Morgunblaðið - 25.09.1966, Blaðsíða 6
6
MORCUNBLADIÐ
Sunnudaffur 25. sept. 1966
ÞANN 20. október næstkomandi kemur á markaðinn ákaflega sér-
kennileg bók, sem heitir Hófadynur og gefur Litbrá hana út. Andrés
Björnsson og Kristján Eldjárn völdu efnið í bókina, ljóð og
sógur um íslenzka hestinn, en þó þannig úrval, að Halldór Péturs-
son gæti teiknað myndir með textanum og málað. Segja má, að allt
efnið hafði áður birzt í íselnzkum tímaritum og bókum og
er vinsælt efni. Sérstaklega hefur verið vandað til þessarar útgáfu.
Sérstakur pappír fenginn í hana, og hún er í „fótósett“. Við áttum
stutt samtal við Rafn Hafnfjörð hjá Litbrá í gær, og tjáði hann
okkur, að ekkert yrði til sparað svo að þessi bók mætti verða vel
gerð. Meðal annars væri hún útgefin vegna 50 ára afmælis Hall-
dórs Péturssonar listmáiara, en það ber upp á mánudaginn 26.
september.
Undir mynd þá eftir Halldór, sem hér birtist, er eftirfarandi
vísa eftir Þórð frá Strjúgi:
Þó slípist hestur og slitni gjörð,
slettunum ekki kvíddu,
hugsaðu hvorki um himin né jörð,
haltu þér fast og ríddu.
íbúð óskast
Óskum eftir íbúð sem fyrst.
Upplýsingar í síma 16451.
Stúlkur Stúlkur óskast til af- greiðslu i veitingasal, sæl- gætisbúð, við bakstur og eldhússtarfa sem fyrst. Hótei Tryggvas,káli, Self.
Keflavík — Suðurnes Sjónvarpsnet ásamt upp- setningu fyrir íslenzku stöð ina. Fljót afgreiðsla. Stapafell. Sími 1730. K.vík.
Dodge Weapon Til sölu með stólasætum og diselvél, í toppstandi — Axel og Reykdal, Selfossi Sími 212 — 262
Trommuleikarar ótvírætt glæsilegasta trommusett á íslandi, er til sölu, með tækifæris- verði, vegna burtfarar. Pétur östiund, sími 37890 kl. 1—3 daglega.
Þvottahúsið Ægisgötu 10 Tökum stykkjaþvott, frá- gangsþvott og blautþvott. Sækjum — Sendum. — Þvottahúsið, Ægisgötu 10. Sími 15122.
Bamagæzla 14—16 ára stúlka óskast til að gæta drengs á öðru ári í vetur, allan eða hálfan daginn. Uppl. í síma 21638.
Heimavinna Eldri maður óskar eftir einhverri heimavinnu, járn eða annað efni, lóðningar og hávaðalaus vinna kemur til greina. Uppl. í síma 37446.
Heilsuvernd Námskeið mín í tauga- og vöðvaslökun og öndunar- æfingum, fyrir konur og karla, hefjast í byrjun okt. Uppl. í síma 12240 Vignir Andrésson, íþróttakennari.
Píanókennsla Fiðiukennsla KATRlN DALHOFF Fölnisvegi 1. Sími 17524.
Píanókennsla Er byrjaður að kenna. Aage Lorange Laugarnesvegi 47. Sími 33016.
Lítill pappírsskurðarhnífur óskast. Upplýsingar I síma 30090.
Píanókennsla Byrja kennslu 1. október. Nemendur vinsaml. tali við mig sem fyrst. Jórunn Norðmann Skeggjagötu 10. Sími 19579.
Keflavík — Suðurnes Mjög sterk og áferðarfalleg m ö 11, hálfglansandi og glansandi innanhúsmálning Bílasprautun - Skiltagerð Vatnsveg 29. Sími 1950.
Smurstöðin Lækjarg. 32, Hafnarfirði. Opin alla virka daga, laugardaga til 3.
VISIJKORiM
Brostu, þar til brestur hjarta,
brostu gegnum húmið svarta.
Brosið eykur birtu og þrótt,
brosið lýsir dimma nótt.
Herdís Þorsteinsdóttir
frá Vík.
ÍRÉTTIR
Almennar samkomur. Boðun
fagnaðarerindisins á sunnudag
að Austurgötu 6, Hafnarfirði kl.
10 árdegis, Hörgshlíð 12, Rvík
kl. 8 síðdegis.
Hjálpræðisherinn
Sunnudag bjóðum við alla vel-
komna á samkomur kl. 11:00 og
kl. 20:30. Sunnudagaskólinn er á
hverjum sunnudegi kl. 14:00.
Leyfið börnunum að sækja sunnu
dagaskóla! Heimilasambands-
fundur miðvikudag kl. 20:30.
Allar konur velkomnar.
Kristileg samkoma á Bæna-
staðnum Fálkagötu 10. sunnud.
25. þm. kl. 4. Bænastund alla
Virka daga kl. 7 e.m. Allir vel-
komnir.
Samkomuhúsið Zíon
Óðinsgötu 6 a.
Sunnudagaskólinn byrjar á
morgun kl. 10:30. Almenn sam-
koma verður einnig á sunnudag
kl. 20:30. Verið velkomin.
Heimatrúboðið.
