Morgunblaðið - 05.07.1966, Side 3
A>JLlOjUUcl£Ul O. JUIX 1ÖUU
>r« a«
<**r «« •*>
Gladwyn lávarður á blaðamannafundk:
Vantrúaiur á samvinnu
Frakka og Rússa
GLADWYN lávarður, forseti
ATA-ráSstefnunnar, sem haldin
var í Reykjavík fyrir helgina,
sagði í viðtali við blaðamenn í
gær, að ráðstefna þessi hefði
verið ein hin bezt heppnaða og
hezt skipulagða, sem hann hefði
setið.
Lávarðurinn raeddi stundár-
korn við blaðamenn í gær og var
þar drepið á ýmis mál, sem nú
eru umdeild á Alþjóðavettvangi.
Veru'legur hiuti viðræðnanna
snerist þó um de Gaulle, forseta
Frakklands og stefnu hans, ný-
afstaðnar aðgerðir hans innan
Atlantshafsbandalagsins og för
hans til Sovétríkjanna.
Gladwyn lávarður sagði, að
lnnan NATO væri eðiilega ríkj-
andi óánægja með stefnu Frakk-
íandsforseta og flestir þar þeirr-
ar skoðunar, að hann væri á
xangri leið. Þess væri og að gæta,
að í kvörtunum sínum yfir skipu-
lagi NATO á síðustu árum, hefði
franska stjórnin aldrei borið
fram ákveðnar tillögur til úr-
bóta og aldrei gert fyllilega ljóst,
hvað hún vildi að yrði gert.
Framan af hefði mönnum ekki
verið fyllilega ljóst hvað fyrir
Frökkum vakti —en nú væri
það Ijóst orðið, Fraklelandsfor-
seti gerði sér vonir um að taka
forystu fyrir einskonar „þriðja
®fli“, sem gæti orðið samnings-
aðili milli Vesturveldanna og
Kommúnistaríkjanna. Sannleik-
urinn væri sá, að þetta hefði
lengi verið hugmynd de Gaulle,
hún hefði komið í ljós, þegar í
striðslokin og kæml einnig fram
í endurminningum hans.
Lávarðurinn kvaðst ekki hafa
mikla trú á, að de Gaulle næði
tilgangi-sínum, Frakkland væri
ekki nógu stórt ríki eða öflugt
og þar við bættist, að Þjóðverjar
myndu tæpast nokkurn tíma fall-
ast á forystu Frakka,
Giadwyn lávarður sagði, að
raunar hefði de Gaulle torseti
fengið fæstu framgengt af því,
er hann hefði ætiað á sviði utan-
ríkismála. Sem dæmi mætti
nefna stefnu hans í Afríku. Hann
hefði ætlað að leysa Alsír-málið
þannig, að þar stæði effir franskt
Alsír, þ.e.a.s. ‘að Frakkar yrðu
þar um kyrrt og hjáipuðu til við
uppbyggingu landsins meira og
minna samkvæmt frönskum hug-
myndum. Raunin hefði orðið
önnur — Alsír væri nú alsírskt
sósíalískt riiki, og fléstir Frakkar
farnir þaðan. Um aðrar Afríku-
nýlendur mætti segja svipaða
sögu — de Gaulle hefði ætlað sér
að koma á laggirnar einskonar
„Frönsku samveldi" en ekkert
hefði orðið úr því. Þá mætti
nefna vináttusamning Þýzka-
lands og Frakklands, sem lítið
væri annað en nafnið tómt, og
ferðalag hans til S-Ameríku sem
svo mikils hefði verið vænzt af
— Ekki væri sjáanlegt að við-
skipfi Frakka og S-Ameríku
riikja hefðu aukizt að ráði eftir
þá ferð og de Gaulle og stefna
hans væri alls ekki vinsæl þar.
Og nú reyndi hann við Sovét-
ríkin, — en mér segði svo hugur,
að ekki yrði mikill árangur af
samvinnu Rússa og Frakka, því
að allt benti til þess, að Sovét-
stjórnin hefði fyrst og fremst
áhuga á samvinnu við Banda-
ríkin.
Lávarðurinn ræddi nokkuð um
sínar eigin hugmyndir um
Evrópumálin, sem hann hefur
sett fram í nýútkominni bók
sinni „The European Idea“.
Hann er ákafur talsmaður ein-
ingar Evrópu, eins og kunnugt
er, og baráttumaður fyrir aðild
B r e t a að Efnahagsbandalagi
Evrópu. Sagði hann, að fylgi við
aðild Breta færi vaxandi innan
Bretlands, taldi til dæmis nokk-
urn veginn víst, áð þriðjungur
þingflokks Verkamannaflokksins
mundi greiða atkvæði með aðild
nú, — þriðji hlutinn væri henni
algerlega andvígur og þriðjungur
óákveðinn. Þingmenn íhalds-
flokksins og Frjálslynda flokks-
ins væru yfirleitt fylgjandi aðild.
