Morgunblaðið - 21.06.1966, Síða 14

Morgunblaðið - 21.06.1966, Síða 14
14 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 21. júrú 1966 Stórvirk tæki notuð við Búrfellsvirkjun Myndin sýnir eitt af hinnm stórvirku vinnutækjum, sem munu verða notuð við fram- kvæmdir við Búrfellsvirkjun. Tæki þetta nefnist á ensku „Wheel Traetor Sharperes" og er af gerðinni Caterpillar mod el 631 B. Það hefur 400 hest- afla vél, getur tekið 30 kubik yarda af efni. Tæki þetta get ur tekið efnið sjálft upp í sig og má síðan aka því með 50 km hraða á klst. Við Búr- fell mun verða notuð 44 tonna jarðýta til þess að ýta aftur á tæki þetta, en með því móti er það mun fljótara að ná efninu upp í sig, þar sem aðstæður leyfa. Mun þessi að fcrð við jarðefnaflutning vera einhver hin hagnýtasta, sem til þessa hefur þekkzt. Geta afköst þessa tækis með þvi móti orðið 400 kúbik- yardar á klst. miðað við 800 m vegalengd. Ársskýrsla Landsbankans birt Þjóðarframleiðslan jókst um Frú Skógræktarfélafi Réykjavikur ÚT ER KOMIN ársskýrsla Lands banka íslands fyrir árið 1965. Segir þar að þrátt fyrir hafís við Norðurland og Austfirði hafi afkoma þjóðarbúsins orðið hag- stæð íslendingum árið 1965 og um margt betri en árið á undan. Þjóðarframleiðslan hafi vaxið enn samkvæmt áætlun Efnahags- stofnunarinnar um 5%. £>á segir ennfremur: Verðmæti útflutnings jókst þó mun meira en þessu svarar eða um 18% frá árinu á undan, og voru þó óvenju miklar birgðir útflutningsvöru í landinu í árs- lok 1965. Er sú aukning talin 58% miðað við árslok 1964. Þessi hagstæða þróun stafaði sumpart af auknum sjávarafla, en sum- part af verðhækkunum flestra sjávarafurða. Heildarverðmæti innflutnings- ins jókst um 251 millj. kr. eða 4,4% á árinu 1965. Hins vegar varð innflutningur skipa og flug- véla talsvert minni en árið 1964. Gjaldeyrisstaða bankanna batn aði um nær 320 millj. kr. á árinu, en jafnframt hækkuðu stutt er- lend vörukaupalán innflytjenda um 140 millj. kr. Inn á við fór þenslan í efna- hagsmálum ört vaxandi. Góð afla brögð og eftirspurn eftir vinnu- afli langt umfram framboð höfðu veruleg áhrif á þróun verðlags og kaupgjalds til hækkunar. Miklar fjárfestingarframkvæmd- ir, bæði einstaklinga og opin- bérra aðila, höfðu og sín áhrif í sömu átt. Enn einu sinni varð metafli í fiskveiðum íslendinga. Aflamagn ið á árinu var um 1.200 þús. smá lestir eða 23% meira en 1964, sem einnig var metár. Þó er vert að hafa í huga að samanburður á magni heildaraflans segir ekki alla söguna, því að samsetning hans eftir tegundum er mjög þýðingarmikil. Aukningin stafar að þessu sinni öll frá síldveið- unum þvi að þorskaflinn var nokkru minni en árið áður. Síld- in nam nú 68% heildarmagnsins, en árið 1958 var hlutur hennar 20%. Þótt afli togara ykist lítið eitt á árinu mátti segja, að nær ÖU aukning aflans kæmi í hlut bátaflotans. Hlutur togaraflotans var nú aðeins 6% aflans, en var fyrir 7 árum 40%. Bátaflotinn jókst að rúmlesta- tölu um 3% enda þótt bátum fækkaði um 3 á árinu. Tveir tog- arar voru seldir til Grikklands í júlímánuði 1965 og voru 38 tog- arar í eigu landsmanna í