Morgunblaðið - 14.08.1966, Síða 24
24
MORGU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 14. ágúst 1966
FÁLKAFLUG
EFTIR DAPHNE DU MAURIER
Ég smurði brauðið mitt og las
fréttina. Carla Raspa hafði haft
rétt fyrir sér. Vesalings ungfrú
Rizzio hafði ekki getað horfzt
í augu við hlæjandi heiminn.
Hvort sem það var satt eða ekki
þá var það ekkert gaman að
vera sögð afmeyjuð á gamais
aldri.
Ruffano er heldur betur í
fréttunum, hélt frú Silvani
áfram. Sjáðu þarna efst er um
konuna, sem var myrt í Róm.
Hún var þá loksins frá Ruffano
og það á að flytja líkið hingað
til greftrunar. Og þeir eru búnir
að handsama piltinn, sem gerði
það, Það er einhver róni.
Ég leit ósjálfrátt á stóra letrið
efst á síðunni:
í gærkvöldi handsamaði Róm-
arlögreglan Giovanni Stampi,
daglaunamann, atvinnulausan
1 hili, sem hefur áður setið
inni í níu mánuði fyrir þjófn-
að. Hann játaði að hafa stolið
tíu þúsund líra seðli af dauðu
konunni, en neitar að hafa
framið morðið.
Ég ýtti frá mér blaðinu. —
Hann segist vera saklaus?
— Mundir þú ekki líka segja
það? svaraði frú Silvani.
Ég fór út og gekk upp eftir
Rossinigötu. f dag var vika síð-
an ég hafði ekið inn í Rómaborg
með ferðamannahópinn minn,
og hafði þá um kvöldið séð kon
una, sem nú reyndist vera
Marta, sofandi á kirkjutröppun-
um. Bara ein vika. Snöggleg
hugdetta mín hafði valdið morð
inu flótta mínum heim og því
að ég hitti bróður minn lifandi.
Var þetta tilviljun eða forlög?
Því gátu vísindamennirnir ekki
svarað. Heldur ekki sálfræðing-
arnir eða prestarnir. Hefði ekki
verið þessi ganga mín um göturn
ar, væri ég nú á heimleið til
STÓRKOSTLEG
VERÐLÆKKUN
MP. STÁLOFNAR
Húsbyggjendur í dug viljcf stílhreina og
fyrirferðalitfa ofna, sem hafa hóan hitastuðuf.
Um gæði MP ofnanna þarf ekki að fjöfyrða,
því að þeir eru sœnsk úrvalsframfeiðsfa.
Ofnana má tengja við hitaveitukerfi Reykjavíkur.
Hver pöntun er sérpökkuð
í lokaðar tré-umbúðir
KAtiPIÐ H/VGKVÆMT
Leitið frekari upplýsinga eða pantið
bækling frá fyrirtækinu.
Heildverzlun Laugavegi 28
Sími 16462 Reykjavík.
— Það skiptir engu þó þú gangir með bítlahárkollu, Július.
Þú getur þrátt fyrir það ekki haft áhrif á ungar stúlkur.
—.i
Genúa frá Napólí, eins og hver
annar hirðir með hjörð mína.
En eins og komið var, hafði ég
sennilega misst fararstjórastöðu
mína fyrir fullt og allt og feng-
ið í staðinn.....hvað? Bráða-
birgðastöðu sem aðstoðarbóka-
vörður sem ég gat ekki — þorði
ekki — að yfirgefa, vegna Aldos.
Hann, sem var risinn upp frá
dauðum, var ástæða mín til þess
að lifa. Við mamma höfðum
einu sinni yfirgefið hann og
vafalaust þannig stuðlað að
þessu klofna sálarlífi hans. Það
skyldi aldrei aftur verða.
Hverju svo sem bróðir minn
kynni að finna upp á, varð ég
að standa við hlið hans. Morðið
á Mörtu vesalingnum var ekki
lengur mitt mál, úr því að morð
inginn hafði náðst — heldur var
það Aldo, sem var höfuð-
áhyggjuefnið mitt.
