Morgunblaðið - 22.07.1966, Blaðsíða 27
Föstudagur 22. júlí 1966
MORCUNBLAÐIÐ
27
4 sundmet í gær
EFNT var til sundmóts í 50 m.
lauginni í Hveragerði í gær-
kveldi, og voru þar mætt til
keppni bæði danska og íslenzka
landsliðið í sundi. Mjög góður
árangur náðist á þessu móti, og
voru sett 3 íslandsmet og eitt
józkt.
Guðmundur Gíslason sigraði í
200 m. flugsundi, synti.á 2.28.0,
sem er nýtt ísl. met. í 200 m. bak
sundi kvenna for Lone Morten-
sen með sigur af hólmi, setti
jóskt met, 2.56.9. Matthildur Guð
mundsdóttir varð önnur, synti á
3.01.6, sem er nýtt íslenzkt met.
í 4x100 metra fjórsundi sigraði
íslenzka sveitin, synti á 4.37.4,
sem er nýtt ísl. met, en danska
sveitin syaati á 4.38.5. Fyrsta
sprettinn, 100 m. baksund, synti
Guðmundur Gíslason, synti á
1.08,3, sem er nýtt Islandsmet.
Hann átti fyrra metið, sett í
Finnlandi í fyrra, 1.09.8.
Nánar verður sagt frá þessari
keppni í laugardagsblaði.
Tilraunir til sjónvarps
móttöku í Eyjum
AÐ UNDANFÖRNU hafa áhuga
menn um sjónvarp í Vestmanna
eyjum reynt að auðvelda mót-
töku sjónvarpsmyndar frá Kefla
vík í kaupstaðnum þar.
Að þessu tilefni sneri blaðið
sér til Vilhjálms Þ. Gíslasonar
og tjáði hann blaðinu að útvarp-
ið liti svo á, að hér væri um ó-
löglega starfsemi að ræða.
Mbl sncri sér þá til Braga
Björnssonar lögfræðings í Vest-
mannaeyjum, formanns Félags
sjónvarpsáhugamanna þar, og
spurðist fyiir um sannleiksgildi
þessa.
Bragi tjáði blaðinu, að áhuga-
menn um sjónvarp, sem væru
fjölmennir í Eyjum, hefðu sett
upp á svokölluðu Klifi venjulegt
Athugasemd
Grímur Guttormsson frá Þórs
höfn í Færeyjum hefur beðið
bláðið, að koma á framfæri
þeirri léiðréttingu, að biblían
hefði komíð út í heild sinni á
færeysku í 1. útgáfu, árið 1948
og 2. útgáfa 1956, en ekki 1961,
eins og haft var eftir Færeyja-
biskupi í' blaðinu í gær. Stóð
Bræðrasöfnuðurinn í Þórshöfn
að útgáfu biblíunnar, en Grím-
ur er meðlimur þess safnaðar.
Leiðrétting
MISRITAST hefur fyrrverandi
heimilisfang og nafn Ástríðar
Torfadóttur, í minningagrein
hér í Morgunbl. um Hannes
Frímann Jónasson er birtist 19.
þ.m. Hún var frá Oddsstöðum í
Lundarreykjadal en ekki Sturlu-
reykjum, eins og sagt var í
greininni. Hún gifti sig á Hálsi
í Fnjóskadal.
— De Gaulle
Framh. af bls. 1
. erið mjög ánœgður með við-
ræðurnar við franska forsetann,
þær hafi verið opinskáar og afar
vinsamlegar. Báðir héldu þeir
ræðu við opinberan bádegisverð
og fóru þar hjartanlegum orðum
um vináttu Frakka og Þjóðverja
og nauðsyn áframhaldandi sam-
vinnu þeirra. De Gaulle lýsti því
yfir, að ekki yrði friðvænlegt
1 Evrópu án vináttu þeirra og
samvinnu og lagði á það áherzlu
að stefna sín væri að opna alla
Evrópu, þar á meðal 'bæði þýzku
ríkin, þannig að úr gæti orðið
ein heild. Þar með væru Frakk-
ar ekki að vísa Atlantshafsbanda
laginu á bug, þeir teldu einung-
is brýna þörf breytinga á s>kipu-
lagi þess. í svarræðu sinni þakk-
aði Erhard de Gaulle sérstak-
lega fyrir að hafa neitað að
viðurkenna skiptingu Þýzkalands
í samræðum við sovézku leið-
togana í för hans til Sovétríkj-
anna. Sagði Erhard, að afstaða
de Gaulle þar væri Þjóðverjum
stoð í barákiunni fyric samein-
ingu þýzku ríkjanna. \
loftnet, sem unnt sé að kaupa í
venjulegri viðtækjaverzlun og
notuð væru á fjölbýlishúsum í
Reykjavik. Beindu þeir með
þessu loftneti geislanum frá
Keflavíkursjónvarpinu inn yfir
kaupstaðinn, en ekki hefur ver-
ið unnt að sjá sjónvarpið þaðan,
nema á einstaka stað í kaupstaðn
um. Taldi hann hér ekki vera
um neina ólöglega starfsemi að
ræða.
f fyrrakvöld skrifaði mennta-
málaráðuneytið rikisútvarpinu
bréf, þar sem það fór þess á leit,
að það rannsakaði, hvort ein-
staklingar hefðu sett upp endur-
varpsstöð í Eyjum í heimildar-
leysi og óskaði um það skýrslu
frá útvarpinu hið allra fyrsta.
