Morgunblaðið - 05.07.1966, Síða 28

Morgunblaðið - 05.07.1966, Síða 28
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað iiangstærsta og íjölbreyttasta blað landsins 149. tbl. — Þriðjudagur 5. júlí 1966 Fulltrúarnir á fundi meinafræðingafélaganna. Talið frá vinstri: Prófessor Löfström frá Upp- sölum, prófessor Teir frá Helsingfors, prófessor Ólafur Bjarnason, prófessor Siim frá Kaup- mannahöfn, prófessor Hultquist frá Uppsölum og prófessor Myhre frá Osló. (Ljósm.: Ingim. Magnússon). Formenn meinafræði ngafélaga á Norðurlöndum þinga í Reykjavík Á LAUGARDAG og sunnudag var haldinn hér í Reykjavík fundur formanna meinafræð- ingafélaga á Norðurlöndum, en slíkir fundir eru haldnir árlega til skiptis í löndunum. Var þetta í fyrsta skipti, sem slíkur fund- ur er haldinn hérlendis. Fundinn sátu sex fulltrúar, prófessor Löfström frá Uppsöl- um, prófessor Teir frá Helsing- fors, prófessor Ólafur Bjarnason prófessor Siim frá Kaupmanna- höfn, prófessor Hultquist frá Uppsölum og prófessor Myhre frá Osló. Fundum formannanna lauk í fyrrakvöld, en á þeim var m.a. rætt um útgáfustarfsemi hinna norrænu meinafræðingafélaga. Félögin gefa út rit. er nefnist Acta pathologica et microbiolog ica Scandinavia. Þá var rætt um undirbúning að allsherjarþingi meina- og sýklafræðinga á Norð- urlöndum, sem haldið verður í Kaupmannahöfn næsta ár og kennslutilhögun í þessum fræði- greinum, bæði fyrir stúdenta og lækna. Einnig var rætt um þátt- töku landanna í alþjóðastarf- semi þessara fræða. Prófessor Ólafur Bjarnason sit ur þennan fund sem formaður Félags íslenzkra meinafræðinga og sagði hann blaðinu í gær- kvöldi, að samstarf við meina- fræðinga á Norðurlöndum hefði mikla þýðingu fyrir íslendinga, ef verða mætti til að stuðla að aukningu á rannsóknarstarf- semi á sviði læknisfræði hér- lendis. Ólafur taldi það vafa- laust, að framtíðarþróun lækn- isfræðinnar myndi að verulegu leyti fara fram innan veggja hinna ýmsu rannsóknarstofn- anna, en hér á landi væri mikil þörf á aukningu alls kyns laekn isfræðilegrar rannsóknarstarf- semi. Síldveiðar stöðvaðar um sinn við \'orður-More() Þrær síldarverksmiðja þar yfiríullar MJÖG góð síldveiði hefur verið við Norður-Noreg að undanförnu. Þann 30. júní voru þrær síldarverksmiðj- anna á þessu svæði fullar og var þá gefin út tilkynning til síldveiðimanna við N-Noreg um að stöðva veiðarnar fyrst um sinn, þar til verksmiðjurn ar gætu aftur tekið á móti sildinni. Síldveiðar við Suður-Noreg og við Hjaltland hafa einnig gengið mjög vel, þó var afli tregur síðustu viku júnímán- aðar á því svæði, en í byrjun júlí fór aftur að aflast vel og eru veiðihorfur taldar góðar. Alvarlegt umferS' arslys «x AkureyrS Akureyri, 4. júlí. ALVARLEGT umferðarslys varð hér í bæ um kl. 7 á laugardags- kvöld. Tíu ára drengur hjólaði eftir gangstíg, sem liggur út á Þingvallastræti milli húsanna nr. 32 og 34. Um leið og drengurinn kom út á götuna ók fólksbíll niður eftir Þingvallastræti. Drengurinn lenti fyrir bílnum, kastaðist upp á vélarhúsið og skall með höfuðið á framrúðuna. Er það til marks um hið mikla höfuðhögg, sem drengurinn fékk, að rúðan mölbrotnaði og karmur inn dældaðist nokkuð. Síldaraflinn norðanlands og austan 123,641 tonn Nálægt þriðjungi meira en á sama tíma í fyrra - Barði NK aflahæstur með 2,545 t Heildarsíldaraflinn norðan- lands og austan nam á miðnætti laugardags 123.641 tonni (1.236.410 tunnum) og hafði nær eingöngu farið i bræðslu. Á sama tíma í fyrra var heildar- aflinn 86.948 tonn. Þrir afla- hæstu bátarnir eru Barði NK með 2.545 tonn, Jón Kjartans- son 2.511 tonn og Þórður Jónas- son EA 2.414 tonn. Tölur þessar eru sam- kvæmt upplýsingum, sem Fiski- félag íslands hefur fengið og hér á eftir fer yfirlit þess um veið- arnar s.l. viku: Sláttur víðast hvar Horfur um sprettu að hefjast misjafnar SLÁTTUR er nú um það bil að hefjast víðast hvar á landinu. Yfirleitt hefur spretta verið fremur sein, en rætzt hefur úr, er á leið júnímánuð. Til þess að fá fregnir af slætti og horfum í þeim efnum hefur Mbl. átt sam- band við nokkra fréttaritara sína úti á landi. í Kjós eru nokkrir bændur byrjaðir að slá, að því, er Steini Guðmundsson á Valdastöðum tjáir blaðinu, og eru horfur á sprettu góðar, en þó nokkuð ber á skemmdum í túni. í Miklaholtshreppi í Snæfells- nesi eru að sögn Páls Pálssonar á Borg nokkrir