Morgunblaðið - 20.07.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.07.1966, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. júlí 1966 t — ÞÚ er nú ekki í vandræðum með það, þetta var svoddan öðl- ingur, var sagt við mig af manni, sem vissi a'ð ég ætlaði að rita eftir Eggert Guðmundsson. Séra Þorsteinn Björnsson segir að til sín hafi verið hringt og viðhöfð þau ummæli, að það gilti einu hversu mikið gott hann segði um hinn látna, það yrði aldrei of gott. Þannig lofa allir sem þekktu ágæti þessa manns. Hér er því ekki eftir venjuleg- an mann að mæla og hér fer sem oftast að verkið verður að rétt- lætast af tjlganginum. Þegar hinn hávaðasami sam- ferðamaður deyr verður snögg þögn, sem oft bætist okkur upp með nýjum hávaða annarra, en þegar hinn kyrrláti persónuleiki hverfur, sem htfur haft áhrif á lif okkar án þess við gerðum okkur grein fyrir því, þá verður eftir eyða í sjálft andrúmsloft okkar og þessi eyða fyllist ekki af nýju lofti Strax og maðurinn kemst á miðjan aldur, byrjar heimurinn að deyja í kringum hann og hann sjálfur með honum. Einn daginn hrökkvum við upp og finnum að við erum orðin ein á ferli; lifandi lík í dauðum heimi. Þeir eru allir dánir, sem við gátum skipt skoðunum við og deilt geði og minningum með. Minningargrein er því oft frem ur um þann sem lifir en hinn sem deyr og í bezta lagi hvort- tveggja. Það myndi margur segja, að verkamaður, sem lítið hefur haft umleikis sé ekki söguefni, það vanti afrekin og hin ytri teikn, sem gera sögu. Það er rétt, að okkur verður sá tíðara söguefni, sem ryðst um og veltir björg- um, stundum úr vegi, stundum ofan á aðra, heldur en hinn, sem hleður haglegsn garð úr ævi sinni, veltir fyrir sér hverjum steini, vandar st jnguna á hverri snyddu og hefui gát á hverju sínu handtaki. Okkur verður star sýnt á kraftinn sem allt lætur undan hjá þeirn fyrri, en sézt yfir alúðina, vandvirknina og hina sívakandi hugsun sem garð hleðslan ber vitni um, hjá þeim síðari. Ævi Eggerts Guðmundssonar var staksteina og stórmerkja- laus, en hann ræktaði garðinn sinn þeim mun betur og vand- aði alla hleðsluna umhverfis hann. Hans líkar hafa ekki ein- asta gildi sem almennt vitni um mannlegt ágæti, heldur eru þeir sjálf réttlæting okkar hér á fs- landi fyrir bví að halda hér uppi sjálfstæðri þjóðmenningu og þjóðfélagi. Hinn látni er bannig tvíþætt greinarefni eða þó fremur bókar efni, að öðru leytinu fyrir hina trúu og ævilöngu varðstöðu að sinum hlut fyrir íslenzkri þjóð- legri menningu, en a ðhinu leyt inu vegna almenns og eftir- breytnisverðs manngildis. Ég kynntist heimili hans á styrjaldarárunum síðari, þegar umrótið var sem mest í þjóðlífi okkar og ýmsir tíndust fyrir björg og gengu í hendur trölla eða átu flotkökur á krossgötum og hafa margir ekki enn náð átt unum né fund>ð sjálfan sig og borin von að þeir geri það nokk urn tímann. En þessi féllibylur gekk spor- laust yfir heimili Eggerts Guð- mundssonar og Sigurrósar. Hans jsáust engin merki í tali né lífs- háttum hjónanna né heldur barna þeirra. Viðkynningin við þetta rót- íslenzka verkamanns heimili á þessum árum styrkti mig í þeirri trú, áð þó margir kunni að fær- ast í