Morgunblaðið - 24.08.1966, Blaðsíða 2
f
MORGUNBLAÐID
Miðvikudagur 24 ágúst 1966
Erfiðleikar að koma barni í
sjúkrahús vegna símabilunar
VEGNA staekkunar Selássím-
stöðvarinnar ciga íbúar, sem
búa á svæðinu í kringum
Elliðavatn, Vatnsenda og við
Rauðavatn ákaflega erfitt með
að ná simasambandi, og getur
oft tekið langan tima. 1 fyrra
dag hafði þetta nær haft hin-
ar aivarlegustu arfleiðingar.
1 gær hafði Erna Kristjáns-
dóttir, sem býr rétt fyrir ofan
stífluna við Elliðavatn, sam-
band við Mbl. og hafði hún
eftirfarandi sögu að segja.
Erna býr þarna ein ásamt
þremur börnum sínum, en
eitt þeirra er 3M> árs gömul
telpa, sem þjáist af sykursýki.
Hún hafði fengið iyf við þess
um sjúkdórni, og þennan dag
var hún svo hress að móðir
hennar leyfði henni að fara
á fætur og ieika sér. Móðirin
fór á meðan út til að hengja
upp þvott, en þegar hún kom
inn aftur skömmu síðar var
litla telpan komin með heift-
arlegan hitakrampa, og orðin
blá í andliti, þar sem hún
átti ákaflega erfitt um andar-
drátt.
Erna reyndr þegar að
hringja í sjúkrabifreið, en
henni tókst ekki að fá són í
símann. Þá hljóp hún yfir í
næsta liús, og bað húsmóður-
ina þar um að reyna að
hringja fyrir sig. Henni tókst
loks að fá samband við
slökkvistöðina, en á meðan
hafði Frna misst þolinmæð-
ina, og liljóp með barnið eina
100—200 metra niður að veg-
inum. Þar hitti hún bifreiða-
stjóra, sem tók hana upp í
bíl sinn og ók með hana
nokkurn spöl. f>á vildi svo
til að þau mættu lögreglubif-
reið, og var barnið flutt yfir
í hana, þar sem lögreglu-
mennirnir hófu þegar lífgun-
artilraunir með blástursað-
ferðinm, meðan ekið var
áleiðis til borgarinnar. Þegar
komið var á móts við hest-
húss Fáks mættu þau sjúkra-
bifreiðinni, sem beðið hafði
verið um, og var súrefnis-
kassi úr henni þegar fluttur
yfir í lögregiubifreiðina, þar
sem lífgunartilraunir héldu
áfram, þar til komið var í
sjúkrahús. Var þá liðin um
klukkustund frá því að Erna
fyrst reyndi að ná sambandi
við slökkvistöðina.
Erna taldi, að það hefði
orðið barninu til lífs, að hún
skyldi hlaupa með það niður
að veginum, þar sem hún
hafði ekki í uppnámi haft
rænu á að reyna blástursað-
ferðina við það. Erna sagði
ennfremur að þetta ólag með
símann væri geysilegt örygg-
isleysi fyrir íbúana á þessu
svæði og drap á, að þetta
væri í þriðja skipti, sem at-
burður sem þessi ættu sér
þarna stað í öll skiptin hefði
reynzt illkleiít að ná sam-
bandi við slökkviliðið vegna
ólags á símanum. Hlyti öllum
að vera ljóst, hve brýn þörf
væri á að þetta yrði lagað
sem fyrst.