árslok. Framleiðsla landbúnaðarvara jókst talsvert, enda var árferði í betra lagi og heyfengur víðast góður. Allmiklar kalskemmdir urðu þó á túnum á Austurlandi, enda hafís fyrir Norður- og Aust urlandi frá því í febrúar og fram í maí og fylgdu honum meiri kuldar en menn hafa átt að venjast um langt árabil. Tals- verðar truflanir urðu á skipa- leiðum af þessum sökum. Vél- væðing í landbúnaði hélt áfram hröðum skrefum og nýrækt var mikil. Haldið var áfram sömu stefnu og áður um að gera utanríkis- verzlunina frjálsari, og má heita, að í árslok hafi innflutningur til landsins verið orðinn frjáls, ef frá eru skildar landbúnaðarafurð ir, olíur og fáir minniháttar vöru flokkar. Hið aukna frelsi í innflutningi hélt áfram að gera vjssum iðn- greinum erfitt fyrir, og í sömu átt vann hinn aukni innlendi kostnaður, sem leiddi af verð- þenslunni. Samt varð nokkur framleiðsluaukning á sumum sviðum iðnaðar. Hafin var smíði þriggja nýrra dráttarbrauta á árinu og veitt til þeirra fram- kvæmda 12 millj. kr. lán sam- kvæmt framkvæmdaáætlun ríkis stjórnarinnar, enn fremur var veitt um 6 millj. kr. lán úr Iðn- lánasjóði til ýmissa framkvæmda vegna dráttarbrauta og skipa- smíðastöðva. Áframhaldandi að- stoð við þessar iðngreinar er fyrirhuguð innan ramma fram- kvæmdaáætlunarinnar á árinu 1966. Útlánaaukning bankakerfisins varð óyenjumikil á árinu 1965 eða nærri 150 millj. kr. meiri en aukning innlána. Samanlögð út- lánaaukning var 1.674 millj. kr. og komu nærri 905 millj. kr. af þeirri fjárhæð í hlut Landsbank ans. Starfsemi Landsbankans hélt 5% á sl. ári áfram að vaxa hröðum skrefum á árinu. Heildarveltan jókst um 20% upp í röska 195 milljarða króna. Aukning innlána var 476 millj. kr. eða aðeins lægri en veltuaukningin að hundraðs- hluta. Af þessu nam aukning sparifjár 403 millj. kr. eða rösk- um 20% og varð meiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Veltiinnlán hækkuðu hinsvegar aðeins um 14%, sem er mun minni hækkun en 1964 (38%), en þá hafði hækk unin verið óvenjumikil á þess- um lið. Hækkun heildarútlána bankans nam samkvæmt reikningum nærri 905 millj. kr. Af þessari aukningu er, eins og að framan getur, einn stór liður algerlega bókhaldslegs eðlis, 155 millj. kr. vegna Stofnlánadeildar sjávarút- vegsins. Af hinni raunverulegu útlánahækkun Landsbankans, kr. 750 millj., falla 408 millj. kr. á afurðalán (sem veitt eru sam- kvæmt nokkuð föstum reglum) og 40 millj. kr. á framkvæmda- áætlun ríkisstjórnarinnar. Staða Landsbankans gagnvart Seðlabankanum breyttist á árinu úr 166 millj. kr. nettóinneign í 17 millj. kr. nettóskuld, og er þá tekið tillit til 155 millj. krón- anna vegna Stofnlánadeildar sjáv arútvegsins, sem hætt var að telja til inneignar í Seðlaband- anum. Hin versnómdi staða gagn vart Seðlabankanum átti rót sína að rekja til mjög mikillar hækk- unar á endurseljanlegum víxlum á árinu, sem nam 321 millj. kr. I febrúarmánuði 1965 opnaði bankinn afgreiðslu í Þorlákshöfn, sem starfar á vegum útibúsins á Selfossi og annast starfmenn þess afgreiðsluna. Ennfremur festi bankinn kaup á hæð í húsi, sem er í smíðum við Lágmúla