Morgunblaðið - 21.06.1966, Page 5

Morgunblaðið - 21.06.1966, Page 5
Þriðjuðagur 21. 5'finl 1966 MORGUNBLADIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM nýja lögreglum-enn til að íinna sér verðug' verkefni utan aðalstarfsins, svo sem íþróttir og ýmiskonar tónlist- arstarfsemi. „En áliugamálin eru svo margvísleg“, sagði Andersen, „að fáir hafa fengizt til að koma í kórinn“. Andersen kvaðst vilja taka undir þau orð Sallviks, að einhugur ríkti meðal norrænu lögreglusöngmannanna og kvaðst vilja bæta því við, að sögmótin væru mjög nauðsyn legur liður í innbyrðis kynnin.gu þeirra. Andersen kvaðst vera þeirrar skóðunar að söngelskir og glaðir lög- reglumenn væru beztu lög- reglumennirnir. Þrátt fyrir áðurnefnda örðugleika hjá danska kórnum, hefur starf- semi hans verið fjölþætt. Kórinn er elzti lögreglukór- sækja. Hann telur 43 söng- menn, sá danski 24, sænski 23, og norski 22. Formaður finnska kórsins er Garth Gyllenberg og hefur hann sungið í kórnum frá því ár- ið 1948. Einnig hefur Gyllen- berg verið starfandi söngmað ur í hinum þekkta karlakór Muntre Musikanter, sem hingað kom fyrir nokkrum árum og gladdi borgarbúa með frábærum söng. Gyllen- 'berg kvað söngmennina í kór sínum hafa mikið hlakkað til íslandsferðarinnar enda hafa aðeins tveir þeirra komið hingað áður. Eins og flestum mun vera kunnugt er karla- kórssöngur mjög í heiðri hafður í Finnlandi og þótt aldur lögreglukórsins í Hels- inki sé ekki mikill, hann var stofnaður á striðsáruiium eða árið 1943, hefur starfsemi hans verið margþætt. Á hverju ári syngur kórinn í fjölmörgum sjúkrahúsum, í ýmsum borgum og bæjum ut- an höfuðborgarinnar, svo og í fangelsum. Fyrsti stjórnandi kórsins var Iikka Kuusisto en núverandi stjórnandi, Reino Ahtiainen, hefur starf- að við kórinn frá því árið 1949. Að því er Gyllenberg sagði, er áætlað að næsta söngmót verði haldið árið 1971, annað hvort í Helsinki eða í Kaup- mannahöfn. ★ „Söngelsk lögregla er góð lögregla" segir Juel Andersen, varaform. danska kórsins að söngmótið var síðan haldið í Osló árið 1961. Blaðamaður Mbl. náði tali af fulltrúum þriggja erlendu kóranna; þeim Karl Gustav Sallvik, Juel Andersen, varformanni danska kórsins og Gerth Gyll- enberg formanni finnska kórsins. inn á Norðurlöndum, stofnað . ur árið 1913, og syngur hann oft í kirkjum, á sjúkrahúsum og fyrir gamalt fólk. Núver- andi stjórnandi kórsins er Axel Madsen. Finnski kórinn er stærstur þeirra sem þetta söngmót Eins og áður segir hefur Sállvik starfað í sænska kórn um frá því árið 1937. Kórinn var stofnaður árið 1919 og frá þeim tíma hefur hann haft níu stjórnendur og sungið um 700 mismunandi lög. Núver- andi stjóxnandi kórsins er Áke Jönsson. f>ó söngmót það sem nú er haldið, sé aðeins það þriðja í röðinni, hafa lög- reglukórarnir í Kaupmanna- höfn, Osló, Stokkhólmi og Helsinki oft heimsótt hverir aðra. Sallvik kvað alla tíð hafa ríkt mikinn samhug meðal norrænu lögreglukóranna, og því var það árið 1949 að hann gekkst fyrir því að haldið yrði söngmót í Stokkhólmi. Að því er Sallvik sagði, átti íslenzki kórinn í nokkrum fjárhagsörðugleikum fyrir fyrsta söngmótið, en málin leystust á síðustu stundu. ís- lendingarnir voru 16 talsins, gjörfulegir menn sem