— Yfirlýsing
Framhald af bls. 15.
bráðabirgðalaganna í fyrra, því
að þáu hindruðu framhald til-
færslna á verði milli búvara, og
því teljum við einnig, að þeir,
sem settu þau lög, beri mikla
ábyrgð á því hvérnig komið er.
Einnig koma til breyttar neyzlu
verijur, sem ekki urðu séðar fyr-
ir.
Eins og nú er ástatt eftir að
innvigtunargjaldið kom til, fá
bændur yfirleitt kringum kr. 4,80
fyrir mjólkurlítrann greitt út
en grundvallarverð er kr. 8,42.
Auk þess verða þeir að greiða
allt að 90 aura á lítra í flutnings-
kostnað að mjólkurbúi. Liggur í
augum uppi, að bændur standast
það ekki til ler.gdar að fá aðeins
tæplega helming kaups síns og
þegar útlagðs kostnaðar greidd-
an við afhendingu fyrir fram-
leiðsluna, og getur hver stétt litið
í eigin barm um það og sann-
færzt um, að krafa bænda um
leiðréttingu er rét.tmæt.
Þess skal getið, að formaður
Stéttarsambands bænda hefur
tekið beiðni um stéttarsambands
fund vel og munu svör stjórnar-
innar væntanlega berast bráð-
lega, og líklegast bykir mér, að
annað hvurt verði aukafundur
haldinn eða aðalfundi samtak-
anna flýtt.
Fundarmenn á Akureyri fólu
okkur í stjórninni að hvetja hér-
aðsnefndirnar eindregið til þess
að sækja fund Stéttarsambands-
ins og fylgjast þar með málura
og æskja þess að framkvæmda-
nefndin fái þar málfrelsi og til-
lögurétt.
Að lokum vil ég að gefnu til-
efni geta þess, að Akureyrar-
fundurinn gerði ekki annað með
ályktun sinni en að ítreka sam-
þykktir fundarins á Sögu, þar
sem alger samstaða ríkti um af-
greiðslu málsins.
Staddur í Reykjavík,
22. júlr 1966
Stefán Valgtirsson, formaður
framkvæmdastjórnar héraðs-
nefnda bænda.
Boiungarvík
Hnffsdolut®
S 4, Arnardoíor
.AnJÖRÐUR
loteyrt
Súðóvík’
ttéötur
íambadoÍsfj
957 tjp
Glómo
Whlti’ibót
■■■ ■■ ■■■■■ *-■■■■’■.
Drangc
■s -o
t Naot<
- ‘M>
rt
'.Vo
ÍKur -Q
(ytavSin
fölptióhfiött
Kortið sýnir hvernig vegir liggja nú og áformaðan veg að
fjarðabaki sunnan ísafjarðardjúps, frá Mjóafirði í Álftafjörð.
Skv. vegalögum er ætlunin að leggja veg út fyrir nes og inn
með fjörðum. Strikið yfir heiðina er fyrsta áætlun um styttri
veginn og punktalinan nýtilkomnar tillögur um breytingu á
honum.
— Hlutafélag
veginn á báðar heiðarbrúnir,
kvaðst Jón hafa loforð fyrirtæk-
is í Kópavogi um að það skuli
láta fara vestur öðrum að kostn
aðarlausu og skoða vegarstæðið,
eftir að vegamálaskrifstofan hef
ur ákveðið hvar líklegast er að
vegurinn skuli liggja yfir heið-
ina. Skuli fyrirtækð þá gera til-
boð í lagningu hans, ef ekki
verði of mikið að gera hjá því.
Kvaðst Jón sjálfur telja aðstæð-
ur til vegarlagningar sæmilega
góðar.
Jón hefur snúið sér til ísa-
fjarðarkaupstaðar og farið fram
á að hann taki forustuna fyrir
vestan. Hefur hann nýlega feng-
ið bréf, þar sem forráðamenn
þar lýsa áhuga sínum á að slik
vegarlagning verði athuguð sem
fyrst.
