Morgunblaðið - 29.07.1966, Blaðsíða 17
Föstudagwr 29 júlf 1966
MORGUNBLAÐIÐ
17
f SUMARFRÍINU sínu dvelj-
ast um þessar mundir hér á
landi ungur Akurnesingur,
Leifur Magnússon og unnusta
hans bandarísk, Jolee Crane.
Leifur er 19 ára, stúlkan 25
ára. Þau eru bæði blind, hanu
síðan hann fékk heilahimnu-
bólgu 8 ára að aldri, hún írá
fæðingu. Þau eru bæði við
nám í New York, hann við
einn bezta blindraskóla í
Bandaríkjunum, þar sem
hann leggur stund á píanó-
stillingar, hún við háskóla,
þar sem hún nemur sögu.
Blaðamaður Mbl. hitti þau að
máli á dögunum og ræddi
stuttlega við þau.
— Næsta vor lýk ég námi
mínu erlendis, og þá ætla ég
að koma heim. Ég ætla að
Leifur
Magnússon og Jolee Crane.
„Með því að vanda okkur með alla hluti sýn-
um við að við getum gert eins vel og aðrir"
setja upp verkstæði í Reykja
vík og vinna sjálfstætt við
píanóstillingar og viðgerðir,
sagði Leifur í upphafi sam-
talsins. Unnusta mín lýkur
einnig prófi næsta vor, svo
þetta kemur heim og saman
hún verður magister í sögu.
Þá ætlum við að gifta okkur
og flytja heim til Íslandíi. Ég
reikna með að hafa jafn
mikla atvinnumöguleika hér
og í Bandaríkjunum, auk
þess sem mig langar meira
til að vera á íslandi. Mér þyk
ir skemmtilegra að vera hér.
Ég vona að unnusta min fái
hér góða vinnu, þó það verði
ekki strax við kennslu í sógu,
þar sem íslenzkukunnátta er
því til fyrirstöðu. En hún hef
ur unnið í sumarfríunum sín
um undanfarin ár við véhit-
un hjá tryggingafélögum er-
lendis og hefur því reynslu í
almennum skrifstofustörfum,
auk þess sem hún getur kennt
ensku í aukatimum og tek-
ið að sér fjölrítun, — það
ætti allt að ganga vei.. Og
seinna þegar íslenzkukunn-
áttunni er ekki lengur áfátt
langar hana til að kenna hér
sögu, sem er hennar áhuga-
mál.
— Hvernig er náminu hátt
að hjá ykkur erlendis?
— Skólinn sem ég er á,
segir Leifur, The New York
Institute for Educatioa of the
Blind, er heimavistarskóli,
sem eingöngu er ætlaður
blindum. Þegar ég lýk námi
mínu hef ég verið þar í 3
ár. Námstíminn árlega er 10
mánuðir og kennt er 10 stund
ir á dag, 5 daga vikunnar.
Við byrjum klukkan hálf átta
á morgnana og vinnum til
klukkan fimm á daginn.
Kennt er eftir venjuiegam
kennsluaðferðum og eru verk
færin sem við notum venjuleg
verkfæri. En þar sem skól-
inn er eingöngu ætlað ,ir btind
um, fer öll bókleg fræðsla
fram á blindraletri. Kennslan
fer þannig fram að við eig-
um að geta staðið öðrum
mönnum fullkomlega jafnfæt
is, þegar út í lífið er komið.
Við leggjum okkur lika meira
fram almennt, held ég, bæði
í skóla og starfi, og með því
að vanda okkur með allt sem
við gerum reynum við að
sýna mönnunum að við get-
um gert eins vel og aðrir.
— Hver er ástæðan fyrir
því að þú lagðir stund á
píanóstillingar?
— Margir blindir menn
fara út í þessa iðngrein og
erlendis er sérstaklega mælt
með henni fyrir okkur. Frá
barnæsku hef ég haft áhuga
á tónlist. Heima á Akranesi
lærði ég einn vetur á píanó
hjá Hauki Guðmundssyni, ann
ars er ég að mestu leyti sjáVf
menntaður á sviði tónlistar-
innar. Ég spila á 12 hljóð-
færi, en einkum á píanó,
bassa og saxofón.
— Hvernig verjið þið tóm
stundum ykkar i skólanum?