Sem kunnugt er, fylgir lávarð-
urinn Frjálslynda flokknum og er
í iávarðadeildinni talsmaður
hans í utanríkismálum. Hann
upplýsti að fulltrúar flokksins
þar væru 30—40 talsins, en benti
á að aðeins nokkur hluti þeirra,
er sæti eiga í Lávarðadeildinni
sæti fundi nokkurn veginn reglu-
lega — enda væri það eins gott,
því að þeir væru svo margir, að
ógerlegt yrði að halda uppi þing-
störfum ef þeir kæmu allir á
fundi. Lávarðadeildin, sagði lá-
varðurinn að væri hin sérkenni-
legasta stofnun, — hún væri sem
næst valdalaus en gerði þó marg-
víslegt gagn, breytti og fágaði
mörg frumvörp, er þau færu
gegnum hana og umræður þar
Gladwyn lávarður
væru hinar gagnlegustu. Hann
sagði, að nú hefði komið til tals
að sjónvarpa frá umræðum í
brezka þinginu bæði Lávarða-
deildinni og Neðri málstofunni
en ekki vissi hann hvað úr því
yrði — . á hinn bóginn væru
margir merkis menn í Lávarða-
deildinni sem eflaust yrðu vin-
sælt sjónvarpsefni.
Aðspurður um fylgi Frjáls-
lynda flokksins sagði lávarður-
inn, að það væri öllu meira en
þingmannatalan í Neðri málstof-
unni segði til um — þeir hafa
nú 12 þingsæti þar, — en þetta
stafaði af kjördæmaskipuninni,
sem flokkurinn vildi umfram allt
fá breytt. Hann kvað frjálslynd-
um hafa gengið miður í síðustu
kosningum en þar áður, m. a.
sökum þess, að sú skoðun hefði
verið ríkjandi í Bretlandi, að
stjórn Wilsons hefði sýnt það
mikla viðleitni við að ráða fram
úr þeim vandamáium, er hún
hefði tekið við að hún ætti skil-
ið að fá tækifæri ti.l að gera enn
betur. Virtist lávarðurinn hins-
vegar bjartsýnn á, að Frjáls-
lyndi fiokkurinn vinni á í næstu
kosningum — sem hann sagði,
að gætu orðið fyrr en eftir fjög-
ur ár — aldrei væri að vita
hvernig núverandi stjórn gengi
að halda um stjórnartaumana.
Hæstu skattgreiðendurnir
HÉR FER á eftir listi yfir
nokkra hæstu skattgreiðendurna
að þessu sinni, einstaklinga
og fyrirtæki. Er þar samanlagt
tekjuskattur, tekjuútsvar, eigna-
útsvar og aðstöðugjald.
Einstaklingarnir eru þessir:
Pólmi Jónsson, Álfheimum 40,
1206.723.
Þórður Þórðarson, Skeiðar-
vogi 97, 895.891.
Sturlaugur Jónsson, Bergstaða
etræti 14, 864.425.
Kjartan Guðmundsson, Ásvalla
götu 44, 840.249.
Pétur Pétursson, Sundlauga-
vegi 18, 776,251.
Þorvaldur Guðmundsson, Háu-
hlíð 12, 749,697.
Þórður Kristjánsson, Berg-
staðastræti 60, 722,355.
Guðmundur Jónasson, Miklu-
braut 5, 618,776;
Þorvaldur Árnason, Kapla-
skjólsvegi 4, 606.581.
Páll H. Pálsson, Mávahlíð 47.
602.975.
Arnbjörn Kristinsson, Nesveg-
ur 9. 585.012.
Árni Jónsson, Miklubraut 18.
574,784.
Friðjón Árnason, Víðimel 58.
550.847.
Björn Þorfinnsson, Stóragerði
8, 522.164.
Daníel Þórarinsson, Gnoðar-
vogi 76, 516.135.
Friðrik A. Jónsson, Garða-
etræti 11, 513.158.
Ingimundur Ingimundarson,
Sólheimum 38, 480.331.
Birgir Ágústsson, Meistaravell
ir 7, 478.856.
Haukur Þorsteinsson, Boga-
hlíð 22, 478.551.
Hörður Björnsson, Klepps-
vegi 6. 461.367.
Kristján Siggeirsson, Hverfis-
götu 26, 457.525.