reikuð, þá sé þjóð vor ekki í hættu af þeím erlendu ítök- bm né áhrífum, sem hér kann »ð ;gæta í mismunandi rikum mæli á hinum ýmsu tímum. ís- lenzk þjóðmenning er ekki eins laus á kostunum og margir eink- um yngri menn gjarnan halda. Mörgum verður starsýnt á breyt- inguna í hinum ytri þjóðarhátt- um og draga af henni rangar á- lyktanir. Eggert Guðmundsson var mjög mótfallinn hersetu erlendra manna hér í landi, þó að aldrei heyrði ég hann hafa uppi stór orð I þessu efni fremur en öðr- um og kaila þá glæpamenn og óþokka, sem aðra skoðun hefðu en hann á þessu. Þó var hon- um þetta viðkvæmara en flest annað í þjóðmálum okkar. Bæði á bernskuheimili Eggerts og hans eigin og konu hans, var all;t lesið sem hönd á festi, og þá var þröngt í búi, ef ekki voru keyptar bækur. Mest voru áð sjálfsögðu lesnir sígildir höf- undar, en Eggert var óvenjulegur að því leyti að hann fylgdist til síðustu stundar með yngri höf- undum og reyndi að gera sér grein fyrir hæfileikum þeirra og og getu. Hann las ljóð með börn um sínum og ræddi við þau um skáldskap og bókmenntir og reyndi að glæða áhuga þeirra fyrir því sem þjóðlegt var og íslenzkt og tókst það, sem fyrr er sagt. Það er ekki sagt til hnjóðs dugnaðar- og umsvifamönnum dagsins, þó að fullyrt sé, að menningar okkar sé .þetur gætt á heimili eins og Ásvallagötu 53 í verkamannabústöðunum heldur en í mörgu glæsihúsinu. Þessi skoðun er ekki sprottin af neinni alþý’ðurómantík, heldur er það staðreynd, að gáfaðir verka- meenn, gefa séríslenzkum efn- um miklu meiri gaum en ýmsir þeir sem mikil umsvif hafa í framkvæmdum. Það er vandi að gæta allra hluta, og oft vill eitt missas't, þegar annað vinnst. Það er dýr bíll og dýrt hús, ef menn láta fyrir það sálu sína, þó að verðið sé óneitanlega mismun- andi. Það vekur okkur honum ör- yggi, að einn skuli til fólk á ís- landi, sem fer ekki svo úr öllum ham við öflun timanlegra verð- mæta, að það gefi sér ekki tíma til að rækta garðinn sinn. Á Ásvallagötu 53 voru lesn ar bækur, rifjúð upp ljóð, sungn ir söngvar og þjóðleg fræði og skáld þjóðarinnar umræðuefn.ð ef gest bar að garði. Eggert var svo vel að sér um almenn efni, þrátt fyrir lítinn skólalærdóm, að barnabömin gátu leitað til afa síns, ef þau þurftu hjálpar með í glímunni við landsprófið. Hann var ætt- fróður og sögufróður, þó að þess gætti minna í tali en efni stæ’ðu til vegna þess, hve fátalaður hann var og ósýnt um að hafa vitneskju sína á orði nema bein línis væri spurt. Söngelskur var hann og fyrr á árum lék hann stund á kvöldi á lítið orgel, sem hann áttti. Rétt er að dreþa lítið eitt á þjóðmálastefnu Eggerts og verka lýðspólitík af því að hún varpar nokkru Ijósi á afstöðu verka- manna af hans kynslóð til þjóð- félagsins. Það er farið að bera á því, að einkum yngra fólk geri sér ekki ljóst að tortryggni verkamanna sem mörgum finnst óeðlilega í vinnudeilum á sér djúpar rætur. Eggert lifði þá tíma að halda á eyrina snemma morguns og bíða þar oft daglangt án þess að handtak félli til fyrir hann að gera og heima biðu konan og börnin og áttu þá hugsun eina: Skyldi hann hafa fengið vinnu í dag? Reynsla þessara kreppuára færði þeim mönnum, sem kenndu