Morgunblaðið - 24.08.1966, Blaðsíða 24
24
MORCU NBLAÐIÐ
Miðvikudagur 24. ágúst 1966
FÁLKAFLUG
EFTIR DAPHNE DU MAURIER
Það var til lítils að reyna að
róa hann. Grænn af þreytu eft-
ir svefnlausa nótt, sat hann á
einum kassanum og horfði á
mig láta bækur niður í annan.
Ég fór að velta því fyrir mér,
hvort okkar væri nú lyddan
meiri — hann, sem var orðinn
skíthræddur út af einni flugu-
fregn, eða ég vegna mannsins
sem ég sá við kirkjuna.
Við fórum ekkert til hádegis
verðar. Toni kom með brauð og
kaffi handa okkur frá háskóla-
matstofunni. Fréttirnar vo-u
frekar hughreystandi. Stúdent-
anir höfðu afturkallað verkfall-
ið, og mættu í tímum. Eli pró-
fessor hafði hleypt sendinefnd
inn til sín og talað við hana i
morgunslopp. Hann hafði full-
vissað hana um, að hann væri
heill á húfi og óskaddaður.
Hann neitaði þeim um allar
frekari upplýsingar, en bað
stúdentana, sín vegna, að koma
í tíma eins og venjulega. Þeir
mættu heldur ekki fara að hefna
sín á öðrum stúdentum háskól-
ans.
— Og piltarnir samþykktu
þetta, — rétt til að hafa hann
góðan, hvíslaði Toni í eyra mér.
En þetta er ekki um garð geng-
ið enn. Þeir eru afskaplega æst-
ir.
Giuseppe Fossi fór síðdegis,
til þess að sækja fund í háskóla-
ráðinu, sem var boðaður klukk-
an þrjú, og ég fór upp í nýja
húsið, ásamt Toni til að líta
eftir upptöku bókanna, sem
þegar voru komnar þangað.
Og það var eins gott fyrir
mannorðið hans Fossi, að ég
gerði það. Bókunum hafði verið
fleygt í kassana, gjörsamlega
skipulagslaust, og það þýddi
sama sem tvöfalda vinnu, ekki
einasta fyrir okkur heldur og
aðstoðarmennina í nýja bóka-
safninu. Ég setti Toni yfir bíl-
inn (sem nú var kominn í gang
aftur með nýja framrúðu), en
var sjálfur í safninu og stjórnaði
verkinu. Einn aðstoðarmaður-
inn, sem var vandvirknari en
hinir, var bráðlega búinn að
dusta og greina hverja bók og
koma henni fyrir á sinn stað í
hillunum, meðan ég var önnum
kafinn við skrána.
Þessi bókahreinsun hjá hinum
duglega aðstoðarmanni hafði
leitt í Ijós ýmsa hluti, sem hann
hafði fleygt í rúslakörfuna eftir
að hafa ráðgazt við mig. Fölnuð
blóm, lausir nafnmiðar, gleymd
bréf, reikningar. Það var nú
næstum kominn hættutími, og
enn séist ekkert til Fossi, þegar
aðstoðarmaðurinn kom til mín
með eitt bréfið enn, til að
fleygja.
— Þetta fann ég innan í ljóða-
bók, sagði hann, — en þar sem
það er undirritað af Listáráðs-
formanninum, Donati prófessor,
þá er kannski ekki rétt að
fleygja því, eða hvað?
Hann rétti mér bréfið og ég
leit á undirskriftina. Aldo Don-
ati. Þetta var ekki skrift bróður
míns, heldur föður míns.
— Gott og vel, sagði ég. — Ég
skal sjá um það.
Þegar aðstoðarmaðurinn gekk
aftur að verki sínu, kallaði ég
til hans: — Hvar sagðiztu hafa
fundið bréfið?
Innan í heildarútgáfu af
Leopardi, svaraði hann, — sem
hafði verið í eigu einhvers
Luigi Speca. Eða að minnsta
kosti stóð það nafn á bókinni.
Bréfið var stuttort. Yfir því
stóð Draumagötu 8, Ruffano.
Dagsetning 30. nóvember 1925.
Gulnaða svarta blekið, grái skrif
pappírinn og rithönd föður míns
orkuðu einkennilega á mig.
Bréfið hlaut að hafa legið innan
í kvæðasafni Leopardis í næst-
um fjörutíu ár.
„Kæri Speca: —
Allt er í lagi. Við erum reglu-
lega hreykin af snáðanum.
