Morgunblaðið - 22.07.1966, Síða 21
Fostudagur 22. júlí 1966
MORG U N B LAÐIÐ
21
— Vigdís
Framhald af bls. 17.
öl'lum þeim er hana þekktu, tal-
in mikil saemdarkona, stillt og
prúð í dagfari nokkuð hlédræg,
mikil búkona, höfðingi í lund og
hjartagóð.
Börn þeirra Kotvogshjóna
voru sex, er upp komust, en þau
vru þessi:
1. Ketill óðalsbóndi í Kot-
vogi, dáinn 21. júlí 1921, eink-
ar prúður öðlingsmaður.
2. Helga varð prestsfrú á Stað
í Grindavík, mikil atgerfiskona,
traust og trygg, dáin 17. febr.
1942.
3. Eiríkur hreppstjóri á Járn-
gerðarstöðum í Grindavík, dá-
inn 30. okt. 1898, 36 ára., mjög
vinsæll og öllum harmdauði er
hann þekktu.
4. Ólafur stórbóndi og hrepp-'
stjór á Kalmannstjörn í Höfn-
um, dáinn 19. febr. 1947, gáf-
aður og glaður áhugamaður,
5. Vigdís.
6. Vilhjálmur kennari og um
skeið bóndi í Kirkjuvogi, síðar
í Reykjavik, dáinn 10. marz 1959
afburða gáfumaður, viðkvæmur
og hjartahlýr.
Það hafði verið glaður og
gjörfulegur systkinahópurinn í
Kotvogi, er þau voru að alast
upp, gáfur og manndómur var
þeim öllum gefið í ríkum mæli
og vinsældir þeirra hvers og
eins voru því meiri er árin liðu.
Það var eitt sinn eftir afla-
leysis vertíð að hagur ólafs á
Kalmannstjörn stóð svo höllum
fæti, að hann bjóst við að þurfa
að selja jörð og bú. Rak þá um
vorið stóran og mikinn hval á
Kalmannatjarnarfjöru, en reynd
ist svo verðmætur, að lýsið, sem
úr hausnum kom, var eitt nóg
til þess að rétta við efnahag-
inn. Þótti þessi saga um hval
rekann svo góð frétt um Suð-
urnes að allir glöddust, vegna
Ólafs er ég heyrði á þetta minnst
og er þetta til marks um vin-
sældir hans.
Þannig mætti lengi segja sög-
ur um vinsældir þeirra syst-
kinanna um öll Suðurnes, hygg
ég að réttsýni þeirra hafi átt
þar mikinn hlut að. Vigdís Ket-
ilsdóttir var ung að árum er
hún gekk í Kvennaskólann í
Reykjavík, en þá stjórnaði þar
hin hámenntaða kona frú Þóra
Melsted af mikilli röggsemi svo
sem alkunnugt er. Er ekki að
efa að hin gáfaða unga stúlka
hefur kunnað að njóta þess lær-
dóms, er þar var á boðstólum
og hefur á þeim árum tileink-
að sér alla þá menntun sem þar
var að fá.
Hinn 16. maí 1890 giftist Vig-
dís Ólafi kaupmanni Ásbjarn-
arsyni frá Innri-Njarðvík, syni
þeirra Njarðvíkurthjóna Ás-
bjarnar Ólafssonar og konu hans
Ingveldar Jafetsdóttur, gull-
smiðs í Reykjavík, Einarssonar
er bjuggu á ættaróðali Ásbjarn-
ar, höfðu forfeður hans gert
þar garðinn frægan á þriðju öld.
Þau frú Vigdís og Ólafur sett-
ust að í Keflavik, þar sem hann
rak umfangsmikla verzlun um
20 ára skeið.
Ólafur var gáfaður bjartsýnis-
og hugsjónamaður og í flestu á
undan sínum tíma. Var verzlun
hans til mikilla hagsbóta fyrir
Keflavík og nærliggjandi hér-
ar þessar ferðir voru farnar
gangandi. Matur var oft og
nærri ævinlega af skornum
skammti og menn því svangir
er í kaupstað kom og leiðin til
baka þeim mun erfiðari þar sem
þurfti að leggja þungar byrðar
á bak. Það gat því oft ráðið úr-
slitum hvernig ferðin tókst,
hvort menn höfðu þegið beina
í kaupstaðnum. Já, jafnvel ráð-
ið lífi eða dauða, svo tvísýnt
var oft í þessum ferðum, er
illveður geisaði og náttmyrkr-
ið skollið á og fyrir kom að
menn urðu úti í þessum ferð-
um.
