Morgunblaðið - 22.07.1966, Page 10

Morgunblaðið - 22.07.1966, Page 10
10 MORCU NBLAÐIÐ Fostudagur 22. júlí 1966 UTAN AF LANDI — Á HÉRAÐSMÓTUM SJÁLFSTÆÐISMANNA Tjarnarborg Víðihlíð og Brun Áhorfendur skemmta sér í sp umingakeppni Gunnars og Bessa í Tjarnarborg. HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðis manna voru um síðustu helgi háð í þremur byggð- arlögum á Norður- og Vest- urlandi. Hið fyrsta var hald- ið 15. júlí í félagsheimilinu Tjamaborg Ólafsfirði, ann- að í Víðihlíð V-Húnavatns- sýslu og hið þriðja að Brún í Borgarfirði. Mótin heppnuðust vonum hetur, ekki sízt fyrir tilstilli hinnar mjög sveigjanlegu hljómsveitar Magnúsar Ingi- marssonar með söngvurunum þjóðþekktu Önnu Vilhjálms og Vilhjálmi Vilhjálmssvni. Þá fluttu gamanþætti og efndu til spurningakeppni leikararnir Gunnar Eyjólfs- son og Bessi Bjamason, sem hvarvetna vöktu mikinn fögn uð viðstaddra, en þeir félag- ar hafa á því einstakt lag, að skapa viðeigandi andrúmsloft fyrir skemmtanir sem þess- ar. Milli skemmtiatriða fluttu ræður ráðherrar og grónir Sjálfstæðisbændur. Einnig áttu ungir Sjálfstæðismenn fulltrúa sína meðal ræðu- manna. Drápu ræðumenn á nýjar framkvæmdir í héruö- unurn og ræddu almenn hér- aðsmál og þjóðmál. Hér á eftir verður skýrt frá mót- unum í þeirri röð, sem þau vom háð. Ólafsfjörð'ur — Tjamarborg. Félagsheimiilið Tjamarborg í Ólafsfirði er tiltölulega nýtt af nálinni. >að var vígt 29. jú!í 1®61 og hefur æ síðan, að því er Jakob Ágústsson rafveitu- stjóri og húsvörður í Tjarnar- borg tjáði okkur, verið félags- málefnum og héraðsbúa mikil lyftistöng. Félagsheimilið er hið vandað- asta að utan og innan og um- gengni um húsið héraðsmönn- um til sóma. Mót Sjálfstæðismanna hófst í Tjarnarborg kl. 21 og var að venju tvískipt. Skemmtiatríð- unum skiptu á milli sln Gunn- ar og Bessi með braðfyndna gamanþætti og hljómsveit Magn úsar. Ræður fluttu að þessu sinni Ingólfur Jónsson landbún- aðarmálaráðherra, Magnús Jónsson fjármálaraðherra og Halldór Blöndal erindreki. Mót ið sóttu hátt á þriðja hundrað manns og fór það hið bezta fram og ölvun var nær óþekkt. Kynnir var Jaköb Ágústsson. J>að setti þó sinn svip á hér- aðsmótin um síðustu helgi, að nokkur hluti mótgesta og þá eingöngu eldra fólk hvarf af skemmtuninni er dansleikurinn hófst. Afstaða þessi virðist byggjast á þeim nvisskilningi fólks á hljómsveitinni, að bún leiki einvörðungu hávaðamúsík fyrir yngri kynslóðina, en því fjarri. Hljómsveit Maguúsar Ingimarssonar miðar lagaval »tt við allra smekk, og ef nokk- uð er, þá leikur hún meira af rólegum og fallegum lögum með góðum íslenzkum textom. >á leikur hljómsveitin hripg- dansa, svo allir geti tekið þátt í fjörinu, sem fram að þessu hefur verið mikið og almennt. Mitt í dunandi dansgieði nni náum við tali af fyrrverandi ajósóknara og útgerðarmanni, Jóni Kr. Björnssyni. Jón segir okkur frá glímu sjó- manna á Ólafsfirði við Ægi, lífgjafa Ólafsfirðinga fyrr og nú, og fórust orð á þessa leið: — í>að er kunnara en frá þurii að segja, hve kjör íslenzkra sjó- manna eru ólík því, sem áður var, eða hvernig gamlir útgerð- arhættir hafa vikið fyrir nýrri tækni. Ég hóf sjálfur