Morgunblaðið - 14.08.1966, Page 1

Morgunblaðið - 14.08.1966, Page 1
2H síður og Lesbók 53, áigangur 183. tbl. — Sunnudagur 14. ágúst 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins Loftorusta Herdeild úr 1. íótgönguliðasveit bandaríska hersins leitar að skaeruliðum Vietcong, og jarðsprengjum, sem þeir lögðu á svæði við veg nærri þorpinu Lai Khe í S-Vietnam, en það þorp er tæpa 50 km frá Saigon, höfuðborg S-Vietnam. Um veg þennan fer fjöldi óbreyttra borgara á leið sinni til og frá ökrum. —AP „Þannig tryggjum við friðinn“ Ltugvélar beggfa aðila löskuðust TVÆR orustuþotur af gerðinni MIG—17, sovézk byggðar, réð- ust í gær að bandarískum F-105 flugvélum yfir N-Vietnam, að sögn bandarískra talsmanna í Saigon. Önnur MIG-þotan og ein bandarísku vélanna löskuðust. Er hér um að ræða fyrstu loft orustu, sem átt hefur sér stað yfir N-Vietnam í rúman mánuð. Atburðurinn mun hafa átt sér stað um 100 km. norðvestur af Ilanoi, höfuðborg N-Vietnam. í gær gerðu bandarískar sprengjuflugvélar loftárásir á olíugeyma, um 20 km. norðaust- Framhald á bls. 27 Ulbricht minnist Berlínarmursins, sem ataður hefur verið blóði tuga flóttamanna, sem fallið hafa fyrir skothríð a-þýzkra „landamæravarða Berlín, 13. ág. — AP—NTB FIMM ár eru nú liðin frá því er Berlínarmúrinn alræmdi var reistur. Er afmælisins minnzt með hátíðahöldum í A-Berlín, en sorg í V-Berlín. A.m.k. sjötíu manns hafa lát- ið lífið við flóttamannatil- raunir yfir múrinn, frá því, er hann var reistur. í tilefni afmælisins hélt Walter Ulhricht, leiðtogi a- þýzkra kommúnista, ræðu, þar sem hann sagði, að Berlínarmúrinn hefði haft mikilvægu hlutverki að gegna; múrinn hefði komið í veg fyrir styrjöld. Ulbricht sagði í ræðu sinni, sem hann héit á fjöldafundi í A-Berlín í dag, að nauðsynlegt hefði verið að reisa múrinn, því að heimsvaldasinnar Vestur- landa hefðu verið búnir að leggja á ráðin um gereyðilegg- ingu alls A-Þýzkalands. Þá lagði Ulbricht áhei'zlu á, að múrinn hefði mjog aukið á hróður A- Þýzkalands erlendis. Ræða kommúnistaleiðtogans er talin bera hæst, skv. a-þýzk- um fréttum, í hátíðahöldum, sem efnt hefur verið til, til þess að minnast fimm ára afmælis innilokunar A-Berlínarbúa. Ulbricht, sem hélt langa ræðu í morgun. sagði ennfremur, að múrinn hefði bjargað lífi ótelj- andi V-Þjcðverja, sem (hefði Sameiginleg cáætl un um innrásina í Egyptaland árið 1956 London, 9. ágúst NTB. HAROLD Wilson, forsætisráð- herra Bretlands skýrffi frá því í neðri málsstofu brezka þingsins í dag, aff ljóst væri, aff fyrir hendi hafi veriff sameiginleg á- ætlun um að gera innrás í Egypta land í Suezdeilunni 1956. Það sem gerðist, hafi alls ekki verið þaff, aff Bretar hafi komið til skjalanna til þess aff skilja Egypta og ísraelsmenn, heldur hafi allt veriff fyrirfram ráff- gert. Tveir þingmenn úr Verka- mannaflokknum spurðu forsæt- isráðherrann, hvort hann gæti látið gera opinbert, það sem þeir sögðu, að væri leynisamningur milli Bretlands, Frakklands og ísrael frá því í október 1956 eða rétt fyrir Súezdeiluna. Svaraði Wilson því til, að stjórn hans Framhald á bls. 27 múrinn ekki verið reistur) hefðu verið reknir út á vígvöllinn. Sagði leiðtoginn, að áður en múrinn hefði verið reistur, hefðu A-Þjóðverjar gert ótelj- andi tilraunir til þess að bæta sambúð A- og V-Þjóðverja, en málaleitanir