— Við spilum mikið á
hljóðfæri, nú og svo skemmt
um við okkur, förum í góngu
ferðir, sitjum á kaffihúsum
og röbbum. Við gerum svona
hitt og þetta okkur til dund-
urs. — Annað árið mitt í skól
anum var rr^ér kennt að ferð
ast um eins mins liðs, og um
helgar heimsæki ég oft syst-
ir mína, sem býr ekki all-
fjarri skólanum. Ferðin til
hennar tekur mig ekki nema
einn og hálfan tíma í lest. Að
Framhald á bls. 22
Er Háskóli Islands að verða
wppeldisstöð fyrir akademisk
Stofublóm eða undirbúnings-
stofnun fyrir menn, sem eru
bæði færir og fúsir til að vinna
nauðsynleg störf í þjóðfélaginu?
Er ekki von að þannig sé
spurt, þegar ekki fást menn með
akademiska menntun til em-
bættisstarfa út um landið, svo
sem héraðslæknar, sóknarprest-
og lögreglufulltrúar?
Hér skal læknaskorturinn
einn gerður að umtalsefni, enda
ekki ástæðulaust, þegar menn
fást ekki til að sækja um hér-
aðslæknisembætti í slíkum stöð-
um sem Vestmannaeyjum, ísa-
firði og Patreksfirði.
Patreksfjarðarhérað hefur
nokkuð á annað þúsund íbúa og
er um helmingur búsettur á
Patreksfirði. Þar er sæmilegt
sjúkrahús með um 20 legurúm-
um; læknisibústaður, sem er að
vísu ekki gerður að mestu úr
gleri né þiljaður með palisand-
er; talsverð útlendingapraxis og
tekjur einshversstaðar í nánd
við eina milljón króna á ári.
Þessu fylgja að vísu gallar.
Staðan kostar mikla vinnu, ef
ekki er aðstoðarlæknir né ann-
að hjálparlið utan sjúkrahúss-
ins; það getur þurft að fara í
læknisferð út fyrir kauptúnið
í læknisvitjun einu sinni eða
tvisvar í mánuði — skv. heil-
brigðisskýrslum voru slíkar
ferðir 19 allt árið 1961. Það er úti
lokað að hafa aðeins 6-8 klst.
reglulegan vinnutíma á dag og
vera svo ábyrgðarlaus alla aðra
tíma sólarhringsins. Héraðslækn
irinn verður ennfremur að láta
svo lítið að fást við alla mann-
skepnuna í heild, en getur ekki
látið sér nægja að fást við ein-
staka skanka hennar eða skoða
sérstaka vessa hennar í mæli-
glasi eins og fínu mennirnir
innan stéttarinnar, sérfræðing-
arnir.
Læknaskorturinn úti á landi
er orðinn til vansæmdar fyrir
þjóðina, Háskólann og sér í lagi
fyrir læknastéttina sjálfa. Þetta
virðast ungu mennirnir innan
hennar vera farnir að skilja
eins og grein eitis þeirra sýnir,
Gísla G. Auðunssonar, sú sem
birtist í Mbl. nýlega. Margt var
þar vel og viturlega sagt, þótt
komizt hefði fyrir í styttra máli
og bæri of mikinn keim af mikl-
un þeirra erfiðleika, sem hér-
aðslæknar búa við nú orðið. Þetta
er ef til vill ekki tiltökumál
því að allar stéttir í þessu þjóð-
félagi alast nú upp við sjálfs-
meðaumkvun.
Það skal þegar tekið fram,
að heilbrigðismálin úti um land
eru ekki alls staðar í ólestri og
sumsstaðar býr fólkið þar við
meira öryggi að vissu leyti en
hér í Reykjavík, vegna þess að
ábyrgðin hefur ekki kafnað í
þeirri dreifingu, sem íhlaupa-
vinna sífelldra vaktaskipta hef-
ur í för með sér. Hér í Reykja-
vík eru skráðir hátt á annað
hundrað læknar, en þó er það
svo, að maður með bráða botn-
langabólgu eða sprunginn maga
getur verið í meiri hættu með
að fá ekki aðgerð í tæka tíð
heldur en þótt hann ætti heima
í Skagafjarðardölum, 80 km.
frá lækni.
Það var, eins og tekið er fram
að fjöldi hcraðslækna hefur
Páll Kolka skrifar Vettvanginn í dag og nefnir greinina: „Læknaskortur-
inn“. Þar segir m.a.: Er Háskólinn að verða uppeldisstofnun fvrir akadem-
isk stofublóm? — Enginn sækir um læknishérað er gefur um milljón kr.
árstekjur. — Sjúklingur í Reykjavík er óöruggari um læknisþjónustu en
víða úti á landi, þó hátt á annað hundrað læknar starfi í Reykjavík. —
Hér vantar skipulagningu og aga innan læknastéttarinnar. —
Tryggingastofnunin vaknaði of seint.
