Morgunblaðið - 05.07.1966, Side 14
14
MORGU N B LAÐIÐ
Þriðjudagur 5. júlí 1966
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Ritst j órnarf ulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 105.00
i 1 lausasöiu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstrseti 6.
Aðaistræti S. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakiff.
RÆKTUNARSAM-
BÖNDIN 20 úra
Á rið 1945 voru sett lög um
jarðræktar- og húsagerð-
arsamþykktir í sveitum.
Flutningsmenn frv. voru Jón
Sigurðsson á Reynistað,
Bjarni Ásgeirsson og Pétur
Ottesen. Á árinu 1946 var svo
sett reglugerð um fram-
kvæmd þessara laga og
sama ári voru stofnuð fyrstu
ræktunarsamböndin á grund'
velli laganna.
Árni G. Eylands hefur ný-
lega rætt þýðingu ræktunar-
sambandanna í ágætum
greinum hér í blaðinu. En
aðalnýmæli laganna voru þau
að búnaðarsambönd, eða hluti
af sambandi, gátu sett sér
ræktunarsamþykkt. Að slíkri
samþykkt samþykktri gátu
þau ræktunarsambönd eða
ræktunarfélög er þannig
komust á fót hlotið framlag
til kaupa á ræktunarvélum
til félagsnota, eftir því sem
Verkfæranefnd ríkisins áætl-
aði þeim, og taldi nauðsyn-
legt. Var í þessu skyni lögð
fram veruleg upphæð frá
ríkinu.
Bændur tóku myndarlega
á móti þessari nýju löggjöf.
Fyrsta ræktunarsambandið
sem stofnað var á grundvelli
hennar var Ræktunarsam-
band Skagfirðinga. En sam-
tals voru stofnuð 65 ræktun-
arsambönd, sem náðu til flest
allra jarða, sem þá voru í
byggð á landinu. Ræktunar-
samböndin höfðu síðan for-
ystu um stórfellda ræktun í
sveitum landsins. Þau áttu
ríkastan þátt í að bændur
tóku hina nýju tækni í þjón-
ustu sína, í senn til ræktun-
ar og annarra bústarfa.
Til þess er vissulega rík
ástæða að fagna þeirri stað-
jreynd að túnþýfinu hefur að
mestu verið útrýmt á íslandi.
í stað þeirra eru komnar
rennisléttar og arðgæfar flat-
ir. Meginhluti allra túna í
landinu er orðinn véltækur.
Sveitirnar hafa þannig á
þeim tuttugu árum sem rækt-
unarsamböndin hafa starfað
breytt að verulegu leyti um
svip. Ræktunarbúskapur er
kominn í stað gamla engja-
heyskaparins. Landið er orð-
ið'betra og byggilegra.
Yfir þessum staðreyndum í
ræktunarmálum hvílir aðeins
sá skuggi að framleiðsla ein-
stakra tegunda landbúnaðar-
afurða virðist nú í bili vera
orðin of mikil. Veldur það
bændastéttinni og þjóðinni í
heild í senn erfiðleikum og á-
hyggjum. En í þessu sam-
bandi ber þó að gæta þess að
þjóðinni fjölgar ört, og víðs
vegar um heim ríkir mikill
og tilfinnanlegur skortur á
matvælum. Á það verður
einnig að leggja mikla á-
herzlu að íslenzk landbúnað-
arframleiðsla verði fjölbreytt
ari en hún er í dag. Margar
þjóðir eiga við svipaða erfið
leika að etja í landbúnaðar
málum sínum og við íslend-
ingar eigum nú. Okkar vand-
kvæði á þessu sviði eru vissu-
lega ekkert einsdæmi. Engu
að síður verður að snúa sér
að því að leysa þau af festu
og raunsæi. En framhjá
þeirri staðreynd verður ekki
gengið, að hin mikla ræktun
síðustu áratuga hefur verið
framfara- og heillaspor, sem
gert hefur landið betra og
byggilegra, og mun skila því
fegurra og arðgæfara í hend-
ur framtíðarinnar.