Nýja hraunið í Surts-
ey mjög oliviniríkt
Gosið í Surtsey og þar í kring annað lengsta
frá því að land byggðist
»,ÞAÐ sem er kannski einna
skemmtilegast við gosið í Surts-
ey, frá vísindalegu sjónarmiði",
sagði dr. Sigurður Þórarinsson,
jarðfræðingur, er Mbl. rabbaði
,við hann stuttlega í gær um
nýja gosið í eynni, „er hve langt
það er orðið, og hve oft vísinda-
mönnum hefur gefizt kostur á
því að endurtaka rannsóknir á
hinura ýmsu sviðum þarna í
eynni. Visindamenn hafa
kannski verið að vinna úr eldri
rannsóknum á gosinu í eynni, og
óskað sér að mögulegt væri að
endurtaka þær, þegar eyjan hef-
ur allt í einu tekið upp á því að
gjósa aftur, og uppfyllt þar með
óskir vísindamannanna. Til
dæmis hefur nú verið hægt að
endurtaka hitamælingar á
hrauninu, o. s. frv.“
„Það er einnig mjög athyglis-
vert við þetta gos“, sagði dr.
Sigurður ennfremur, „hve oli-
_ viniríkt hraunið er, og hve oli-
vinið í því eykst. Það var meira
olivini í Syrtlingi en í Surtsey,
og meira olivini í Jólni en í
Syrtlingi, og þykir vísindamönn
um því ákaflega fróðlegt að sjá,
hvort að olivinimagnið í þessu
gosi verður meira en í Jólni. Þá
er það mjög athyglisvert, að
þegar tengdar eru saman allar
gosstöðvarnar þarna í heild, er
stefna þeirra lína I norður 65
gráður austur, en stefna minni
sprunganna, eins og í þessu
nýja gosi, og eins í Jólni og þeg-
ar Surtur byrjaði fyrst, liggja
allar mun meira í norður.“
„Gosið þarna í kringum Surts-
ey er orðið annað lengsta sem
sögur fara af síðan land byggð-
ist, og hefur nú staðið yfir í hátt
á þriðja ár. Það eru aðeins Mý-
vatnseldar sem hafa staðið leng-
ur yfir, enda má segja að gosið
við Surtsey sé líkt Mývatnseld-
um að því leyti, að það gýs ár-
um saman úr einstökum gígum,
og eins að gamlir gígar, sem
hafa legið niðri um nokkurt
skeið, taka aftur að gjósa. Á
hinn bóginn er hraunið í Surts-
ey orðið miklu basískara, en
Mývatnshraunið."
Gosstöðvar þarna hafa að
sjálfsögðu mjög mikla þýðingu
fyrir vísindamenn, bæði jarð-
fræðinga og líffræðinga. Það
hlýtur t.d. að vera ákaflegá fróð-
legt fyrir líffræðinga að fylgjast
með því hvernig líf myndast og
þróast þarna í Surtsey. En núna
LÆGÐJN yfir Grænlands- blíðuveður, 16 — 17° hiti á
hafi var nærri kyrrstæð í gær Akureyri. Á miðunum fyrir
og bar með sér litla rigningu Austurlandi var hægviðri og
til Suðúr- og Vesturlands, en víða þoka.
fyrir norðan og austan var
undanfarið hefur verið mikill
straumur manna yfir í eyjuna,
og hef ég heyrt líffræðinga lýsa
ótta sínum, að það geti haft
áhrif á þróun lífsins í eynni. En
það er von þeirra, sem með þess
um málum fylgjast, að fólk taki
tillit til þessa, og venji ekki
komur sínar í eyna að óþörfu".
Þýzka skólaskipið „Gorch Fock“ kemur í heimsókn til Reykja-
víkur á morgun, 25. ágúst, og verður hér til 28. ágúst. Siðan mun
skipið heimsækja ísafjörð í tilefni af lðO ára afmæli kaupstaðar-
ins. Þetta er í fjórða sinn, sem skólaskipið „Gorch Fock“ kemur
til íslands. Á því eru nú alls 170 liðsforingjaefni, en yfirmaður
er Peter Lohmeyer kafteinn.
Sumarmót Bridge
samb. á Laugarv.