bændur byrjaðir að slá, en þó í litlurn mæli. Hann kvað grassprettu ákaflega mis- jafna og sums staðar með versta móti. í>ar sem raklönd eru kvað 2. deild í KVÖLD fer fram leikur í 2. deild á Melavellinum kl. 8.30. Mætast þá Víkingar og Haukar. hann nokkuð bera á kali. Þórður Jónsson á Látrum í Rauðasandshreppi í Barða- strandarsýslu segir, að sláttur sé hafinn á einstaka bæjum þar í sveitum, og lítur heldur vel út með grasvöxt. Landið þar vestra er töluvert sendið og þurrlent, en í vor var mikill -raki í jörðu, auk þess sem mikið rigndi um hvítasunnuna, svo að útlit um grassprettu er gott. Kvað hann slátt_ almennt hefjast um næstu helgi. A sjösofandanum var veður gott, þurrt og stillt, svo að það spáir góðu um veður fram til höfuðdags, en Þórður kvað menn taka mikið mark á, að ef gott veður væri á fyrst- nefndum degi héldist það fram til höfuðdags.. Hann kváð ferða- mannastraum á Látrabjarg nú vera að hefjast, enda ekki fyrr, sem Þingmannaheiðin telst al- mennilega opin. í Miðfirði segir Benedikt Guð- mundsson á Staðarbakka, að sláttqr sé hafinn á nokkrum bæjum, en ekki sé það almennt þar um sveitir. Nokkrir bændur hafi byrjað fyrir helgi og aðrir séu um það bil að hefja slátt. Tún eru sums staðar slæm og sæmileg, þar sem ekki var beitt í vor. Sprettu kvað hann sæmi- lega eftir ástæðum, en þó bæri sums staðar á kali í túnum. Nú munu bændur nyrðra hefja rún- ingu sauðfjár á næstunni, og kvað Benedikt verða ódrjúgt með slátt á meðan. Björn Jónsson, Bæ, Höfða- Framh. á bls. 2 Síldveiðiflotdnn hélt sig aðal- lega 100 til 150 sjómílur ASA af Dalatanga. > Veiðiveður var ágætt flesta dagana, en afli í lakara lagi. Um síidarsöltun vikunnar sem leið er ekki vitað með vissu og er hún því ekki með í þessu yfirliti. Annar afli sem barst á land í vikunni nam 28.049 tonn- um og fór allur í bræðslu. í aflaskýrslu síðustu viku vantaði 291 tonn sem fór í bræðslu-á Seyðisfirði og 47 tonn á Breiðdalsvík. Heildarmagn komið á land á miðnætti s.l. laugardag var 123.64í tonn og skiptist þannig: Framhald á bls. 3 Drengurinn var þegar fluttur í sjúkrahúsið hér, en síðar um kvöldið var hann sendur með flugvél ttt Reykjavíkur og lagður inn í sjúkrahús þar. — Sv. P. 2 daga verk- fall mjólkur- fræðinga MJÓLKURFRÆÐINGAR hafa boðað tveggja daga verkfall 12. og 13. júli n.k. hjá Mjólkursam- sölunni í Reykjavík og Mjólkur- búi Flóamanna. Kjaradeila mjólk urfræðinga er í höndum sátta- semjara. 56 hákarlar og 83000 tunmir síldar Vopnafirði, 4. júlí. HÁKARLAVEIÐI hefur verið stunduð héðan af f jórum, stund- um fimm útgerðum í vor. Alls hafa veiðzt 56 hákarlar, svo til allir fullorðnir. Áætlað verð fyrir hvern hákarl er 10—12 þúsund krónur stykkið. Verksmiðjan hefur tekið á móti 83000 tunnum síldar. Sölt- un er ekki hafin, en stöðvarnar tilbúnar. Saltskip er hér að losa í dag, en tómtunnur eru að mestu ókomnar enn. — Ragnar. Samningar á Austurlandi AÐFARANÓTT sunnudags tók- ust kjarasamningar miili atvinnu rekenda og fulltrúa 10 verka- lýðsfélaga á Austurlandi um kjarasamndnga, sem í öllum meg inatriðum eru byggðir að samn- ingum þeim er verkalýðsfélögin á Norðurlandi gerðu fyrir nokkru en aðalatriði þeirra er 3,5% grunnkaupshækkun. Sam- þykki félagsfunda var áskilið og verða þeir væntanlega haldnir næstu daga. Eins og Mbl. skýrði frá s.l. sunnudag voru nýir kjara samningar gerðir á Norðfirði s.l. laugardag. Ekki er blaðinu enn kunnugt um efni þeirra en þar mun vera um að ræða auk grunn kaupshækkunar, aldurshækkanir og taxtatilfærslur. Skemmdarvorgar velta bíl út af Þrengslavegi UM eittleytið í fyrrinótt ók maður suður á Þrengslavegi en er hann átti skammt eftir að vegamótunum í Svínahrauni sprakk hjólbarði á bíl hans, sem er af gerðinni NSU Prinz. Þar sem maðurinn hafði ekki varahjólbarða varð hann að skidja bíl sinn eftir á vegarbrún- inni. í gærdag, er maðurinn ætlaði að sækja bílinn, kom í ljós að búið var að velta bílnum út fyrir veginn og hafði hann far- ið a.m.k. eina veltu. Bíllinn er mjög mikið skemmd ur og h&fur eigandinn orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. Það eru tilmæli rannsóknar- lögreglunnar í Reykjavík, að veg farendur eða aðrir, sem vita um atburð þennan, gefi sig fram hið fyrsta, svo unnt verði að hafa upp á þeim, sem þarna svöd- uðu skemmdarfýsn sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.