sungu guHfaHeg þjóðlög. Söng ís- lenzka kórsins var frá'bærlega vel tekið sagði Sállvik. í upp hafi var áætlað að þessi söng mót yrðu haldin á fimm ára fresti, en nokkur bið varð á því næsta, sem eins og fyrr segir var haldið í Osló árið 1901. Sállvik var ekki aðeins hvatamaður að söngmótun- um, heldur kom hann einnig á stofn merkilegri kyningar- starfsemi meðal norrænu kór anna innbyrðis. Er hún fólgin i því, að kórarnir skiptast á um að safna saman fréttbréf- um frá öllum kórimum. Frétt- ir þessar eru síðan gefnar út í tímaritsformi, sem dreift er til allra söngmanna kóranna. Varaformaður danska kórs- ins er Juel Andersen. Hann kvaðst mjög hafa hlakkað til þessarar íslandsferðar, sem þó er reyndar ekki hans fyrsta. Árið 1937 vann Ander sen það þrekvirki ásamt tveimur félögum sinum, að sigla hingað á litlum báti frá Svíþjóð. Höfðu þeir félagar hér mánaðarviðdvöd. Ander- sen kvaðst varla þekkja Reykjavík aftur fyrir sömu borg. Hann kvað stórkostleg- ar breytingar hafa orðið á borginni á ekki lengri tíma. Andersen kvað miklum erfið- leikum bundið að halda uppi lögreglukór í Kaupmanma- höfn, því þar væri mun minni áhugi fyrir karlakórssöng en á hinum Norðurlöndunum. í Kaupmannahöfn eru um þrjú þúsund lögregluþjónar en í ÁRIÐ 1950 héldu lögreglu- kórar höfuðborga allra Norð- urlandanna fyrsta söngmót sitt og var það haldið í Stokk- hólmi. Aðalhvatamaður þess var Svíinn Karl Gustav Sáll- vik, sem sungið hefur í sænska kómum í 29 ár og er hann nú formaður hans. Ann- Myndin er tekin í gær við setningu mótsins, á skólalóð Sjómannaskólans. Talið frá vinstri: Kark Gustav Sállvik, Svíþjóð, Jens Peter Berger, Noregi, Garth Gyllenberg Finnlandi, Jens Cristensen, Danmörk og Ingólfur Þorsteinsson, íslandi. Juel Andersen, varaformaður danska kórsins - kórnum eru aðeins starfandi 35 menn. Andersen kvað yfir völd sín vera kórnum velvilj- uð og reyndar hvettu þau 17. júní hótíðohöld í Leirdrskóla NÝTT menntasetur er risið upp í Borgarfirði utan Skarðsheiðar á hinu forna höfðingjasetri Leirá. Er þetta vönduð og rishá bygging í fallegu umhverfi, heimavistarbarnaskóli er full- nægja skal fræðsluþörf ung- menn á þessu svæði til ferm- ingaraldurs og er ráð fyrir því gert að þróun skólamála verði þarna sú að aukið verði við bygginguna svo að aðstaða verði til framhaldsnáms. Skólinn er hitaður upp með heitu vatni úr Leirárlaug sem er í nokkurri fjarlægð frá skólanum. íþróttahús er í smíðum og er ráð fyrir því gert að það verði tiltækt til notkunar á nfsta vetri. Kennsla hófst þarna á s.l. vetri. Var börnunum fyrst til að byrja með ekið á bílum daglega í skólann eða þangað til búið var að ganga frá heimavistinni, en það var ekki fyrr en nokkuð var liðið á skólatímann. Er þarna vel frá öllu gengið og reynslan sýndi að hinn mesti myndarbragur var á rekstri skólans og aðbúð öll að börnun- um þarna eins og fyllstu vonir foreldranna stóðu til. Til skólans hefir valizt ágætt kennaralið. Skólastjórinn, Sig- urður R. Guðmundsson, skóla- stjóra Jónssonar á Hvanneyri er þrautreyndur skólamaður, áhugasamur, laginn og lipur í umgengni við börnin og sam- starfsmenn sína og sýnt að stjórn semi öll fer honum vel úr hendi. Skólastjóri er mjög áhugasamur um íþróttaiðkanir