SUMAKMÓT Bridgesambands
íslands verður haldið í lok þess-
arar viku að Laugarvatni. Mót-
ið hefst með ávarpi forseta sam-
takanna kl. 20.30 á föstudags-
kvöld. Verður þá háð tvímenn-
ingskeppni. Á laugardag verður
Ályktanir aðalfundar
Skógræktarf. íslands
Á AÐALFUNDI Skóræktarfé-
lags fsiands, sem haldinn var að
Laugum í Þingeyjarsýslu dag-
ana 19. — 20. ágúst voru gerðar
áiyktanir um eftirtalin atriði.
„1. Fundurinri vekur athygli
á því að í nágrenni kaupstaða og
kauptúna er víða um ofbeit að
ræða og hætt við að þar fari
land í örtröð.
Skorar því fundurinn á yfir-
völd ríkis- og sveitarfélaga að
skylda eigendur búpenings í og
við kaupstaði og kauptún til að
hafa búpening sinn í heldum
girðingum, svo að hann valdi
hvorki jarðeigendum í þéttbýli
né nærliggjandi sveitum vand-
ræðum með ágangi.
Sömu skipan verði komið á,
þar sem stór landsvæði eru í
hættu fyrir ofbeit og þurfa frið-
unar,
2. Fundurinn vill vekja at-
hygli landbúnaðarráðherra og
annarra, sem með gróðurmál fara
að víða er nú gengið á skóga og
kjarr, svo að til auðnar horfir.
Fundurinn telur að vinda
verði bráðan bug að því að hefta
slíkar gróðurskemmdir og væntir
þess, að lög um skógrækt og lög
um landgræðslu verði fram-
kvæmd samkvæmt ákvörðun
þeirra og lagt verði nægilegt fjár
magn til framkvæmda laganna.
3. Fundurinn beinir því til
landgræðslustjóra, að nú þegar
1 verði hafizt handa um áætlun
um heftingu landeyðingar á
Reykjanesskaga og endurgræðslu
þar, samkvæmt 42. gr. laga um
landgræðslu.
4. Fundurinn fagnar setningu
laga um styrki til ræktunar skjól
belta og væntir þess að tillögur
skógræktarstjóra um fjárveitingu
til þessa verði teknar upp á
nagstu fjárlög.
5. Fundurinn telur brýna nauð
syn að skógarvörður verði skip-
aður á Vestfjörðum.
6. Fundurinn vill láta í ljós
þakklæti til sambandsstjórnar
Þýzkalands í Bonn fyrir hin
ágætu rannsóknartæki, sem
stjórnin hefur gefið Skórækt
ríkisins.“
keppt í sveitakeppni og lýkur
mótinu á laugardagskvöld með
verðlaunaafhendineu.
Ekki er að efa að margir
munu hafa hug á því að taka
þátt í sumarmótinu nú eins og
jafnan áður. Þátttöku ber að
tilkynna til Friðriks Karlssonar,
sími 20554 eða til Óskars Jóns-
sonar, Selfossi, sími 201.
Á aðalfundi sambandsins fyrr
jTrsmhald á bls. 2’i
Rotary -
Leiðrétting
I FRÉTT í blaðinu í gær af
heimsókn forseta alþjóðasam-
taka Rotary var sagt, að Sigur-
geir Jónsson bæjarfógeti væri
forseti Rotary-klúbbs Kópavogs,
en það er sr. Gunnar Árnason.
Sigurgeir er aftur á móti um-
dæmisstjóri Rotary á íslandi.
Þá var sagt að Pétur Guðmunds-
son væri forseti Rotary-klúbbs
Keflavíkur en hann er ritari
klúbbsins. Forseti hans er Þór-
arinn Ólafsson.
Blaðburðarfólk
vantar í eftirtalin hverfi:
Háaleitisbraut —
jöfnutölurnar
Rauðalæk írá 31—74
Meðalholt
Eskihlíð I frá 5—13
Sjafnargötu
Talið við afgreiðsluna sími 22480.
Tjarnargötu
Sörlaskjól
Ægisstíðu
Laugaveg frá 1—32
Selás
Hvassaleiti I frá 1—30
JN*i$fittft(gifeUk
i