Morgunblaðið - 20.07.1966, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 20 júlí 1966
Hreindýraveiðar
óheimilar í ár
Menntamálaráðuneytið hefur
ein* ©g að undanfömu látið fara -
fram talningu á hreindýrahjörð- (
inni á Austurlandi. Fóru þeir [
Ágúst Böðvarsson, forstöðumað-
ur Landmælinganna og Björn
Pálsson, flugmaður, í flugvél yfir
allt hálendið sunnan frá Lóni til
Smjörvatnsheiðar og að Möðru-
daisfjallgarði. Voru teknar ljós-
myndir af hreindýrahópunum og
síðan talið eftir myndunum.
Keyndust fullorðin hreindýr vera
1896 og 494 kálfar eða samtals
2.390 dýr eða 112 hreindýrum
fleira en þegar talning fór fram
í fyrra.
Ráðuneytið telur ekki ástæðu
til að leyfa hreindýraveiðar á
þessu ári og hefur í dag gefið út
auglýsingu um það. Þó verða
væntanlega veitt leyfi til að
veiða nokkur dýr til þess að
halda áfram vísindalegum rann-
sóknum á heiibrigði hreindýra-
stofnsins, sem Guðmundur Gísla-
son læknir að Keldum hefur unn
ið að undanfarin ár að beiðni
ráðuneytisins.
I fyrra voru ekki heimilaðar
hreindýraveiðar en þar áður
hafði verið leyft að veiða allt að
600 hreindýr árlega á tímaibilinu
frá 7. ágúst til 20. sept-
ember. En samkvæmt skýrsl-
um hreindýraeftirlitsmannsins,
Egils Gunnarssonar á Egilsstöð-
um í Fljótsdal, sem annast eftir-
lit með hreindýraveiðunum,
hafði tala þeirra dýra, sem
veiddust verið sem hér segir:
Árið 1959 484 hreindýr, árið 1960
384, árið 1961 268, árið 1962 285,
árið 1963 338, og árið 1964 300.
Rannsóknum Guðmundar Gísla
sonar læknis á heilbrigði hrein-
dýrastofnsins er ekki svo langt
komið, að hann hafi gert um þær
heildarskýrslu.
(Frá menntamálaráðuneytinu).
99Þar sem vinir mætasf9 þar er bezf að vera44
Stefán íslandi kominn heim eftir 38 ára útivist
þeirra íslenzku söngvara,
sem mesta írægð hefur
hlotið erlendis, auk þess
sem söngur hans hefur
ætíð lifað í hjörtum íslend-
inga, þar sem við höfum
öðru hverju fengið að
heyra hann af hljómplöt-
um.
Það eru liðin þrjú ár síð-
an Stefán söng síðast á
óperusviði, en það var í
óperunni Don Carlos. Síð-
an hefur Stefán verið kenn
ari við Konunglega leik-
húsið í Kaupmannahöfn
allt þar til nú, en hann
kom til landsins fyrir rétt-
um 20 dögum.
„Nei, ég hef ekki í
hyggju að halda tónleika
hér heima, eða í svipinn
hef ég að minnsta kosti
ekki áhuga á því. Ég hef
verið ráðinn við Tónlistar-
skólann í Reykjavík, þar
sem ég mun kenna söng“,
segir Stefán ennfremur.
„Ég veit ennþá ekkert um
það, hvernig mér muni
farnast þar, en hitt er víst,
að hér eru til góðir söng-
kraftar, sem með góðri
músíkþjálfun, ættu að
verða frambærilegir hvar
sem er“.
„ÉG veit það ekki ennþá,
hvernig er að vera kominn
heim aftur, en þó efast ég
ekkert um að mér muni
líða vel. Hér þykir öllum
vænt um okkur og eru okk
ur góð, og þar sem vinir
mætast, þar er ávallt bezt
að vera“.
Það er Stefán íslandi,
sem mælir þessi orð, en
hann er nú alkominn heim
ásamt fjölskyldu sinni eft-
ir 38 ára útivist. Hann fór
þá út til Ítalíu til náms, og
hefur síðan sungið í óper-
um víða um Evrópu. Þó
hefur hann lengst dvalið í
Danmörku, þar sem hann
söng við Konunglegu óper-
una um nær 30 ára skeið.
Er Stefán án efa einn
Stefán íslandi ásamt konu sinni, Kristjönu Sigurðardóttur. (Ljosm. Mbl.: Sv. Þ.)
Reykjaborg nær góðum ár-
angri með ísun á söltunarsíld
það kleift, að koma
ísnum í lestina án mikillar fyr-
Seyðisfjörður, 19. júlí.
1 FyRBINÓTT komu tvö
skip með söltunarsíld til Seyð-
isfjarðar, Reykjaborg með 80
tonn og Arnar með 110 tonn
tlr Reykjaborg söltuðust 358
tunnur uppsaltaðar, en úr Am-
ari ekki nema 275 tunnur. Síid-
in úr báðum bátunum var stór
og falleg en langt að komin.
Elzta síldin mun hafa verið um
40 tíma gömul, er hún var sölt-
uð. Báðir bátarnir lönduðu með
krabba og skemmdist því svipað
magn af síld hjá báðum við
löndun. Það sem gerir þennan
mikla mun á nýtingu er vafa-
lítið að síldin úr Reykjaborgu
var ísuð en ekki síldin úr Am-
ari.
Glöggir menn hafa lengi tal-
ið að hægt væri að flytja síld til
Stjórnskipuleg-
ur neyðar/éttur
— sérprentun d erindi
dr. Bjarna Benediktss.
