Morgunblaðið - 25.09.1966, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
i
Sunnudagur 25 sept. 1966
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
P.itstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 105.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Knstinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
7.00 eintakið.
NU ER TÆKIFÆRIÐ
Ctjórnarandstæðingar hafa
^ nú svo vikum og mánuð-
um skiptir rætt um erfiðleika
atvinriuveganna vegna verð-
bólgunnar og nauðsyn þess,
að verðbólgan yrði stöðvuð.
Hefur ekki verið hægt að
túlka skrif stjórnarand-
stöðublaðanna um þessi
mál á annan veg en
þann, að einungis ef ríkis-
stjórnin tæki forustu um
stöðvun- verðbólgunnar,
' mundu stjórnarandstöðuflokk
arnir og aðrir ábyrgir aðilar
í þjóðfélaginu leggja slíkri
viðleitni lið.
Það er því ánægjulegt, að
stjórnarandstöðuflokkarnir fá
nú tækifæri til þess að styðja
baráttuna gegn verðbólg-
unni. Með niðurgreiðslum á
búvöruverðinu hefur ríkis-
stjórnin stigið fyrsta skrefið
í þá átt að stöðva verðhækk-
unarölduna í landinu, og þar
með hefur hún skapað bæði
Framsóknarmönnum og
kommúnistum, svo og hinum
ýmsu hagsmunasamtökum,
tækifæri til þess að sýna í
verki margyfirlýstan vilja
sinn til þess að stöðva verð-
bólguna í landinu. Til, þess
liggja nú alveg sérstaklega
"knýjandi ástæður, þar sem
verðlag fer lækkandi á út-
flutningsafurðum okkar, og
fyrirsjáanlegt að atvinnu-
vegirnar geta ekki starfað að
óbreyttum aðstæðum, nema
þegar í stað verði stöðvun á
verðhækkunaröldunni.
Landsmenn allir eru orðnir
langþreyttir á verðbólgunni
og afleiðingum hennar, og á
síðustu árum hefur verðbólg-
an komið sérstaklega hart nið-
ur á atvinnuvegunum. Það
er því alveg ljóst, að eigi að
tryggja áframhaldandi
^atvinnu í landinu er nauðsyn-
legt að stöðvun verði á þeim
kostnaðarhækkunum og kaup
hækkunum, sem staðið hafa
yfir í mörg ár. Þess vegna ríð-
ur nú á, að allir hlutaðeigandi
aðilar grípi það tækifæri, sem
nú hefur skapazt með aðgerð-
um ríkisstjórnarinnar til þess
að stöðva verðhækkanir í land
inu, og miðað við málflutn-
ing stjórnarandstæðinga og
yfirlýsingar leiðtoga verka-
lýðshreyfingarinnar og at-
vinnurekenda, verður þess
vissulega vænzt, að allir þess-
ir aðilar fylki sér nú undir
það merki, sem ríkisstjórnin
hefur hafið á loft og almenn
samtök takizt milli allra
ábyrgra aðila í landinu um
stöðvun þeirra verðhækkana,
sem hér hafa staðið yfir alltof
lengi og hljóta óhjákvæmi
lega að hafa hinar alvarleg-
ustu afleiðingar fyrir atvinnu
líf og efnahagslíf landsmanna,
ef þær verða ekki stöðvaðar
nú.
ÞEGAR FRAM-
SÓKNARMENN
VORU VIÐ VÖLD
llyfálgagn Framsóknarflokks-
ins segir í forustugrein
sinni í gær, að ríkisstjórnin
hafi tekið upp „óheillastefnu“
í landbúnaðarmálum 1960.
Af því tilefni er ástæða til að
vekja athygli á nokkrum
óhrekjanlegum staðreyndum
í sambandi við stjórn Fram-
sóknarmanna á landbúnaðar-
málum og þá stefnubreyt-
ingu, sem upp var tekin 1960,
því að vissulega var þar um
gagngerða stefnubreytingu að
ræða, sem orðið hefur bænd-
um mjög til hagsbóta.
Meðan Framsóknarmenn
voru við völd urðu bændur
að greiða 35% toll af land-
búnaðarvélum, en fyrir for-
göngu núverandi landbúnað-
arráðherra var sá tollur
lækkaður í 10%. Þegar Fram
sóknarmenn hrökluðust frá
völdum voru lánasjóðir land-
búnaðarins gjörsamlega
gjaldþrota og höfðu enga
mögulejka til þess að veita
þau lán til bænda. Fyrir for-
göngu núverandi ríkisstjórn-
ar og með tilstyrk bænda
sjálfra, voru lánasjóðirnir
endurreistir og verða nú öfl-
ugri með hverju árinu sem
líður. Meðan Framsóknar-
menn stjórnuðu landbúnaðar-
málum voru engin lán veitt
til vinnslustöðva og slátur-
húsa, og af þeim sökum er
meira en helmingur slátur-
húsa í landinu í því ástandi,
að þau verður að endur-
byggja, og hið sama ma
seg.ja um mjólkur- og kjöt-
vinnslustöðvar, en uppbygg-
ing þessara vinnslustöðva
landbúnaðarins hafði ekki
hJotið neinn stuðning á
valdatímum Framsóknar-
manna.