Halldór Benediktsson, Hvassa-
leiti 30, 453.013.
Guðbjörn Þorsteináson, Glað-
heimum 8, 445.759.
Tómas Vigfússon, Víðimel 57,
443.133
Gunnar Magnússon, Hvassa-
leiti 99, 416.725.
Jón L. Þórðarson, Hagamel 8,
409.499.
Karl S. Jónsson, Ásvallagötu
24, 409.090.
Guðmundur A. Ásgeirsson
Grenimel 30, 399.518.
Guðmundur Kristjánsson, Safa
mýri 87, 396.981.
Einar Sigurðsson, Bárugötu 2,
370.600.
Fyrirtækin eru þessi:
Samband ísl. samvinnufélaga
10.829.332. Eimskipafélag íslands
6.852.017. Loftleiðir h.f. 6.165.679.
Oiíuverzlun íslands h.f. 5.914.386.
Heildverzl. Hekla h.f. 5.233.152.
MJÖG mikið annriki var hjá
Loftleiðum nú um helgina,
því margar ferðir voru farn-
ar með farþega, auk venju-
legs áætlunarflugs.
Á laugardag kom ein af
Rolis Royce vélum félagsins
til landsins með 189 góðtempl
ara frá Norðurlöndum.
Á sunnudag kom ein af
Cloudmaster vélum Loftleiða
með 50 góðtemplara og íþrótta
menn. Sama dag fór Cloud-
mastervél með 82 góðtempl-
ara til Akureyrar og aftur
suður um kvödið.
BARBADOS, V-Indíum, 4. júlí
Tilkynnt var í Nýlendumála-
ráðuneytinu brezka í dag, að
Barbados í V-Indium myndi
hljóta sjálfstæði 30. nóvember
n.k. Bretar hafa farið. þar með
öll völd í þrjár aldir. Tilkynn-
ingin var gefin út að loknum
síðasta fundi stjórnarskrárráð-
stefriu Barbados sem staðið hef-
ur yfir í London síðan 20. júní.
Eggert Kristjánsson & Co. h.f.
4.281.020. Vélsmiðjan Héðinn
4.209.454. Flugfélag fs'lands h.f.
3.192.159. Sláturfélag Suðuriands
3.095.673. Siippfélagið h.f.
3.084.519. Kassagerð Reykjavík-
ur 2.972.443. Olíufélagið Skelj-
ungur h.f. 2.971.063. Silli og
Valdi 2.495.448. Ásbjörn Ólafsson
h.f. 2.372.082. Egill Vilhjálmsson
h.f. 2.294.799. Fálkinn h.f.
2.233.476. Verksmiðjan Vífilfell
h.f. 2.156.967. Samvinnutrygg-
ingar 2.087.492. Hamar h.f.
2.051.098.
(Tekið skal fram að svo getur
verið, að einhverjir greiði hærri
gjöld, en þeir, sem neðstir eru
í upptalningunni).
Þá fór Cloudmastervél með
82 fSrþega á vegum starfs-
mannafélags samvinnumanna
á Akureyri þaðan til Kúíusuk
og heim aftur um kvöldið.
Loks fór Cloudmastervél
fullskipuð farþegum til Kaup
mannahafnar á vegum ferða-
skrifstofunnar Útsýnar.
UNNIÐ er nú að framkvæmdum
við endurbyggingu vegarins frá
ísafjarðarkaupstað og út að flug-
vellinum, þ.e. frá Vestfjarðar-
vegi við Tungu í Skutulsfirði
og út á móts við flugvöllinn. Er
þessi vegagerð alls um 4 kíló-
metrar.
Á leiðinni var áður búið að
endurbyggja brúna yfir Úifsa,
— Sildaraflinn
Framhald af bls. 28. tonn:
í frystingu ... 16
í salt .. 175
(1.296 upps. tunnur)
í bræðslu 123.450
Á sama tíma í fyrra var aflinn sem hér segir:
í salt 25.433 upps.tn. tonn) (3.433
frystingu 1.271 uppm. tn. (137 tonn)
1 bræðsilu 617.612 mál 378 tonn) (83.
Aflinn skiptist þannig á löndunai staði: tonn:
Reykjavík 12.253
Bolungavík 1.703
Siglufjörður 586
Ólafsfjörður 1.641
Hjalteyri 411
Krossanes 4.060
Húsavík 1.328
Raufarhöfn 13.803
Vopnafjörður 8.197
Borgarfjörður eystri . . .. 591
Seyðisfjörður 30.332
Neskaupstaður 22.140
Eskifjörður 11.203
Reyðarfjörður 6.680
Fáskrúðsfjörður 6.220
Breiðdalsvík 798
Djúpivogur 1.6S5
en nú er unnið að endurbygg-
ingu brúar yfir Khkjubólsá.
