Morgunblaðið - 05.07.1966, Page 2

Morgunblaðið - 05.07.1966, Page 2
2 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 5. júlí 1966 Tvísaga um aðsföðugjöldin EINS og fram hefur komið í Mbl. hefur Þjóðviljinn verið staðinn að beinum rangfærsi- um í skrifum um skattgreiðsl- ur félaga og einstaklinga að þessu sinni. 1 útreikningum sínum um hlutföll milli ein- staklinga og félaga sleppti blaðið öllum aðstöðugjöldum félaga. Þegar Mbl. vakti at- hygli á þessari staðreynd birti Þjóðviljinn ramma- klausu á forsíðu sl. sunnudag þar sem segir: „En aðstöðugjöldin eru á engan hátt sambærileg við útsvör, þau eru reiknuð út frá umsvifum fyrirtækja án tillits til afkomu þeirra og fyrirtækin láta þau fara beint út í verðlagið — viðskipta- vinirnir borga. Aðstöðugjöld- in eru hliðstæð söluskatti, fyrirtækin greiða þau gjöld ekki í raun og veru, heldur innheimta þau aðeins fyrir borgarsjóð. Ef reikna á að- stöðugjöldin með væri miklu rökréttara að bæta þeim við útsvarsupphæð þá, sem al- menningur greiðir". Þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1966 var afgreidd um sl. ára- mót lögðu fulltrúar kommún- ista í borgarstjóm hinsvegar til að aðstöðugjöld yrðu hækkuð um samtals 45 millj- ónir, yrðu 175 milljónir í stað 130 millj., sem ráðgert var í fjárhagsáætluninni. Um þessa tillögu kommúnista sagði Guðmundur Vigfússon: „Sjálfstæðisflokkurinn heldur enn gjaldskrá aðstöðugjalda langt fyrir neðan lögleg mörk á sama tíma og útsvarsstig- inn verður greinilega nýttur til hins ítrasta. Þannig er enn streitzt við að vernda hags- muni verzlunarauðvaldsins og annarra atvinnurekenda á kostnað annarra útsvars- greiðenda . . . . “ Fróðlegt væri að fá skýringar Þjóð- viljans á því misræmi sem fram kemur í málflutningi blaðsins nú og málflutningi fulltrúa þess fyrir hálfu ári. Nánar er rætt um mál þetta í ritstjórnargrein blaðsins i dag. Gífurleg umferð úr borginni á sunnudag UMFERÐIN frá og til Reykja- víkur var með almesta móti eftir hádegi laugardag og sunnudag og frá kl. 18—20, báða þessa daga. Horfði til vandræða í Ár- túnsbrekkunni siðdegis á sunnu- dag, og er einsýnt að þar hefði skapazt umferðaröngþveiti, ef umferðarlögreglumenn h e f ð u ekki tekið til sinna ráða. Stöðv- uðu þeir umferð frá Reykjavik, sem var tiltölulega lítil, og hleyptu tvöfaldri umferð niður Ártúnsbrekku og Suðurlands- braut. Gizkað er á, að frá 10—12 þús. bifreiðar hafi farið um Suður- landsbrautina á sunnudag, og flestar á tímanum frá kl. 17—20. Blaðið hafði samband við Magnús Einarsson varðstjóra hjá Umferðardeiid Reykjavíkuriög- reglunnar. Kvað Magnús tilhög- un þá, sem umferðarlögreglu- menn gripu til síðdegis á sunnu- dag í Ártúnsbrekkunni hafa gef- ið mjög góða raun. Að vísu væru á henni þeir vankantar, að um- ferðin frá borginni tefðist, en hins vegar væri hún hverfandi hjá þeim fjölda bifreiða, sem koma til borgarinnar. Sagði Magnús, að varla yrði hjá því komizt að grípa til svipaðra að- gerða, meðan akvegurinn á þess- um stað og brýrnar yfir Elliðaár væru ekki breikkaðar, sem brýna nauðsyn bæri til. Fjórir lögreglumenn frá Um- ferðardeildinni stjórnuðu um- ferðinni í Ártúnsbrekku og við Miklubraut, og er það mál manna, að þeim hafi farizt það verk prýðilega úr hendi, þrátt fyrir aðsteðjandi erfiðleika, en í tvær stundir samfleytt var óslit- in bifreiðalest niður Suðurlands- braut, og er það í raun og veru meira en akvegurinn þolir, að