Morgunblaðið - 29.07.1966, Side 7
Tostudagur 29. júlí 1966
MORCUNBLADIÐ
7
Arnardalsætt að vestan
ÞRIÐJA bindi af Arnardals
og Eyrardalsættum ásamt
fullkomnu nafnregistri yfir
þau mannanöfn, sem fyrir-
koma í öllum 3 bókunum til
samans, mun nú koma á bóka
markað, að öllu forfallalausu,
einhverntíma á næsta ári
(1967). Sökum þess, að margt
liggur ekki fullljóst fyrir t.d.
hve mikið muni berast af
myndum í þetta 3. og loka-
bindi verks þessa, ennfrem-
ur nokkra aðra kostnaðarreikn
inga verks þessa, svo þess-
vegna hefir ekki tekizt enn að
semja um útgáfu þess.
Það var aldrei byrjað á
þessu verki í því augnamiði
að hafa það að féþúfu, og svo
enn, mun því reynt, sem áð-
ur, að stilla verði þessarar
3. bókar svo í hóf sem kostur
er á eins og var um hin fyrri
bindin; enda þá strar í byrjun
viðurkennt af þeim, er verk-
ið önnuðust, (ísafold) að verð
á Arnardalsætt væri mun
lægra stillt, en á nokkurri
annarri bók sem þeir hefðu
unnið að það árið a.m.k.
Fyrri bindin tvö, fást nú
orðið ekki í bókabúðum. En
til þess að fá samhengi yfir
þetta, er mikil nauðsyn að
hafa aðgang að öllu ritinu.
Enn er til lítið eitt af þessum
fyrri bókum, hjá útgefanda
Vald. B. Valdimarssyni Víði-
mel 28, Rvík. Sími 10647. Skal
brýnt fyrir fólki, hafi það á-
huga að eignast þau, að draga
ekki að gera pöntun á þeim,
annaðhvort beint frá útgef-
anda eða umboðsmönnum
hans á hverjum stað, áður en
það er orðið of seint — þar
eð ritið verður ekki endur-
prentað í náinni framtíð. Nýir
og gamlir áskrifendur fá þessi
eintök sem eftir eru við mjög
vægu verði meðan til hrekk-
ur, eða aðeins fyrir 300 kr.
hverja bók í bandi. Ekki skal
þess ógetið að þetta verð er
allmiklu lægra en ritið var
Valdemar Björn Valdemarsson
selt almennt í bókabúðum,
enda miðast þetta verð við, að
í hlU't eigi áskrifendur að
þessu 3. bindi, sem enn er ó-
komið.
Eins og að ofan getur, er
ekki hægt enn, að lofa nokkru
ákveðnu verði á 3. bindinu.
Þó skal framtekið, að verð
til áskrifenda mun verða allt
að því 1/3 hluta ódýrara, en
hún verður seld í bókabúð-
um.
Okkar keppikefli er, að fá
svo marga áskrifendur að
þessu 3. bindi að hægt verði
að miða útgáfuna að mestu
leyti við áskrifendur, en að-
eins þá að litlu leyti við sölu
á annan hátt en til þeirra.
Þetta mun líka takast, ef sami
áhugi kemur fram fyrir þessu
3.- og lokabindi og kom fram
þegar áskriftarinnar var leitað
að hinum 2 fyrri bindum.
Myndir — sérstakl. fjöl-
skyldumyndir — pg eða mynd
ir af gömlu fólki og eða af
ættingjum og venzlafóíki
þeirra verður tekið í þetta 3.
bindi meðan rúm er fyrir þær
í ritinu. Þær verða teknar án
sérstaks endurgjalds. Okkur
er mikið áhugaefni að fá fá-
séðar gamlar myndir, en til
að tryggja að þær berist eig-
endum aftur, er fólk beðið að
rita heimilisfang sitt á bak-
hlið eða þá á sérstakt við-
fest blað, sömuleiðis ef um
fjölskyldumyndir er að ræða,
þá er reglan sú, að skrifa við-
komandi nöfn mynda frá
vinstri til hægri og ef tvísett
er röð, þá eða neðri röð o.s.frv.
símanúmer sendanda væri
líka æskilegt að fá.
Er þess vænst að umboðs-
menn taki á móti myndun-
um, en verði myndir sendar
beint, þá til Reykjavík. En
til þess að hægt verði að búa
til myndamót á hæfilegum
tima, þurfa myndirnar að ber-
ast hingað snemma í ágúst
eða ekki síðar en í ágústlok
þessa árs.
Allmargt fólk hér hefir vilj-
að senda myndir af börnum
sérstaklega. En við viljum
síður myndir af blessuðum
börnunum sér, því útiit
þeirra vill venjulegast breyt-
ast mikið er þau komast á
legg.
Með beztu kveðjum,
19 — 7 — 1966.
V. B. Valdimarsson .
VÍSUKORIM
Ekið fyrir Hvalfjörð:
Það er alveg eins og í
undurfögrum draumi,
sólargeislar gegnum ský
glytra í bláum straumi.
