Morgunblaðið - 29.07.1966, Síða 30

Morgunblaðið - 29.07.1966, Síða 30
Í3U MORCU N BLAOIO Fðstudagur 29. júlí 196« Portúgal í PortúgElar unnu Sovét 2:1 PORTÚGALIR unnu bronsverðlaunin í Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Unnu Portúgalir í gær lið Sovét með 2:1 í kappleikn- um um 3. verðlaun keppninnar. Leikurinn var mjög tvísýnn og jafn og aðeins tveim mínútum fyrir leikslok tókst Portúgölum að skora sigurmarkið. Var hinn hávaxni miðherji Torrez (194 sm) að verki með þrumuskoti. sem hinn frækni markvörður Rússa, Jashin, hafði ekki möguleika á að verja. Jafn leikur Leikurinn var allan tímann jafn og í hálfleik var staðan 1:1. Leikurinn varð aldrei góður knattspyrnulega séð. Hvorugu liðanna tókst að ná upp hinum rétta baráttuanda og hraðinn í leiknum varð aldrei mikill. Upp- hlaupin gengu hægt með þver- sendingum og í heild var leikur- inn aldrei skemmtilegur fyrir 70 Jþúsund áhorfendur sem lagt höfðu leið sína til vallarins. Flestir áhorfenda glöddust inni- lega yfir sigri Portúgala, og fannst fólki Portúgalir eigá iþriðja sætið skilið eftir hinn ágæta leik er þeir sýndu gegn Englendingum á þriðjudaginn. En enginn hefði getað haft neitt við það að athuga þó úrslitin hefðu verið þveröfug. Svo jafn var leikurinn og svo fátt mark- vert skeði. Eusibio færði Portúgal forystu er hann skoraði úr vítaspyrnu eftir 12 mín. leik. Kurtsilava bakvörður Rússa fór höndum um knöttinn án þess þó nokkur neyðarvörn væri nauðsynleg. Vítaspyrnan var augljós og Eus- ibio skoraði sitt 9. mark í keppn- inni og er nú nokkuð öruggur með að hljóta 1000 punda verð- launin (120 þúsund ísl. kr) sem veitt eru markhæsta manni keppninnar. Mínútu fyrir hlé náðu Sovét- menn að jafna. Banishevsky skoraði eftir að markvörður Portúagia hafði hálfvarið hættu- lítið skáskot Metrevelis. Eftir hlé áttu Sovétmenn tæki- færi til að ná forystu. Sýndu þeir hættulegri og breytilegri sóknarleik en Portúgalir og í vörn voru Rússar áberandi betri. Veronin elti Eusibio, og leysti hlutverk sitt vel af hendi, án ólögmætra aðgerða. Og í heild var aldrei verulegur broddur í sókn Portúgala. Sagt eftir leikinn — Hinir hörðu og erfiðu leikir við Ungverja, Brasilíu, Búlgaríu og Englehdinga hafa haft áhrif á lið mitt, sagði Gloria þjálfari Portúgala. Liðið er þreytt, en það gat þó sýnt jákvæðan leik allan tímann. — Sóknarleikur Sovétmanna var lakari en ég bjóst við, sagði Gloria. Beztir voru Jashin, Vor- onin og Metreveli. Forsvarsmaður Rússa taldi leik inn miður góðan og kvað síðara mark Portúgala hafa verið „ódýrt“. Eusibio sagði: — Ég vona að fólkið heima sé ánægt. Enginn hafði í alvöru spáð okkur þriðja sæti. Það er ekki svo langt síðan að við í Benefica töpuðum 1:5 fyrir Manch. Utd í Englandi. Puskas hinn frægi sá leikinn og sagði eftirá: Ég varð fyrir vonbrigðum með sovézka liðið og sigur Portúgala var verð- skuldaður. Það skorti nokkuð á hraðann en liðið sýndi góða knatttækni. Akureyringar unnu 5:1 — Höfðu mýmörg fækifæri Eusibio tárfelldi er Portúgal tapaði fyrir Englandi. I gær