Morgunblaðið - 21.06.1966, Síða 28
28
MORGU NBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. júní 1966
Mary Raymond:
STÚLKA
MEÐ
CBÍMU
— Að því er hann bezt vissi,
ætlaði hr. Gerard að fara fljúg-
andi til Tangier daginn eftir. Þér
voruð um borð í Afrodite og ætl
uðuð að vera þa þangað til mað-
urinn yðar kæmi aftur. En svo
virðist sem þér hafið farið í
stutta ferð á skipinu, og verið
burtu í þrjá daga.
— Svo sneruð þér við til hafn
arinnar, sögðuð skipshöfninni
upp, og lögðuð af stað til Eng-
lands, alls óvænt. Þegar Renier
þér enn ókomin. Það voru engin
skila'boð til hans, svo að hann
tók að óttast um yður. Hann tal
aið fyrst við skipshöfnina en
tilkynnti síðan lögreglunni, að
yðar væri saknað. En í millitíð-
inni hafði hann heyrt frá mági
yðar um slysið, sem þér höfðuð
lent í. Hann sendi tafarlaust
skeyti til mannsins yðar í Tangi
er. Hann heyrði ekkert frá hon-
um aftur, og þar eð nokkurt
sundurlyndi hafði undanfarið
verið með ykkur hjónunum,
varð hann ekkert hissa á þessu.
— Þar sem frú Gerard var
veik og hafði misst minnið greip
Yves fram í, — virtist það alveg
tilgangslaust að segja henni, að
ég hefði ekkert frétt frá Tom,
því að það mundi bara valda
henni auknum áhyggjum. Auk
þess var ég að vona, að þessir
ágætu vinir mínir mundu sætt-
ast.
— Hr. Gerard var ekki vænt-
anlegur til Frakklands fyrr en í
ágústlok, svo að Benier fór til
Englands að sækja yður og kom
svo með yður hingað í þeirri
von að heimili yðar og kunnugt
umhverfi myndi fyrir eitthvert
kraftaverk gefa yður minnið aft
ur, lauk fulltrúinn máli sínu. —
Er nokkuð fleira, sem þér vilduð
bæta við þessa skýrslu?
Ég starði á hann. Hann hafði
fíngert arnarnef, en góðlátlegt
augnaráð dró nokkuð úr hörk-
unni, sem andlitið hefði annars
getað haft til að bera. Hann var
ekki sérlega ungur, en leit góð-
lega út. Hefði hann verið ensk-
ur hefði ég úthellt hjarta mína
og ótta þess fyrir honum, og not-
að eins mörg orð um það og ég
vildi, og beiðst hjálpar hans og
samúðar. En nú var hann fransk
ur og ég gat ekki almennilega
gert mig skiljanlega við hann.
Ég leitaði að réttu orðunum. —
Eini hluti þessarar sögu, sem ég
veit vera sannan, sagði ég var-
lega, — er sagan um slysið og
för mína hingað. En Renier skip
stjóri hefur ekki gert það sem
hann sagðist mundu gera. Hann
fór með mig í eitthvert ókunn-
ugt hús. en alls ekki heim til
mín. Og hann er rétt nýbúinn
að flytja mig um borð í Afro-
dite.
— Júlía, Júlía, sagði Yves í
ástarróm. — Þú veizt, að þú hef-
urekki verið heil'brigð, að þú
tókst svefnpillurnar — og við
höfum séð mjög vel um þig.
Hann sagði þetta við mig á
ensku, en svo kom heil buna á
frönsku við fulltrúann. En það
var auðvelt að ráða í efni þess.
Ég hafði verið mjög óþæg síðan
ég kom aftur — ég var sjúk og
það varð að sýna mér mikla þol-
inmæði og skilning — ég var kol
biluð á öllum taugum.
Fulltrúnin hallaði sér fram og
klappaði mér á handlegginn. —
Hafið engar áhyggjur frú. Við
Puget hérna skulum komast að
sannleikanum. En það væri gott
ef þér gætuð gefið okkur nöfnin
á nokkrum vinum og kunningj-
um mannsins yðar. Við verðum
að rekja slóð hans, áður en hann
fór, og fá að vita, hvert hann
fór þetta kvöld, eftir að hafa
kvatt Renier skipstjóra.
— Þetta verður skipstjórinn
að útvega ykkur, sagði ég. — Ég
man alls ekki eftir neinum kunn
ingjum okkar.
— Hr. Gerard fór um borð í
Afrodite. eftir að hann skildi
við mig, sagði Yves. — Ég hef
það frá einum skipverjanum,
sem þá var.
— Er hann nú hér um borð?
spurði fulltrúinn.
Yves hristi höfuðið. — Nei, frú
Gerard sagði honum upp, og ég
réð hann ekki aftur. Og ég er
nýbúinn að ráða mennina, sem
nú eru hér. En ég get gefið yð-
ur heimilisfangið hans Peguy..
Ég hallaði mér aftur í stóln-
um og hætti að hlusta á þá. Ég
var að reyna að losa mig frá
þessari hræðilegu og hryllilegu
nútíð, og leyfði ekki sjálfri mér
að hugsa um það, sem Yves var
□---------------------------□
34
□------------------------—n
að gefa í skyn með orðum sín-
um, eða það sem lá í spurning-
um fulltrúans. Þess í stað hugg-
aði ég mig við að hugsa um það
sem var svo skömmu umliðið en
mér fannst samt liggja milljón
ár aftur í tímanum. Ég hugsaði
um veni mína í Sorrell, sem var
böðuð í sólskini endurminning-
anna og ég hugsaði um Steve og
þráði hann, faðm hans og styrk.