Hann fitnar með degi hverj-
um og hefur gríðarlega mat-
arlyst. Líka lítur hann út fyr-
ir að ætla að verða bráðlag-
legur! Við konan mín getum
aldrei nógsamlega þakkað
þér fyrir þína miklu vin-
semd, samúð og greiðasemi,
þegar illa stóð á fyrir okkur,
en nú er því sem betur fer,
lokið. Við horfum bæði von-
glöð til framtíðarinnar.
Blessaður líttu inn og sjáðu
strákinn, ef þú hefur ein-
hverntíma tíma til.
Þinn einlægur vinur
Aldo Donati.
P. s. Marta sýnir sig vera
ekki einasta ágætis elda-
busku heldur lika umhyggju-
sama barnfóstru. Sendir þér
kveðju sína.
Ég las bréfið þrisvar og stakk
því síðan í vasa minn. Stafirnir
kynnu að vera máðir, en boð-
skapurinn var eins og hann hefði
verið skrifaður í gær. Ég gat
heyrt rödd föður míns, sterka
og skýra, fulla hreykni yfir þess
um unga syni sínum, sem nú virt
ist vera kominn til heilsu aftur
eftir hættulegan sjúkdóm. Nú
var innfærslan í skírnarbókina
fullkomlega skiljanleg: Luigi
Speca hlaut að vera læknirinn,
sem stundaði hann — fyrirrenn-
ari Mauri læknis okkar. Jafn-
vel eftirskriftin um Mörtu var
greinileg, fannst mér einhvern-
veginn. Hún hafði komið í vist
til foreldra okkar um þessar
mundir og reynzt þeim trygg þar
til yfir lauk. Já, þangað til yfir
lauk. Ég hafði séð endalokin í
morgun, við Cyprianusarkirkj-
una.
Dyrnar á nýja bókasafninu
opnuðust og Giuseppe Fossi kom
inn, og á eftir honum Toni með
fýlusvip. Yfirmaður minn hafði
nú losnað við 'þennan ofsótta
svip sinn, og vaf nú hinn hress-
asti og neri saman höndum.
— Allt í lagi? Búnir að greina
•þetta allt? Hvað eiga þessir
kassar hér að gera? Jú, ég sé,
þeir eru tómir. Gott. Hann
ræskti sig, rétti úr sér öllum og
óð að borðinu, sem ég hafði ver
ið við. — Það verða engin ólæti
í nótt, tilkynnti hann. — Há-
skólaráðið hefur fyrirskipað út-
göpgubann eftir klukkan níu á
alla stúdentana. Hver þeirra,
sem sést úti eftir þann tíma, er
sjálfrekinn. Og þetta á líka við
xun starfsmenn háskólans, sem
búa í leiguhúsnæði. í stað brott-
rekstrar, missa þeir stöður sín-
ar. Hann sendi þýðingarmikið
augnatillit til Toni og okkar
hinna. — Sérstök vegabréf
handa þeim, sem eru í áríðandi
erindum, fást hjá skrifstofunni,
samkvæmt umsókn, og það verð-
ur auðvelt fyrir yfirvöldin að
komast að því, verði þau mis-
notuð. Og ef út í það er farið,
þá er enginn verri fyrir það, að
þurfa að vera innanhús eitt ein-
asta kvöld. En vitanlega verður
bannið afturkallað annað kvöld,
daginn fyrir hátíðina.
Ég skildi nú, hversvegna Toni
var svona full. Hann hafði ætl-
að að ganga sér til skemmtunar
með kærustunni á Lífstorginu,
og síðan fara með hana einn
hring eftir Múrveginum á skelli
nöðrunni sinni.
— Hvernig er með bíóin?
spurði Toni ólundarlega.
— Allt í lagi með bíóin, sagði
Fossi, — ef þið erum komnir
heim fyrir níu.
Toni yppti öxlum og tautaði
□-----------------□
49
□-----------------□
eitthvað í hálfum hljóðum, og
tók síðan upp einn kassa.m til
að bera hann út í bílinn. Ætti
ég að segja yfirboðara mínum
frá boði Aldos til mín að koraa
á fundinn í hertogahöllinni? Ég
beið eftir því að hin kæmust
nægilega langt í burt og þá reri
ég í hann.
— Donati prófessor var svo
vinsamlegur að gefa mér að-
göngumiða til kvöldsins að her-
togahöllinni, sagði ég. — Þar á
að verða fundur til að ræða um
hátíðina.
Hann varð hissa á svipinn. —
Það er þá á hans ábyrgð, svar-
aði hann. Sem Listaráðsformað-
ur hlýtur hann að vita mætavel
um þessa fyrirskipun. Og ef hon
um þóknast að gefa aðgöngu-
miða tiltölulega ókunnugum
mönnum í borginni, þá er það
hans mál.