Það voru því sannkölluð líknar-
heimili, er tóku á móti gestum
og gangandi úr úthéruðum
Keflavíkur og veittu þeim mat
og drykk. Var heimili þeirra
frú Vigdísar og Ólafs eitt þeirra
og það af beztu gerð.
Frú Vigdís var ágætum gáfum
gædd, með ríka lund og heitt
hjarta, hún var eldfljót að átta
sig á hverju máli og fylgdi því
fast eftir, er hún áleit sann-
ast og réttast.
Á þeim árum er ég þekkti frú
Vigdísi bezt, (en þá vann ég við
verzlun Ólafs Ásbjarnarsonar
manns hennar) vissi ég að hún
las mikið. Hún valdi sér ævin-
lega úrvals bækur, las góðskáld
Norðurlanda á frummáli og
mörg fleirri öndvegis skáld ut-
an úr heimi og var, að ég hygg,
mjög nærri hugsunarhætti
heimsborgarans, en stóð jafn-
framt djúpum rótum í íslenzk-
um jarðvegi.
Ég var hálfvaxin telpa er ég
sá frú Vigdísi fyrst. Hún var
þá ung kona, gift og búsett í
Keflavík, glæsileg, fyrirmann-
leg og góðmannleg, einhver nýr
og ferskur andblær lék um hana
þessa fallegu og vel klæddu
konu, sem kunni svo vel að
orða hugsanir sínar og sagði skoð
un sína afdráttarlaust ef með
þurfti, en glettni á næsta leiti.
Það hygg ég að frú Vigdís
hafi aldrei misst sjónar á sam-
tíð sinni, en hverju sinni tekið
þátt í athöfnum líðandi stundar
og aldrei orðið viðskila við sam-
tíð sína þótt aldurinn yrði svona
hár. Svo frjó og sterk var skap-
gerð hennar.
Þau voru sex börn þeirra frú
Vigdísar og Ólafs kaupmanns og
eru öll búsett í Reykjavík:
Gunnar, Ingveldur, Halldóra,
Unnnur, Ásbjörn og Vilborg.
Marta Valgerður Jónsdóttir.
— Vietnam
Framhald af bls. 1
velstæðir íbúar N-Víetnam eigi
við að búa.
Þá segir fréttastofa N-Vietnam
að bandaríski flugmaðurinn Jam
ey Joseph Connell, einn hinna
föngnu, hafi játað á sig sök á
„margvíslegum glæpum gegn
þjóðinni í N-Víetnam“. Frétta-
stofan segir, að flugvél Connells
hafi verið skotin niður suður af
Hanoi 15. júlí sl.
Fréttastofan hermir einnig í
dag, að níu bandarískar flugvél-*
ar hafi verið skotnar niður yfir
N-Víetnam í gær og hafi þá 1233
bandarískar flugvélar verið
skotnar niður frá því í ágúst 1954.
— Silungapollur
Framh. af bls. 5
— Já, en meira gaman inni.
Og aftur spyrjum við:
Hvað heitir þú?
— Ég heiti Valli, segir
Valentínus Guðmundur.
— Átt þú þetta fallega
hjól?
— Já, amma gaf mér hjólið.
— Hvað þykir þér mest
gaman að gera?
— Mest gaman að fara
heim.
Okkur ,er nú orðið kalt af
að sitja úti á stéttinni, og för-
um við því inn í húsið.
Klukkan er þrjú, það er kaffi-
tími. Við lítil hringlaga borð
í borðstofunni sitja á litlum
stólum, lítil börn. Þau eru að
drekka mjólk og borða krem-
kex með. Við eitt af borðun-
um sitja tvær systur hlið við
hlið. Þær segjast heita Sig-
ríður Dögg og Ingibjörg Dis
og vera 5 og 4 ára,
— Er kremkexið gott?
spyrjum við Sigríði.
— Já.
— Hvað finnst þér bezt?
— Þetta kex hér.
— Hvað finnst þér bezt?
spyrjum við Ingibjörgu.
— „Kók“ er bezt.
Sigtún Opið í kvöld
Dútar leika
DÁTAR nýkomnir úr hliómleikaferðalagi.
í fyrsta skipti í Reykjavík í kvöld —
síðan 17. júní.
Sigtún — Dútar
HEIMDELLINGAR!
HEIMDELLINGAR!
Hvílum okkur á borgarlífinu næstii helgi.