í Reykjavík, og er ætlunin að koma þar upp útibúi. I þeim hluta skýrslunnar, sem fjallar um Veðdeild Landsbank- ans og Byggingarsjóð ríkisins er þetta tekið fram m.a.: Lánveitingar Húsnæðismála- stjórnar voru meiri á árinu en þær bafa nokkurn tíma verið á einu ári áður. Lánafjöldinn jókst nokkuð miðað við árin á undan, en upphæðin hækkaði all veru- AÐALFUNDUR Skógræktarfé- lags Reykjavíkur var haldinn 10. maí sl. Formaður félagsins, Guðmund ur Marteinsson setti fundinn og tilnefndi Hákon Guðmundsson yfirborgardómara sem fundar- stjóra. Fundaritari var tilnefnd- ur Guðbrandur Magnússon. í upphafi fundarins minntist formaður Kristjáns Jakobssonar póstmanns, sem látizt hafði á umliðnu ári, en hann var um Tnargra ára skeið áhugásamur og ötull skógræktarmaður. Skýrslur um starfsemi félags ins á liðnu ári fluttu formaður félagsins og framkvæmdastjór- inn, Einar G. E. Sæmundsen. Hið helzta sem fram kom í skýrslum þeirra var þetta: • . Úr uppeldisstöð félagsins i Fossvogi voru afhentar rúmlega 300 þúsund trjáplöntur af ýms- um tegundum, og var það nokkru meira plöntumagn en ár ið áður. Dreifsett var úr sáðbeð um um 380 þúsund plöntur og settir niður rúmlega 100 þús, und græðlingar. Er það veruleg lækkun frá árinu á undaij, og að mestu leyti að kenna röskun þeirri á framleiðsluáætlun og framkvæmdum í stöðinni sem hið mikla Fossvogsræsi olli. Sáð var fræi 16 trjátegunda í rúm- lega 1300 fermetra svæði. Á árinu var lögð ný vatnslögn um þvert land stöðvarinnar úr 2% þumlunga plastpípum. Kem- ur hún í stað vatnslagnar sem lögð var árið 1950, og var orðin allsendis ófullnægjandi og bætir hún því úr brýnni þörf. Vatns- lögnin er tengd við Vatnsveitu Reykjavíkur. Á Éfeiðmörk voru gróður.settar 134 þúsþnd trjáplöntur, og þar að auki 3800 Alaskalúpínur í gróð- urlausa mela, sem hún á nokkr- um árum breytir í gróið iand. Þá var borinn tilbúinn áburður úr flugvél á mela og háifgróið land beggja vegna Hjallabraut.ar suður undir Sneiðinga. Var þetta í framhaldi af fyrri áburðurgjöf á þessu svæði, en mjög góður ár- angur er af áburðargjöf fyrri ára. Melar, sem fyrst var borið á eru að gróa upp sem óðast og hálfgrónir móar að fyilast gróðri. Vegir á Heiðmörk voru endurbættir og lagfærðir enda eykst umferð bifreiða um Heið- mörk ár frá ári. í og með því að Skógræktar- félagi Reykjavíkur var falin varðveizla jarðarinnar Elliða- vatns fyrir þremur árum, hefur um 220 ha land bætzt við Heið- mörk. Lokið var við nýja girð- ingu um þetta viðbótarland norðan og austan Rauðhóla, 1V2 km að lengd, og steypt var vandað ristarhlið á nýjan veg frá lega Og hefur þrefaldast frá árinu 1963. Hámarkslán til hverrar íbúðar hækkaði úr 150 þús. kr. í 200 þús. kr. og 280 þús. kr. — Tala lána var 3202 og upphæð þeirra kr. 274.262.000.00. Byggingarsjóður ríkisins. Lán- veitingar til útrýmingar heilsu- spillandi í'búðum (C-Ián) voru 7 á árinu 1965. Lán þessi eru eingöngu veitt bæjar- og sveita- félögum gegn að minnsta kosti jafn háu framlagi viðkomandi bæjar- og sveitafélags. Það er skilyrði fyrir lánveitingu, að út- rýmt sé jafnmörgum heilsuspill- andi íbúðum