útgerð árið 1918 við næsta frumstæð skilyrði. Útgerð var þá stund- uð héðan í smáum stil og afl- inn var oft rýr. í þá daga var Ólafsfjörður lítið þorp, fólkið fátækt og bágindi oft mikil. Til allrar hamingju heíur slík breyting orðið á lífskjörum fólks hér, að það nálgast krafta Benedikt Guðmundsson frá Staðarbakka. verk. Þar sem áður voru lítil kot og óhrjáleg eru nú risin ný glæsileg íbúðarhús og vel er séð fyrir öllum þörfum fólks ins. — Sjávarútvegurinn stendur með miklum blóma hér á Ó'afs- firði. Ný skip búin vðnJuðum og fullkomnum veiðitækjum hafa komið í stað smárra fleyta með alls engin tæki til veiða og gjörsamlega bjargarlaus, ef óhapp henti á hafi úti. Það gleð ur mig mjög, 72 ára gamlan mann, sem stundað hefur sjó- inn alla æfi, að sjá glæsileg skip halda á síldveiðar og bera oft mikið úr býtum, en ég var sjálfur á síldveiðum á kreppu- árunum á litlu skipi og hafði þá samflot við tvö önnur lítil skip, eins og þá tíðkaðist gjarna. — Svo vikið sé að dvöl minni á Ólafsfirði, þá gæti ég hvergi hugsað mér að vera annarsstað- ar. Ég flutti einn veíur tii Ak- ureyrar, sem er ágætur staður, en þegar til kom undi ég mér hvergi nema á Ólafsúrði. Kaup- staðurinn okkar er velmegandi í mjög fögru umhverfi. Ég er nú hættur að stunda sjóinn, eins og gefur að skilja, en hef undanfarin 10 ár verið fiski- kaupmaður og salta sjálfur og sel þann afla, sem ég kaupi af trillum. Við þökkum Jóni Kr. Björns- syni fyrir samtalið og höldum út í danssalinn, í leit að ungum Ólafsfirðingi. Við hittum fyrir Friðrik Eggertsson, st-arfsmann Rafveitunnar á Ólafsfirði, þar sem hann er að kaupa sér gos- drykk, Friðrik, sem er þrítug- ur að aldri fellst Súslega á að spjalla við okkur með þeim fyr- irvara, að hann hafi lítinn lima aflögu handa forvitnum blaða- mönnum. — Það er gott að vera búsett- ur á Ólafsfirði, segir Friðrik. — Ég er aðfluttur eins og svo rnarg ir Ólafsfirðingar; ólst upp á Siglufirði, en fluttist hingað, þegar ég kvæntist. Ölafsfjörð- ur er kaupstaður mikilla fram- kvæmda og umsvifa, t d. var nýlega tekinn í notkun nýr veg- ur yfir Ólafsfjarðarmúlann, sem stórbætir allar samgöngur við kaupstaðinn. — Langar þig ekki að flyljast búferlum til Reykjavíkur? — Alls ekki. Reykvíidngar halda, að allar leiðir liggi til iþeirra, en því fjarri. Ég hef dvalizt í höfuðborginni um stund arsakir og get því gert sarnan- burð á félagslífi Norðlendinga og Sunnlendinga, og sú er skoð- un mín, að Norðlingar séu mun félagslyndari og meira samhuga um að skemmta sér. Auk þess er engin ástæða t; ir okkur, að leita til annarra 1; dshluta, 'þegar almenn vehnegun ''g n - <g atvinna er hjá okkur. tek það fram, að allt þetta segi ég án gremju í garð Sunnlendinga. Þeir eru ágætir menn og ég á meðal þeirra marga góða vini. Lengur má Friðrik ekki vera að, að spjalla við okkur. Það stenzt líka á endum: síðasta danslagið hljómar í salnum og fólk byrjar að tygja sig tiil heimferðar. Ef til vill lýsir ekk- ert þessari skemmtun betur en orð aldraðs Ólafsfirðings, sem hann lét falla, er hann átti leið fram hjá miðasölunni: — Þið ættuð að endurtaka þetta fljótlega aftur, piltar. Það eru ekki margar