Morgunblaðið - 14.08.1966, Side 3
Sunnudagur 14. Sgúst 1966
MORGUNBLAÐIÐ
3
Fulltrúarnir á fundi norrænna m álnefnda á tröppum Háskólans, en Jþar er fundurinn haldinm
— Ljósm Sv. Þorm.
Fundur norrænna mál-
neínda í Reykjavík
Á FÖSTUDAG hófst hér í
Reykjavík fundur fulltrúa nor-
rænna málnefnda og mun hann
standa til mánudags. Þátttakend
ur á ráðstefnunni eru 22, þrír
frá Danmörku, sjö frá Svíþjóð,
fjórir frá Noregi, fjórir frá Finn
landi og fjórir frá íslandi.
Hin íslenzka málnefnd var
stoínuð árið 1964 og tók þá við
elörfum nýyrðanefndar, og eru
nefndarmenn þrír, dr. Jakob
Benediktsson, formaður; prófess
or Þórhallur Vilmundarson og
Bjarni Vilhjálmsson, cand. mag.
Ritari nefndarinnar er Helga
Kress, stud. mag.
Störf hinna norrænu mál-
nefnda eru að ýmsu leyti frá-
brugðin í löndunum, en í aðal-
atriðum sjá þær allar um mál-
vernd og nýyrðasmíði. Danska
nefndin sér einnig um útgáfu
hinnar dönsku réttritunarorða-
bókar.
Á fundi nefndanna hefur ver-
ið rætt um ferðamannamál og
gengið frá aðalatriðum í því sam
bandi. Hin islenzka málnefnd
hefur unnið að þvi að samræma
ferðamannamálið og finna ís-
lenzkar þýðingar á helztu orð-
unum.
Þá hefur og verið rætt um
umskrift hins rússneska stafrófs,
en það hefur til þessa valdið
miklum deilum og hefur danska
nefndin lagt fram lista, sem not
aður verður á fundinum til
grundvallar. Erfiðleikar hafa og
verið með framburð á sænskum
ættarnöfnum og verður þar
einnig saminn listi með fram-
burðartáknum til hægðarauka
fyrir útvarp.
Fundur þessi er hinn 13. sinn
ar tegundar, sem haldinn er, og
nú í fyrsta skipti á íslandi, enda
ekki nema 2—3 ár síðan ís-
lendingar urðu þátttakendur í
þessu samstarfi.
Sú Norðurlandaþjóð, sem
einna lengst hefur lagt stund á
nýyrðasmíð, þegar ef til vill ís
lendingar eru undanskildir, eru
Finnar. Forrriaður finnsku nefnd
arinnar er prófessor Matti Sad-
eniemi. Hann tjáði okkur, að
Finnar gerðu mikið af því að
búa til nýyrði, auk þess, sem
þeir þýddu mikið af indoger-
mönskum orðum yfir á mál sitt.
Flest finnsk orð enduðu á sér-
hljóða og nefndi hann sem dæmi
orðið prófessor, sem endar á i
í finnsku þýðingunni. Aðspurður
um hvaða orð Finnar notuðu yf-
ir síma, sagði prófessor Sadeni-
emi, að þeir notuðu orðið puhe-
lin, sem þýddi samræðutæki.
Hins vegar væri orðið siima til
í finnsku og þýddi það færi,
þ.e.a.s. veiðilina. Heizt þar frum
merking orðsins, ssm er eins og
kunnugt er þráður.
Átta hundraðshlutar finnsku
þjóðarinnar tala sænsku. Ekki
kvað prófessor Sadeniemi finnsku
stafa svo mikil hætta af rússn-
esku, sænskan hefði verið nokk-
uð skæð, en væri það ekki leng-
ur. Hins vegar væri nokkur
hætta af enskum áhrifum, sem
mjög leituðu á á síðustu árum,
Finnskt íþróttamál væri þó mun
hreinna en hið sænska, sem mjög
er enskuskotið. Nefndi hann
dæmi um orðið markvörður, sem
í sænsku er goalkeeper, þ.e.a.s.
Svíar nota hina ensku mynd. í
finnsku er orðið maalivatti ein-
göngu notað.
Mistök
ÞAU leiðu mistök urðu í gær við
setningu fyrirsagnar á grein um
Guðna Þórðarson fyrrverandi
verkstjóra. að bar stóð minning
í stað sjötugsaímælis. Mbl. biður
alla hlutaðeigandi velvirðingar
á þessum mistökum
Sr. Jón Auðuns, dómprófastur:
r
Osættanlegar
guöshugmyndir
HÆTTAN, sem beizlun kjarn-
orkunnar gerir auðsæja, vekur
fleiri og fleiri hugsandi menn til
meðvitundar um, hver voðaleg-
ur ábyrgðarhluti það er, að ala
á toftryggninni og aðgrejning-
unni í hverri mynd, sem er.
Hér er undirrót einnar mestu
ógæfu mannkynsins og ríkan
þátt þeirrar ógæfu er að finna
í þeirri staðreynd, að fr-í önd-
verðu að kalla hafa tveir ólikir
straumar runnið hlið við hlið í
kirkjunni, tvær ósætíanlegar
hugmyndir um Guð: Hinn af-
brýðisama refsigjarna Jahve
Gyðinganna, og kærleiksiika
föðurinn, sem Jesús boðaðL
Þessi tvö ósættanlegu hugtok
má víðar finna með samtíð okk-
ar en í guðfræðinni og krisí-
inni boðun. Þau birtast einnig í
þeim veraldlegu „ídeologíum",
hugtakafræðum, sem mest ber á
á okkar dögum.