hennar á sjálfum sér, heim sann- inn um það, að jafhvel þó að vinveitt Stjórn sitji á stóli, þá bjargar hver sjálfum sér, þegar óáran er í landinu. Þeir telja það borna von, að þetta skeði aldrei aftur og taka með varúð fullyrð- ingum í því efni Skoðun Eggerts og fleiri af hans kynslóð, þar á meðal flestra forystumanna verkalýðsins enn- þá, er grundvölluð á þessari bitru reynslu, og er því sú, að það bjargi engin verkamanninum nema verkama’ðurinn sjálfur og verkamenn verði sameinaðir að sækja rétt sinn í hendur þjóðfé- lagsins. Þannig búum við enn að tortryggni kreppuáranna í verka lýðsmálum, þó að fólk geri sér það almennt ekki ljóst. Það varpar nokkru ljósi á vin minn, að aldrei heyrði ég heipt- arorð úr hans munni í garð at- vinnurekenda jafnvel ekki í harð vítugustu vinnudeilum og var honum þó oft mikið í hug, þar undir því, hvernig tiltækist. Eggert var þannig fyrst cg fremst stéttvís verkamaður og Dagsbrúnarmaður af lifi og sál, en í þjóðmálum almennt var hann jafnáðarmaður, þó að hann hnikaði sér til með Héðni Valdi- marssyni. Yfirleitt lagði hann lít- ið til þjóðmála og var ekki flokks bundinn. Bæði blöðin ' voru keypt á heimilinu, Morgunblaðið og Þjóðviljinn, og var kallað að frúin héldi það fyrra en hús- ■bóndinn hitt, og varð oft að spaugi, því að það vildi bera við, áð þessum ágætu blöðum bæri ekki alveg saman í frásögninni. Eggert hélt alla tíð bamatrú sinni og samræmdi hana og eðlis- læga mannúð sína jafnaðarstefnu sinni og verkalýðspólitík og á hverju sem gekk, það vissi ég manna bezt, því að við höfðum öndverðar skoðanir — hélt hann sér við skoðun Stephans G., „að hata til eilífðar málstað eins manns, en manninum sjálfum þó bjarga“. Þá er komið að þeim þættin- um, sem gerði Eggert mér hug- stæ’ðastan en það var lundarfar hans og dagfar. Ég sá hann aldrei skipta skapi og þekkti ég hann þó um þrjátíu ára bil og kom oft á heimili hans og undir ýmsum kringumstæðum. Þetta er þeim mun undarlegra að maðurinn var að eðlisfari skapríkur. Það má einnig hafa til marks um still- ingu hans, að dóttir þeirra hjóna segist aðeins einu sinni hafa séð þykkjusvip á föður sírvum, þegar þeim hjónum bar eitthvað á milli. Ekki hafði hann samt orð um, en henni varð svo mikið um, telpunni, þá fimmtán ára gam- alli, að hún grét sig í svefn um kvöldið. Svo að ekki voru nú stórorusturnar á því heimili, og er þó frænka min örgerð eins og hún á kyn til, þó áð hún að ýmsu leyti væri ekki síðri að mann- kostum en maður hennar. Persónulega kann ég það dæmi ljósast um lundarfar þessa látna manns, að ég sótti hann heim eins og áður segir um ára- bil og voru skoðanir mínar eftir því sem kaupin gerðust á eyrinni, sem auðvitað var ekki að skapi jafrtstefnufasts manns, en í engu haggaði þetta Vináttu hans í ininn garð né heldur konu hans, Epgert Guðmundsson Mínningurorð og tóku þau mér aMtaf af sömu 'lj úfmennsk unni, hvernig sém ég stakkst á endum í lífshátfcum og skoðunum. Þarna var allt af friðísæll blett- ur fyrir mig og mina og reyndar miklu fleiri. Skarkali heimsins lokáðist úti um leið og hurð féM að stöfum að baki manns á Ás- vaMagötu 53. Aldrei kom ég svo á þetta heimili, að þau hjónin