Eins og í gær, voru allir sam
verkamenn mínir í safninu upp
fullir af allskonar kjaftasögum. |
□---------------□
40
□---------------□
Ritarinn, ungfrú Catti, hafði
ekki við að mótmæla sögunni,
sem gekk um það, fyrir milli-
göngu Tonis, að vesalings ung-
frú Rizzio hefði verið röntgen-
rannsökuð í sjúkrahúsinu á
staðnum, síðan verið send burt
undir aðgerð annars staðar.
— þetta er svo illkvittnisleg
lygi, sagði hún. — Ungfrú Rizzio
var með slæmt kvef fyrir, og
auk þess með asma. Hún er far-
in til kunningjafólks síns í
Cortina.
Giuseppi Fossi afgreiddi sög
una sem hvert annað stúdenta-
kjaftæði. — Hvað sem öðru iíð-
ur, þá lognast þessi leiðinlegi at
burður út fljótlega, svo er fyrir
að þakka honum Donati prófess
or, sem er búinn að sætta þá
prófessorana, Rizzio og Elia.
Hann ætlar að halda mikið boð
fyrir þá báða í Hotel Panorama.
Við hjónin erum boðin, og allir
prófessorarnir. Þetta verður
fínt samkvæmi, eins og þið get-
ið nærri. Eigum við nú að sleppa
allri vitleysu og fara eitthvað
að gera?
Ég fór svo að þræla, undir
stjórn hans og skánaði í skap-
inu. Sættargerð milli höfuð-
paura deildanna gat ekki spáð
nema góðu. Ef Aldo hafði fund-
ið út þennan leik, hafði mér
skjátlast um hann. Kannski
hafði ræða hans til V og H-sfcú-
dentanna á leikhúsfundinum
ekki verið annað en hún sýnd-
ist, sem sé klókindabragð til
þess að útvega sér sjálfboðaliða
á hátíðina, og ekkert annað. Ég
var nærgætinn um hvert orð
hans og athöfn, en hinsvegar
ófróður um athafnir hans í satn
bandi við hátíðina, hingað til.
Bæði frú Silvani og Carla
Raspa höfðu verið yfir sig hrifn-
ar af því, hve eðlilegar undan-
farnar hátíðir hefðu verið. Og
Butalihjónin höfðu tekið þátt í
þeirri síðustu, ásamt Rizzio pró-
fessor. Skyldi hátíðin annars
verða nokkuð frábrugðin í ár?
Ég fór heim í matinn og sam-
stundist settust félagar mínir frá
kvöldinu áður að mér.
— Liðhlaupi .... lydda........
svikari! æptu Gino og vinur
hans, þangað til hr. Silvani lyfti
hendi og skipaði þeim að þegja,
og hótaði þeim, að konan sín
skyldi reka allan hópinn út úr
húsinu.
— Þið getið öskrað eins og
þið viljið á hátíðinni, sagði hann
— en ekki undir mínu þaki. Hér
er ég húsbóndi. Setjist þér niður
og látið eins og þér sjáið þá ekki
hr. Fabbio, bætti hann við til
mín, en við konu sína sagði
hann. — Berðu matinn fyrst
fyrir hr. Fabbio.
— Ef þið viljið heyra sann-
leikinn, sagði ég út yfir allt
borðið — þá fór ég heim í gær
kvöldi af því að ég var með
magaverk. Þessu var svarað
með tortryggnihrópum. — Og
svo kann ég heldur ekki að
tvista, bætti ég við, — eða
kannski voru það tilraunirnar
til þess, sem ollu magaverknum.
Töskuútsala
ÚTSALA hefst á morgun mánudag.
Alls konar töskur.
Mikið úrval til að byrja með.
Stendur aðeins í nokkra daga.
Töskubúðin
Laugavegi 73.
ÚTSALAN
HÆTTIR UM AÐRA HELGI.
Enn er úrval af ódýrum KAPUM
og DRÖGTUM.
NÝTT: LEÐURKÁPUR á lækkuðu verði.
Bernharð Laxdai
Kjörgarði.