því er Magnús Einarsson tjáði blaðinu. Þá var mikil umferð á Þing- völlum, þó ekki með mesta móti, að því er Jón Eiríksson tjáði blaðinu í gær, enda var sólar- laust mikinn hluta úr degi og rigndi lítilsháttar síðdegis. Lög- reglumenn úr Reykjavík önnuð- ust umferðarstjórnina á Þing- völlum. Þrátt fyrir þunga um- ferð þar kom ekki til samskonar erfiðleika og þar sköpuðust fyrir tveimur vikum, en þá var gífur- legur mannfjöldi samankominn á þingvöllum. • í GÆR var hægviðri hér á landi og sömuleiðs á nokkuð stóru svæði umhverfis landið. Smálægð og tilheyrandi regn- svæði fyrir suðvestan land ætti að þokast austur fyrir án þess að hafa teljandi áhrif hér. r Víðast var sólarlaust eða sólarlítið í gær en yfirleitt þurrt veður. í gær var gott veður í New York, en hitinn full mikill fyrir íslenzkan smekk, 31 stig á celsiua kl. 7 um morguninn í skugganum. Þátttakendur á ungtemplaram ótinu fóru í heimsókn til Bessastaða í gær. Hér sést forseú íslands heilsa nokkrum erlendu fulltrúanna. . 50 ára afmælismót norrænna ungtemplara hefst hér í dag ilm 200 erlendir þátttakendur í DAG kl. 5 verður sett í Dóm- kirkjunni 50 ára afmælismót Norrænna ungtemplarasambands ins, en mótið mun standa til 10. þ.m. Þetta er í fyrsta skipti sem Norrænir ungtemplarar efna til slíks móts hér á landi Þátttak- endur eru um 400, þar af helm- ingur erlendir ungtemplarar, en þeir komu flestir til landsins sl. laugardag og fóru um 100 þeirra til Norðurlandsins á sunnudag. Á morgun verður þing sam- bandsins sett í Þjóðleikhúsinu, en þingfundir verða að öðru leyti í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Mótsdagana verður efnt til samkoma á ýmsum stöðum í borginni og farið verður í ferða- VARÐSKIPIÐ Albert tók a»- faranótt mánudags vélbátinn Magnús IV., RE 18, að meintum ólöglegum veiðum innan fisk- veiðitakmarkanna • á Faxaflóa. Sinnti báturinn ekki stöðvunar- merki varðskipsins og varð að skjóta að honum 4 púðurskotum. Varðskipið fór með bátinn til Reykjavíkur, þar sem mál skip- stjórans var tekið fyrir í saka- dómi í gær. Málsatvik eru þau, að varðskip ið Albert, skipstjóri Gunnar Ól- afsson, varð var við bát um 1-8 mílur innan 12 mílna fiskveiði- lögsögunnar á Faxaflóa og virt- ist varðskipsmönnum ýmislegt grunsamlegt við athafnir hans. Hélt Albert til bátsins og kom í ljós að þar var um að ræða Magnús" IV., RE 18. Gaf varð- skipið bátnum stöðvunarmerki, en skipstjóri hans, Kristófer Reykdal, sinnti því ekki. Hélt Al'bert þá á fullri ferð á eftir bátnum og skaut að honum fjór- um púðurskotum. « Þegar Albert kom að bátnum var hann 19,5 málur innan fisk- veiðitakmarkanna og virtist ný- hættur togveiðum að áliti varð- skipsmanna. Skipstjóri neitaði ákæru um ólöglegar fiskveiðar og kvaðst hafa verið við staðar- ákvarðanir. Annar íslenzkur bátur, Valur, RE 1, sem var að löglegum drag- nótaveiðum á þessu svæði, kom þarna að. Skipstjóri hans, Ing- ólfur Kristjánsson, staðhæfði við varðskipsmenn. að Magnús IV. hefði verið nýbúinn að hífa upp er varðskipið kom að honum. Varðskipið fór með Magnús IV. til Reykjavíkur og var mál skip- lög. Síðasta mótsdaginn, sem er n.k. sunnudag verður farið fylktu liði um götur borgarinnar og efnt til útisamkomu við Aust- urvöll, en um kvöldið verður mótinu slitið með hófi að Hótel Sögu. Dr. Kristján Eldjárn, þjóð- minjavörður, flytur á þingi sam- takanna erindi um ísland og séra Eiríkur