Morgunblaðið - 05.07.1966, Síða 11

Morgunblaðið - 05.07.1966, Síða 11
Þriðjudagur 5. júlí 19W MOnCUNBLADID 11 borgararétti. Ég hlustaði á hann halda ræðu og svara fyrirspurn- um á fundi fyrir nokkru og hvað sem heilbrigði hans líður var fróðlegt á hann að hlýða. Hann var spurður að því hvernig það mætti vera, að kjörsókn í landi hans, Sovétríkjunum, væri svo mikil og almenningur svo sam- mála um frambjóðendur, að milli 99% og 100% kysu þann eina lista, sem í framboði væri. Hann svaraði því til» að hann hefði eitt sinn sjálfur starfað í kjör- stjórn. Hún settist niður og byrj- aði að drekka vodka. Þegar leið að kvöldi fóru þeir að ræða um það, hvað þeir ættu að segja, að kjörsókn hefði verið mikiL „Ja, við skulum segja 97,4%.“ Síðan var það ákveðið og hald- ið áfram að drekka vodka. Ekki skal ég segja um, hvort þetta er satt, þó að það bregði mann- legri blæ á margt það, sem þarna gerist og sýni, að ekki megi taka það alltof alvarlega. Hitt verður að taka alvarlega og það ræður úrslitum: Þessi maður var einn ig spurður, hvernig á því stæðL að fólkið unir bessu og hann svar aði: f nútímaþjóðfélagi, þar sem sterkur her er fyrir hendL er ekki nokkur leið að gera bylt- ingu. Meðan ríkisstjórnin hefur herinn með sér er hún örugg í sessi. — Um þessa skýringu þarf ekki að efast. Þetta er alveg það sama og sannaðist í Mið-Evrópu á timum nazisla. Um þetta er hollt að hugsa, þegar við erum nýbúin að kjósa og ár er til næstu kosninga. Hér getur enginn verið fyrirfram viss um sigur. Of mikil sigur- vissa og það, að þykjast góður af verkum sínum getur haft al- varlegar afleiðingar í för með sér. Ýmsir hafa gert mikið úr þvL að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapa'ð atkvæðum í nýafstöðn um borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Mér virðist þó að mestu máli skipti, að við unn- um þessar kosningar. Við unnum orustuna. Fleiri eða færri at- kvæði skipta ekki svo miklu máli í samanburði við það. Við get- um hins vegar látið okkur það að kenningu verða og til brýn- ingar að ári, að svo litlu mun- aðL Við vorum of sigurviss, viss- um að við höfðum gert vel og jafnvel andstæðingarnir sögðu okkur vissa um sigur. En þótt litlu munaði sýndu úrslitin nú, að það er komið undir okkar eig- in baráttuhug, hvort við vinn- um sigur í Aiþingiskosningun- um að ári. Baráttan verður hörð og ef við leggjum okkur ekki öll fram kann sigurir.n að ganga okkur úr greipum. * Að ári liðnu eigum við að kjósa um það, hvort valfrelsið eigi að vera borgaranna sjálfra e'ða einhverra yfirvalda. Þær fjölmörgu konur, sem hér eru geta ráðið því með atkvæði sinu, hvort þær fá að velja sér sínar eigin vörur eða hvort einhverjir menn á stjórnarskrifstofum eiga að skammta þekn að sinni vild. Ég held, að ef almenningur átt- ar sig á þvL að þess eigið val- frelsi er 1 veðL þurfum við engu að kvíða. En fólkið verður að skilja, hvað er undir þess eigin atkvæði komið. Þess eigin gæfa og vellíðan er í húfi. Með því að velja það, sem því sjálfu er fyr- ir beztu velur það þann veg, sem er íslandi farsælastur." Hluti