Hugsjón frjálslyndrar stjórn-
málastefnu á rætur í trúnni á
Guð kærleikans. Nationalisminn
með öll sínu ofstæki og umburð
arleysi á rætur í guðshugmynd
hins gamla Gyðingdóms. 1
kommúnismanum búa þessi
gömlu og ósættanlegu trúarhug-
tök hlið við hlið með undarlega
líkum hætti og í guðfræðinni.
Hann fæddist af þrá eftir rétt-
læti og jafnrétti. En ein af
grundvallarkenningum hans er
fyrir löngu orðin einstrengings-
leg trú á það, að ein stétt aðeins
stétt öreiganna, sé hinn útvaldi
lýður, — raunar ekki útvahnn
lýður Guðs eins og Gyðingdóm-
ur og margar deildir kristinnar
kirkju telja sig.
Vikjum aftur að trúarbrögð-
unum.
Þess ætti ekki að vera þörf
að benda á það, sem allir eiga
að vita, að hið neikvæða í hin-
um gamla trúararfi hefir ekki
aðeins leitt kristnar þjóðir út í
blóðugar trúarstyrjaldir, heldur
til fjandskapar milli kirkjudeild
anna sjálfra og fjandskapar gegn
öðrum trúarbrögðum.
Ef sá Guð sem kristur boðaði,
hefði verið einráður í trúar-
heimi kristinna manna, væri ver
öldin mikið önnur í dag en hún
er. í framvindunni hefir hin gyð
inglega arfleifð átt vegsamlega
hlutdeild. En hin gyðinglega
guðshugmynd hefir engan veg-
inn leitt blessun eina yfir mann
kynið. Geysilegt magn þröng-
sýni, ofstækis, umburðarleysis
og hroka er runnið frá trúnni á
hefnigjarnan, afbrýðisaman
Guð. Og sú hugmynd lifir enn
í ýmsum trúarviðhorfum krist-
inna manna, þótt ósamrýmanleg
sé kenningu Krists um fyrirgef-
andi föðurelsku Guðs.
Ungur prestur sagði fyrir
nokkru við mig: Allt þetta tal
um „tolerance“, umburðarlyndi,
er ókristilegt. Samkvæmt eðli
sínu hlýtur kristindómurinn að
vera „intolerant", umburðar-
laus.
Auðvitað er afstaða þessa
unga prests í fullu samræmi við
sumar hugmyndir Gyðinga um
Jahve. En ef þetta er kristin-
dómur, er hann þá leið fyrir
mannkynið út úr þeim ógöng-
um, sem það þarf að komast út
úr? Ef þetta er kristindómur,
verður honum þá ekki einfald-
lega fleygt fyrir borð og annarra
leiðarljósa leitað til að fylgja
inn í framtíð friðar og gæfu?
Menn tala um að trúarbrögð-
in standi höllum fæti.
Það hljóta allir hugsandi
menn að harma. Að svo miklu
leyti sem vestrænar þjóðir eru
vaxnar frá villimennskunni, er
það kristindóminum að þakka.
Mörg er sú villimennska, sem
vér þurfum enn að vaXa frá.
Enginn veit, hvort önnur trú-
arbrögð eiga eftir að leysa krist
indóminn af hólmi. Við vitum
minna en það. Enginn veit
nema einhver stórmikill siðbót-
armaður innan kristninnar á
b°rð við Martein Lúter, kunni
að vera í nánd. Guð gæfi að
svo væri. Neyð kynslóðarinnar
kallar á slikt stórmenni.
En hvað um það, hvað sem
um öll þessi heilabort er, er ^an
séð að nokkurt annað afl en
trúin, og þá fyrir vestræna
menn a.m.k. kristindómurinn.
geti leitt mannkynið af refilstig
um inn i frelsandi framtíð irið-
ar og farsældar.
Við skulum athuga það mál
•örlítið nánar, þegar við hittumst
að máli á sunnudaginn kemur.
Afmœlisvísur
til Steinhórs Páfssonar Árdal
16. júlí
Norður hér á gömlu, góðu Akur-
éyri,
aldavinur okkar kæri,
óskir heilla þér ég færi.
Sýnist mér, þó sjötíu árin senn
þú fyllir,
í glímunni við gömlu Elli
gangir lengi heill frá velli.
Er þú birtist ör og hress í okkar
dýrum,
kæti vekur, kænn i svörum,
kveikir bros á allra vörum.
Deyfð og ólund eru þá í útlegð
flúnar.
Gott er að vera gerður svona,
gleðin er þín fylgikona.
Þrjóta skal því þakkir ekki. það
ég vona.
Ö,ll við mættum ætíð muna
öriætið og vináttuna.
Vona ég gæfan geisla sína glæ'ða
megi
um alla þina ævivegi
upp frá þessum heiðursdegi.
7966
Að svo mæltu óska ég þess, svo
ailir heyri
að gamla, góða Akureyri
eignist þína líka fleiri.
Frá okkur öllum í Þórunnar
stræti 104 (niðri), Akureyri
Gisli Jónsson.