Fíiadelfía Reykjavík
Almenn samkoma sunnudag
ki. 8. Tvær af norsku stúlkunum
kveðja með tali og söng.
Kristileg samkoma verður í
samkomusalnum Mjóuhlíð 16
sunnudagskvöldið 25. september
kl. 8. Allt fólk hjartanlega vel-
komið.
Hjálpræðisherinn.
Úthlutun á fatnaði frá 26. til
30. þ.m. frá kl. 10 til 12 og 15
til 18.
Hitaveita Amarness
Félagsfundur í samtökum um
hitaveitu í Arnarnesi verður í
Tjarnarcafé uppi mánudaginn 3.
okt. kl. 5 e.h.
Dagskrá: Tekin ákvörðun um
byggingu kyndistöðvar.
. Stjórnin.
Óháði söfnuðurinn. Aðalfund-
ur eftir messu sunnudaginn 25.
þ.m. Stjórnin.
Bústaðasókn
Munið sjálfboðaliðsvinnuna i
við kirkjubygginguna.
Háteigsprestakall
Munið fjársöfnunina til Há-
teigskirku. Tekið á móti gjöfum
í kirkjunní daglega kl. 5—7 og
Haldið borginni
hreinni
Allt sem faðirinn gefur mér, mun
koma til mín, og þann sem til mín
kemur mun ég alis ekki reka.
(Jóh. 6,37).
f dag er sunnuðagur 25. september
og er það 268. dagur ársins 1966.
Eftir lifa 97 dagar. 16. sunnudagur
eftir Trinitatis. Árdegisháflæði kl.
4:07. Síðdegisháflæði kl. 16.27.
Upplýsingar um læknaþjón-
ustu í borginnj gefnar í sim-
svara Læknafélags Reykjavíkur,
Siminn er 18888.
Slysavarðstofan í Heilsuvernd-
arstöðinni. Opin allan sólarhring
inn — aðeins móttaka slasaðra —
sími: 2-12-30.
Vikuna 24. sept. — 1. okt. er
kvöldvarzla í Ingólfsapóteki og
Laugarnesapóteki.
Næturlæknir í Hafnarfirði.
Helgarvarzla laugardag til mánu-
dagsmorgun 24/9—26/9 Ársæll
Jónsson, sími 50745 og 50245.
Aðfaranótt 27. sept. Kristján Jó-
hannesson sími 50056.
Næturlæknir í Keflavík 22/9
til 23/9 er Jón K. Jóhannsson
sími 1800, 24/9—25/9 Kjartan
Ólafsson, sími 1840, 27/9 Guðjón
Klemenzson sími 1567, 28/9 er
Jón K. Jóhannsson sími 1800.
Hafnarfjarðarapótek og Kópa-
vogsapótek eru opin alla daga frá
kl. 9 — 7 nema laugardaga frá
kl. 9 — 2, helga daga frá kl. 2 —
4.
Framvegls verður tekíS & mðti þelm.
er gefa vilia blóð i Blóðbankann, sem
hér segir: Mánudaga. þriðjudaga,
fimmtudaga og föstudaga frá kl 9—u
f.h. og 2—I e.h. MIÐVIKUDAOA frá
kl. 2—8 e.h. Laugardaga frá kl. 9—11
f#h. Sérstök athygli skal vakin á mið«
vikudögum, vegna kvöldtímans.
Bilanasimi Rafmagnsveitu Reykja-
víkur á skrifstofutíma 18222. Nætuf-
og helgidagavarzla 18230.
Orð lífsins svara i sima 10000.
RMR-28-9-20-SPR-MT-HT.
I.O.O.F 3 = 1481268 = Fl. Fr.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ kl. 8
Titovi, Igor Viadimirovitsj og Nina Mikailovna, Þessi rúsnesku
listamenn skemmta í Þjóðieikhúsinu í kvöld kl. 8.
Titovihjónin luku námi í Fjölleikaskóla ríkisins í jafnvægislist og
hófu starf á sviði eins af stærstu fjölleikahúsum í heimi, Fjölleika-
húsinu í Moskvu. Óvenjuleg nákvæmni, kraftur og fimi einkennir
atriði þeirra. Áhorfendur finna glöggt til fegurðar og afls manns-
Iíkamans meðan Titovi hjónin eru á sviðinu. Þau hafa hlotið af-
bragðsundirtektir áhorfenda í Sovétríkjunum, Grikklandi, J..gó-
slavíu, Póllandi, Víetnam, Þýzkalandi og Finnlandi.
só NÆST bezti
íslendingar hafa lengi hræðst og hatað Tyrki, eins og orðið íyrki
í merkingunni níðingur ber með sér.
Þegar heimsstyrjöldin brauzt út 1914, kom Ólafur prestur í Hraun
gerði til ekkju nokkurrar í prestakalli sínu, og sagði henni þess
tíðindi og hvaða þjóðir berðust.
„Eru Tyrkir komnir með í stríðið?“ spurði ekkjan.
„Ekki hef ég heyrt þess getið“, svaraði prestur.
„Guði almáttugum sé lof fyrir það“, sagði þá ekkjan.
Mikil ólga er nú í sjónvarpsm álunum vegna ákvarðana um takmörkun Keflavikursjonvarpsins
og er líklegt að næsta Keflav íkurganga verði ail f jölmenn.