var engin ástæða til að gráta. AKUREYRINGAR unnu Þrótt í gærkvöldi með 5 mönrkum gegn 1 í fjörugum og oft skemmtileg- um leik, þrátt fyrir það að Ak- ureyringar hefðu yfirburði lengst af í lciknum. í hálfleik stóð 2:1 fyrir Akureyri. Akur- eyringar höfði: mýmörg tækifæri við mark Þróttar og þar skall knötturinn í stöngum og dans- aði á línu — en vildi ekki oftar en 5 sinnum í markið. Fréttamanni Mbl. taldist svo til að Akureyringar hefðu átt 7 opin tækifæri í fyrri hálfleik auk markanna en Þróttur þrjú auk marksins á sama tíma. í síðari hálfleik voru misnotuð tækifær in hjá Akurevringum 10 talsins en tvö hjá Þrótti. f síðari hálfleik var Magnúsi Jónatanssyni vikið af velli eftir áminningar og endurtekin gróf brot en að öðru leyti var leik- urinn fjörngur, ott skemmtileg- ur og prúðmannlega leikinn. Akureyringar áttu öll völd á vellinum nema í síðari hluta fyrri hálfleiks. Þá sóttu Þróttar ar sig um tíma og 10—15 síðustu mínúturnar var leikurinn ekki ó jafn — en annars höfðu Akur- eyringar tögl og hagldir. Kári Árnason skoraði fyrsta markið með skaila úr hornspyrnu á 14. mín. Þróttur jafnar 10 mín. síðar. Skoraði Jens Karlsson eftir upp- hlaup sem í fyrstu virtist hættu- lítið. Á 38. mín skoraði Valsteinn faiiegasta mark leiksins. Spyrnti hann utan frá kanti föstu og snöggu skoti sem fór sem raketta í markið. Á 4. mín síð. hálfleiks hljóp steingrímur alla vörn af sér og skoraði af stutitu færi. Tæpl. tveim mín síðar skoraði hann aftur skaut í stöng til vinstri, þaðan small knötturinn í hinni stönginni og loks inn fyrir línu. Á 11 mín skoraði Kári síðasta markið, lék á alla varnarmenn og loks á markvörðinn og skor- aði auðveldlega. Akureyringar sýndu nú eftir langa bið sitt gamla eldsriögga stutta samspil og framherjarnir voru allir góðir. Þó bar Kári af á vellinum, sívinnandi og virkur. Góðan leik áttu og Guðni, sem þó mistókst vítaspyrna og Sæv- ar. í heild var lið Akureyrjnga gott, og hefði verðskuldað stærri sigur. Keflvíkingar unnu Val 3-2 — og liðin eru jöfn og efst KEFLVÍKINGAR hefndu ósig- ursins fyrir Val á dögunum á Laugardalsvelli er liðin mættust í gærkvöldi suður á Njarðvíkur- velli. Keflvikingar sigruðu með 3 mörkum gegn 2 og nú er aftur mikil spenna um efsta sætið í 1. deild, en Valur og Keflavík hafa nú forystu, bæði með 7 stig. Valur vann hiutkestið og hóf leik undan sól og vindi, enda kom í ljós að lág kvöldsólin og norðankaldinn voru góðir banda- menn þess liðsins er lék á syðra markið á Njarðvikurvellinum. Liðin skiptust á upphlaupum, hvorugum aðiia tókst að skapa verulega hættu eða tækifæri fyrr en á 13. mín. er Valsmenn áttu skot í hliðarnet eftir mikla bar- áttu á vítateig ÍBK. Tveim mín. sí'ðar hlutu Vals- menn mark að gjöf fré heima- mönnunum. Kjartani mistókst spyrna frá markinu, knötturinn fór til Hermanns sem skoraði við stöðuláust með föstu skoti í stöng og inn. Við markið færðist mikið fjör í Valsliðið, sem sótti fast og reyndi að notfæra sér sólina með því að spyrna háum boltum að marki Keflvíkinga, sem flestir