skemmtanir, sem mér hafa líkað jafnvel. Fagnaður i Víffihlíff. Víðihlíð, félagsheimili V-Hún- vetninga, stendur í hinum fagra og búsældarlega Víðidal. Félags heimilið var byggt fyrir nokkr- um árum, og nýlega hefur ver- ið byggt við norður- og suður- enda hússins. Ekki leit vel út með aðsókn framan af mótinu, en þó fór svo að innan skamms þurftu allmarg ir að standa, meðan á skemmtiat riðunum stóð. Ræðumenn kvölds ins voru þeir Ingólfur Jónsson landbúnaðarmálaráðherra, Ósk- ar Levy bóndi og þingmaður og Kári Jónsson frá Sauðárkrók sem mælti fyrir hönd ungra Sjálfstæðismanna. Hinir óborganlegu Gunnar og Bessi ásamt Rasmínu konu Bessa i og syni þeirra Palla komu öll um í sólskinsskap og uppskáru að launum mikinn og innilegan hlátur. Þá efndu þeir félagar til spurningakeppni, þar sem Gunnar var spyrill og Bessi dóm ari. Leystu lþátttakendur, þrír karlmenn og þrjár konur, sem kallaðir voru óforvarandis úr salnum, greiðlega úr næsta erfið uim spurningum. Þá lagði Gunn- ar nokkkrar spurningar fyrir dómarann sjálfan, sem hann glímdi við með misjöfnum ár- angri. Meðan Vilihjálmur Vilihjálms- son söng um hana „litlu særu sína“, náðum við tali af Bene- dikti Guðmundssyni á Staðar- bakka í Miðfirði. — Héraðið okkar er blómlegt sagði Benedikt, — landgæði mik il og ágæt ræktunarskilyrðL Hér eru möguleikar nær óþrjót- andi fyrir dugandi bændur. Á þetta ber þann skugga, að ungt fólk flytzt umvörpum til borg- arinnar eða annarra þeirra staða, þar sem það telur sig komst betur f. Nú skal það játað, að líf bóndans er erfitt og krefst mikils. Á móti kemur það„ að ef vel er unnið er mikið upp- skorið. En mesta vandamálið, sem landbúnaðurinn á við að stríða er tvímælalaust straumur unga fólksins úr sveitunum. Ég er þó bjartsýnn um, að úr þessu rætist. Á það bendir sú stað- reynd, að fólksfjöldi í þeim tveimur hreppum, sem Mið- fjörðurinn nær yfir hefur lítið breytzt á undanförnum árum, þar sem sums staðar haf-i heil- ar sveitir lagzt í auðn. Mér þyk- ir líka líklegt, að til lcngdar fái unga fólkið sig fullsati af borgarlífinu og hugurinn leiti þá á æskuslóðirnar. Þó er þetta ef til vill óskhyggja. — Það er áreiðanlegt, að fólkl líður betur nú á dögum og hef- ur meiri peninga handa á milli en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Nú er ágætt vega- samband komið á við Miðfjörð, sími alls staðar og rafmagn á flesta bæi, nema bæina fremst í Miðfirðinum, en nokkrir :iot- ast við diesel-rafstöðvar. Við höfum fullkomin landbúnaðar- tæki, sem gerir okkur kieift að nýta betur landið, og sem spara bóndanum margj erfiðið. Þrátt fyrir að starf bóndans sé á marg an hátt mikið auðveldara en áður fyrr yfirgefur unga fóik'ð sveitirnar, fólkið sem erfa á '.and ið. Þetta er í mínum augu.m meira vandamál, en smjörfjallið svonefnda, sem nú kvað fara minnkandi. Tíiminn líður óðfluga og brátt er klukkan 2, en þegar til kem- ur er „stemningin“ slík, að þeg- ar Magnús hljómsveitarstjóri til- kynnir, að dansleiknum sé fram lengt um 15 mínútur, ætlar allt um koll að keyra af fagnaðar- látum. Meðan við hressum okk- ur « kaffi í matsal félagsheimil-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.