Morgunblaðið - 29.07.1966, Page 1
32 siður
Sukarno reynir að-
rétta hlut sinn
— en útvarpið í Djakarta endurtekur
aðeins hluta ummæla hans
„Sá tíml kemur“, segir kunn-
ur brezkur hugvitsmaður,
Russell Winn, „að öll vélknú-
in ökutæki, sem gefa frá sér
útblástursreyk, verða bönnuð
í miðborgunum“. í stað þeirra
muni koma handhæg, rafknú-
in ökutæki, í líkingu við það,
sem hugvitsmaðurinn situr á.
Gerir hann ráð fyrir, að slik
tæki taki við hlutverki bif-
reiða í miðhlutum þéttbýl-
ustu borga.
Djakarta, 28. júlí
— AP — NTB —
SUKARNO, Indónesíuforseti,
lýsti því yfir í Djakarta í dag,
að hann færi enn með fram-
kvæmdavald í landinu. Jafn-
framt lýsti forsetinn yfir því,
að Indónesía hefði ekki lagt
fjandskap sinn við Malasíu á
U-2
Þýðingarmiklar viðræður ráða-
manna Bretlands og USA
Wilson segir Bandaríkin vitja friðarumleitanir, án skilyrða,
sem bundið geti enda á styrjöldina í Vietnam, en nú standi
á ráðamönnum í Hanoi segja, að Johnson telji viðræð-
hilluna, þótt ekki yrði beitt
vopnavaldi til að útkljá hana.
Það var á mánudag, að Su-
harto, hershöfðingi, kunn-
gerði, að hann hefði myndað
nýja stjórn í landinu. Þá sagði
Suharto, að Sukarno hefði
fallið frá því að taka við
embætti forsætisráðherra,
þótt hann myndi enn gegna
embætti forseta.
í dag sagði Sukarno í ræðu
sinni, að því hefði verið haldið
fram í blcðum og fréttatilkynn-
ingum, að hann væri ekki leng-
ur forsætisráðherra. „Þetta er
ekki satt“, sagði Sukarno. Neit-
aði hann að viðurkenna, að Su-
harto hefði tekið við neinum
sínum fyrri völdum.
Sukarno sagðist komast við, er
hann minntist þess, að fyrrum
varaforsætisráðherra landsins,
dr. Leimena og R. Abdulgani,
hefðu orðið að láta af embætti,
Framhald á bls 2S
saknað
Wasihington, 28. júlí — AP
SAKNAÐ er bandarískrar þotu,
af gerðinni U-2, sem fræg varð
•fyrir njósnaflug á sínum tíma.
Samiband rofnaði við flugvélina,
er hún var enn á flugi, skammt
undan ströndum Kúbu, að því er
talið er. Herma fréttir, að marg.t
bendi til þess, að flugmaðurinn
hafi misst me'ðvitund.
Það var flugvél af gerðinni
U-2, sem skotin var niður á
njósnaflugi yfir Sovétríkjunum,
á sínum tíma, og flugvélar af
þessari gerð voru notaðar til eftir
lits- og könnunarflugs, er Kúbu-
deilan stóð sem hæst.
Washington og London,
28. júlí — AU — NTB —
HAROLD Wilson, forsætis-
ráðherra Breta, hélt í dag
flugleiðis frá London til
Bandaríkjanna, þar sem hann
mun eiga mikilvægar umræð-
ur við Johnson, Bandaríkja-
forseta, um brezk vandamál
og alþjóðleg.
Fréttamaður Reuters-frétta
stofunnar í Washington, John
Heffernan, segir, að Johnson
muni leggja margar spurning
ar fyrir brezka forsætisráð-
herrann, og muni þær eink-
um miða að því að afla upp-
lýsinga um efnahagsvanda-
málin í Bretlandi, og áhrif
þeirra á afstöðu Breta til ann
arra þjóða.
Mun Bandaríkjaforseti
vænta þess, að Wilson geti
fært honum heim sanninn um
að Bretar geti staðið við al-
þjóðlegar skuldbindingar sín-
ar, einkum, að brezka stjórn-
in geti haldið úti herstyrk sín
um við Indlandshaf og í SA-
Asíu.
Brezka stjórnin kunngerði ný
lega, eins og fram hefur komið
£ fréttum, að hún yrði að draga
úr kostnaði sírium, vegna dvalar
brezks herliðs í V Þýzkalandi.
Það var í desember sl. að
Wilson og Johnson hittust síð-
ast. Talsmenn í Hvíta húsinu
urnar við Wilson nú mjög þýð-
ingarmiklar. Wilson lagðist ný-
lega gegn árásum Bandaríkjanna
á N-Vietnam, og mun Bandaríkja
forseti nú ætla sér að fá úr því
skorið, hvort Bretar ætli sér
framvegis að vera sú stuðnings-
þjóð Bandaríkjanna, sem verið
hefur.
