Morgunblaðið - 05.07.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 5. júlí 1966 BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SfAff 34406 SENDUM \^» S,M' 3-lí-GO mnifíff/fí Volkswagen 1965 og ’66. LITLA bíloleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Slmi 14970 IVIAGIM ÚSAR SKIPHOLTI21 SiMAR 21190 eftir lokun simi 40381 1 FjÖLVIRKAR SKURDGRdfUfi ] I 0 v I R K I ÁVALT N N TIL REIÐU. Siffll: 40450 Fjaðrir, f jaðrablóð, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutír í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin KJÖÐRIN Laugavegi 168. — Simi 24180. BOSCH Þurrkumótorar 24 volt 12 volt 6 volt Brœðurnir Ormsson laágmúla 9. — Simi 38820. 'A Heimskuskrif um skógrækt „Kæri Velvakandi! Mér þykir mjög leiðinlegt, að undanfarið hafa birzt í dálkum þínum allskonar heimskuskrif um skógrækt. Það þykir mér blaði þínu eng- an veginn samboðið. Mér dett- ur ekki í hug að fara að kapp- ræða við bréfritara þína um gildi skógræktar. Hitt vil ég segja, að reynslan hefur fyrir löngu sannað, að hér á íslandi er hægt að rækta skóg, ef menn aðeins vilja. Litizt aðeins um hér í Reykjavík, á Akureyri og víðsvegar annars staðar um land, og sjáið, hvað gert hefur ▼erið. Farið austur á Hailorms- stað, norður í Vaglaskóg, aust- ur í Skaftafellssýslur, upp í Borgarfjörð, austur í Hauka- dal og sjáið hvað þar er að gerast. Ótal trjátegundir vaxa og dafna. Látið svo nöldur- skjóðurnar eiga sig. Þjóðin hlustar ekki á þær. Nýir skóg- ar rísa, og fsland verður fall- egra og byggilegra, en nöldur- skjóðurnar og úrtölumennina dagar uppi fyrir brún rísandi dags. Þetta veit ég, að þú veizt, Velvakandi minn, eins og Valtýr heitinn Stefánsson og núverandi forystumenn skóg- ræktarmálanna. I>ess vegna finnst mér hörmulegt að sjá blaðrið og þvættinginn, sem þú hefur verið að birta undanfar- ið um skógræktarmálin. Vertu svo blessaður ævin- lega. þinn Gróandi Gróandason". •Jr Hvar er Sveinbjörn Ólafsson ? Velvakanda hefur borizt bréf frá bandarískri konu, Edith L. Larson, sem var hér á ferð seinni partinn í maí. Hún segir m.a; í bréfi sínu: „Áður ,en ég fór til fslands, lofaði ég tveimur systrum í Warren í Pennsylvaníuríki að hafa upp á íslenzkum vini þeirra, sem heitir (eða hét) Sveinbjörn Ólafsson". Konan ritar nafnið þannig: Svein- björnan Olofsson). „Nöfnsystr- anna og heimilisföng eru: Mrs Warren Bauer (áður Mabel Erickson), 607 West St., Warren, Pa., U8.A. og Miss Edith Erickson, 16 Water St., Warren, Pa., U.S.A. Þessi íslenzki vinur þeirra var við nám í Valparaiso Uni- versity í Valparaiso í Indiana fyrir u.þ.b. þrjátíu árum. Hann fcom þangað frá íslandi. Svein- björn Ólafsson var góður vin- ur manns, sem hét Clifford Strand. Strand var ættaður frá Kane í Pennsylvania, en var síðar lögfræðingur og löggiltur endurskoðandi í Chicago, Ilii- nois. Hann lézt árið 1960. Meðan ég dvaldist í íslandi, hélt ég uppi spurnum um Sveinbjörn Ólafsson. Ég spurði um hann í Hótel Loftleiðum, þar sem ég bjó, ég spurðist fyr- ir um hann í pósthúsinu, í lög- reglustöðinni, í manntalsskrif- stofunni, og ég spurði jafnvel fólk í strætisvögnum og á göt- um úti í hinni fallegu og vin- gjarnlegu höfuðborg ykkar. Allir tóku kvabbi mínu með alúð og vinsemd, en allt kom fyrir ekki. Þó fékk ég . nafn, heimilisfang og símanúmer verkfræðings með þessu nafni hjá manntalsskrifstofunni, en þegar ég hringdi til mannsins, kom í ljós, að hann hafði aldrei til Bandaríkjanna komið. Mér skilst, að Morgunblaðið komi fyrir augu flestra íslend- inga. Þess vegna vona ég, að Sveinbjörn ólafsson, ef hann er enn á lífi, lesi þessar Iínur og skrifi systrunum. Sé hann hins vegar látinn, þætti mér vænt um, ef ættingjar haras eða