Morgunblaðið - 21.06.1966, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 21.06.1966, Qupperneq 19
Þriðjudagur 21. jðnl 1^68 MORCUNBLAÐIÐ 19 ____ Bændur og kaup þeirra HÓGVÆRTR og lítillátir eru ís- lenzkir bændur að þeir skuli svo hljó'ðir vera og heima sitja að undanskildum 7. júní er sunn- lenzkir bændur fjölmenntu að Selfossi en þar var um myndar- skap að ræða að svo margir skyldu mæta til að mótmæla kjaraskerðingu bóndans. Mánuður er liðinn síðan frétt hirtist í útvarpi og blöðum um gjöld er bændur skyldu greiða eins og nokkurskonar j;ekt fyrir hvern mjólkurlítra er þeir fram- leiða til sölu. Ekki vantaði að sniðug voru nöfnin og allt er þá ef þrennt er: Innvigtunargjald 50 au. pr. Itd. Verðmiðlunargj. 30 au. pr. ltd. Sumargjald 50 au. pr. ltd. Enginn bóndi á að borga þetta, en verði það samt af þeim tekið, þá verða þeir að krefjast þess að því vefði aftur skilað, ekki að einhverju leyti, heldur öllu leyti og að engu undanskildu. Aldrei hefur neinni stétt verið boðið slíkt síðan þrælahald var afnumið á íslandi, en þeir. unnu kauplaust (fengu þó fæði, föt, eitt hvert húsnæði, sjálfsagt allt lé- legt). Hvað hafa bændur eftir þegar þeir eru búnir að greiða þessi gjöld? Það er mjög misjafnt. Þeir sem framleiða mjólk greiða frá 30% upp í 140% af kaupi sínu þann tíma sem okkur er sagt að mest eigi að taka. Munurinn er svona mikill vegna þess hve bændur hafa verið misþægir að hlíða því að stækka búin og auka framleiðsluna. Þeir sem búa stórt og hafa margt fólk í vinnu borga mest. Ekki skulu sauðfjárbændur halda að þeir sleppi, lukkist þetta með mjólkurbændur, munu þeir heimsóttir með haustinu. Bændur mega ekki líða að þessi leið verði farin, því þá verður hún notuð aftur, kannski vísir að því sem koma skal og verða skal til frambúðar. Bændur eru ábirgir fyrir ýmsu. Aðrir, sem beint og óbeint vinna að framleiðslunni, hafa umsamið kaup hvernig sem allt gengur og eru hvergi ábyrgir. Ég leyfi mér a'ð nefna nokkur dæmi og miða við ef illa gengur eða óhöpp verða. Fyrst kemur fagmaður og mæl- ir fyrir þurrkun lands, sem þurrka skal til ræktunar. Ef það mistekst svo að það þornar ekki nógu vel, skilar það kannski ekki nema hálfu grasi, þrátt fyrir fullan skammt af áburði. Þetta var nokkuð algengt. Bóndinn ber ábyrgðina. Ef tæki, sem leigð eru til þurrkunar lands og jarð- vinnslu skila ekki fullum afköst- um eða slétta ekki landið eins og þarf og hljótast af því vandræði þá skal bóndinn bera ábyrgðina. Ef okkur bændum er seldur til- búinn áburður, sem er gallaður, t.d. hahðir kögglar í pokum, sem kosta mikla vinnu að laga og fullnýtist aldrei eða áburð sem ekki þolir sunnlenzkar rigningar skolast þá svo langt niður í jörð- ina eða ofan í skurði og jurtirnar ná aldrei til hans, en þetta er því miður of algengt, þá skal bóndinn borga það. Stundum er bændum seldar vélar og ýmis tæki, sem úrelt eru eftir 2—3 ár, þá skal bóndinn kaupa annað. Hann ber ábyrgðina. Svipaða sögu er að segja um byggingar- listina, þar eru bændur oft til- raunadýr og þeir skulu bera á- byrgðina. Ef mjólkurflutninga- bílar bila og mjólk skemmist af því þeir fara út af veginum, mjólk fer niður af því misheppn- un verður á einhverri vöru, sem framleidd er í búunum, mjólk eða mjólkurvörur skemmast í sölubúðum, t.d. súrna, skulu bændur vera ábyrgir fyrir þessu öllu, og borga það. Nú gera mjólkurfræðingar, búðarstúlkur eða einhverjir sem að þessu vinna, verkfall. Bændur skulu taka afurðatjóni því er þeir verða fyrir af þessum sö'kum sem sjálf- sögðum’hlut. Ef öllu því er að framan greinir og ýmsu fleira, skulu bændur einir bera ábyrgð- ina. Undanfarin fjölda mörg ár hafa bændur verið hvattir til og beinlínis verið sagt að stækka búin og framleiða meirá.' Þetta hafa framámenn og forystumenn okkar svo og háttvirtar ríkis- stjórnir og ráðamenn þjóðarinn- ar gert. Eiga bændur einir að bera á- byrgðina í þessu ábyrgðarlausa þjóðfélagi? Þeir eiga ekki að bera ábyrgð á þeim vanda sem nú hefur skap- azt af offramleiðslu, en því ná ekki leyna, að sá er vandinn sem leysa þarf. I framtíðinni leysa bændur þennan vanda sjálfir. Til þess þurfa þeir að fá vald, en þá munu þeir líka finna úrræði sem eru varanleg. Aldrei hefur mér sýnst sú leið vera framtíðarlausn að mjálma utan í hverja ríkis- stjórn sem að völdum situr hverju sinni um lausn allra mála. Við bændur erum vanir að taka misjafnri veðráttu og ráða fram úr ýmsu smávegis, en það sem við eigum ekki sök á og illa fer borgum við ekki. Þegar við höf- um fengið vald til að leysa þann vanda sem í framtíðinni fellst í því að framleiða meira en fyrir íslenzkan markað þá er aðallega um þrennt að ræða. 1. Banna alla sportframleiðslu í hvaða mynd sem hún er rekin, af bæjarfélagi, ríkinu eða ein- staklingum. Ég held að enginn sé svo ósanngjarn að álíta að sá sem hefur landbúnað að atvinnu óg á lífsafkomu sína undir sölu á land búnaðarvörum eigi að borga veru legan hluta af kaupi sínu til að aðrir geti rekið sportbúskap. 