fóru þó framhjá. Annað mark Vals s-koraði Berg steinn eftir að hafa fengi'ð knött- inn út við hliðarlínu, einn leiki'ð eftir endalínu framhjá hverjum varnarmanni ÍBK af öðrum og fyrir mitt markið og fengið ráð- rúm til að skjóta. Ótrúleg mis- tök hjá Keflavikurvörninni. Áhorfendur voru farnir að búast við að sagan frá leik iið- anna í Rvík endurtæki sig. En Keflvíkingar sækja í sig veðrið og ná góðum upphlaupum. Á 36. mín sækir Jón Óiafur upp hægra megin gefur vel fyrir til Grétars Magnússonar, sem spyrn ir jarðarbolta er rennur milli Argentínumenn hylitir ssm sigurvegarar ÞUSUNUIR Argentínumanna stóðu í úrhellisrigningu á flug vellinum utan við Buenos Aires er landslið Argentínu kom heim frá London. Fólkið hrópaði af óllum lífs og sálar kröftum: „Argentína vann, Argentína vann!“ Fólkið hafði lagt á sig 40 km ferð til flug- vallarins, veifaði fánum og ruddist gegnum lögregluvörð Ungu stúlkurnnr ráku leik- mönnunum rembingskossa — og fólkið hyllti betjurnar sín ar. Hápunhtur móttökunnar var er nokkrir menn blésu upp stóran knött með nafni Argentínu og átti þetta að vera tákn hins móralska sig- urs sem. Argentínumenn þykj ast hafa unnið á HM. Forystumcnn knattspyrnu- raála fögnuðu „hctjunum" og síðan var ekið með leikmenn ina til forseta landsins í opin- bera móttökn. Þar var þcim þökkuð hetjudáðin í London. Argenlínumenn segja að Englendingar og Þjóðverjar hafi sameiginlega unnið sig með svikum í úrslitin. Þýzkur dómari hafi rekið Argentínu- menn at vclli til að tryggja sigur Englands og enskur dóm ari hat'i rekið tvo Uruguay- menn af velli til að íryggja sigur Þjóðverja. Og þessu trú ir fólkið í Argentínu. Argentínuroenn héldu heim eftir 1-0 tap fyrir Englandi í átta liða úrslitum — í ein- hverjum liótasta leik, sem sézt hefur í keppninni. fóta Sig. Dagssonar í netið. Síðari hálfleikur hófst með sókn Vals og á 3. mín á Her- mann gott skot af stuttu færi sem Kjartan ver. Keflvíkingar hófu nú harða sókn, sem endar með skoti Magnúsar Torfasonar af vítateigs línu og hafnaði knötturinn í mark inu — jafntefli 2-2. Sókninni héldu Keflvíkingar áfram en ýmist voru spyrnur þeirra of langar og knötturinn fór fjarri marki eða Sigurður varði. Sigurmarkið kom á 18. mín. Spyrnt var frá marki Keflavík- ur langt fram völlinn. Varnar- maður Vals ætlaði að stöðva knöttinn rólega en Einar Gunn- arsson kom þjótandi náði knett- inum, gaf til Jóns Jóh. sem skaut viðstöðulaust og skoraði. Leikurinn gerðist nú nok.íuð grófur en dómarinn Hannes Sig- urðsson hafði góð tök á leik- mönnum og veitti áminningar og skrifaði menn upp á báða bóga. Hjá Val áttu beztan leik Her- mann og Bergsteinn en hjá Kefla vík framverðirnir Magnús Torfa son og Einar Magnússon. Einnig átti Guðni góðan leik. En áber- andi er hjá báðum liðum of mikill einleikur. Áhorfendur voru fjölmargir sennilega yfir 2000. I KVÖLD í KVÖLD fer fram einn leik- ur í 2. deild á Melavelli, milli Vikings og Í.B.S. (íþróttabanda- lag Suðurnesja), og hefst kl. 8.30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.