ÚT er komin á vegum „Uni-
versitetsforlaget" sérprentun úr
norræna lagatíamritinu „Tids-
skrift for Rettsvitenskap“ á er-
indi, sem dr. Bjarni Benedikts-
son, forsætisráðherra flutti á
móti norrænna laganema og
lögfræðinga sem haldið var í
Reykjavík 1964. Fjallar erindið
um stjórriskipulegan neyðarrétt
og var birt í tímaritinu nú í ár.
söltunar mun lengri leið, ef hún
væri ísuð, en þegar hún er ó-
kæld. Erfiðleikarnir hafa legið í
því, að litlir eða engir ísklef-
ar eru í bátunum, en sérstak-
lega hefur gengið illa að kasta
ísnum í síldina um leið og hún
er háfuð. í Reykjaborg er síldar
dæla, sem dælir síldinni úr nót-
inni. Frá henni er renna, sem
flytur síldina ofan í lest. Fram-
undir hvalbak er ísvél og undir
henni er 20 tonna vel einangrað-
ur ísklefi og í honum eru tveir
blásarar er halda allt að 25
gráðu frosti. í einu horni klef-
ans er amerískur ísblásari, sem
blæs skelís fram í lest; Sam-
hliða síldarrennunni er ísrenna
og blandast þannig ísinn í síld-
ia jafnóðum og henni er dælt
um borð. Þessi ísblásari gerir
irhafnar, þar sem aðeins einn
mann þarf til að moka ísum
í blásarann.
Sl. vetur seldi Reykjaborg ís-
aða síld í Þýzkalandi, sem lík-
aði mjög vel, enda seldist hún
fyrir hátt verð,
Sveinn G.
Beirut, 19- júlí — AP
RÍKISSTJÓRN Baathsósíalista-
flokksins í Sýrlandi hefur látið
handtaka 150 hægri sinnaða
stjórnmálamenn og eru nokkrir
fyrrverandi ráðherrar á meðal
þeirra. Skýðu dagblöð í Beirut,
höfuðborg Líbanons frá þessu í
dag. Ekki voru færðar neinar
ástæður fyrir handtökunum.
í gær var SV átt hér á Austfjörðum og auk þess á
landi. Skúrir voru um mest- austanverðu N-landi. Stillt,
an hluta landsins en bjart- bjart og hlýtt veður var á
viðri var á NA- landi og Norðurlöndum.
Gemini 10 fjær
jérðu en önnur
inonnuð geimför
Cape Kennedy.
19. jú!í. — NTB-AP:
GEIMFARARNIR John Yoúng
og Miehael Collins héldn í dag
áfram ferðalagi sínu umhverfis
jörðu í geimfarinu Gemini 10.
Komuzt þeir f jær jörðu en nokk
urt mannað geimfar hefur gert
itl þessa eða í 763 km. hæð. —
Hins vegar er gert ráð fyrir, að
skortur á eldsneyti muni komi í
veg fyrir að þeir geti framkvæmt
allar þær tilraunir með geim-
fari sínu, sem upphaflega voru
áformaðar.
Geimfararnir eyddu alltof
miklu eldsneyti við það að elta
uppi Agenaeldflaug þá, sem skot
ið var upp 1 klst. og 40 mín. eft
ir að geimförunum sjálfum var
skotið upp frá Kennedyhöfða.
Var talið m.a að Collins yrði
af þessari ástæðu að hætta við
að fara út úr geimfarinu og taka
sér klukkustundar gönguferð í
geimnum tii þess að ljósmynda.
Seint í kvöld var tilkynnt, að
hann hefði stigið til hálfs út úr
geimfarinu og væri byrjaður að
taka myndir. Átti hann að taka
myndir af stjörnum, skýjamynd
unum, sj óndeildarhringnum, sem
og jörðunni. Hins vegar var þá
ekki ráðgert að hann yfirgæfi
geimfarið. Er þetta gerðist voru
þeir félagar staddir yfir Atlants
hafi í 386 km. hæð.
Tokyo, 19. júlí — AP
UTANRÍKISRÁÐUNEYTI Jap-
ans tilkynnti í dag, að það hefði
lagt bann við innflurtningi á
sykri og járngrýti frá Rhódesíu.
Með þgssari ráðstöfun eru kaup
Japana á vörum frá Ródesíu nær
engin orðin.
Jónas J. Snæ-
björnsson látinn
HINN kunni brúarsmiður og
kennari Jónas J. Snæbjörnsson
er látinn. Hafði Jónas veikzt á
ferðalagi og var fluttur á sjúkra
hús Hvítabandsins, þar sem hann
lézt sl. mánudagskvöld.
Jónas J. Snæbjörnsson var
fæddur 21. marz 1890 í Svefn-
eyjum í Breiðafirði. Hann lauk
sveinsprófi í trésmíðum árið
1912 og var eitt ár við smíða-
og teikninám í Kaupmannahöfn.
Smíða- og teiknikennari var
hann við Menntaskóla Akureyr-
ar frá 1914.
A sumrin var Jónas verkstjóri
við hús, brýr, og vita og smíðaði
m.a. kirkjuna í Flatey á Breiða-
firði 1926. Kunnastur var Jónas
fyrir brúarsmíði sína, en hann
smíðaði margar stærstu brýr
norðanlands, m.a. brúna á Jök-
ulsá í Axarfirði.
Eftirlifandi kona Jónasar er
Herdís Símonardóttir. Börn
þeirra eru Brjánn Jónasson skrif
stofumaður, Valborg Jónasdótt-
ir húsfrú og Snæbjörn Jónas-
son yfirverkfræðingur, hjá Vega
gerð ríkisins.