væru ekki til í að taka spaugi, hann á sinn hljóðláta hátt, hún eilítið fyrir- ferðarmeiri. Hann beið jafnan ró- •legur meðan gestir töiluðu og þeg ar frænka mín kvað fast að orði brosti hann kankvís og sagði: — Hún frænka þín er ekki í vand- ræðum með að koma orðum að því sem hún meinar. Aldrei uiðu gestir varir við áhyggjur á þessum bæ og steðj- aði þó margt áhyggjuefnið að, sem valdið hefði í öðrum stöðum gráti, bæði sjúkdómar og fjár- 'hagBáhyggjur. Eggert var ekki aðeins ramm- íslenzkur að aMri gerð og hugs- un heldur einnig í útliti. Hann hafði al-íslenzkt andlit. Andlits- falMð var fremur óreglulegt en karimannlegt og þó að svipurinn væri mildur leyndi sér ekki, einkum á munnsvipnum og hök- unni, að maðurinn var skapmik- iM og reiðubúinn að bjó’ða heim- inum byrginn heldur en láta hlut sinn, ef honiun fyndist máli skipta. Það voru samt augun, sem mesta athygli vöktu í yfirbragði mannsins. Þau voru framan af ævi dökkblá en lýstust með aldr- inum og voru lengst af mild og gráblá, einstaklega undirhyggju- laus og ætíð eins og nokkur spum í þeim og sérlega lifandi, eins og jafnan hjá þeim mönn- um sem fátalaðir eru og sýna oft fremur með svipbrigðum símun en orðum, hvað þeim býr í hug. Það var skammt á glettnina í augunum og oft lifði þar glettnis- glampi, þó að bros léki ekki um varirnar. Hann las fólk eins og aðrir menn bók og fann manna fyrst, hvað náunganum leið þó að hann ekki spyrði. Almennur góðleiki og mannúð í skoðunum og hegðan var megin eiginleiki hins látna, eins og hér hefur verið reynt að lýsa. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar” gæti því verið grafskrift hans — og við, sem þekktum ósk og eðli hans, og erum nú að kveðja vininn dáinn, göngum hægt frá grafreit þessa manns, og gætum þess að bæla ekki stráin. Æviatriði Eggert Guðmundsson fæddist að Haukatungu í Kolbeinsstaða- hreppi 14. apríl 1895, en dó að morgni þess 12. júlí 1966. For- eldrar hans voru hjónin Pálína Matthildur Sigurðardóttir og Gúðmundur Tómas Eggertsson, sem bjuggu þá í Haukatungu en síðar í Tröð í sama hreppi og voru kennd við þann bæ og þóttu mikil merkishjón á sinni tíð og eru ættir þeirra beggja hinar merkustu og hefur Eggertsnafnið haldizt í föðurætt Eggerts um margar kynslóðir og margir merkismenn borið það. Það staf- ar frá Eggerti Eggertssyni, öðluð- um manni í Víkinni í Noregi á seinni hluta 16. aldar, og barst > hingað til lands með syni hans, j Hannesi hirðstjóra, og fyrsti i maður Mrlendis með þvi nafni | í þessari ætt hefur þá verið I Eggert Hannesson riddari og lög- máður. Enn finnast miklir bú- forkar af þessu kyni, því að Eggert Kristjánsson, stórkaup- maður, ber þetta sama nafn. Systkini átti Eggert þrjú (og var hann þeirra næst elztur), Sigurð Guðmundsson, sem starf- ar nú hjá Olíufélaginu og er hann elztur systkinanna. Hann er þekktur maður af félagsmála- starfsemi ýmissi. Þá er Valgerð- ur kennari við Austurbæjar- barnaskólann, og yngstur er (Ól- afur) Gísli, sem lengst var toll- þjónn, síðar starfsmaður hjá bandaríska sendiráðinu en starf- ar nú við kennslu og ferðamál, og er hann þjóðkunnur maður. Eggert Guðmundsson kynntist konu sinni, Sigurrósu, í