Guðmundur Guðni
Guðmundsson.
F RETTIR
Kristileg samkoma verður í
samkomusalnum Mjóuhlið 16
sunnudagskvöldið 31. júlí kl. 8.
Allt fólk hjartanlega velkomið.
Langholtssöfnuður: Bifreiða-
stöðin Bæjarleiðir og Sumar-
starfsnefnd safnaðarins gengst
fyrir ferðalagi eldra fólks mið-
vikudaginn 3. ágúst n.k. Lagt
verður af stað kl. 13.00 frá safn-
aðarheimilinu. Haldið verður um
Þrengsli, Þorlákshöfn, Strandar-
kirkju, um Reykjanes, og heim.
Ferð þessi er þátttakendum að
kostnaðarlausu. Veitingar verða.
Þátttaka tilkynnist ísíma 35750
kl. 18—20 fimmtudags- og föstu-
dagskvöld. — Sumarstarfsnefnd.
Skemmtiferðalag V. K. F.
Framsóknar: Verður að þessu
sinni um Skagafjörð 12. — 14.
ágúst. Farið verður 12. ágúst kl.
8.00 um kvöldið norður i Hrúta-
fjörð. Gist í Reykjaskóla, borðað
ur morgunverður þar. Síðan ekið
um Skagafjörð. Borðað laugar-
dagskvöld á Sauðárkrók og gist
þar farið þaðan heirn á leið
sunnudagsmorgun. Borðað í
Borgarnesi seinni hluta sunnu-
dags. Allar nánari upplýsingar á
skrifstofu félagsins. Konur fjöl-
mennið og takið með ykkur gesti.
Æskilegt að pantanir berist fljót
lega eftirspurn er mikil. —
Pantaðir farseðlar skulu sóttir
í síðasta lagi mánudag 8. ágúst.
Símar á skrifstofunni 20385 og
12931 opið frá 2 — 6.
Orlof húsmæðra á Suðurnesj-
um verður í Laugagerðisskóla á
Snæfellsnesi dagana 9-19. ágúst.
Þátttaka tilkynnist fyrir 1. ágúst
til Ingibjargar Erlendsdóttur,
Kálfatjörn, Sigrúnar Guðmunds
dóttur, Grindavík, Sigurbjargar
Magnúsdóttur, Ytri-Njarðvík,
Auðar Tryggvadóttur, Gerðum,
Halldóru Ingibjörnsdótt'ir,
Flánkastöðum, Miðneshreppi.
Húsmæður, Njarðvíkurhreppi:
Orlofsdvölin verður frá 9. — 19.
ágúst n.k. Tilkynnið þátttöku
fyrir 1. ágúst í síma: 2093 eða
2127.
Frá Orlofsnefnd húsmæðra í
Reykjavík. Skrifstofa nefndar-
innar verður opin frá 1/6 kl.
3:30—5 alla virka daga nema
laugardaga sími 17366. Þar verða
veittar allar upplýsingar varð-
andi orlofsdvalirnar, sem verða
að þessu sinni að Laugagerðis-
skóla á Snæfellsnesi.
Orlof húsmæðra í Keflavík
verður frá 9. til 20 ágúst n.k. Til-
kynnið þáttöku sem fyrst eða
í síðasta lagi 1. ág. í síma: 2030,
1692, 2072 og 2068.
Húsafellsmótið: Farmiðasala
og upplýsingar um bindindisimót
ið í Húsafellsskógi um verzlunar
mannahelgina veittar í Góð-
templarahúsinu daglega kl. 5 —
7, sími 13355. Mótsnefnd.
að fallegt hefði vérið að
fljúga meðfram Tjörninni í gær-
morgun, og fegurðin var mikil.
Lognið var rjómalogn, og Tjörn-
in skyggð eins og slípaður gim-
steinn, og í miðju hennar — mar-
aði í hálfu kafi græni Sverris-
hólminn rétt eins og smaragður
í hring, vaxinn fallegri hvönn,
en einn einstakur njóli stakk upp
kollinum á norðurbakkanum.
Kríurnar h guðu að ungum
sínum, sem bráðlega fara að
sjást á flugi yfir borginni, ein-
staka önd synti letilega í kring-
um hólmann. Það var hásumar
í borginni við Sundin.
Rétt hjá Hljómskálagarðinum,
hitti storkurinn mann, sem sat
þar og horfði á dýrðina, og lagði
hönd undir kinn. Var því líkast,
sem hann reyndi að festa þessi
dásemdarsýn í hug sér ei'líf-
lega.
Storkurinn: Og barasta alveg
„dolfallinn?"
Maðurinn með hönd undir
kinn: Já, það var orðið. Mér er
spurn: Hafa menn gert sér það
í hugarlund, hvílíkur fjársjóður
Tjörnin er í Reykjavík? Og hve
hér yrði allt fábrotnara, ef hún
væri horfin af sjónarsviðinu?