og veita á lán út á. Yfirleitt eru margar íbúðir veð- settar fyrir hverju láni. Tala lána var samtals 7 og upphæð þeirra kr. 20.120.000,00. Lánveitingar í þessu skyni, á vegum Húsnæðismálastjórnar hóf ust árið 1965. Frá 1965 til ársloka 1965 hafa verið veitt lán að upp hæð kr. 79.750.000,00. Innborgaður launaskattur á árinu var 66.3 millj. kr., en árið 1965 er fyrsta árið, sem skatt- urinn er greiddur fyrir heilt ár. Suðurlandsbraut að Rauðhólum. Eldri girðingu um Heiðmörk var haldið við og stuttur kafl endur- girtur. Veðurathugunarstöðin á Heið- mörk var starfrækt eins og und- anfarin ár frá maíbyrjun til októberloka. Úrkoma á því tíma bili mældist helmingi meiri en í Reykjavík eða 699.4 mm. Skógræktarfélag Reykjavíkur á 20 ára afmæli í október þetta ár. í tilefni af því, og með tilliti til þess að Reykjavíkurborg nær nú upp undir Rauðavatn, heíur stjórn félagsins á prjónunum áform um að breyta Rauðavatns- stöðinni í skemmtigarð fyrir borgarbúa. Gerður hefur verið tillöguuppdráttur af slíkum garði. Er gert ráð fyrir að tr;á- gróður setji meginsvip á garð- inn, en inn á milli verði grasi grónar flatir og leikvellir. Frá þessu var skýrt á aðalfundinum, en haft verður samráð við borg- aryfirvöldin um nánari frarn- kvæmdir. Verið er að gera vandaðrn uppdrátt af Heiðmörk í nokkuð stórum mælikvarða, 1:5000 og er því brátt lokið. Efnt var til skemmtifundar 1 marzmánuði sl., og 19. april var efnt til fræðslufundar í fé. inu. Flutti þar erindi deilur r- stjóri í norska landbúnaðarráöu- neytinu Toralf Austin að nif.ii, um skógrækt í Vestur- og Noið- ur-Noregi, en hann kom hinsp.ð til lands á vegum félagsins is- land-Noregur. Að loknum flutningi skýrslna formanns og framkvæmdastjó a las gjaldkeri upp endurskoðaöa reikninga félagsins og voru þcár samþykktir. Verulegur rekstrar- halli varð á árinu, um 70 þús ind krónur. A árinu hafa verið haldnir 7 stjórnarfundir en stjórnira skipa, auk formanns, Svein- björn Jónsson hæstaréttarlög- maður varaformaður, Ingóifur Davíðsson grasafræðingur ritari. Jón Helgason kaupmaður gjald- keri og Lárus Bl. Guðmundason bóksali meðstjórnandi. Bcsa Jónsdóttk VestmannaeyjiiEi — Kveðja Líti ég vítt um liðna tíð, ég ljómandi myndir skoða, sig spegla í Ósnum fjöllin fríð í funandi morgunroða og Dyrhólaey kveikir dulda þrá, sem dagarnir fögru boða. í umhverfi þessu æskan leið hjá auðgrund, sem nú er liðin. Sem óráðin gáta ævin beið við aldanna þunga niðinn, en sporið var létt og höndin hög og heillandi sjónarmiðin. Að lífrænu verki lagðir hönd og lifðir í móður ranni. í unaði knýttir ástarbönd, sem öðlaðist prúður granni. En sorgin beið nærri, sár og köld og svipti burt góðum manni. En dóttirin ykkar ætið bar sín ilmandi smyrsl á sárin, hún greiddi þér veg til gle'ðinnar þótt glímdir við sorgartárin. / Sem brosandi hetja barstu raun og brunaðir gegnum árin. Ég læt þessi stef við leiðar skil þér látinni þakkir inna. Sem áttir svo góðar artir til og aumstöddum vildir sinna. Að lokum ég bið: að ljúfur Guð y þig leiði til dýrðar kynna. Einar J. Eyjólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.