Frægt dæmi um skilnmg
Framsóknarmanria á málefn-
um landbúnaðarins er það,
þegar forustumenn bænda
gengu á fund þáverandi fjár-
málaráðherra, Eysteins Jóns-
sonar, og óskuðu eftir útflutn
ingsuppbótum úr ríkissjóði,
til þess að standa undir
halla á útflutningi landbún-
aðarvara. Þeir fengu algjöra
neitun við þeirri beiðni og
urðu bændur því sjálfir að
bera hallann af útflutningi
landbúnaðarvara. Öllum er
kunnugt um aðgerðir núver
andi ríkisstjórnar í þessum
efnum. En það sýnir svo glögg
lega meðferð Framsóknar-1
manna á málefnum bænda
Afla Japanir sér
kjarnorkuvopna?
— Kjarnorkuvopnaskak Kínveria hefur
hleypt af stað umræðum um pá
forboðnu hluti þar í landi
TÓKÍÓ. — Beiting kjarn-
orku í iiei naðurskyni hefur
ávallt verið umraeðuefni, sem
komið heíur Japönum úr
jafnvægi svo ekki verði
meira sagt Minningarnar frá
Hiroshima og Nagasaki
kunna að vera 21 árs gamlar,
en þær standa almenningi
fyrir sjónum sem atburðirnir
hefðu gerv.t í gær.
Ríkisstjóniir þær, sem
undanfarin ár hafa setið í
Tókíó, hafa ávallt gætt þess
vel að endurnýja heitin um að
„smíða ekki né flytja inn
k j arnork uvopn.“ Ríkisstjórn
irnar liafa raunai notið góðs
af kjarnoriruveldi Bandaríkj-
anna, e:i hafa jafnframt orðið
að líta ti1 hinnar vinstri sinn-
uðu sfiórnarandstöðu með
varúð, en hún hefur verið svo
andkjarnorkusinnuð að stapp
ar nær oístæki. Hefur stjórn-
arandslaðan jafnvel æst fólk
upp vegna heimsóknar kjarn-
orkuknúinna skipa frá Banda
ríkjunum.
Sérhver japanskur stjórn-
málamaður, sem einhvers
virði felur sig, hefði þar til
fyrir ári eða jvo talið með
öllu óhugsandi að þjóð hans
myndi vopnast kjarnorku-
vopnure.
Það, sem nú hefur hleypt
af stað hinum forboðnu um-
ræðum, er kjarnorkuvopna-
tilraunir Kinverja og mögu-
leikarnir á því, að Kínverj-
um takist að smíða vetnis-
sprengju. Stjórnmálamaður
einn hér lýsir þessu svo:
„Hin aukna kjarnorkuógnun,
sem statar frá Kína, hefur vak
ið hina íhaldssömu stjórn
Eisaku Sato upp af svefni og
til umhugsunar um endur-
skoðun á varnarmálastefnu
Japan.“
Japanir líta svo á, að þeir
standi berskjaldaðir frammi
fyrir kjarnorkumætti hins
volduga nágranna síns. Og sú
staðreynd, að Peking hefur
einangrað sig í kommúnista-
heiminum hefur orðið til þess,
að japanskir kommúnistar og
vinstrisinnar, sem voru
meðal hinna fyrstu kommun-
istaflokka til að segja skilið
við Pekiug, hafa ekkert látið
til sín heyra í kjarnorkuum-
ræðum þeim, sem nú eru að
Eisaku Sato.
hefjast í Japan.
í dag er hlustað á raddir,
sem ekki hefðu þorað að láta
í ljós álit s:tt fyrir einu ári.
Kiichi Saeki, fyrrum yfir-
maður varnarmálastofnun-
arinnar — sem tók við af
Keisaralega hernum sam-
kvæmt stjórnarskrá Japan
eftir stríð — segir: „Sjálf-
stæður kjarnorkuvopnabún-
aður Japan kann að verða
raunhæfur mótleikur við hót-
unum Kínverja um aukinn
kjarnorkuvígbúnað.“ Hr.
Takatsuji, einn þingmanna,
bætir við: „Það brýtur ekki
í bága við stjórnarskrá lands-
ins að þ: ð afli sér kjarnorku-
vopna, ef slíkt þjónar vörn-
um okkar, og stefnu innan
ákveðinna takmarka."
