Morgunblaðið - 14.08.1966, Qupperneq 10
MQRG U N BLAÐIÐ
Sunnudagur 14. ágúst 1966
ie
María Júlía við hina stóru síldarverksmiðju á Skagaströnd, sem stóð óhreyfð, hið uukla at-
vinnutæki, sem bíður nýrrar Norðurlandssíldar.
Gunnar Jónsson leiðangursstj óri t.h. með myndarlegan kola.
Svipmynd af siginni ýsu og Syrtlingi, en hann. gaus af miklum móði meðan María var í kross-
ferðinni. Myndirnar tók Vignir Guðmundsson.
Myndir kokksins
á Maríu Julíu
ÞAÐ er með ýmsum hætti, sem
menn verja sumarfríinu sínu.
Einn af blaðamönnum Morgun-
blaðsins, Vignir Guðmundsson,
ákvað að eyða sínu fríi í sumar
um borð í varðskipinu Maríu
Júlíu og gerðist hann matsveinn
þar um borð. María Júlía var
þá í fiskirannsóknarleiðar.gri
á vegum Rannsóknarstofnunar
fiskiðnaðarins.
Hinn 14. júlí var lagt upp í
leiðangurinn undir leiðangurs-
stjórn Gunnars Jónssonar fiski-
fræðings. Með honum voru í leið
angrinum einn haffræðingur og
þrír aðstoðarmenn, en síðan
bættist sá fjórði við í Vestmanna
eyjum, en leiðangurinn vat á
hringferð kringum iandið. Með
Gunnari voru: Svend A. Malm-
berg, haffræðingur, Sigurður
Gunnarsson, Gunnlaugur Hall,-
grímsson, Geir Magnússon og
Gunnar Hilmarsson.
Áhöfnin á Maríu Júlíu var 10
manns og skipherra Helgi Hall-
varðsson.
Héðan frá Reykjavík var hald
ið til Ólafsvíkur og byrjað að
toga þar að morgni 15. júlí.
Ferðin hófst með ágætis veðri
og kom sér það einkar vel fyrir
kokkinn, meðan hann var að
læra að verja potta sína og pönn
ur áföllum. Næsta dag var togað
á Arnarfirði, en síðan haldið til
ísafjarðar til að fá vír í stað
annars sem bilað hafði og enn-
fremur til að gera lítillega við
eitt rannsóknartækjanna um
borð. Heimsóknina til ísafjarðar
bar upp á afmælishátíð stað-
arins og 'fengu skipverjar tæki-
færi til að dansa á strætum höf
uðstaðar Vestfjarða.
Eldsnemma næsta morgun var
haldið út á ný og byrjað að toga
á Bolungarvík, síðan haldið til
Aðalvíkur og svo norður um á
Húnaflóa. Þar var þá komin suð
vestan bræla og var skipið veð-
urteppt á Skagaströnd, en hélt
síðan til Skagafjarðar og var þá
komið stólparok á suðvestan.
Var ekki hægt að ljúka störf-
um á Skagafirði og því haldið til
Eyjafjarðar og eftir dagsveru
þar inn til Akureyrar. Þá skall
á hið magnaða norðan og norð-
austanveður, sem stóð dagana
23. og 24. júlí. Mun það sjald-
gæft að skip láti illa við bryggju
á Akureyri vegna veðurs, en það
kom þó fyrir í þetta sinn. En
það voru ekki aðeins skipin sem
illa létu. Brezkir togaramenn
fengu norðangarðinn í blóðið og
fundu hjá sér hvöt til bardaga
og illvirkja, sem frægt er orðið
af fregnum. Maríumenn sluppu
þó við öll hervirki og hélt skip-
ið út á mánudagsmorgun og var
næst togað að Skjálfanda, en
síðan háldið austur fyrir land.
Helgi Hallvarðsson, skipherra, stendur á stjórnborðsbrúar- Víða voru gerðar gegnumskins-
vængi Maríu Júlíu. mælingar undir stjórn Svends
Malmbergs, ennfremur hitamæl
ingar og ýmiss konar rannsókn-
ir aðrar, sem vísindalega þekk-
ingu þarf til að skýra.
Frá Austfjörðum var haldið
suður fyrir landið og togað við
Ingólfshöfða og Dyrhólaey. í
þann mund var einn togbátur
frá Vestmannaeyjum tekinn að
ólöglegum veiðum í landhelgi,
svo viðburðarríkir atburðir
héldu áfram að fylgja Maríu
Júlíu í þessari ferð. Eftir rann-
sóknir við Surtsey, sem voru all
víðtækar, og nefndar eru kross-
ferðir til Surtseyjar var haldið
vestur fyrir Reykjanes og togað
þar en síðan farið til Reykja-
víkur.
Hinn 4. ágúst var haldið út á
ný og togað í Faxaflóa og mæl-
ingar gerðar, en legið í Keflavík
um nóttina. Hinn 5. ágúst lenti
skipið í að bjarga Fiskakletti,
sem var brennandi skammt frá
Maríu Júlíu, svo enn gerðust
ævintýr.
Ferðinni lauk svo sunnudag-
inn 7. ágúst og voru þá allir
heilir og hressir, og höfðu merki
lega vel haldið holdum. Það
bendir til þess að blaðamenn
geti bæði framreitt fóður til
andlegrar og líkamlegrar nær-
ingar.