Morgunblaðið - 25.09.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.09.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 25 sept. 1966 BILALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 24406 SENDUM IMAGNÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eftir lokun simí 40381 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 220 22 LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 Bifreiðaleigan Vegferft SÍMI - 23900 BILALEIGAN VAKUR Sundlaii£ravp°r 12 Sími 35135. B O S C H Háspennukefli aAa 6 volt 12 VOil. Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9- — Smu 36320. •Jc Væri það kurteisi um of? Sn. J. skrifar: „Þrásæknilega hefi ég vítt þann óviðfeldna hátt forleggj- ara að leyna verði bóka sinna þegar þeir auglýsa þær. Ég hefi gert það í þessum dálkum (og þar hefur Velvakandi sjálf ur gert hið sama) og ég hefi gert það annarsstaðar. Þetta pukur er vitaskuld í eðli sínu hrein og bein ókurteisi. Við vit um ástæðuna fyrir því, og þó að hún sé heimskuleg, sé ég ekki hvers vegna ekki má segja frá henni. Hún er sú, að menhirnir halda að hið háa verð, sem nú er á öllum bók- um, fæli fólk frá að líta á bók- ina. Þó að það hvorttveggja, að ekki er unnt að leyna verðinu þegar til þess kemur að selja bókina, og líka hitt, áð því mun fjarri fara að verð bóka sé óeðlilega hátt. Það verður blátt áfram að vera svona hátt, og fyrir þau litlu kynni, sem ég hefi haft af framleiðslukostnað inum, hefir mig oftlega undrað að verðið skuli ekki vera hærra en það í rauninni er. Það er bara þetta, að bækur eru óþarfavarningur og mega því frá almennu sjónarmiði helzt ekkert kosta. Sígarettur og svartidauði eru á hinn bóg- inn lífsnauðsynjar, og þar má því ver'ðið vera svo hátt sem vera vill. Til eru að vísu þeir forleggj- arar, sem ekki pukra með verðið, svo er t. d. með Bóka- forlag Odds Björnssonar og ísa foldarprentsmiðju. Hafa nú þessir forleggjarar orðið þess varir, að kurteisi þeirra spillti fyrir sölu bókanna? Ég hygg að þeir mundu svara neitandi ef þeir væru um þetta spurðir. Nú er fréttastofa útvarpsins farin að segja frá haustbókun- um nýju, sagði t. d. frá nokkr- um þeirra 13. þm. Það var ljóst, að þar mundi um merkar bæk- ur að ræða sem ættu erindi til þjóðarinnar. En ekki var þess getið, að þær kostuðu neitt. En væri ekki kurteisi um of ef fréttastofan vildi iram vegis geta verðs þeirri bóka, er hún segir frá? Ég hygg að mörgum tiustendum mundi koma það vel, og spara mundi það símtöl. Sn. J. Jf- Reykjavík — Keflavík Svefnstyggur skrifar: „Samtíð okkar er að svo mörgu leyti frábrugðín fortíð- inni, að áreiðanlega verður örð ugt að finna eitthvað eitt, sem nefna megi henni til aðgrein- ingar frá fyrri tímabilum i æviskeiði mannsins á jörðinni. En áreiðanlegt er þáð, að eitt af því, sem einkennir líf okkar og gerir það afbrigðilegt frá því, sem áður var er það, að aldrei hafa tiltölulega jafn margir menn og nú orðið að lifa í jafn yfirþyrmanlegum hávaða, bæði í vöku og svefni. Bæði fyrr og síðar hafa fræði- menn varað við þeim hættum, sem manninum eru búnar af sambýlinu við hávaðann, en þess vegna hafa m. a. veri’ð gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að bifreiðastjórar þeyti horn að þarflausu og sums staðar, t. d. í Frakklandi, eru bifreiðar fyrirvaralaust teknar af þeim, sem brjóta þessi fyrirmæli. Hin nýja og siaukna umferð í lofti hefir á þessum sviðum sem öðrum skapað ný og áður óþekkt vandamál. Talið er að hraðþoturnar nýju muni enn auka á þann vanda, sem al- menningi er búinn vegna flug samgangnanna, þar sem þrýst- ingurinn, er