Svo tala menn um að byggja
hús út í hana, væri ekki hitt'
réttara að stækka hana, auka við
hólmana, svo að enn fleiri fugl-
ar löðuðust hingað? Hvernig
væri að stofna Tjarnarverndar-
félag? Er ekki stofnuð varnar-
félög út af hinu og þessu?
Ja, mér þykir þú koma með til
löguna. Er ég þér hjartanlega
sammála, og ættum við að
stofna þetta strax í kvöld? Þú
getur skrifað mig sem ævifélaga.
Við skulum vera sammála öllu
öðru góðu fólki, sem vill vernda
Tjörnina fyrir öllu hnjaski, svo
að eilíflega geti orð skáldsins
rætzt: „Fyrir sunnan Fríkirkj-
una, fórum við á stefnumótin“.
x- Gengið x-
Reykjavik 25. júlí 1966
1 Sterlingspund Kaup 119.70 Sala 120.00
1- Bandar. dollar 42,95 43,06
1 Kanadadollar 39,92 40,03
100 Danskar krónur 620.50 622.10
100 Norskar krónur 600,64 602,18
100 Sænskar krónur 831,45 833,60
100 Finsk mörk 1.335,30 1.338,72
100 Fr. frankar 876,18 878,42
100 Belg. frankar 86,55 86,77
100 Svisön. frankar 994,50 997,05
100 Gyllini 1.191,80 1.194,86
100 Tékkn. kr. 596,40 598,00
100 v-þýzk mörk 1.076,44 1.079,20
100 Lírur 6,88 6,90
100 Austurr. sch. 166,18 166,60
100 Pesetar 71,60 71,80
Ferðafólk
Við bjóðum yður þægileg
herbergi, góðan mat,
kaffi heimabakaðar kökur
og ýmsa aðra þjónustu
fyrir ferðafóik.
Hótel Hveragerði.
Keflavík — Suðurnes
Bifreiðaeigendur gangið í
félag ísl. bifreiðaeigenda
áður en þér leggið af stað
í ferðalagið. F.Í.B. Umboð
Guðfinns Gíslasonar, Hring
braut 93 B. Sími 2210.
Veiðimenn
Hofum á boðstólum nokk-
ur veiðileyfi í Laxá í
Hvammssveit, Dalasýslu.
Upplýsingar gefur síma-
stöðin Ásgarður.
Willys jeppi til sölu,
— árgerð 1954, í góðu
standi. Skipti á nýlegum
diesel-traktor geta komið
til greina. Uppl. gefur
Garðar Þorfinnsson, Brim-
ilsvöllum. Simi um Ólafsv.
Bezt að auglýsa
í Morgunblaðinu
Ibúðarhús
til sölu í Grindavík. —
Tilboð óskast í húseignina
Vesturbraut 2 (Þorvaids-
staði), Grindavík, ásamt
tilheyrandi lóð og útihús-
um. Tilb. sé skilað tii und
irritaðs fyrir 20. ágúst n.k.
Jón Árni Sigurðsson,
sóknarprestur.
Keflavík — nágrenni
í ferðalagið: Ferðahandbók
in — vegakort, sóígleraugu
í úrvali, sjónaukar, mynda-
vélar, filmur, flass perur, -
ávextir, harðfiskur og allsk
sælgæti. Brautarnesti,
Hringbr. 93 B. Sími 2210.
Skrifstofuhúsnæði
Til leigú skrifstofuhúsnæði
við miðbæinn, 3 stofur
niðri og 2 stofur uppi. Enn-
fremur stórt geymslupláss
í kjallara. Tilboð merkt
„miðbær — 4976“ sendist
Mbl. fyrir 6. ágúst.
Innréttingar
í svefnherbergi og eldhús.
Sólbekkir. ísetning á hurð-
um. Sími 50127.
Karlmenn
Ný gerð af léttum, þægilegum
og ódýrum ferðaskóm. i
Skinn og rúskinn.
Austurstræti og Laugavegi.
j
Blaðamennska
Þessu er beint til nýstúdenta og annarra, sem ekki
hafa gert upp við sig, hvað þeir aeila að taka sér
fyrir hendur. ^
Blaðamennska krefst góðrar íslenzkukunnáttu og
áhuga á mannlífinu í kringum okkur. s
Dagblað í Reykjavík vill ráða til sín ungan blaða-
mann. — Umsókn tilgreini menntun og fyrri störf
og sendist til afgr. Mbl., merkt: „Blaðamennska —
4709“. "
S
Tilboð óskast
í rauða Ford Falcon station bifreið (G-131) vel
með farna, í góðu standi. Til sýids föstudag kl. 8 f.h.
til kl. 6 e.h. við trésmíðaverkstæði Kleppsspítalans.
Tekið við tilboðum á sama stað. — Einnig til sölu
Zenith 21” sjónvarpstæki, fríttstandandi á kr. 14
þúsund (ca. hálfvirði). — Upplýsingar í síma 33572.
Tökum að okkur
Þungaflutninga
allskonar, með aftanívögnum.
Vanir menn — reynið viðskiptin.
FARG HF.
Símar 32578 og 10440.