þátttakenda við Skógafoss þar sem hádegisverður var snæddur. Árni Óla ritstjóri var leiðsögumaður í ferðinni og lýsti þeim héruðum, sem farið var nm. Hér ræðir hann við Ásgeir frá Æðey. Ihægt að yfirstiga, ef sanngjam- Qega er að því unnið. Landbún- aðarráðherra sagðist stundum Ihafa verið sakaður um það að draga taum bændastéttarinnar um of. Hann sagði að það væri rangt, hann vildi aðeins að bænd- ur hefðu lífskjör til samræmis við aðrar stéttir. Dvalizt við Skógafoss Síðan var haldið áfram i einni Uotu að Skógafossi, ekið um Þjórsárholtin, eitt hið mesta og írjósamasta samfellda gróður- Band hér á landi. 'Neðst í því landi er Safamýri, nafntogaðasta engi landsins, sem stundum gaf ef sér eitt þúsund kúafóður. Þegar komið var að Skógafossi var hádegisverður fram borinn og síðan flutti Bjarni Benedikts- eon, forsætisráðherra ræðu þá, sem skýrt er frá annars staðar í blaðinu í dag. Þá tók til máls Þórður Tómasson, safnvörður á Skógum. Lýsti hann nokkuð staðháttum og byggðasafninu að Skógum, en síðan fóru þátttak- endur í Varðarferðinni að Skóg- um og skoðuðu hið myndarlega byggðasafn, sem þar hefur verið komið upp. Eftir tveggja klukkutíma dvöl að Skógum var snúið við og ekið að Seljalands- fossi, sem þátttakendur skoðuðu, síðan sem leið liggur um Fljóts- hlíðina. Höfð var stutt viðstaða í Múlakoti, og loks haldið áleiðis heim á leið, en stanzað í Varma- dal nálægt Hellu, þar sem kvöld- verður var snæddur. Þar ræddi Árni Óla um Rangártþing. 1 Reykjavík var svo komið kl. 10.30 um kvöldið. Það voru þreyttir en ánægðir sferðalangar sem stigu út úr hinum 25 lang- ferðabifreiðum við Austurvöll um kvöldið, eftir velheppnaða og ánægjulega Varðarferð. Sum- arferðir Varðar njóta nú vaxandi vinsælda og eru án efa fjölmenn- ustu hópferðir sem farnar eru hér á landi, og eru þær Varðar- félaginu til hins mesta sóma. — Ræða Bjarna Framh. af bls. 1 Það er ekki einungis fljótfarn- ara um okkar land nú, heldur erum við fljótari milli landa. Margir koma nú til íslands lang- ar leiðir. Fyrir nokkrum vikum var staddur í Reykjavík maður, sem hefur verið gerður útlægur frá sínu landi. Slíkir útlagar eru ekki margir nú á dögum, en skýringin, sem okkur er gefin á útlegð hans er sú, að þessi mað- ur sé ekki með fullu viti og er það óneitanlega nokkuð frumleg ástæða fyrir a'ð svifta mann — Konungsríkið Framhald af bls. 1S. eru kostaðar af sjóðum, sem myndaðir hafa verið af olíu- tekjunum, og með aðstoð banda rískra, japanskra og franskra jarðfræðinga. Það er sérstaklega mikil- vægt að finna leiðir til vatns- öflunar í landi, þar sem sums staðar fellur aldrei dropi úr íofti og þar sem hvergi er vötn eða ár að finna. Án vatns mun ekki verða unnt að iðnvæða landið að nokkru ráði eða auka ræktun, en þetta er mjög þýð- ingarmikið í landi, sem leitast við að finna Bedúínum sínum samastað og sem verður að flytja inn 80% af matvælum sínum. Það hefur verið vitað um langt árabil, að mikið vatns- magn er neðanjarðar í Saudi- Arabíu. Sumir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar, að það sé meira en nægilegt til að