Morgunblaðið - 21.06.1966, Side 22

Morgunblaðið - 21.06.1966, Side 22
22 MORCU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 21. júnl 196« Innilegar þakkir til allra, sem glöddum mig á sjötíu ára afmæli mínu 14. júní sl., með heimsóknum, gjöfum, skeytum og blómum. — Guð blessi ykkur öll. Sigríður Einarsdóttir, Laugavegi 147. Tilboð óskast í BEDFORD sendiferðabifreið (burðarmagn 4,3 smál.) árgerð 1963, í því ástandi sem bifreiðin nú er, skemmd af eldi. Bifreiðin verður til sýnis í porti Vöku h.f., Síðu múla 20, í dag (þriðjudag) og á morgun. Tilboð sendist til Samvinnutrygginga, Tjónadeild, Ármúla 3, fyrir kl. 14, fimmtudaginn 23. júní 1966. Kaupmenn Kaupfélög DULLAR DOLLAR reykjarpípan er óbrjótanleg, sænsk gæðavara. Heildsölubir gðir: S. óskatsson St.d-o., Heildverzlun — Garðastræti 8. Sími 21840. Útför elsku móður minnar og ömmu, JÓNU INGIBJARGAR MÖLLER Laugavegi 82, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 22. júní kl. 10,30 f.h. Sigríður Johnsen, Richard Johnsen. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR VILHJÁLMSSON oddviti, Suðurgötu 10, Sandgerði, verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju í dag. — Athöfn in hefst frá heimili hins látna kl. 1,30 e.h. Þuríður Jónsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Arthúr Guðmansson, Rúnar Ólafsson, Margrét Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Ólafsson, Sigríður Gísladóttir, Gottskálk Ólafsson, Guðlaug Sigtryggsdóttir, og bamabörn. Maðurinn minn og faðir okkar, KRISTINN ÁRMANNSSON fyrrverandi rektor, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 23. júní kl. 13,30. Blóm vinsamlega afbeðin. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á minningarsjóð um hann við Menntaskólann í Reykjavík. Gjöfum er veitt mót- taka í skrifstofu skólans og í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar. Þóra Árnadóttir og börn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför móður okkar og ömmu, JÓNÍNU PÁLSDÓTTUR Framnesvegi 22, Sérstakar þakkir færum við starfsmönnum Slökkvi- stöðvar Reykjavíku. Böra og barnabarn. Hjartans þakkir færum við öllum nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför föður okkar, tengdaföður og afa, JÓSEPS L. BLÖNDAL Siglufirði. Anna Blöndal, Bryndís Blöndal Guðmundur Biöndal, Lárus Blöndal, Halldór Biöndal, Óli Blöndal, tengdadætur og barnaböm. Auglýsing um úðun gurða Þar sem úðun á borgarsvæðinu er að verða lokið eru þeir, sem hafa orðið út undan, beðnir að panta í síma 37461 eða 40686 næstu tvo daga og verður þá reynt að úða þá garða næstu daga með hættuminna lyfi. Úðunarstjóri. 2ja herb. ibúð í kjallara í blokkbyggingu í Kaplaskjóli, hefi ég til sölu. fbúðin er fullgerð og nýsmíðuð, og er laus fyrir kaupandá nú. Ennfremur hefi ég 3ja herb. íbúð í blokkbyggingu í Vesturborginni, 5 herb. íbúð með bílskúrsréttind um í tveggja hæða húsi í Kópavogi, o. m. fl. Sími 15545 — BALDVIN JÓNSSON — Kirkjutorgi 6. TIL SÖLU Prófarkapressa Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Góð — 9544". Húsnæði óskast til kaups Lagerpláss 600—800 ferm., ásamt ca. 200 ferm. skrifstofu- og afgreiðsluplássi. — Æskilegt, að hús- næðið sé sem mest á 1. hæð og kjallara. — Tilboð, merkt: „Góð útborgun — 9960“ sendist afgr. Mbl. fyrir 26. júní nk. LAXVEIÐIA Til leigu nokkrir dagar í góðri laxveiðiá á Suður landi. Krónur 1250,00 pr. stöng. Skip og fasteignir Austurstræti 18 — Sími 21735 Eftir lokun 36329. Glæsilegt raðhús Til sölu glæsilegt raðhús, endahús við Langholts- veg. í húsinu eru 4 svefnherbergi og bað á efri hæð. Samliggjandi stofur, eldhús og snyrtiherbergi á neðri hæð. Bílskúr, þvottahús og geymslur á jarð hæð. Girt og ræktuð lóð. Skip og fasteignir Austurstræti 18 — Sími 21735 Eftir lokun 36329. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR Grettisgötu 22 C, andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 19. þ.m. Björa Sigtryggsson, Margrét Finnbogadóttir, Runólfur Runólfsson, og barnabörn. - Utan ur heimi Framh. af bls. 16 ■ 1964. Bæði Norður-Ameríka og Vestur-Evrópa juku land- búnaðarframleiðslu sína, bæði að magni og á hvern íbúa. Á árinu 1965 varð veruleg verðlækkun á sykrL Verð á kakói var sömuleiðis „óvenju lega lágt“. Yfirleitt lækkaðt verðlag á útflutningsmarkaðin um á fyrstu þremur ársfjórð- ungum 1965. Hins vegar hækkaði verðlagið á síðasta ársfjórðungi og hélt áfram að hækka bæði í iðnaðarlöndum og vanþróuðum löndum. Þó varð vart lítils en almenns afturkipps í löndum sem búa við áætlunarbúskap. Bakkar Nílar „fínkembdir" á 130 km. svæði. Fornleifafræðingar frá 22 löndum hafa nú lokið við að „fínkemba“ um 130 kílómetra svæði á bökkum Nílar í hinni súdönsku Núbíu til að bjarga leifum fornra mannvirkja undan vatni Assúan-stíflunn- ar. Þegar stíflunni er lokið mun vatnsborðið hækKa um 65 metra á þessu svæði. Uppgröfturinn hefur leitt 1 ljós, að í Núbíu var langæ menning, en ekki bylgjur innrásarþjóða, eins og menn hafa álitið hingað til, segir dr. William Adams, banda- rískur fornleifafræðingur, sem kominn er til Parísar eftir sjö ára dvöl á staðnum 1 þjónustu UNESCO (Menning- ar- og vísindastofnunar S.Þ.), Meiri háttar uppgröftur hefur átt sér stað á 800 stöð- um. Vinnan norðantil — á svæðunum sem fyrst fara undir vatn — er langt komin og verður brátt lokið. Upp- gröfturinn sem eftir er sunn- antil á svæðinu fer fram und- ir eftirliti annars fornleifa- fræðings frá UNESCO. Eiinn forvitnilegasti forn* leifafundurinn var koptisk kirkja frá miðöldum, sem pólski leiðangurinn fann. FRfMERKI, sem helgað verð- ur alþjóðakaffisáttmálanum frá 1962, kemur út hjá Sam- einuðu þjóðunum 19. sept- ember. Það verður prentað I fjórum litum. 5 og 11 senta merkin verða gefin út í 2,2 og 2 milljónum. Frímerkið verður 34 millimetra breitt og 26 millimetra hátt. Þórarinn Kristbjörns- son — Minning Fæddur: 31. ágúst 1949. Dáinn: 17. maí 1966. VIÐ ÞÖKKUM þér, kæri bekkj- arbróðir, fyrir ógleymanlegar ánægjustundir á liðnum vetri. Minning þín er okkur kær, þeg- ar við horfum aftur til liðinnar stundar. Þú varst alltaf síánægð- ur og brosandi, og ánægjan skein ætíð úr augum þinum, þeg ar þú leizt til okkar. Enn eigum við skólafélagar þinir bágt með að skilja, að þú sért horfinn úr hópi okkar. Við kveðjum þig, vinur og bekkjarbróðir, með þakklæti og eftirsjá. Foreldrum þínum og systkin- um vottum við innilega samuð okkar. Bekkjarsystkinin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.