æsku i heimasveit þeirra og var mikill „einnrar konu maður” aUa tíð. Hann gekk í Hvítárbakkaskóla á árunum 1912 tH 1914. Lagði stund á orgelleik hjá Hallgrími Þor- steinssyni og úr eigu þessa kenn- ara hans mun orgel það vera, sem Eggerti fylgdi alla tíð og er þáð því orðinn kjörgripur. Eggert veiktist hastarlega af brjósthimnubólgu í æsku, og bar aldrei sitt barr eftir það hvað líkamlega heilsu snerti. Hann var alla tíð brjóstveill og /ar þessi veila að lokum orsök hina skyndilega fráfal'ls hans. Þau hjónin giftust 8. október 1921 og bjuggu fyrsta hjúskapar- árið á Framnesvegi 36 og þar fæddist þeim dóttir, Pálína, sem gift var Arnóri Björnssyni, sem nú er látinn. Foreldrar Eggerts höfðu flutzt til bæjarins 1920 til sonar síns Sigurðar, sem bjó á Freyjugötu 10, og þangað fluttu þau ári síðar Sigurrós og Eggert og bjuggu þessar fjölskyldur þröngt, þeir Sigurður og Eggert bjuggu á sömu hæðinni og hafði annar eitt herbergi og aðgang að eldhúsi fyrir sína fjölskyldu, en hinn tvö herbergi og aðgang að eldhúsinu, og þannig bjuggu þessar fjöl- skyldur saman um þrettán ára skeið og má af því marka skap- lyndi fólksins. Og herjuðu þó bæði sjúkdómar og atvinnuleysL Á Freyjugötunni fæddist þeim hjónum sonurinn Jónas, sem er þekktur bóksali hér í bæ, eins og reyndar þau systkini bæ’ði. Jónas er kvæntur Ólöfu Magnús- dóttur, konu af vestfirzkum ætt- um. Árið 1935 fluttist Eggert í þá ibúð, sem hann yfirgaf ekki fyrr en dauðvona, Ásvallagötu 53, og eru það kallaðir verkamannabú- staðir og þóttu mikið byggingar- átak á sinni tíð. Eggert stundaði öll árin hér I Reykjavík vinnu við Reykjavík- urhöfn og var starfsmaður bæj- arins. Eggert var félagslyndur maður þrátt fyrir fáskiptni sina og hlédrægni í dagfari og var ungmennafélági heima í sveit- inni, en hér var hann Dagsbrún- armaður og félagi £ söngfélaginu Braga. Eftirlifandi kona Eggerts er Sigurrós Jónasdóttir, af húnversk um og hnappdælskum ættum, og er hún árinu yngri en bóndi hennar. Ásgeir Jakobsson. Heimsókn ungra tónlistarmanna þökkuð UNDANFARNA daga hafa orlofs konur úr Reykjavík dvalizt að Laugagerðisskóla á Snæfeilsnesi í góðu yfirlæti. Fimmtudaginn 7, júlí komu ó- vænt í heimsókn góðir gestir á vegum Magnúsar Sigurðssonar, skólastjóra. Voru það tveir ungir drengir frá Vestmannaeyjum, Arnþór og Gísli Helgasynir. — Léku þeir fyrir orlofskonur og aðra gesti úr sveitinni í hátíðasal skólans á rafmagnsorgel og blokk flautu af undraverðri leikni, lög eftir sjálfa sig og aðra. Vart trú- um við því, að áheyrendur hafi ekki verið djúpt snortnir, bæði af þrekraun þeirri, sem þeir leystu með hljómleikum sínum og því hugarfari, sem að baki þeim býr, en þeir ferðast um landið til áð safna í sjóð fyrir munaðarlaus börn og afvega- leidda unglinga. Þetta er fagurt fordæmi, sem vekur okkur til meðvitundar um skyldur okkar við meðbræður okkar og systur. Slík fordæmi sem þetta hafa ávaMt lyft Grettistaki, öðrum til blessunar.: Við viljum færa Magnúsi og þeim bræðrum kærar þakkir fyr- ir komuna og hvetjum sem flesta tU að sækja samkomur þeirra. (Frá orlofskonum í Laug- argerðisskóla ).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.