Morgunblaðið - 14.08.1966, Síða 8

Morgunblaðið - 14.08.1966, Síða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 14. Sgúst 1966 Menntako UM þessar mundir er þröngt á þingi í hátíðasal Háskól- ans. Sitja þar 70 erlendar og 35 íslenzkar háskólakonur fulltrúa- og stjórnarfund. Al- þjóðasamtaka háskólakvenna og ræða stöðu og menntun nútímakonunnar og margs kyns vandamál, svo sem of- fjölgun í heiminum. Konur þessar eru af ýmsu þjóðerni og hverri annarri menntaðri. Allar klæðast . þær á Vestur- landavisu nema fulltrúar Ind lands og Pakistan. Fulltrúi „Þúsund vatna •landsins“ á þingi þessu, er kona björt yfirlitum og glaðleg, frú Maini Palosuo, phiil. mag. Hún tók magister- prófið frá Háskólanum í Hels inki og starfaði síðan tvö ár sem blaðamaður við dagblaðið „Helsingin Sanomat". Þá vatt hún sínu kvæði í kross, gekk í hjónaband og eignaðist 5 Frú Maini Palosuo, phil. mag. Finnlandi. börn. Er börnin voru vel á legg komin hóf hún svo blaða störf á ný hjá stænsta kvenna- blaði Finnlar.ds, „Kotiliesi“. — Er algengt, frú Palosuo, að giftar konur vinni úti í Finnlandi? — Já, mjög algengt. Ég myndi segja meiri en helm- ingur allra giftra kvenna. Nú eru uppi heitar umræður i Finnlandi um stöðu konunnn- ar í þjóðfélaginu, og hlut- verk hennar yfirleitt- En það er sérstaklega erfitt að fá barnfóstrur, því að yfirleitt stefna ungu stúlkurnar mikið hærra og finnst bamfóstru- starfið ófint. Komið hefur til tals að fjö'lga dagheimilum verulega en þau eru bara svo rándýr, að fæstir hafa efni á að hafa böm sín þar. Aðrir vilja, að konum séu greidd laun fyrir að vera heima ^g gæta barna sinna. Annars held ég persónulega, að slæmt sé bæði fyrir móður og barn ef móðirin vinnur úti á fyrstu viðkvæmustu árum barns- ins. Ég dvaldi heima í 17 ár meðan börnin mín voru ung og sé ekki eftir því. En það er ekki þar með sagt, að ég hafi setið auðum höndum. Allan þennan tíma skrifaði ég greinar og þýddi fjölmargar skáldsögur bæði úr sænsku, ensku, þýzku og frönsku, þar á meðal tvær bækur eftir Dickens, „Oliver Twist“ og „Great Expectation"- Sú síðarnefnda hafði aldrei fyrr verið þýdd á finnska tungu. Blaðastarfið hefur veitt mér mikla ánægju. Ég finn að ég er að skapa eitt- hvað sjálf, eitthvað sem leynst hefur inni í mér brýzt fram. Það er þetta sem skap- ar svo mikla ánægju- — En hafið þér aldrei þinga skrifað skáldsögur? — Nei, ekki enn, en ég ætla mér að gera það seinna á lífsleiðinni. — Hvað olli því, að þér fóruð að vinna úti á ný eftir 17 ár? — Það var fyrst og fremst óvissutilfinning. Maðurinn minn er jöklafræðingur. Eitt sinn var hann tvö sumur í Spitzbergen. Þá fór ég að hugsa. Hvað nú ef hann kem- ur aldrei aftur og ég stend ein uppi með fimm börn. Þótt ég reyndi að fá vinnu myndi enginn vilja mig, ég er að verða of gömul. í Finnlandi er nefnilega enginn greinar- munur gerður á kynjum, bara aldri. Þar er fertug kona tal- in gömu'l. Þetta stafar af því að atvinnuleysi er mikið í Finnlandi og nóg af ungum stúlkum að fá í öll störf. Kon- ur gegna þar yfirleitt öllum störfum nema preststörfum- — Er þeim þá meinað að nema guðfræði? — Nei, guðfræðingar geta þær orðið en bara ekki tekið vígslu. —Eru ekki fleiri piltar en stúlkur, sem leggja stund á háskólanám. — Alls ekkL Ég myndi segja að það skiptist svona jafnt á kynin. Álíka margar stúlkur og piltar taka stúd- entspróf og hefja háskóla- nám. Eru stúlkur í meirihluta í heimspekideildum háskól- anna en piltar í raunvísinda- deildum. Hitt