Morgunblaðið - 05.07.1966, Síða 7
Þriðjudagur 5. júlí 19GÍ
MORCU NBLAÐIÐ
7
Reiðhestaminningar Jónu Sigriðar
HIN gamalkunna hestakona,
Jóna Sigríður Jónsdóttir, kom
að máli við blaðið nú fyrir
skemmstu og bað fyrir ofur-
litla minningargrein um tvo
látna vini sína, hesta, sem hún
átti um langt árabil. Hún
kvaðst hafa legið í lungna-
bólgu í þrjá mánuði máttlaus
í rúminu og auk þess væri
hún nú orðin húsnæðislaus og
lægi fyrir að bera hana út,
því eigandinn þyrfti húsnæð-
ið. Minningargrein þessi átti
að koma fyrir augu manna
miklu fyrr, en ýmislegt hefir
tafdð hana. En þótt heilsa
Jónu sé ekki sem bezt og á-
stæður erfiðar vill hún samt
ekki gleyma sínum gömlu vin
um. Grein sína nefnir Jóna:
Reiðhestaminning um vinina
Gullfaxa og Ljóma.
Mesti og bezti gleðigjafi,
sem okkur mönnunum hefir
verið gefinn frá náttúrunnar
hendi, er hesturinn. Er þá
fyrst og fremst átt við góð-
lyndan og vitran reiðhest.
Flest okkar, sem búin eru að
lifa meira en hálfa öld, þekkj
um gæðinginn. Við þekkjum
gleðina af þessum mjúku,
þýðu hreyfingum í gangi hests
ins, sem engin önnur skepna
getur veitt. Við, sem saman
komum hér í dag, (þetta er
minningarræða sem flytja átti
þegar Ljómi var felldur), er-
um að kveðja hér einn af
landsins beztu gæðingum. Ég
hef átt því láni að fagna að
eiga tvo gæðinga, reglulega
góðhesta. í>að er eins með
hestana og með mennina, þeir
eru misvitrir og mistraustir,
alveg eins og mennirnir.
Jóna Sigríður með Ljóma sinn.
en þá er Ljómi 24 vetra.
En allir verða að deyja.
Enginn kemst hjá því. Og
hvort sem dauðinn er til sorg-
ar eða gleði fyrir þá, sem
eftir lifa, þá er hann stað-
reynd, sem ekki verður um-
flúin. En hvort sem um er
að ræða mann eða hest, sem
fer, þá verður minningin
meiri og bjartari, því meira
virði sem okkur finnst sá sem
farinn er.
Myndin er tekin í júlí 1965
það varð að skjóta hann, þar
sem hann lá. Ljómi var langt
frá því að bera nokkur ör-
kuml er mynd var tekin af
honum í júlí 1965 (mynd sú
fylgir þessari grein), en þá
skyldi ég við hann og fór í
ferðalag um Norður- og Aust
urland. í september kom ég
aftur og þá var hann svo lam-
aður að hann gat ekki staðið
upp.
Þegar ég lenti í hrakning-
unum á Stóra-Sandi gerðist
það að Ljómi minn hljóp frá
mér. Hvórt hann hræddist
mink, tófu eða svip, veit ég
ekki, en hann virtist skyndi-
lega verða hræddur, stökk á
mig og hrakti mig til hliðar.
Þar með var ég gangandi og
fór í humátt á eftir honum,
því ég vissi að hann myndi
fara heim.
Og nú eru báðir þessir vin-
ir mínir, Gullfaxi og Ljómi
fallnir. Það er margs að
minnast úr samlífinu við þá,
en ég ætla ekki að hafa þessi
orð fleiri.
Blessuð sé minning þess-
ara vina minna.
Jóna Sigríður Jónsdóttir.
Það urðu örlög Ljóma að
hestur gekk svo frá honum að
Gullfaxl 11 vetra 1934.
Ó, þeasi blíða, daginn út og
daginn inn, og sólin vermir mann
ekapinn, og þó sáum við í al-
manakinu, að eirwnitt í dag er
eólin fjærst jörðu. Ja, hvernig
skyldi hitinn vera, ef hún væri
næst jörðu?
Og nú notar fólkið sjóinn og
6Óiskinið af kappi, syndir jafn-
vel út fyrir öll sker, flatmagar
1 fjörunni og kroppararnir litast
brúnir, öllum til heilsubóta og
þó nokkrum til augnayndis.
En á leið minni í borgina í gær,
hitti ég sóilbrúnan mann sem sat
á brékkubrúninni hjá Artúni og
virtist hafa sitthvað á samvizk-
unnL
Storkurinn: Er eitthvað, sem
íþyngir þér í þessari blíðu, manni
minn?
Maðurinn á brekkubrúninni:
Já, og einkanlega þessar bið-
raðir, sem myndast, þegar bif-
reiðar þurfa að komast inn í
borgina eða úfcúr, einikanlega pó
um helgar. Þetta er hreint
vandræðaástand, sem úr verður
að bæta strax, því að áreiðan-
lega er of langt að bíða eftir
„heildarskipulaginu“ með sína
Fossvogsbraut. Mætti ekki gera
annan veg til bráðabirgða, sem
tæki við umferðinni að austan
við hlið hinna tveggja?
Auðvitað þyrfti að byggja brú
til bráðabirgða, yfir Elliðaár, en
annað eins hefur nú verið gert.