ÞJÓÐVILJINN
TVÍSAGA
Ij’ins og Morgunblaðið benti
^ á fyrir nokkrum dögum
hefur hlutur félaga í greiðslu
heildarútsvara aukizt úr 24%
árið 1960 í 26,8% 1966. Eru þá
veltuútsvör meðtalin 1960 og
aðstöðugjöld 1966. í ramma-
klausu á forsíðu kommúnista-
málgagnsins sl. sunnudag seg-
ir, að þessi reikningsaðferð sé
röng og síðan segir blaðið:
„En aðstöðugjöldin eru á
engan hátt sambærileg við út
svör, þau eru reiknuð út frá
umsvifum fyrirtækja án til-
lits til afkomu þeirra og fyr-
irtækin láta þau fara beint
út í verðlagið — viðskipta-
vinirnir borga. Aðstöðugjöld-
in eru hliðstæð söluskatti,
fyrirtækin greiða þau gjöld
ekki í raun og veru, heldur
innheimta þau aðeins fyrir
borgarsjóð. Ef reikna ætti að-
stöðugjöldin með væri miklu
rökréttara að bæta þeim við
útsvarsupphæð þá, sem al-
menningur greiðir“.
Þessi ummæli kominúnista-
blaðsins eru athyglisverð
vegna þess, að þegar fjárhags-
áætlun Reykjavíkur var af-
greidd um síðastliðip áramót
lögðu fulltrúar kommúnista í
borgarstjórn tij að aðstöðu-
gjöld yrðu hækkuð um 45
milljónir, í 175 milljónir úr
130 mjlljónum eins og gert
var rað fyrir í fjárhagsáætl-
uninni.
Við aðra umræðu um fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurborg-
ar hinn 6. janúar sl. flutti
Guðmundur Vigfússon ræðu,
sem birt var í Þjóðviljanum
8. janúar sL, en þar sagði
þessi borgarfulltrúi komm-
únista um aðstöðugjöldin:
„Sjálfstæðisflokkurinn held
ur enn gjaldskrá aðstöðu-
VŒJ
UTAN ÚR HEIMI
Johnson og sjdnvarpið
Johnson flytur sjónvarpsræð u úr nýja ræðustólnum. Ef Myndin prentast vel má greinilega
sjá speglana, sem hann les ræðuna af.
Sjónvarpstækni Joihnsons
Bandaríkjaforseta hefur tek-
ið miklum stakkaskiptum
síðan hann tók fyrst við em-
bætti. Landar hans hafa séð
hann sem góðan þægilegan
viðræðanda, séð hann halda
formlegar ræður fyrir sam-
einuðu þingi, sjónvarpað hef-
ur verið blaðamannafundum
beint frá Hvíta Húsinu og
öðrum stöðum þar sem for-
setinn hefur haldið fundi
með fréttamönnum.
Bandaríkjamenn hafa einn-
ig séð hann gera tilraun til
a ð nota augnlinsur í stað
gleraugna, en þær gáfu hon-
um svo óþægilegí og fjar-
rænt augntillit að hann gafst
upp og notar nú gleraugun
sín aftur. Eftir að Johnson
gekkst undir galluppskurð-
inn, virðist hann grennri, al-
varlegri og atorkusamari.
Hann hefur lagt sig allan
fram með að losa sig við
hina svo nefndu „afa fram-
komu“ þegar hann stendur
fyrir framan sjónvarpstöku-
vélarnar, þó að framkoma
hans sé óbreytt í daglega líf-
inu.
Á þeim tíma sem tekið
hefur að þróa sjónvarpsper-
sónuleika forsetans bafa
margar athyglisverðar til-
raunir verið gerðar til þess
að fullkomna tækniútbúnað-
inn sem notaður er við sjón-
varp frá Hvíta Húsinu og
til að bæta tóninn í rödd
forsetans.
Undarlegasta tiltækið á
þessu sviði var hátalarinn
sem notaður var er hann
skýrði frá styrjaldarskuld-
bindingum Bandaríkjahers í
Vietnam s.l. sumar. Sjónvarp-
að var frá samkvæmissal
Hvíta Húsins og var hátal-
arinn, sem hékk upp yfir
ræðustólnum, eins og heljar-
mikill sólskermur í laginu.
Minnti hann menn helzt á
sólskermina sem tígrisdýra-
veiðimenn á Viktoríu-tímabil
inu notuðu til að skýla sér
gegn sólinni í Indlandi.
Fannst sumum að þessi út-
búnaður í Hvíta Húsinu væri
með viðeigandi heimsveldis-
blæ yfir sér.
Forsetinn hefur nú fengið
mjög fullkominn ræðustól,
sem sagt er að sé teiknaður
af Marvin Watson, ednum af
ráðgjöfum forsetans. Er stóll
inn úr dökkum valhnetuvið
og forsetainnsiglið framan á
honum.