2. Bændastéttinni sé lokað og bændur einir ráði hvenær og hve margir bætist í stéttina. Þá fyrst er hægt a’ð gera bændur ábyrga fyrir offramleiðslu. Svo er það önnur saga hvað neitendur vilja hafa umfram framleiðsluna (það sem út þarf að flytja) mikla í góð ærum til að vera öruggir þegar verr árar og útflutningsuppbæt- ur i samræmi við það. Þær borga bændur aldrei. 3. Bændastéttin verður að skipuleggja hváð skuli framleitt á hverjum stað og ei má gera hávaða úr því þó afskekktir stað- ir, sem ei geta boðið fólki upp á venjuleg lífskjör leggist í eyði. Það er eðlilegt. ísland minnkar ekki við það, en það minnkar þegar blómlegar sveitir á beztu framleiðslustöðum landsins leggj ast í auðn, en það mun gerast ef bændur sem þar búa, eiga að fara að verða kauplausir að mestu lengri eða skemmri tíma ársins, Að síðustu vil ég segja. Vinnu- dagur bóndans er langur og það eru margir vinnudagar í einu ári. Kaupið er ekki meira en svo, a'ð af því má ekkert taka. Kjartan Hannesson. Margrét K. Hannesdóttir IHinning Fædd 23. desember 1873. Dáin 13. júní 1986. KVEÐJA Á enda þinn vegur er genginn, og lífstíðarbarátta unnin. Hve löng er hvers lífstið veit enginn fyrr en siðasti þráður er brunn- inn. Lýst hefir ljósið þitt lengi, þin lifandi trú vakið gleði. Gott er að eiga þá strengi með almættis hugsjón að friði. Löng er þín lífstíðarsaga, og hjarta þitt stundum mátt bif- ast. En lýsti þér myrkvaða daga, þín trú kom þér ei til að efast.' Nú fagna.þér ástvinir handan vi'ð hafið, heim ertu komin og fullnægð þín þrá. í heimi þíns Drottins, allt kær- leik er vafið, hann veiti þér náð til að skilja og sjá. Hér kveðja þig börnin, er unnir þú mest, og barnabörnin ömmuna sína. Sértu með Guði og Guð sé þér vörn, hann greiði þér mildina þína. G. T. Staðfestið pantanir Allir þeir, sem eiga pantað far á Heimsmeistarakeppn- ina í knattspyrnu í London í júlí nk.,staðfesti þær fyrir 25. júní, ella getum við ekki ábyrgst að þeir fái far. Fyrirkomulag ferðar Upphaflega var áætlað að taka á leigu flugvél til ferð- arinnar. Frá því var horfið, ’vegna þess hve margir ósk- uðu eftir að framlengja ferð ina, eða fara fyrr af stað og dveljast annarsstaðar áður, Geta menn því sameinað þessa ferð og aðrar, sem þeir kunna að vilja fara. Verð ferðarinnar Verð ferðaiinnar er frá kr. 10.900.00, og miðast það við 8 daga ferð. Innifalið í verði er flug báðar leiðir, gisting- ar og morgunmatur, flutn- ingur til og frá flugvelli og á leikina, ferðir inn í bæinn, bæði til að verzla og skemmta sér, fararstjórn og söluskattur. Einnig eru inni faldir stæðismiðar á leikina. Verð ferðarinnar verður nokkru hærra, ef dvalist er lengur en 8 daga. Gististaðir Sökum mikilla húsnæðis- vandræða í London á þessu tímabili, og einnig vegna ó- eðlilegs verðs á húsnæði á þessum tíma, var horfið að því ráði að fá húsnæði utan London, í Herne Bay, sem er út við ströndina. Gefst því tækifæri til að sóla sig á ströndinni, þá daga sem ekki eru leikir. Eins og fyrr segir er séð fyrir ferðum á leikina og einnig innifaldar ferðir inn í London, þá daga sem ekki eru leikir. Fararstjórar Fararstjórar verða tveir og eru báðir kunnir meðal á- hugamanna um íþróttir. — Þeir eru Jón Ásgeirsson, íþróttafréttamaður og Magn ús Pétursson, knattspyrnu- dómari. Munu þeir sjá um að fólk komist á leikina, taka á móti farþegum á flug velli, aðstoða við að skipu leggja þær ferðir, sem fólk óskar að fara og aðstoða far þega á annan hátt, eftir getu. skriístoíunni Lausir miðar Nokkrir miðar hafa losnað og er nauðsynlegt að panta sem fyrst. Sérstaklega er á- ríðandi að þeir, sem ætla lengra, eða vilja fara fyrr af stað, hafi samband við okkur sem íyrst. Athugið að eftirspurn er mikil. —• Dragið ekki að panta. Allar frekari upplýsingar á LÖND & LEIÐIR HF. SÍMAR: 20800 OG 24313

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.