kunningjar skrifuðu systrun- um og létu þær vita um afdrif hans. Ég vil að lokum nota þetta tækifæri til þess að koma á framfæri innilegum þökkum til allra þeirra, sem hlustuðu á erindi mitt og sinntu því. Allir voru reiðubúnir til að greiða götu mína og vörðu oft miklum tima til þess, þótt þeir hefðu ekki erindi sem erfiði. — Kær- ar þakkir til ykkar allra. Edith L. Larson, Box 183, Ludlow, Pa. 16333, U.S.A. A- John Sim er í Singapore Velvakanda hefur borizt bréf frá 18 ára gömlum pilti í Singapore, sem langar til þess að eignast bréfavin á íslandi. Hann skrifar á ensku og segist hafa áhuga á söfnun frímerkja og póstkorta með útsýnis- og landslagsmyndum. Einnig hef- ur hann áhuga á bókalestri og því að skiptast á smágjöfum við bréfavini sína. Nafn hans og heimilisfang er: John Sim, 21, Goon Hiang Road, Singapore 19, Maiaysia. A- Skærin og mjólkur hyrnurnar „Húsfreyja“ skrifar: „Ég leyfi mér að þakka ágætt bréf frá „Afa“, sem birtist í dálkum Velvakanda í dag (föstudaginn 1. júlí). Þar er varað við alls konar hættum, sem geta verið á vegi ungra barna innan veggja heimilisins. Meðal annars vitnar hann 1 hið gamla orðtæki, sem oft var hamrað á í bernsku minni, að „hnífar og skæri eru ekki barna meðfæri". Þessa reglu hef ég reynt að halda í heiðri á mínu heimili, en á síðari ár- um hefur Mjólkursamsalan gert mér erfiðara fyrir. Hjá mér er fullt hús af börnum og margir pottar af mjólk drukkn ir daglega í eldhúsinu. Þess vegna eru skærin alltaf á Iofti, eða síðan „undrapatentið", hyrnan stórkostlega, kom til sögunnar. Krakkarnir verða oft að geta bjargað sér sjálfir, ef þá langar í mjólk, og þá tjóar ekki að fela skærin. En þetta eru nú bara ein óþægindin af mörgum við þetta hyrnufyrir- komulag. Hve margir giga- lítrar á ári skyldu skvettast, spýtast og gusast upp úr og fram úr þessum ólánshyrnum? Það er alveg sama, þó að lag- inn maður eigi í hlut, alltaf skal koma pollur á borðið. Sagt hefur mér verið, að í einu sambandslýðveldinu í Þýzka- landi hafi húsmæður afsagt hyrnurnar og borið því við sem höfuðástæðu, auk alls annars, að þær yrðu að bera skaðann af allri mjólkinni, sem helltist niður. Þýzkar húsmæð- ur eru hagsýnar, og því neit- uðu þær að kaupa hyrnumjólk. Hvenær skyldu íslenzkar hús- mæður sýna slíkan samtaka- mátt og félagsþroska? Mjóikur- samsalan veit sem er, að það má bjóða þeim allt, því miður. Hymukarlarnir þýzku ætluðu samt ekki að gefa sig strax, heldur héldu þeir fund með forsprökkum húsmæðra, neyt- endasamtaka og blaðamönnum. Þar ætlaði sjálfur yfir-horna- Móisesinn að „demonstrera“ —. sýna viðstöddum, hvernig ætti að hella mjólkinni á faglegan hátt í glas, án þess að dropi færi til spiliis. En viti menn! Þegar honum hafði tekizt að læða mjólkurbuninni ofan 1 glasið og er að setja hyrnuna ofboð varlega frá sér á borðið, kemur þá ekki snögglega smá- gusa upp úr henni! Blaða- mennirnir hlógu sig máttlausa ásamt húsmæðrunum, og þegar skýrt var frá þessu í blöðum og myndir látnar fylgja, var málið ónýtt í höndum hyrn- inga. Húsmæður féllust á að veita hornakörlunum frest (eða aðlögunartíma, eins og það heitir víst nú orðið), til þess að selja allt hornavéla- draslið (sennilega til Kongó eða fslands) og taka upp nýtízku mjólkurumbúðir. Sama ætti að gera hér. Húsfreyja**. HOTEL ÞÝZKI JAFNVÆGISSNILLING- URINN CLAUS BECKERS SKEMMTIR I VÍKINGASALNUM í KVÖLD OG NÆSTU KVÖLD Skrifstofustarf Ougleg stúlka vön vélritun óskast nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Heildverzlun Páls Sæmundssonar Laugavegi 18a 5. hæð r 9 r ALIILIÐA LYFIUÞJÓNUSTA" ' UPPSETNINGAR ■ EFTIRUT OTISLYFTUR sf. k A Grjótagölu 7 sími 2-4250

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.