Morgunblaðið - 24.08.1966, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 24. Sgðst 1986
MORGU N BLAÐIÐ
13
STÓRKOSTLEG
VERÐLÆKKUN
MP. STÁLOFNAR
Húsbyggiendur í dag vilja stílhreina og
fyrirferðalitla ofna, sem hafa hóan hitastuðul.
Um gœði MP ofnanna þarf ekki að fjölyrðo,
því að þeir eru sœnsk úrvalsframleiðsla.
Ofnana má tengja við hitaveitukerfi Reykjavíkur.
Hver pontun er sérpökkuð
í lokaðar tré-umbúðrr
K.4UPIÐ HAGKVÆMT
Leitið frekari upplýsinga eða pantið
bækling frá fyrirtækinu
Heildverzlun Hverfisgata 76
Sími 16462 Reykjavík.
Dugleg
afgreiðslustúlka
óskast strax í fataverztun. Tilboð sendist Morgun-
blaðinu fyrir fimmtudagskvöld merkt: „Vön —
8982“.
— SjÖtugur
Framhald af bls. 12.
skreytingafreyju og Ingibjörgu,
sem nemur nú list föðurins.
Jón Kaldal er ennþá vel í-
þróttum búinn og brynjaður
gegn langhlaupi lífsins. Hann
skeiðar niður Laugardalinn í
sundlaugarnar á hverjum morgni
Einu ellimörkin, sem ég hefi eygt
í Kaldal ennþá eru, að hann
fékk sér bíl í fyrsta skipti í
sumar, ekki stöðvarbíl heldur
einkabíl. En það er huggun í
harmi um örlög þessa frækna
hlaupagikks, að hann „strækar"
næstum algerlega ennþá á að
stíga upp í bílinn og eftirlætur
börnum sínum gripinn. Hann er
einn þolnasti langhlaupari og
mesti íþróttagarpur, sem þessi
þjóð hefir alið. Fimm kílómetra
Islandsmet hans stóð óhaggað í
30 ár. Ef að líkum lætur og eftir
öllum sólarmerkjum að dæma,
ættu allir lífsins meðhlauparar
hans og samlallarar, allar götur
síðan fyrir aldamót, að vera
sprungnir, áður en Jón Kaldal
skeiðar í endamark og slítur sig-
ursnúruna í hinzta sinn. Þá hlýt
ur hans að bíða stærsti verð-
launabikarinn úr hendi „dómar
ans mikla“, ef á annað borð er
þá nokkuð æðra alsjáandi linsu
auga fyrir ofan okkur, annað en
á gervihnöttum.
Til hamingju með daginn,
frændi, og ég óska konu þinni
og börnum til hamingju með
þig og list þína.
Örlygur Sigurösson.
*
Einn fremsti íþróttamaður, sem
ísland hefur alið er sjötugur í
dag. Hlaupamet hans stóðu í 40
ár. Enginn á slíkan árangur. En
eitt met hans verður aldrei
slegið og það er hið mesta. Hann
stóð ásamt vinum sínum einn
síðvetrardag í Hellisskarði og
sagði við þá: „Við kaupum þessa
brekku og þetta skíðaland og
látum alla Reykvíkinga verða
aðnjótandi þess unaðar að stunda
þessa dásamlegu íþrótt, skíða-
íþróttina".
Þessi ágæta og ógleymanlega
hugmynd var framkvæmd strax.
Hi'nn 10. apríl 1938 var Skíða-
deild ÍR. stofnuð og eignaðist
landið. Þetta er hans mesta í-
þróttamet. Skíðaíþróttinni var
I lyft á hærra stig, hún var gerð
að íþrótt. í anda Jóns Kaldal
hefir verið keppt „af ítrasta
þrótti líkama og sálar“. Ég vona
að þetta verði mottó skíðaíþrótt
arinnar, en þetta mottó þekkti
Jón árið 1917, þegar fyrsta víða
vangshlaup ÍR. var háð og hann
kom, sá og sigraði.
Skíðaíþróttin hefir orðið al-
menningseign. Honum sé þökk.
Ef einhver vill vera sannur í-
þróttamaður og maður, þá lítið
þennan mann, sem gengur um
götur Reykjavíkur „yngri en ég
og þú“, fetið í hans fótspor og
notið „ýtrustu krafta líkama og
sálar“. Þá koma metin, lífsgleðin
og lífið.
Þú sjötuga afmælisbarn!
Skíðadeild ÍR. á þér mest að
þakka og sendir þér beztu óskir
dagsins, og óskar þér og
fjölskyldu þinni alls góðs um
ókomin ár.
Með IR.-skíðakveðju.
Sigurjón Þórðarson.
IMALLORCA - LOIMDON
Sólskin - Fagurt um-
hverfi - Góð hótel
Skemmtanalíf - Góðir
verzlunarstaðir
UPPSELT 8. SEPT. — AUKAFERÐ
11. SEPT.
10 DAGAR Á MALLORCA —
3 DAGAR í LONDON.
HÆGT AÐ FRAMLENGJA FERÐINA.
FERMSkRIFSTOFAN ÚTSÝN
Austurstræti 17. — Símar 20-100 og 2-35-10.
íbúð óskast
4ra — 6 herb. íbúð óskast. Nánari upplýsingar
í síma 41477 á fimmtudag 25. þ.m.
Greiðsluáskorun
vegna ótollafgreiddra vara frá
árinu 1965
Hér með er skorað á alla þá, sem enn eiga ótoll-
afgreiddar vörur, fluttar inn til Reykjavíkur á ár-
inu 1965, að tollafgreiða þær hið allra fyrsta.
Uppboð á vörum þessum samkv. 28. gr. laga nr.
68/1956, um tollheimtu og tolleftirlit, er nú í undir-
búningi og fer fram strax og við verður komið, hafi
greiðsla aðflutningsgjaldanna ekki áður farið fram.
Tollstjórinn í Keykjavík.
VÖRUHAPPDRÆTTI S.Í.B.S.
Aðalumboð VöruSiappcSrætfis S.Í.B.S. er flutf
úr Vesturveri í Ausfurstræti 6, 2. Etæð.