J. Eiríksson, þjóð- garðsvörðúr, fræðir um sögu Þingvalla, þegar þátttakendur koma þangað á fimmtudag. Auk ungtemplara frá Norður- löndum, mun Lars Spjuth, for- maður alþjóðasambands ung- templara, sem búsettur er í Ástralíu koma til mótsins. Sömu stjórans tekið fyrir í sakadómi Reykjavíkur í gær. — Sláftur Framhald af bls. 28. . strönd kvað slátt rétt að hefj- ast á nokkrum bæjum, en ekki taldi hann hann almennt mundi hefjast fyrr en um miðjan mán- uðinn. Tún kvað hann illa sprott in og kal víða mikið, skipti sums staðar hekturum lands. Hann kvað að undanförnu hafa verið kalt í veðri og þá sprottið lítið. í Norður-Þingeyjarsýslu kvað Jón Sigfússon á Ærlæk, slátt ekki hafinn, en vera um það bil að hefjast. Hann kvað sprettu hafa verið góða að undanförnu og væru sæmilegt hljóð í fólki þar eystra. Hann sagði, að borið hefði á kali í vor, en~það væri víðast hvar minna en i fyrra. í Vopnafirði er nokkuð víða hafinn sláttur og er grasspretta talin sæmileg og sums staðar góð, að því er Ragnar Guðjóns- son tjáir blaðinu. Páll Guðmundsson á Gilsár- stekk í Breiðdal kveður slátt tæpast hafinn, nema á prests- setrinu að Heydölum. Seint hafi verið borið á tún í vor, en veðr- ið verið vætusamt og virtist spretta ætla að verða góð. Jón Ólafsson í Geldingarholti í Árnessý&lu segir slátt ekki haf- inn þar í sveitum. Grasspretta sé ekki góð, en þó nokkuð mis- jöfn. Menn væru bjartsýnir, það hefði einungis vorað svo seint. Rúning sauðfjár er nú að hefjast og sláttur mun hefjast í næstu viku leiðs umdæmistemplarar IOGT í Japan og einn fulltrúi frá Tyrk- landi, svo segja má að svipur mótsins sé alþjóðlegur, enda eðlilegt þar sem starfsemi templ- ara nær til marga landa í öllum heimsálfum. Þá sækir mótið Karl Wennberg, framkvæmda- stjóri Norræna góðtemplararáðs- ins. Miðstöð ungtemplaramótsins er í hinu nýja húsi IOGT við Eiríksgötu og er þetta fyrsta notkun hússins í þágu templara. Að lokum má geta þess, að móts- stjórn hefur fengið Freymóð Jóhannsson, listmálara til að halda sýningu á nokkrum mynda sinna í IOGT húsinu með an mótið stendur. Happdrætti DAS í GÆR var dregið í 3. fl. Happ- drættis D.A.S. um 250 vinninga og féllu vinningar þannig: íbúð eftir eigin vali fyrir kr. 500.000.00 kom á nr. 11297. Umboð Aðalumboð. Bifreið eftir eigin vali kr. 200.000,00 kom á nr. 42751. —• Umboð Aðalumboð. Bifreiðir eftir eigin vali kr. 150.000.00 komu á nr. 18168, Ólafsvík, 18251, Borgarnes, 29502, 30312 Aðalumboð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 35 þús. kom á nr. 9317, Aðalumbo’ð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyr ir kr. 25 þús. kom á nr. 40898, Seyðisfjörður. Húsbúnaður eftir eigin vall fyrir kr. 20 þús. kom á nr. 11374, Húsavík og 26577, Aðal- umboð. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 15 þús. kom á nr. 6915 Aðalumboð, 8238 Borgarnes, 18407 Akranes. Eftirtalin númer hlutu hús- búnað fyrir kr. 10.000,00 hvert: 1466 4640 6784 12670 16668 20822 22847 23656 36817 29704 29908 31945 32498 32590 35104 44153 44392 45682 49020 51361 (Birt án ábyrgðar). Brotizt inn í kjötbúðina Borg BROTIZT var inn aðfaranótt mánudags í kjötbúðina Borg vlð Laugaveg. Innbrotsmaðurinn fór inn um þakglugga og rótaði til í varn- ingi í verzluninni, en ekki er vitað, hvort nokkrum vörum var stolið. Engir peningar voru geymdir þar. Albert tekur bát að togveiðum á Faxaflóa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.