast þar á eitt opin- berir aðilar og einkafyrirtæki og einstaklingar. í sutnum borg- arhverfunum er ekki mat að fá, því skriðuföU á akvegum hamla öllum flutningum þangað og víða hafa menn hvorki rafmagn, vatn né gas. Brezka flugvéianaóð skipið „Eagle“ hefur léð þyrlur sinar til björgunarstarfa ög unn ið er að því að ryðja götur og vegi eftir náttúruhamfarirnar. Til marks um það, hersu mik- ið úrfelli var í Hon Kong í gær má hafa það, að mælar veðurstofu sýndu 38.1 em. úr- komu eftir 11 klukkustunda rign ingu og stytti þó upp öðru hvoru en rigndi þeim mun meir á eftir., Ekki stafar úríellið þó af því að Hong Kong hafi verið afskipt í þeim efnum, því frá mánaðamótum hefur rignt þar rúmum 60 cm. að því er veður- fræðingar herma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.