og það að laða börnin að náminu með nátt- úruskoðun og frjálslegum um- gengnisháttum. Er mikil ánægja ríkjandi yfir því afreki sem hér hefir verið unnið á sviði menn- ingarmála æskunnar. Nú að undanförnu hafa að kveldi til farið fram miklar íþróttaæfingar við Leirárskóla. Þátt í þeim æfingum hafa tekið skólabörn 10—14 ára og æsku- fólk á svæðinu 50—60 manns. f ungmennafélögum tveggja hreppanna, Innri-Akranes- hrepps, en þar er íþróttavöllur við félagsheimilið, og í Leirár og Melahreppi eru íþróttir all- mikið iðkaðar, einkum knatt- spyfna. Þessar íþróttaæfingar við Leirárskóla voru undanfari þess að mikill áhugi var ríkjandi fyrir því og var skólastjóri þar í fararabroddi, að minnast sautjáanda júní með hátíðahaldi á skólasetrinu. Allt fór þetta eins og til var stofnað. Þjóðhátíðar- dagurinn rann upp broshýs og fagur og náttúra lands vors klæddist sínu fegursta skarti. Hátíðahöldin hófust klukkan tvö og setti skólastjóri Sigurður R. Guðmundsson hátíðina og bauð gesti velkomna til þessa nýja staðar. Þá flutti séra Sigurjón Guðjónsson, prófastur ágæta ræðu, en hann er formaður skólanefndar. Að henni lokinni fór fram almennur söngur sem endurspeglaði þá hrifningu sem þarna ríkti. Ávarp fjallkonunn- ar flutti í skautbúningi Svan- dís Haraldsdóttir húsfreyja í Stóra-Lambhaga. Þá var sung- inn þjóðsöngurinn. Að þessu loknu hófst annar aðalþáttur hátíðahaldsins, íþrótta keppni. Fór keppni fram í mörg- um greinum og komu þar við sögu konur og karlar. Stúlkur sýndu fimleika undir stjórn Halldóru Árnadóttur íþrótta- kennara. En fimleikum pilta stjórnaði skólastjóri. Fimm ung- mennum voru að leikslokum af- hent íþróttamerki f.S.f. Knattspyrnan og raunar fleiri íþróttagreinanna fór fram á knattspyrnuvelli skólans, sem er grasvöllur mjög traustur. Því ármalarlag er undir öllu svæðinu sem hann tek- ur yfir. Knattspyrnukeppnin fór fram milli tveggja félaga. Ungmennafélagsins Þrasta í Innri Akraneshreppi og Hauka í Leirár og Melahreppi. Unnu Þrestir með fjórum mörkum gegn tveimur. En handknattleik unnu Haukar með fimm níörk- um gegn tveimur. Var mikið fjör í keppninni og áhugi há- tíðagesta fyrir úrslitunum leyndi sér ekki og skorti ekki háværar eggjanir á báða bóga. Var fjölmenni mikið á hátíð- inni sem tókst með ágætum. Veður var eins og fyrr greinir eindæma gott og mikil ánægja með nýbreyttni þessa og hurfu menn úr þessum byggðarlögum heim til sín með þeim ásetningi að 17. júní hátíðahöld yrðu eftir leiðis fastur liður í starfsemi þessarar menntastofnunar sem gegnir því hlutverki að hlúa að fræðslu- íþrótta- og menningar- lífi fólksins á skólasvæðinu. Járnbrautarslys í IXIoregi Ósló, 20. júní, NTB. TVÆR farþegalestir rákust i snemma í morgun skammt utan við miðborg Ósló. Lestarstjóri annarrar beið bana og sá er hinni stýrði særðist illa, en alls slösuð- ust 32 og liggja tíu enn í sjúkra- húsi. Rannsókn slyssins er þegar ha.'in Síldarstúlkur Síldarstúlkur Óskum eftir að ráða nokkrar stúlkur til síldarsöltunar á Seyðisfirði í sumar. — Fríar ferðir, frítt húsnæði, kauptrygging. Mötuneyti á staðnum. — Upplýsingar á skrifstofu vorri í Hafnarhvoli, 4. hæð, eða í síma 20955. Sunnuver hf. Seyðisfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.