Vegurinn séreign hlutafélags
Ætlunin er að stofna hluta-
félag um veginn, eins og fyrr
er sagt, þannig að allur útlagð-
ur kstnaður verði borga'ður með
hlutabréfum í félaginu. Er svo
til ætlast að reynt verði að fá
ríkissjóð til að taka þennan veg
á vegalög og leysi ríkið veginn
þá út. Þangað til verður hann
séreign hlutafélagsins og þá auð
vitað hægt að loka honum og
taka gjald fyrir akstur um hann.
En um það er ekkert ákveðið
fyrirfram, aðeins verið að hugsa
um að koma vegarsambandi á
þarna, sagði Jón.
Framhald af bls. 28
fjarðar. Þegar komið er i Skötu-
fjör’ð, sagði Jón, að vegalagning-
in væri mjög örðug og dýr. Hefði
vegamálastjóri nefnt töluna 40
millj. fyrir allan veginn. Því
yrði sjáanlega langt þar til hann
verður kominn í gagnið. Þess-
vegna vildi hann fara með sinn
veg styttri leið, eða innst upp úr
Mjóafirði yfir heiðarnar bak við
firðina, og niður í Hattardal Við
Álftafjörð, sem er næsti fjörður
við ísafjarðarkaupstað, en þar á
milli er þegar kominn vegur. —
Þetta væri a'ð vísu ekki ný hug-
mynd. Notin af þessari leið væru
tvenns konar og sjónarmiðin því
tvö. Annars vegar er notagildi
vegarins fyrir þá, sem búa við
firðina og hafa vilja samband
hver við annan og við ísafjörð.
Telja þeir að hinn vegurinn
kunni að tefja fyrir lagningu
vegarins með fjörðunum og éru
áhugalausir af þeim sökum. Hins
vegar er áhugi þeirra, sem búa á
ísafirði og í kring og vilja fá
greitt vegasamband við vegakerfi
landsins um Þorskafjarðarheiði.
Þeir eru því málinu mjög fylgj-
andi.
Leggur sjálfur 8 km veg
Jón byrjaði sjálfur árið 1964
að leggja veg í Mjóafjarðarbotn
og er kominn me’ð veginn undir-
byggðan um 3,6 km leið, eða upp
fyrir Fossa, og búinn að byggja
brú á á eina á þessari leið. Þegar
hann sá hvernig þetta gekk, á-
kvað hann að leggja veginn upp
að Mýflugnavatni sjálfur, en þá
er hann kominn með 8 km veg og
upp í 425 m hæð yfir sjávarmál.
Er verið að vinna við þennan
veg nú.
Er hér var komið fór Jón til
ísafjarðar, kallaði saman forustu
menn þar og lagði málið þannig
fyrir þá. Hann kvaðst ætia að
leggja á sinn kostnað veginn upp
á brúnina Mjóafjarðarmegin,
gegn því að ísafjarðarkaupstað-
ur og hrepparnir þar um sióðir
leggi hann upp á brúnina í Hatt-
ardal. Þegar búið væri að leggia
veg upp og aðeins eftir sléttiend
ið, þá mundi þetta verkefni ekki
stöðvast úr því. Til að þetta geti
orðið, þarf urnsögn vegamála-
skrifstofunnar um vegarstæðið.
Fór Jón fram á það við sam-
göngumálaráðherra sl. haust, að
hann hlutaðist til um að sú um-
sögn fengist í haust og var lof-
að að láta fara fram athugun í
sumar. Er nú verið að byrja á
því verfci. Kvaðst Jón vonast til
að undirtektir og umsögn full-
trúa vegamálaskrifstofunnar
verði það góðar að hægt verði
að byrja hinum megin frá í
haust.
Eftir að búið verður að leggja
ALLT í viðleguna
tjöldin
eru gerð fyrir íslenzka veðráttu. 5 manna fjol-
skyldutjöldin með bláu aukaþekjunni eru hlý, þar
sem loftið á milli einangrar og innra tjaldið helzt
þurrt í vætutíð, kosta aðeins kr. 3.890,00.
Athugið — að tjaldið er heimili yðar meðan á
viðlegunni stendur. — Það er ill líðan að vera blaut-
ur og slæptur. —< Vandið því valið.
Tjaldhælar, stög — risiaga tjaidsúlur.
Gas-ferðaprímusar.
Vönduð þýzk hústjöld, svefntjatd og dagtjald,
krónur 5.850,00.
PALMA vindsængur. — Sólstóiar frá kr. 560,09.
Sóltjöld. — Munið eftir veiðistönginni,
en hún fæst einnig I:
Laugavegi 13.
PÓSTSENDUM.
Móðurbróðir okkar.
GUÐMUNDUR JÓSEFSSON
fyrrv. hreppstjóri frá Staðaihóli, Höfnum,
andaðist í sjúkrahúsinu í Keflavík 20 júlí sl.
Guðrún Magnúsdóttir,
Þóra Magnúsdóttir.