Það kann að koma á óvart
að Sato, forsætisráðherra,
hefur lýst sig sammála þess-
urn ummælum Takatsuji.
„Enda þ^t hér sé ekki um að
ræða skoðun ríkisstjórnar
Japans sem slíkrar, þá sé ég
ekkert athugavert við þessa
yfirlýsingu“. segir forsætis-
ráðherrann.
Það er að vísu löng leið
frá umræðum, loðnum tillög-
um og þessháttar til þess að
Japanir raunverulega komi
sér upp kjarnorkuvopnaforða.
Veruleg andstaða er gegn
slíku í landinu, og yrði að
iægja öliur hennar áður en
til kæmi. Þar við bætist, að
búast rnætti við háværri
gagnrýni frá öðrum Asíu-
löndum, rem myndu vafa-
laust dusta rykið af endur-
minningum sínum frá heims-
styrjöldmni síðari. Vegna
þessa teija margir, að Jap-
anir muni fyigja Indverjum,
er Indverjar kynnu að
ákveða að afla sér kjarnorku
vopna vegna ógnunar þeirrar,
sem þehn slafar af Kínverj-
um.
Vitað er, að Japanir auka
nú varrúr sínar, og er gert
ráð fyrir auknum kafbáta-
og flugskeytaflota. Japanir
hafa og geimferðir á prjón-
unum og seint á þessu ári
má vera að Japan verði
fjórða landið til þess að senda
upp gerfihnótt með eigin eld-
flaug.
Vissulega ei fyrir hendi
nægileg tæknimenntun í
Japan til þess að hrinda af
stað kiarnorkuvopnaáætlun.
Iðnaður í Japan hefur þegar
hagnýtt sér kjarnorkuna með
aðstoð Breta og Bandaríkja-
manna.
Engir.n efast sem sagt um
hæfni Jspana til þess að
smíða kjnrnoikuvopn. Það er
hinsvegar stjórnmálahliðin,
sem er ov's En á þessu frum-
stigi málsins er það vissulega
athyglisvert að Japanir skuli
hafa tekið upp umræður um
það, sem í svo mörg ár hefur
verið bannorð.
(Observer
— öll réttindi áskilin).
að þegar núverandi ríkis-
stjórn tók við völdum var
hagur bænda svo slæmur, að
ríkisstjórftin varð að gera
alveg sérstakar ráðstafanir til
þess að bæta hag bænda,
þannig að þeir næðu svipuð-
um lífskiörum og sambæri-
legar stéttir í þjóðfélaginu.
Þannig hefur kaupgialdslið-
urinn í verðlagi-grundvelli
landbúnaðarvaranna hækkað
á áiunum 1960—1965 um
143%, en kaup annarra laun-
þegar heíur á sama tíma
hækkað um 83%. Þetta var
ekki gert til þess að gera hlut
bænda betri en annarra laun-
þega, heldur til þess að rétta
hag þeirra við eftir áratuga
stjórn Framsóknarmanna á
málum þeirra. Það er því al-
veg rótt hjá málgagni Fram-
sóknarflokksins, að stefnu-
/ ,
breytingu var í landbúnaðar-
málum 1960, en sú stefnu-
breyting hefur fyrst og
fremst orðið bændum til góðs
og miðað að því að rétta hlut
þeirra eftir þá meðferð, sem
þeir hafa á undangengnum
áratugum hlotið af hendi
Framsóknarmanna.
Guðrún á Sandi
látin
GUÐRÚN Oddsdóttir, ekkja
Guðmundar Friðjónssonar,
skálds á Sandi, andaðist í sjúkra
húsi Húsavikur í nótt, 91 árs
að aldri. Þar hafði hún átt stutta
legu.
Hvldbjömen ti!
sýnis í dag
SVO sem skýrt var frá í Mbl. í
gær kom danska mælinga- og
fiskirannsóknarskipið H D M S
Hvidbjörnen til Reykjavíkur sl.
fimmtudag.
Skipið hefur sl. þrjá mánuði
stundað sjómælingar fyrir vest-
urströnd Grænlands. Það er al-
nafni hins kunna strandgæzlu-
skips ,sem gætti landhelgi ís-
lendinga á millistríðsárunum, en
var sökkt af Dönum árið 1943.
Seinna hófu Þjóðverjar skipið af
hafsbotni og siglir það nú undir
austur-þýzkum fána.
Almenningi er heimilt að skoða
hið 1600 lesta skip á morgun,
sunnudag, milli kl. 14—16. Héð-
an heldur það til Kaupmanna-
hafnar á mánudag nk. Skipstjóri
Hvidbjörnen er K. S. Kærgaard
orlogskafteinn. . ■