Áætlað er, að framkvæmdir
þessar kosti um 3.6 milljónir
króna og er gert ráð fyrir að
þeim ljúki á þessu sumri.
Vegurinn frá kaupstaðnum og
út á flugvöllinn hefur verið
mjög leiðinlegur, krókóttur og
mjór, en nú verður úr því bætt.
Mikið annríki hjá
Lofíleiðum um helgina
Veguínn frá ísdjcr-arlisu^EJxS
og að OnpeUinam enúcrliielEcr
,^p-
STAKSTFIMAR
Skattskráin
Útkoma skattskrárinnar veknr
jafnan mikla athygli og umræð-
ur manna á meðal. Menn bregð-
ast á mismunandi veg við skött-
um sinum. Fæstir eru ánægðir
með þá, en gera sér þó grein
fyrir nauðsyn þess, að borgar-
arnir Jeggi fram nokkurt fé í sam
eiginlegan sjóð til sameiginlegra
þarfa. Mikið er um það að menn
beri sig saman við aðra, sem
líkar tekjur hafa, og veldur þá
mismunur á sköttum oft nokk-
urri furðu. Þá er þess ekki alltaf
gætt, að þótt menn hafi nokkuð
álíka tekjur geta aðstæður verið
ólikar, sumir hafa meiri frá-
drátt en aðrir, bæði vegna stærri
fjölskyldu, e.t.v. vegna þess að
þeir hafa staðið í byggingar-
framkvæmdum og svo framveg-
is. Þá er einnig nokkuð um það aS
menn, sem hafa hækkað mikið í
tekjum milli ára finnst hart að
sér gengið. Þeir gæta þess þá
ekki að vegna minni tekna árið
áður hafa fyrirframgreiðslur
þeirra ekki verið i samræmi við
þá skatta, sem þeir mega búast
við á þessu ári, og þeir geta
raunar reiknað út strax og þeir
hafa gert sína skattskýrslu. Af
þeim sökum leggjast skattgreiðsl
ur með meiri þunga siðari hluta
ársins á þá sem hækkað hafa
mikið i tekjum milli ára. Þetta
mundi verða mönnum mun auð-
veldara viðfangs ef þeir hefðu
nokkra fyrirhyggju og reiknuðu
út þá skatta. sem líklegt er að
þeir fái á þessu ári og greiddu
siðan meira fyrirfram en þeim
er gert að greiða. Þannig jafn-
ast skattgreiðslurnar betur yfii
árið og koma ekki eins þungt
niður á siðari hluta ársins.
Staðgreiðslukerfi
skatta
•
Enginn vafi er á því, að skatt-
greiðendur munu fagna þeirri
breytingu, sem fyrirhugað er að
koma á á næsta ári, að tekið
verði upp staðgreiðslukerfi
skatta, í stað þess að skattar
eru nú teknir af tekjum ársins
áður. Að þessu máli hefur verið
unnið í mörg ár, en það krefst
mikils undirbúnings. t stefnuyf-
irlýsingu ríkisstjórnarinnar á
síðastliðnu hausti var stað-
greiðslukerfi skatta á árinu 1967
eitt þeirra atriða, sem ríkisstjórn
in kvaðst mundu ieggja áherzlu
á. Það mun vafalaust ieysa ýmis
vandamál, sem nú koma upp
vegna þess greiðslukerfis skatta,
sem hér hefur ríkt og oft veldur
óþægindum, þegar miklar breyt-
ingar verða á tekjum manna frá
einu ári til annars.
Starfsemi skatta-
eftirlitsins
Starfsemi skattaeftirlitsins hef-
ur vakið mikla athygli og um-
I tal, en það er eitt af þeim nýj-
| ungum, sem ríkisstjórnin hefur
beitt sér fyrir í skattamálum. Það
er á allra vitorði, að skattsvik
hafa mjög tíðkazt hér á landi um
íangan aldur. Það skapar hins
vegar ranglæti í greiðslu opin-
berra gjalda þegar fastlauna-
menn, sem enga möguleika hafa
á að skjóta tekjum undan skatti
verða að greiða skatta hinna,
sem meira tækifæri hafa til þess.
'Skattaeftirlitinu er ætlað að
vinna að því, að þessi leiði þjóð-
ariöstur hverfi, og það er rök-
stutt mat manna nú, að starf-
semi þess hingað til hafi borið
verulegan árangur í þessum efn-
um. Með því er stefnt að þvi að
eyða því ranglæti sem stundum
hefur orðið i skattaálagningum
vegna skattsvika.