Ferðumst að Hvítárvatni og víðar.
Tilkynnið þátttöku og aflið ykkur upplýsinga
á skrifstofunni; sími 17-100.
HEIMDAlLljlf
\~m
\
Bandariska herstjórnin í Saigon
segir hinsvegar, að þrjár flugvél-
ar hafi verið skotnar niður í dag
og átta flugmenn, sem í þeim
voru, farizt eða verið handtekn-
ir. —
Reyndi að brenna sig lifandi
Fregnir frá Saigon herma
einnig, að ungur Búddamunkur
hafi í dag gert tilraun til þess
að brenna sig til bana á fjölda-
fundi, er hinar ýmsu greinar
Búddatrúarmanna héldu til þess
að reyna að komast að samkomu
lagi um sameiginiega afstöðu
gegn stjórn landsins. Leiðtogi
hinna róttækari Búddatrúar-
manna, munkurinn Thioh Tri
Quang, sem nú hefur fastað í
sex vikur, lét styðja sig til fund
arins, og flutti þar stutt ávarp,
þar sem hann kvaðst ætla að
halda föstunni áfram þar til
stjórn Kys, hershöfðingja væri
farin frá. Thioh Tri Quang er
orðinn mjög máttfarinn og heyrð
ist naumst hvað hann sagði.
Munkurinn, sem reyndi að
brenna sig heitir Tuong Quang og
er 25 ára að aldri, Er hann kom
til fundarins voru föt hans gegn
vætt olíu. Viðstaddir brugðu
skjótt við og slökktu í fötum
hans, er þau fuðruðu upp og
var hann fluttur í sjúkrahús,
þar sem læknar reyndu að
bjarga lífi hans. Maðurinn var
mjög brenndur.
Fjöldafundur í Peking
í fregnum frá Peking segir að
þar sé í undirbúningi geysileg-
ur mótmælafundur gegn stefnu
Bandaríkjamanna í Víetnam. —
Hafa verkamenn unnið að því
í nokkra dag að reisa slagorða-
spjöld á torgi því, er kennt er
við „himneskan frið“, í miðri
borginni. Búizt er við, að um
hundruð þúsund manns taki þátt
í fundi þessum. Útvarpað og
sjónvarpað verðúr frá honum,
að því er áreiðanlegar heim-
ildir herma, en af opinberri
hálfu er ekkert um fund þenn-
an sagt. Talsmaður stjórnarinn-
ar sagði aðspurður í dag, að
hann vissi ekki til þess að neinn
fjöldafundur stæði fyrir dyr-
um.
uð.
Þau hjón fluttu til Reykja-
víkur 1905 og setti Ólafur þar
á stofn verzlun í húsi þeirra við
Grettisgötu 26, þar sem þau áttu
heima æ síðan. Ólafur lézt 9.
febr. 1943 eftir langa vanheilsú. 'j'
Heimili þeirra frú Vigdísar og i
Clafs var eitt þeirra góðu gest- j
risni heimila, sem líkja mætti
að veitingahús, einungis var
þar allur beini gefinn en ekki
seldur. Var því mikil gesta-
koma á því heimili.
Nú á dögum kynnl einhver að
halda að svona risna ihafi verið
óþörf. En svo var ekki. Að
Keflavík lágu mannmörg héruð,
sem þurftu að sækja allar nauð-
synjar sínar til Keflavíkur, eink
um síðari hluta vetrar, er birgð-
ir voru þrotnar frá sumrinu. En
yfir heiðar og hraun var að
fara og vegleysur, engin vega-
spotti var þá lagður og nær all-
JÚMBÓ —k— -
Loks koma þeir að hellunum. Nætur-
svefni Spora er borgið, og hann andar
léttar. Júmbó leggur þó tii að sýna ítr-
ustu varkárni, þvi að verið gæti, að ein-
hver byggi lika i þessum hellum.
Þeir nálgast fyrsta hellinn. Spori hefur
aldrei augum litið svo freistandi helli.
Mikið er hann heimilislegur og þægileg-
ur. Honuni finnst þeir ciga að taka hann
— og það á stundinni.
Þeir ganga inn. Spora virðist hann ekki
siður dásamlegur innan en að utan. Er
Teiknari: J. MORA
nokkur þörf á að fara varlega? En Júmbó
viðhefur meiri gætni . . . honum er nefni-
lega ekki grunlaust um, að einhver búi í
hellinum. Skyldi einhver búa hérna? Og
ef það reynist rétt, þá hver?