er svo annað mál, að miklu færri stúlkur ljúka háskólanámi. Fyrir stríð tíðkaðist alls ekki að krakk- ar giftu sig á háskólaárunum en nú er það algengt. — Hafið þér starfað lengi 1 kvenstúdentafélögum? — í 10 ár hef ég starfað i Félagi finnskra háskóla- kvenna. Byrjaði ég sem ritari nefndar, er fjallar um alþjóð- leg samskipti, en s.l. þrjú ár hef ég verið formaður þessar- ar nefndar. Félagið okkar er stærst allra norrænna kven- stúdentafélaga, svo að þér sjáið að starfið hjá okkur stendur í miklum blóma. Það er miklu stærra en sænska kvenstúdentafélagið og telur nú um 1800 meðlimi. — Og hvernig líkar yður svo við landið okkar? — Mér finnst andinn sem ríkir hérna hjá ykkur svo dásamlegur. Hér er meiri frið ur og ró en ég hef kynnst í nokkurri annarri borg. Og lit- irnir alls staðar! Jafnvel litir húsþakanna heilla mig. Þið virðist kunna að meta landið ykkar og gerið ykkur Ijóst, að hvergi í heiminum gæti ykkur liðið betur. Náttúran er svo óspillt hérna og börnin geta alls staðar leikið sér. Heima er næstum hver ein- asta spilda í borgunum notuð til að byggja upp skemmti- garða. Svona á náttúran að vera, óspillt, villt, falleg! Sú kona sem einna mestu athygli hefur vakið á mótinu, er dr. Bina Roy, annar vara- forseti samtakanna. Hún er hingað komin alla leið frá Indlandi. Athygli þá sem hún hefur vakið öðrum fremur á hún búningi sínum að þakka sem er hinn skrautlegasti, appelsínugulur, en utan yfir hann ber hún skikkju mikla, alla mynstraða. Dr. Roy stundaði nám við háskólann í Lucknow í Ind- landi. Síðan hélt hún til Bandaríkjanna og tók þar Dr. Bina Roy, Indlandi. sem lætur menningarleg sam skipti til sín taka. — Hvert er aðalverkefni nefndarinnar, sem þér starfið í á þingi þessu, frú Pavlides? — Nefnd þessi fjallar um efnahags- þjóðfélags- og upp- eldisvandamál. í ár vinnum við aðallega að athugun fólksflutninga í hinum ýmsu löndum, þar sem kvenstú- dentafélög eru starfandi. Fá um við skýrslur frá félögun- um í landi hverju og vinnum úr þeim. Við erum aðeins sex í nefndinni, svo það er nóg að gera. — Hvernig líkar yður hér, frú Pavlides? — Jú, mér líður ágætlega. Mér líður vel að hafa sjóinn hérna rétt hjá eins og í Grikk landi. Munurinn er bara sá, að við höfum alls staðar nóg af ströndum en þið bara sund laugar. — Já en Vesturbæjarsund- laugin er nú sérstaklega skemmtileg. Það er útilaug. — Veit ég vel. Ég er svo sem búin að reyna hana. Hún er ágæt. — En hvernig líkar yður mataræðið hérna hjá okkur? — Ég er nú satt að segja á þeirri skoðun, að maturinn sem hér er framreiddur sé fremur enskur en íslenzkur. En ég er búin að bragða lax og þótti hann með afbrigð- um ljúffengur. Hitt er annað mál að allur matur hér er hræðilega dýr. Hugsið yður landamæradeilur- Maður veit bara héma kostar einn tebolli rikisstjórnin nú gripið til rót- tækra ráðstafana til að koma skriði á málið- Hefur hún í þessu skyni gert áætlanir til 5 ára, sem ganga 1 gildi á næsta ári. Verða þá t.d. opn- aðrir fleiri stúilkna — en drengjaskólar- Gömlu skól- arnir eru festir aðskildir drengja- og stúlknaskólar en nýju skólarnir flestir skól- ar beggja kynja. — Segið mér, dr. Roy, ríkir ekki mikill uggur meðal ykk- ar vegna yfirvofandi hungur- sneyðar? — Ekkert frekar nú en áður. Hungrið hefur ávallt verið mikill óvinur indversku þjóðarinnar enda marga munna að fæða. En er ekki sömu sögu að segja um svo mörg önnur lönd? segir dr. Roy og yppir öxlum. Hungr- ið er alþjóðavandamál en ekki sérstakt vandamál