Hann sneri við méf baki og
öfundaði mig sýnilega af þess-
um óvænta heiðri. Ég þreifaði
eftir plötunni, sem bróðir minn
hafði gefið mér. Hún var þarna
vís í vasa mínum, ásamt fjöru-
tíu ára gamla bréfinu frá föður
mínum til Luigi Speca. Ég
hlakkaði til að sýna Aldo það.
En mér fannst nú samt, að ég
ætti heldur að fá útgönguleyfi
í skrifstofunni, ef ég ætlaði í
hertogahöllina. Bróður mínum
mundi vera alveg sama, hvort
ég kæmi eða kæmi ekki, en mín
eigin forvitni var óseðjandi.
Við læstum nýju byggingunni
klukkan sjö og ég gekk yfir í
skrifstofuna, sem var þegar um
setin af stúdentum, sem þurftu
að fá útgönguleyfi. Flestir þeirra
voru í för með kvíðafullum
skyldmennum, sem höfðu gert
ráðstafanir um kvöldverð, sem
nú gæti orðið að aflýsa. Undir-
búningsskemmtanirnar að hátíð
inni yrðu fyrir borð bornar ef
ekki fengjust útgönguleyfin, og
skyldmennin yrðu að hanga sér
til leiðinda í gistihúsum. —
Þetta er hreinasti barnaskapur!
sagði einn gramur faðir. — Son-
ur minn er á fjórða ári og svo
fá yfirvöldin þá flugu að ætla
að fara með hann eins og ein-
hvern krakka.
Hinn þolinmóði afgreiðslumað
ur svaraði, að þetta væri fyrir-
skipun frá háskólanum, og þetta
væri stúdentunum sjálfum að
kenna, fyrir að hafa hagað sér
illa.
Hinn gamli faðir hreytti út
úr sér með mikilli fyrirlitningu:
— Hagað sér illa!? Svolítil
skemmtileg sprell! Höfum við
kannski ekki allir gert eitthvað
svipað þegar við vorum ungir?,
Hann leit kring um sig, eftir
undirtektum og fann þær. Fori
eldrarnir og skyldmennin, sem
stóðu í biðröð eftir vegabréf-
*unum voru á einu máli að
skamma yfirvöldin fyrir að vera
aldarfjórðungi á eftir tímanum.
— Farið þér með son yðar til
kyöldverðar, sagði hinn ör-
þreytti afgreiðslumaður, — en
skilið honum bara fyrir níu f
stúdentagarðinn. Eða þangað
sem hann á heima, ef hann leig-
ir úti í bæ. Þið hafið öll tæki-
færi til að skemmta ykkar á
morgun og hinn daginn.
Einn og einn sneru umsækj-
endurnir frá með neitun, og reið
ir og vonsviknir afkomendur
þeirra eltu. Ég stakk höfðinu
inn í afgreiðslugluggann, og
hafði litla von um árangur.
— Ég heiti Fabbio, sagði ég,
— Armino Fabbio. Ég er aðstoð-
armaður við bókasafnið og hef
boð frá Donati prófessor á fund-
inn í höllinni klukkan níu f
kvöld.
Mér til mestu furðu rak hann
mig ekki öfugan til baka, held-
ur gluggaði í skrá, sem var við
hliðina á honum.
— Armino Fabbio. Það er 1
lagi. Við höfum nafnið yðar
hérna á skránni. Hann rétti mér
bréfmiða. — Undirritað af sjálf
um Listaráðsformanninum. Af-
greiðslumaðurinn raunaðist
meira að segja við að brosa.
Vesturbær
Vegna breytinga seljum við eftirfarandi
á niðursettu verði.
DRENGJAJAKKA
TELPUKJÓLA
PEYSUR O.FL.
Góð bílastæði.
Verzlunin Simla
Bændahöllinni Sími 15985.
hv ert sem i* rl ai ií/ hvenærseml iert íai ið
hv err ligsei m| )é rl CD íot MMENNMt ($& Iðl TRYEÍINWRfV^ \PpSTHOSSTBÆTI9 /SIM117700 1 ■
ferttosfysátnmaing
SÆNSKIR SIALOFNAR
HITATÆKI HF
MP midsWdvorofnor frá UNDVERK A/B
Alfir TsléraJdr idnad'armenn þekkja
scenska fagvinnnu og sœnskt stál
Mjög hagstcett verd
i ÍMV ; 1 V i; ' J • " i! ‘: : <? ' :.
slí Ife' i-':‘;} ■ i : .. íi . i - i r «• • ' : : •“ ' ■: rr . - ' *• - ; i
h
HhBhHpí
HITATÆKI HFfflPHan70,slMi32H6