Þetta er alveg rétt athugað
hjá þér, og hafðu sæli mælt,
sagði storkur, og reyni nú einu
sinni vegayfirvöldin að sýna, að
það þurfi ekki að taka mörg ár
að framkvæma svona lítilræði,
og með það flaug hann upp á
„silóið" hjá Steypustöðinni, sem
selur okkur gæðasteypuna, sem
máski mætti nota í brúna nýju
yfir árnar.
FRÉTTIR
Kvenfélag Lágafellssóknar,
MosfelLasveit, fer skemmtiferð
mánudaginn 11. júlí. Farið verð-
ur til Vatnsfjarðar. Gist í Bjark-
arlundi og Reykhólum. Einnig
stanzað í Búðardal í boði kven-
félagsins þar. Ferðin tekur 2 til
dag. Þátttaka tilkynnist sem
fyrst til Ólafiu, Laugabóli, Krist-
ínar sími 13259, Ingerðar sími
36043, sem veita allar upplýs-
ingar.
Kvenfélag Laugarnessóknar
minnir á saumafundinn miðviku
dagskvöldið 6. júlí. Stjórnin. Fóta
aðgerðir í kjallara Laugarnes-
kirkju falla niðuc i júlí og ágúst.
Kvenfélag Laugarnessóknar.
KVENFÉLAGIÐ KEÐJAN.
Fyrirhuguð skemmtiferð
félagsins er ákveðin þriðju
daginn 5. júlí. Upplýsingar
í símum 36441, 36451 og
13120 sunnudaginn 3. júlí, í
dag, frá klukkan 10—6.
Kvenfélag Langholtssafnaðar
fer í skemmtiferð þriðjudaginn
5. júlí. Farið verður frá Safn-
aðarheimilinu kl. 9. árdegis. Far-
ið verður um Þingvelli til Borg-
arfjarðar. Upplýsingar í símum
33395, 34095 og 32646. Ferða-
nefndin.
Kvenfélag Asprestakalls fer
skemmtiferð í Þjórsárdal þriðju-
daginn 5. júlí. Lagt af stað frá
Sunnutorgi kl. 9. árdegis og kom
ið aftur kl. 10 að kvöldi sama
dags. Tilkynnið þátttöku í sím-
um 31191, (Rósa), 32543 (Guð-
munda) og 32195 (Guðrún)
Stjórnin.
ALMENN FJÁRSÖFNUN
STENDUR NÚ YFIR TIL
HÁTEIGSKIRKJU
Kirkjan verður opin næstu
daga kl. 5—7 og 8—9 á kvöldin.
Sími kirkjunnar er 12 4 0 7.
Einning má tilkynna gjafir í
eftirtalda síma: 11613, 15818,
12925, 12898 og 20972.
Ódýrar kvenkápur
til sölu, staerðix frá 34—46.
Sími 41103.
íbúð óskast
Tveggja herberga íbúð ósk
ast. Upplýsingar í sima
37361.
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa. Vakta-
vinna. Uppl. í síma 16660
kl. 10—4 í dag.
Brauðborg Frakkastíg 14.
Meiraprófsbflstjóri
óskast strax. Sími 20969.
Til leigu
4ra herb. íbúð í fjölbýlis-
Ihúsi í Ljósheimum, sér-
þvottahús á hæðinni. Árs-
fyrirframgreiðsla. Uppl. í
síma 36720 mil'li kl. 5—6.
íbúð
eða tvö herbergi með eld-
húsaðgangi óskast til leigu
í Reykjavík handa 3 dönsk
uim arkitekt-stúdenitum, (2
stúlkur og karhnaður) frá
5. júlí til 25. sept. Uppl. í
síma 13013 kl. 9—12.
Ibúð óskast
Óska eftir 2ja herb. íbúð
sem fyrst, helzt með sér-
inngangi. Tilboð sendist
Mbl., merkt: „8923“.
Ung stúlka
(16 ára) óskar eftir vinnu
á kvöldin. Er vön af-
greiðslu, margt annað kem-
ur til greina. Uppl. í síma
19772 milli 7 og 8 á kvöld-
in.
A T H U G I »
Þegar miðað er við útbreiðslu,
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
Til sölu
Volkswagen ’63. Uppl. í sima 51249.
Túnþökur til sölu
vélskornar. UppL í 41896 og 22564. síma
Til leigu er rúmgott herb., eldhús, þvottahús, geymsla og bað á Patreksfirði fyrir mið- al-dra fólk. Shni 167, PatTeksfirðL
P 544 Volvo
’64 árgangur, til Uppl. í síma 4177L sölu.
Unglingspflt
van-tar til verzlunarstarfa.
UppL í síma 12555 kl. 3—5
e. h.
Einbýlishús eða 5-6
herbergja íbúð
óskast frá 1. ágúst nk. — Tilboð sendist afgr. Mbl.
merkt: „Ágúst — 8920“.
Tiésmiðii — Veikstæði
Plastlagðar spónaplötur, margar tegundir.
MAGNÚS JENSSON H.F.
Austurstræti 12. — Sími 14174.
Iðja, félag verksmiðjufólks
FÉLAGSFUNDUR
verður haldinn miðvikudaginn 6. júlí
1966, kl. 8,30 e.h. í Iðnó.
DAGSKRÁ:
SAMNINGARNIR
Stjórnin.
Eignarland
Til sölu eru ca. 10—15 ha. lands á góðum stað
ca. 100 km. frá Reykjavík. Hitavatnsréttindi fást
kaypt með ef óskað er. — Landið liggur að veiðiá.
Nánari upplýsingar gefur.
Mýja fasteignasalan
Laugavegi 12 — Sími 24300.