a-þýzkra leiðtoga hefðu engan hljómgrunn fengið í A-Þýzkalandi. Árásartiihneiging V-Þjóðverja hefði hins vegar orðið til þess að styrkja samstöðu landa Varsjárbandalagsins, og hefði bandalagið að lokum tekið þá afstöðu að víggirða A-Berlín, þannig að heimsvaldasinnar gætu ekki þrengt sér inn í borg- ina. „Þannig var friðurinn tryggður“, sagði Ulbricht. Þá sagði Ulbricht, að múrinn hefði mjög aukið á virðingu þá, sem erlendar þjóðir bæru fyrir A-Þýzkalandi. Nú mætti almenn ingur um heim allan líta frið- samlega þjoð — A-Þjóðverja — sem hefðu orðið að umlykja sig steinvegg til þess að halda után hans þeim öflum, sem vildu ekki annað en styrjöld. Miklar hersýningar voru í A- Berlín í dag, í tilefni dagsins. Sprenging í Snlisbury — 7 scerðust Salisbury, 13 ágúst NTB Sjö hvítir menn særffust af völdum sprengingar, er varff í kaffihúsi skammt frá ráffhúsinu í Salisbury í Rhodesiu í gær- kveldi. Voru þeir allir fluttir á sjúkrahús. Líklegt er talið að sprengju hafi verið varpað inn í kaffi- húsið en lögreglan hefur með höndum rannsókn málsins og hefur enn ekkert viljað láta uppi um það. Lögreglumenn komu þegar á vettvang er sprengingin varð og fjórir lögreglubílar lokuðu göt- unni sem kaffihúsið stendur við Blaðaljósmyndurum var meinað að taka myndir en blaðamenn fengu að standa á gangstéttinni úti fyrir kaffistofunni. Stór, sómakær og sannur flokkur — segir Nýja Kina um kinverska kommúnistaflokkinn — Lokið miðstjórnarfundi hans i Peking Peking, 13. ágúst. — NTB FRÉTTASTOFAN Nýja Kína skýrir svo frá í dag, að í gær hafi lokið 12 daga fundi miðstjórnar kínverska komm únistaflokksins. Segir frétta- stofan, að þetta hafi verið fyrsti fundur miðstjórnarinn ar frá því í september 1962 og hafi Mao Tse Tung, leið- togi flokksins verið í forsæti. Fundurinn samþykkti og stað festi allar meiriháttar póli- tískar ráðstafanir sem stjórn- in hefur gert frá því síðasti fundur var haldinn. „Nýja Kína“ segir, að í land- inu öllu sé nú ríkiandi stemn- ing bjartsýni og byltingar og miklar framfarir verði á öllum sviðum. Fiokkurinn hafi fylgt stefnu, sem miði að því að ná meiri, hraðari og betri árangri í efnahagsmálum en nokkru sinni fyrr. Á miðstjórnarfundinum var Sovétstjórnin sökuð um að hafa svikið málstað Leníns og Marx með því að koma á ný á kapital- isma í sósíalistískum ríkjum. Segir að Sovétstjórnin hafi bund izt samtckum við bandaríska öfl í ýmsum löndum og sé þar heimsvald.asinna og afturhalds- í uppsiglingu „heilagt bandalag, sem beint sé gegn kommúnism- anum, fólkinu, byltingunni og Kína“, eins og „Nýja Kína“ kemst að orði. Hinsvegar segir, að bandalag þetta sé dæmt til að misheppnazt. „Það er brýn nauðsyn að sýna hverjir vesa- lingar þeir eru og algerlega óhugsandi að taka sæti á bekk með þeim“ segir „Nýja Kína“. Þá ræddi miðstjórnin ástandið í Vietnam og gagnrýndi Banda- ríkin harðlega, jafnframt því sem hún fordæmdi andbylting- arstefnu Sovétstjórnarinnar og svik við N-Vieínam og Vietcong. Á fundinum var Mao Tse-tung hylltur mjög fyrir störf sín og stefnu sl. fjögur ár. í fregn „Nýja Kína“ af fund- inum segir ennfremur, að komm- únistaflokkurinn kínverski sé stór, sómakær og sannur flokkur og kínverska þjóðin sé stórþjóð, Kína stórt iand og kínverski her- inn sé stór og mikill her.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.