Ég velti fyrir mér, hvað hann
mundi nú hugsa, þegar bráðir
hans var dáinn.
En Yves reif mig snöggt upp
úr þessum draumórum mínum.
Júlía! Júlía! Ertu heyrnarlaus?
Fulltrúinn er að biðja leyfis til
að leita í káetunni þinni.
Ég kipptist snögglega aftur til
nútíðarinnar. — Gerið svo vel,
sagði ég. Ég stóð upp og yngri
lögreglumaðurinn stóð líka upp.
Hann átti sýnilega að fremja
leitina. Ég fór með hann inn í
herbergið mitt og skildi hann
þar eftir og hann fór að róta í
dóti mínu, hægt og varlega.
Síðan var leitað í dóti Tom3.
Hafi þeir fundið eitthvað, sögðu
þeir það hvorki Yves né mér.
Loksins fóru þeir og ég fór að
koma dótinu mínu í lag aftur,
og taka upp það, sem ég hafði
haft með mér. Ég hringdi bjöll-
unni til að kalla á Pierre, svo að
hann gæti tekið tómu töskurn-
ar, en hann heyrði ekki til mín,
að minnsta kosti kom hann ekki.
Eftir litla stund gekk ég út úr
káetunni_ minni til að leita að
honum. Ég gekk aftur á, þar sem
ég hafði séð, að eldhúsið var.
En þegar ég kom í eldhúsið, sem
var eins nýtízkulegt og beztu
eldhús í landi, var það ekki
Pierre, sem ég fann þar, heldur
var það Janine. Snöggvast gekk
svo fram af mér, að mér var
varnað máls.
Hún leit á mig kæruleysislega
og beið víst eftir, að ég þyti upp.
— Hvernig komust þér hing-
að? spurði ég, eins rólega og ég
gat. ~
— Á bát, eins og þér. Þér bú-
izt væntanlega ekki við, að ég
hafi synt?
— Eg vildi alls ekki hafa yð-
ur hérna.
— Kannski ekki, en Renier
skipstjóri vildi það bara og
það er hann, sem stjórnar hér.
Því fyrr sem þér gerið yður það
Ijóst, því betra. Og svo vildi
hann gefa Pierre og René frí f
kvöld.
— Pierre og René í fríi? át ég
eftir eins og bjáni. — Það ætla
ég ekki að gera mér að góðu.
Þeir verða að vera kyrrir.
— Þeir eru nú þegar farnir,
sagði Janine og það var sigur-
hrós í svörtu augunum.
Ég yfirgaf hana. Ég sagði við
sjálfa mig, að ég mætti umfram
alldt ekki þjóta upp. Og það var
nú líka vitleysa að vera svona
hrædd. Að vísu var ég þarna ein
með Yves og Janine, en þetta var
þó í höfn þar sem allt var fullt
a ðskipum, og í stórborg. Þama
var fólk innan kallfæris. Ég gat
öskrað upp og ég gat stungið
mér fyrir borð og synt upp að
hafnarbakkanum, sem var ekki
langt í burtu. Janine og Yves
gátu alls ekki gert mér neitt
mein. Ég hafði miklu meira að
óttast af lögreglunni og grun-
semdum hennar. Og að vissu
leyti gat lögreglan líka verndað
mig. Hún mundi koma aftur, það
var ég viss um. Ef Yves ©g Jan-
ine gerðu mér eitthvert mein,-
mundi lögreglan vita það. Svo
varð að gera ráðstafanir um
jarðarför Toms.........Hugurinn
hring snerist eins og rotta i
gildru.
Ég gekk inn I salinn. Yves lá
aftur á bak í stól, með viskíglas.
í hendinni. Hann skyldi að
minnsta kosti aldrei fá að vita,
hve hrædd ég var. Hrædd við að
vera þarna ein með þessum
tveim manneskjum, sem ég var
viss um, að ætluðu að gera mér
mein. Og nú orðið hrædd við að
fá að vita sannleikann um for-
Það er
DRONNINCHOLM
óvaxtasulta
— sem er sultuð ÁN SUÐU
og heldur því nœringargildi
sínu og bragði ÓSKERTU
— sem er aðeins framieidd
úr ALBEZTU ÁVOXTUM ó
réttu þroskastigi
— sem er seld í afar fall-
egum umbúðum, og mó þvi
setja hana BEINT Á BORÐIÐ
— sem húsmóðirin ber Á
BORÐ, ef hún vill vanda
sig verulega við borðhaldið
8 TEG.
JARÐARBERJASULTA SULTUÐ JARÐARBER
HINDBERJA — — SÓLBER
APPELSlNU — — TÝTUBER
APRÍKÓSU — — KIRSUBER
DRONNINGHOLM ER LÚXUSSULTA
EFNAGERÐ REYKJAYIKUR H. f.
Verzlunin ERLA Víðimel 30
Snyrtisérfræðingurinn
Mademoiselle Garbolino
frá
e\*naA/He/
ty/lcnittiQ
leiðbeinir viðskiptavinum í verzluninni
í dag.
Verzlunin ERLA Víðimel 30