þær geysast gegn um hljóðmúrinn, getur orðið svo mikill, að auk hávaðans. er af honum leiðir, þá muni hann valda rúðubrotum, og þannig verða til þess að rjúfa þann frið, sem þeir eiga rétt á að njóta, sem fjarri eiu flug- völlum og telja sér flugsam- göngur lítt viðkomandi. Allt frá því er flugsamgöng ur hófust um Reykjavíkurflug völl hafa íbúar höfuðborgarinn ar orðið að þola mikinn og lítt þolandi hávaða, stundum bæði að nóttu sem degi, af fei'ðum flugvéla. Er það mál sannast, að ef menn hefðu í öndverðu gert sér grein fyrir þessum af- leiðingum staðsetningar flug- vallarins þá hefði sennilega allt annar staður upphaflega verið valinn til flugvallarstæðis en Vatnsmýrin. Með brottflutningi bæki- stöðva flugvéla Loftleiða af Reykjavíkurflugvelli léttist að mun það farg, sem bæði lá á íbúum Reykjavíkur og Kópa- vögs vegna hávaða, einkum við flugtök, og með þeirri vitur- legu ráðstöfun ríkisstjórnarinn ar að ákveða að hin nýja þota Flugfélags íslands skuli hafa bækistöð á Keflavíkurflugvelli, þá hefir mikilli vá verið bægt frá íbúum Reykjavíkur og ná- grennis. En betur má ef duga skal. Krafan hlýtur að verða sú, að engar flugferðir verði leyfðar yfir höfuðborgina að næturlagi. Þess vegna á a. m. k. að flytja allar bækistöðvar millilandaflugsins frá Reykja- vík til Keflavíkur. Lágmarks- krafa hins venjulega borgara hlýtur áð vera sú, að hann fái að njóta næturfriðar vegna há- vaðans frá ferðum flugvéla yf- ir höfuðborginni. Það er áreið- anlega nóg á okkur !agt með því að þurfa allan daginn að búa við nið og öskur bifreiðaum ferðarinnar og flugsins yfir höfðum okkar þó að við meg- um fá að njóta í sæmilegu næði hvíldarinnar eftir lang- an starfsdag. Brottflutningur flugvéla Loft leiða af Reykjavíkurflugvelli og staðsetning hinnar nýju þotu Flugfélagsins á Keflavíkurflug velli var mikið miskunnarverk þeim, sem illa þola hávaða, einkum að kvöld- og nætur- lagi, jafn vel þó að þær ráð- stafanir hafi verið gerðar af öðrum ástæðum en þeim að hlífa hinum almenna borgara, að ógleymdum sjúklingum þeirra sjúkrahúsa, sem eru í nágrenni flugvallarins, við hin um ægilega hávaða af flugferð unum. En við eigum kröfu á að hér verði ekki staðar num- ið. Borgararnir eiga að heimta það af yfirvöldunum að ráð- stafanir verði gerðar til trygg- ingar þvi, að engar flugvélar verði öskrandi yfir höfðum okk ar eftir að kominn er venju- legur háttatími. Þeir, sem þá vilja ferðast í lofti, geta lagt leiðir sínar um Keflavíkuiflug völl. Burt frá Reykjavík með allar flugsamgöngur á venju- legum hvildartíma. Fljúgi þeir, sem fljúga vilja til og frá Kefla víkurflugvelli að kvöld- og næt urlagi, en leyfið okkur Reyk- víkingum áð fá að hvílast i friði eftir þann hávaðasama dag, sem við verðum að lifa hér í höfuðborginni. Svefnstyggur". Pelikano Viljirðu vanda rithöndina velurðu ávallt PELIKAN. PELIKAN-Lindarpennarnir PELIKANO-Fyllingarpennarnir PELIKAN-Kúlupenninn 2x1 með sjónvali PELIKAN-Kúlupenninn „155“ PELIKAN-Þrýstiblyjanturinn „150“ Allt eru þetta viðurkenndar gæðavörur, sem stuðla að auknum námsafrekum. Sturlaugur Jónsson & Co. Vesturgötu 16, ReyKjavík. Símar: 13280 og 14680. Byggingalóð Óska eftir að kaupa lóð undir einbýlishús helzt í Vesturborginni. Einnig kemur til greina lóð undir tvíbýlishús. Þeir sem hafa slíka lóð tiJ sölu sendi nafn sitt til afgr. Mbl fyrir næstkomandi mánu- dagskvöld merkt: „Byggingarlóð — 4325“. LOKSINS Er komið á markaðinn hið hrífandi franska ilmvatn JE REVIENS ásamt EAU DE COLOGNE og EAU DE TOILETTE PARÍS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.