í grein þessa unga kollega, næsta
furðuleg ráðstöfun að skipa
nefnd til að gera tillögur um
bætur á læknaskortinum og
breytingar á læknaskipuninni,
og hafa ekki í henni neinn hér-
aðslækni eða neinn ungan lækni,
sem gátu komið viðhorfum sín-
um á framfæri, þótt það sé full-
mikið sagt, að enginn nefndar-
mannanna hafi komið út fyrir
Reykjavík síðustu 30 árin nema
á skemmtiferðalagi.
Nefndin virðist hafa séð í ó-
ljósum hillingum þörf á sam-
steypu fámennra læknishéraða
og þurfti ekki skarpa sjón til,
því að fjöldi héraðslækna hefur
undanfarið orðið að þjóna ná-
grannahéraði ásamt sínu eigin.
Hún sá aftur á móti ekki þá
brýnu þörf, sem er á því að
bæta nú þegar við aðstoðarlækni
á Patreksfirði, Húsavík og
Blönduósi, þar sem héraðslækn-
ar verða að hafa sjúkrahús
ásamt stóru læknishéraði. Til-
lögur hennar gengu aðallega í
þá átt að reyna að halda við á
pappírnum 17-22 fámennustu
héruðunum með því að bjóða
félitlum kandídötum 50% launa-
uppbót, meðan þeir eru að kom-
ast úr skuldum og afla sér fjár
til þess að sigla og verða sér-
fræðingar.
Langbezt er sú tillaga nefnd-
arinnar, eins og tekið er fram
af Gísla G. Auðunssyni, að hér-
aðslæknir skuli eftir fimm ára
útlegð í slíku héraði eiga rétt
á áisfríi á fullum launum til
framihaldsnáms erlendis, þó án
allrar skuldbindingar til áfram-
haldandi héraðslæknisstarfa og
fá að auki ferðakostnað fram
og aftur fyrir sig og fjölskyldu
sína til og frá einhverjum stað
milli Kaliforníu og Kákasus, að
báðum meðtöldum. Ljóminn fer
þó nokkuð af þessu, af því að
það er á valdi ráðherra að
ákveða . hversu margir skuli
njóta þessa árlega, og einkum
þegar borið er saman við þá
sérfræðinga, sem vinna að ein-
hverju leyti í þjónustu ríkis-
ins eða Reykjavíkurborgar og
fá á tveggja ára fresti — vænt-
anlega fram að sjötugu — þriggja
mánaða frí til utanlandsferðar
með greiðslu ferðakostnaðar og
uppihalds erlendis.
Nefndin reyndi að stagla nýja
bót á slitið fat, en gerði ekki,
þegar frá eru teknar vanga-
veltur um árlegt hlutskipti
héraðslækna, neina tilraun til að
gera ákveðnar og afmarkaðar
tillögur um aðkallandi lausn þess
ara mála. Sú varfærni hefur
vafalaust verið höfð til þess að
sneiða fram hjá blindskerjum ná
grannarígs og afdalamennsku,
sem búast má við hjá þing-
mönnum og hreppapótintátum,
ef færa á embættisskipun lands-
ins í tímabært horf.
Nú hefur reynslan sýnt á yfir-
þyrmandi hátt, að þetta nægir
ekki. Enn fjölgar ágætum hér-
uðum, sem enginn ungur læknii
sækir um, því að þá er sýnilega
ekki hægt að kaupa með fé-
mútum einum. Þeir vilja breytl
og bætt skipulag, ef grein Gísla
G. Auðunssonar túlkar viðhori
þeirra, sem líklegt má teljast
enda þótt þar kenni nokkurs
ókunnugleika á starfsskilyrðun
héraðslækna.
H^pn gerir t.d. allt of mikif
úr emangrun þeirra nú orðið.
★ Ég og nágrannalæknar mínii
á Hvammstanga og Sauðárkrók
fórum t.d. allmargar ferðir ár-
lega hvorir öðrum til aðstoðai
við meiriháttar aðgerðir, sam-
eiginlega fundi í svæðisfélag:
okkar, sem tók yfir Strandasýsli
Húnavatnssýslu, Skagafjörð o|
Siglufjörð.
0
Gísli gerir aftur á móti eki
of mikið úr þeim æfingarskor
og iðjuleysi í fámennustu héi
uðunum, sem hlýtur að leiða t:
forpokunar, ef til lengdar læl
ur, og alltaf hefur fælt men
frá þeim. Hann bendir réttileg
á samsteypu fámennra hérað
með sameiginlegri læknamið
stöð, þar sem starfi a.m.k. þrí
læknar, er geti skipt með sé
vöktum. Ég tel hann ganga hel
ur langt í þessa átt, því að víð
megi komast af með tvo lækní
ef til vill með læknanema a
auki, en í hverju héraði er sjálí