Stólinn er hægt að taka í
sundur á nokkrum stöðum,
til þess að auðvelt sé að
flytja hann um borð í „Air
Force One“ einhverja af Bo-
eing 707 þotunum, sem for-
setinn notar til ferðalaga
sinna. Mjög nákvæmt hátal-
arakerfi er innbyggt í ræðu-
stólinn svo og tvær rafmagns
knúðar spólur sem myndsegul
bandi með ræðu forsetans er
undið upp á áður en sjón-
varpstakan hefst. Þegar svo
sjónvarpsáhorfendur sjá for-
setann á skerminum, virðist
þeini sem hann horfi beint í
augu þeirra. En um leið og
Johnson talar les hann ræð-
una af tveim gegnsæjum
speglum, sem komið er fyrir
vinstra og hægra megin við
hann. Einu sinni urðu tækni-
manninum, sem stjórn-
aði tækjunum á eirahver
mistök, sem ollu því
að forsetinn las sömu setn-
inguna tvisvar. Sagan skýrir
ekki frá ördögum mannsins.
Efst á ræðustólnum er
kændega komið fyrir ljósa-
perum. Styrkleiki þeirra er
nákvæmlega útreiknaður til
þess að hitinn frá þeim hafi
ekki óþægileg áhrif á for-
setann, blindi hann eða varpi
á hann leiðinlegum skugg-
um, þannig að hann komi
sem bezt fyrir á skerminum.
Þó að Watson fál míkið
hrós hjá blaðamönnum fyrir
þessa miklu hugvitssemi,
gagnrýna þeir hann harðlega
fyrir ýmislegt annað sem
hann er sagður hafa komið
til leiðar. Til dæmis er hann
grunaður um að hafa skipu-
lagt og séð um uppsetningu
á hlustunarkerfi á símum
hj* starfsfólki Hvíta Húss-
ins, þannig að hægt sé að
hafa eftirlit með við hverja
þeir tala og hvenær. Sagt var
Framhald á bls. 21
gjalda langt fyrir neðan lög-
leg mörk á sama tíma og út-
svarsstiginn verður greini-
lega nýttur til bins ýtrasta.
Þannig er enn sffeitzt við að
vernda fra'gsmuni verzlunar-
auðmagnsins og annarra at-
vinnurekenda á kostnað al-
mennra útsvarsgreiðenda... “
Þetta dæmi sýnir einkar
glögglega • starfsaðferðir
kommúnista. í janúarmánuði
leggja þeir til hækkun að-
stöðugjalda og segja að Sjálf-
stæðisflokkurinn neiti því,
„þar sem höfuðverkefni hans
sé að standa á verði um hags-
muni verzlunarauðvaldsins og
atvinnurekenda almennt."
í júlímánuði segja komm-
únistar, að almenningur
greiði aðstöðugjöldin, þar
sem þeim hentar nú betur að
láta líta svo út sem atvinnu-
fyrirtækin innheimti aðstöðu-
gjöldin aðeins af almenningi
eins og söluskattinn, en greiði
hann ekki sjálf. En samkv.
röksemdum þeirra nú virðast
þeir hafa lagt áherzlu á það
um sl. áramót að auka útsvars
byrði Reykvíkinga um 45
millj. Kommúnistar svífast
þannig einskis í málflutningi
sínum og skeyta engu því sem
þeir sögðu í gær ef annað
hentar þeim betur í dag.
VERÐLÆKKUN Á
LÝSI OG MJÖLL
Itlarkaðsverð á lýsi og mjöli
lækkar enn eins og skýrt
var frá í Mbl. sl. sunnudag og
er fyrirsjáanlegt að taprekst-
ur verður hjá síldarverk-
smiðjunum í sumar, ef selja
verður síldarlýsið á núver-
andi markaðsverði.
Þessar fregnir undirstrika
enn einu sinni þær miklu
sveiflur, sem orðið geta í sjáv
arútvegi okkar og að ógerlegt
er að byggja lífsafkomu þjóð-
arinnar á honum einum.
Síldveiðarnar hafa gengið
vel undanfarin ár og mark-
aðsverð á síldarafurðum hef-
ur verið hátt. En sú verð-
lækkun, sem nú á sér stað
mun óhjákvæmilega hafa
veruleg áhrif á rekstraraf-
komu síldarverksmiðjanna.
Þeim hefur vegnað vel síð-
ustu ár, en verðiækkunin nú
sýnir nauðsyn þess að þeim
sé gert kleift að safna nokkr-
um sjóðum á góðum árum til
þess að mæta erfiðleikum sem
þeim, er nú steðja að.