Blaðið „Washington Post“, sem
talið er áreiðanlegt í flutningi
sínum, sagði í dag, að allt benti
til þess, að viðrneður ráðamanna
myndu bera góðan árangur,
þrátt fyrir skoðanamun þeirra á
ástandinu í Vietnam.
Wilson dvelst aðeins einn dag
í Washington, en síðan heldur
hann til Kanada. í Ottawa mun
hann eiga viðræður við for-
sætisráðhei ra landsins, Lester
Framhald á bls. 31
Geislovirkt ryk
á Nýja-Sjálandi
Auckland, Nýja Sjálandi,
28. júlí — AP —
Geislavirkt ryk, sem stafar
af fyrstu af mörgum kjarn-
orkusprengingum Frakka á
Kyrrahafi nú, í tilraunaskyni,
er nú tekið að falla til jarð-
ar á Nýja-Sjálandi.
1 tilkynningu heilbrigðisyf
irvalda landsins segir, að at-
huganir, sem fram hafa farið
á ýmsum stöðum í landinu,
sýni, að geislavirkni hafi auk
izt, og hafi afleiðingar henn-
ar komið fram, m.a. við rann
sóknir á mjólk.
„Izvestia" ræðst á
Otto Grieg Tidemann
Segir landvarnaráðberra Noregs vilja
fá kjarnorkuvopn geymd í Noregi
Moskvu, 28. júlí — NTB —
MÁLGAGN sovézku stjórnarinn-
ar „Izvestia“ réðst í dag harka-
lega gegn landvamarráðherra
Noregs, Otto Grieg Tidemann, og
segir blaðið, að hann sé „einn
Shelzti stuðningsmaður Atiants-
hafsbandalagsins".
Segir „Izvestia", að Tidemann
,rsé ákaflega bitur“ yfir þeirri
stefnu Norðmanna að leyfa ekki
að kjarnorkuvopn verði geymd
í Noreg. á friðartímum.
Ásakanir þessar eru birtar í
grein, sem undirrituð er af Jurij
Golosjubov, og segir-þar að auki,
að N-Noregi hafi verið breytt í
svæði, þaðan sem gera megi ár-
ásir á Sovétríkin.
Þá segir í greininni, að sovézka
þjóðin geti ekki setið aðgerðar-
iaus, og horft á það, sem eigi sér
stað í næsta nágrenni. Er Tide-
mann ásakaður jafnframt fyrir
að trúa á, að ofbeldi sé til þess
fallið að jafna metaskálarnar.
„Hvers vegna er þörf á því að
lýsa nú sérstakri andúð við
NATO?“ segir og í greininni. Því
er svarað á þann veg, að Norð-
menn beri nú sífellt minna traust
til bandalagsins. Þó hafi banda-
lagssinnarnir í Noregi ekki látið
sér segjast, heldur gangi þeir nú
skrefi lengra í þjónkun sinni við
hershöfðingja bandalagsins.
„Framtíð PEN-klúbbs-
ins er stefnt í hættu
með því að leyfa mönnum eins og Tarsis að stíga í rœðustól".
segir „Literaturnaja Gazeta", og gagnrý nir Arthur Miller
Moskvu, 28. júlí — NTB —
SOVÉZKA rithöfundasam-
bandið sakaði í dag PEN-
klúbbinn (alþjóðasamtök rit-
höfunda o.fl.) fyrir að beita
sér gegn því, að eðlilegt sam
band ihéldist milli sovézkra
rithöfunda og rithöfunda ann
arra þjóða.
Ásökunin kemur fram í mál
gagni rithöfundasamtakanna
sovézku, „Literaturnaja Gaz-
eta“, en þar segir um ný-
afstaðið PEN-þing í New
York, að bandarískri rithöf-
undurinn Arthur Miller, hafi
sett fram „hlægileg, ný skil-
yrði“ fyrir upptöku sovézkra
rithöfunda í PEN-klúbbinn.
Þá segir blaðið, að það hafi
í upphafi verið ætlunin að
fiílltrúar Sovétríkjanna sæktu
þingið í New York, en hætt
hafi verið við það. Sovézkir
rithöfundar hafi verið farnir
að sýna klúbbnum áhuga, því
að innan hans hafi verið farið
að gæta „framfarastefnu“.
Hins vegar hafi verið haldn
ar margar ræður á þinginu í
New York, sem beint hafi
verið gegn Sovétríkjunum.
M.a. hafi Valerys Tarsis, fyrr
um sovézkur rithöfundur,
haldið þar ræðu, svo og þjóð-
ernissinnar sem flutt hafi frá
Ukrainu og Eystrasaltsríkjun-
um.
Loks segir „Literaturnaja
Gazeta", að með því að heim-
ila slíkum mönnum að taka
til máls á PEN-þingi, sé ver-
ið að stefna framtíð klúbbs-
ins í hættu, og megi búast við
því, að hann eigi í erfiðleik-
um framvegis við að undir-
búa alþjóðaþing rithöfunda.