okkar Ind- verja. — En hvað um deilurnar við Pakistan, hvenær haldið þér að þeim lykti? — Þekn lauk í fyrra, segir dr .Roy og vill sem minnst um þetta efni tala. — Og erjurnar sem þið haf- ið átt í við Kínverja? — Það eru nú bara smávegis Rabbað við f jórar konur á þingi Alþjóðasamtaka háskólakvenna doktorsgráðu 1 uppeldisfræði. Þá kenndi hú sögu og uppeldisíræði við háskólann í Nýju Delhí. Árið 1958 byrj- aði hún að vinna í Indlandi fyrir Fulbright stofnunina, en s.l. ár kenndi hún mannræði og sögu við Rhode Island Col- lege í Bandaríkjunum. Árið 1951 gekk hún í indverska kvenstúdentafélagið og var kjörinn varaforseti Alþjóða- samtaka háskólakvenna árið 1965. Dr. Roy hefur einnig numið í Bandaríkjunum. Þá hefur hún ferðast mikið um Evrópu og m.a. heimsótt Grikkland, Ítalíu, Þýzkaland, Frakkland, Belgíu og England. Dr. Roy kom hingað sl. sunnudag, en hefur setið á fundum síðan og því lítið tækifæri fengið til að skoða sig um. — Og hvernig lí'kar yður svo að vera komin úr hitan- um í Indlandi í kuldann hérna? — Vel, segir dr. Roy og sendir mér sólskinsbros. Að vísu er landið og allur gróð- ur mjög frábrugðið því sem ég á að venjast heima á Indlandi. Landið ykkar er svo lítið en okkar stórt. Hér ríkir svo mikil kyrrð og ró, og enginn virðist vera þreytt- ur. Mér geðjast vel að fólk- inu og mig langar til að kynn ast því nánar. Annars er ég hvorki dómbær á land né þjóð, þar sem ég er búin að dvelja hér svo stuttan tíma. — Er algengt að konur gangi menntaveginn í heima- landi yðar? — Nei, frekar fátítt, ann- ars fer þeim sífellt fjölgandi. í samanburði við íbúafjölda lætur hvergi nærri að tala há- skólakvenna sé fullnægjandi. En við fengum nú ekki jafn- rétti við karlmenn fyrr en ár- ið 1947. Eitt helzta vandamálið í Indlandi í dag er að mennta kvenfólkið og hefur indverska Frú C. Pavlides, Grikklandi. aldrei hvenær þær taka enda, þær geta haldið áfram 10 næstu ár, hver veit? 5 shillinga en í Englandi er hægt að fá ágætis te fyrir 2 shillinga. Þegar ég spyr frú Pavlides um stjórnmálaástandið 1 Grikklandi og hvort Konst- antín konungur og Papan- dreou fyrrum forsætisráð- herra eldi enn grátt silfur saman, færist hún undan og vill sem minnst um þetta mál tala. — Ég hef mína persónu- legu skoðanir varðandi þetta mál, sem ég vil alls ekki flíka, segir hún. Skoðanir fólks eru svo skiptar. Sumir fylgja Papandreou, aðrir ekki. En eitt er víst, að hann var mun vinsælli á meðan hann var forsætisráðherra en nú. Konstantín er afar vinsæll myndi ég segja. Hann á fallega konu og yndislega dóttur. Það hefur sitt að segja til að auka vinsældir hans, segir frú Pavlides og ljómar öll. ★ Frú Pavlides fulltrúi Grikk lands á mótinu býr í her- bergi nr 36 á Gamla Garði. Frú Pavlides er prófessor í heimspeki, latínu, grísku og sálfræði. Hún stundaði há- skólanám í Aþenu og síðar eins árs nám í þrem skólum, við Lundúnaháskóla, Edin- borgarháskóla og Columbia háskólann í New York. Hún kennir nú við kennaraskóla fyrir ráðunauta í þjóðfélags- málum og hjúkrunarkonur. Þá hefur hún undanfarin ár haft með höndum dagskrá í aþenska útvarpinu, sem fjall- ar um ýmis efni sálfræðilegs eðlis. Frú Pavlides er for- maður þeirrar nefndar hell- enska kvenstúdentafélagsins, sem fjallar um samskipti milli þjóða. Þá er hún ein af nefndarkonum í nefnd Al- þjóðasamtaka háskólakvenna, Frú L. Becker, ísrael. í kjallaraherbergi á Nýja Garði býr frú L. Becker, fuU- Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.