breyta öllum skaganum í grænar grúndir, aðeins af unnt verði að ná því upp á yfirborðið. Á einum stað neðanjarðar undir eyðimerkursöndunum suður af Riy&dh er talið vera svo mikið vatnsmagn, að það sé meira en í öllum Persaflóa. Ríkisstjórn Saudi-Arabíu er nú um það bil að hefjast handa við tilraunir til að láta nýta þetta mikla vatnsmagn, en mörgum árum hefur verið eytt í skriffinnsku við undirbúning- inn. Það var ekki fyrr en á ár- inu 1964, sem fyrsti samning- urinn var undirritaður um rarinsóknir og ieit að vatni neð- anjarðar. Þessar athuganir hafa nú staðið. yfir í eitt ár. Þrjú til fjögur ár munu líða þar til allt landið hefur verið kannað og niðurstöður rann- sóknanna liggja fyrir. Hvað tekur við af konunginum? Það er mjög erfitt fyrir þann sem heimsækir Saudi-Arabíu að greina nokkur merki um stjórnmálalegan óróa þar, að nokkru leyti vegna þess að mestur hluti fólksins hefur lít inn áhuga á breytingum, jafn- vel hinir órósömu verkamenn í olíustöðvunum og borgunum eru aðeins lítið brot af þjóð- inni í heild. Fyrir fáeinum árum heyrðust þær raddir á Vest- urlöndum, að til blóðugrar upp reisnar hlyti að koma fyrr eða síðar. En í dag heyrist minna um það. Ein ástæðan er sú, að fólk finnur ekki til stjórnmálalegr- ar kúgunar, í íardinu er ekki það sama andrúmsloft lögreglu- ríkis og vart verður í þróaðri löndum eins og til dæmis Egyptalandi. Pólitískir fangar eru í Saudi-Arabíu, en þeir eru fáir. Faisal konungur hefur einnig gætt ítrustu varkárni í stjórn sinni og meðferð á hernum. Eins og í flestum löndum í þessum heimshluta eru það liðsforingjarnir í hernum, sem líklegastir væru til að ógna valdi Faisals. Konungurinn hefur nákvæmt eftirlit með hernum, sem er þjálfaður af bandarískum hernaðarsérfræð- ingum um þessar mundir. Þeir liðsforingjar, sem hugsanlegt er að einhver hætta kunni að stafa af, eru fiarlægðir í kyrr- þey. Hvað muni gerast í Saudi- Arabíu að Faisal horfnum er ómögulegt að spá fyrir um. Ríkiserfinginn, Khaled krón- prins, sem er vngri bróðir kon- ungsins, ei almennt álitinn dug- lítQL Valdabarátta milli ann- arra meðlima konungsættar- innar gæti fylgt í kjölfarið og árangurinn orðið ný stefna fyrir Saudi-Arabíu. En svo lengi sem Faisal verð ur við völd er líklegt að Saudi- Arabía haldi áfram á þeirri braut, sem nú er farin. Hæg- fara en ákveðinni stefnu verð- ur fylgt í áttina til forystuhlut- verks í Miðausturlöndum. <Þýtt úr U.S News & World Report). Til leigu 4ra herbergja íbúð við Nóatún til leigu. — Einhver fyrirframgreiðsla. — Tilboð leggist inn á afgr. Mbl., merkt: „Leiga — 8919“ fryir 10. þ.m. Ferðaklæðnaður FYRIR UNGA FÓLKIÐ Flauelsblússur Röndóttir sportbolir Mjaðmabuxur Hinir sænsku CRESCENT utanborðsmótorar eru mest seldu utanborðsmót- orarnir í Evrópu, enda viður- kenndir fyrir gæði og verðið mjög hagstætt. Höfum nú á boðstólum eftir- taldar stærðir: 4 hestafla kr. 6.841,00 8 hestafla kr. 13.364,00 25 hestafla kr. 24.944,00 VARAHLUTIR — VIÐGERÐARÞJÓNUSTA Gisti J. Johnsen hf. Vesturgötu 45 — Sími 12747.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.