Morgunblaðið - 25.09.1966, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
Langstærsta og
fjölbreyttasta
blað landsins
219. tbl. — Sunnudagur 25. september 196€.
Byrjar sjónvarpið
á miðvikudag?
ÞAR EÐ einhvern tíma var
ympraö á að íslenzka sjónvarpið
myndi e.t.v. hefja útsendingar í
dag, hafði Mbl. samband við Vil-
hjálm Þ. Gíslason og spurði
frétta af þessu. Sagði útvarps-
stjóri að fyrsta sending yrði lík-
iega 28. eða næstkomandi mið-
vikudag, en endanlega yrði séð
næstu daga hvort af því gæti
orðið.
Gengið hefur vel með allar
myndasendingar og svo að segja
allt tilbúið, helzt að „umbrotið"
Hafnarfram-
kvæmdir vegna
Kísiliðju
HÚSAVÍK, 14. sept. — Hafnar-
framkvæmdir eru hafnar í Húsa
vík í sambardi við aukna að-
stöðu fyrir Kísiliðjuna. Verið er
að fylla upp og mynda stórt
plan í Krikanum sunnan undir
Höfðanum. Á þessu plapi á að
rísa stór og mikil vöruskemma
sem Kísiliðjan byggir. Á
skemman að risa næsta sumar.
— Fréttaritari.
hafi gengið seint, eins og sagt er
á blöðunum. Hefur sambandið
milli hinna ýmsu liða ekki geng-
ið nógu liðlega. Verður æfing á
mánudag og gangi hún vel verð-
ur byrjað á miðvikudag.
Strax fyrsta kvöldið er áform-
uð full dagskrá í 2 tíma. Þá
verður líklega sjónvarpað aftur
á föstudag eða laugardag, og
ákveðinn tilraunatíma verður
sjónvarpað 2 kvöíd í viku. Ef
það gengur vel, þá hefst full dag-
skrá 6 kvöld í viku.
Nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð. Alla sína menntaskólatíð verða þeir í efsta bekk skol-
ans og á þeim hvílir sú ábyrgð að skapa þann anda, sem ríkja mun í skólanum í framtíðinni.
Nýr menntaskóli tekur til starfa
Skólinn við Hamrahlíð seftur í gær
NÝl menntaskólinn við Hamra-
hlíð var settur í gær, laust fyrir
hádegi, við hátíðlega athöfn í
húsakynnum skólans í Hamra-
hlíð að viðstöddum menntamála
ráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslasyni;
fjármálaráðherra Magnúsi Jóns-
syni; borgarstjóranum í Reykja-
vík Geir Hallgrimssyni; rektor
MR, Einari Magnússyni; skóla-
meistara ML, Jóhanni Hannes-
syni; skólastjóra VÍ, dr. Jóni
Gíslasyni; skólastjórum gagn-
fræðaskólanna í Reykjavík, kenn
urum og nemendum hins nýja
skóla og fleiri gestum.
Athöfnin hófst með því að
rektor, Guðmundur Arnlaugsson,
rakti aðdraganda að stofnun
skólans. Hann gat þess í upp-
Síðustu söltunardagarnir
hjá mörgum stöðvum
Samningarnir við Rússa ganga erfiðlega
GERA má ráð fyrir að dagarnir
nú um helgina verði siðustu sölt-
unardagarnir hjá mörgum sölt-
unarstöðum, þar sem flestir
munu vera búnir að salta upp í
veitt leyfi. Eins og áður hefur
verið skýrt frá var samið um
385 þús. tunnur af saltsíld í ár,
en samkvæmt siðustu söltunar-
skýrslum, sem síldarútvegsnefnd
hefur, er þegar búið að salta 360
þús. tunnur.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Mbl. fékk frá fréttariturum sín-
um á helztu síldarstöðum norð-
anlands og áustan var söltun
alveg um það bil að ljúka. Til
Raufarhafnar hefur ekki borizt
síld í tvær vikur, þar sem síld-
veiðin hefur öll verið út af Aust-
fjörðum, en fréttaritarinn taldi
með ólíkindum að eitthvað yrði
reynt að salta til viðbótar, ef síld
bærist þangað næstu daga.
Sömu sögu var að ségja á
Vopnafirði — þangað hefur ekki
borizt síld í þrjár vikur fyrir
utan 1000 tunnur í bræðslu, og
kvað fréttaritarinn að söltun
mætti heita lokið, þar sem ekk-
ert mætti salta nema sérverk-
anir, og lítið orðið eftir af þeim.
Á Seyðisfirði var verið að
salta í gær, en fréttaritarinn þar
taldi líklegt að það yrði síðasti
dagurinn, og á Eskifirði hafði
nær allt verið saltað.
Flestir síldarsaltendur bíða í
óþreyju eftir því, hvort samn-
ingar takist við Sovétríkin urn
sölu á saltsíld þangað. En Knút-
ur Jónsson hjá Síldarú' vegs-
nefnd á Siglufirði taldi það
heldur ósennilegt. Samninga-
umleitanir að undanförnu hefðu
allar verið árangurslausar, þar
sem mikið bæri á milli tilboða
Rússa og þess, sem nefndin setti
upp, eða um tvö sterlingspund.
Samningaumleitunum hefði enn
ekki verið slitið formlega, en á
hinn bóginn þyrftu báðir aðilar
að gefa mikið eftir, ef samning-
ar ættu að takast.
hafi að setning skólans væri viku
fyrr en ráð hefði verið gert, enda
þessi áfangi ekki endanlega full-
gerður. Guðmundur gat þess að
tilefni þessa skóla væri nokkuð
með öðrum hætti en annarra
menntaskóla. Allir gömlu skólarn
ir hefðu Vaxið upp úr öðrum
skólum, þeir hefðu byggzt á
grunni þeirra. Menntaskólinn í
Reykjavík ætti sér elzta sögu,
sem rekja mætti aftur í aldir;
Menntaskólinn á Akureyri hefði
vaxið upp úr gagnfræðaskólan-
um þar og Menntaskólinn á
Laugarvatni upp úr héraðsskól-
anum. Allir væru þeir nýjar
greinar á gömlum meiði. en hér
væri verið að gróðursetja nýjan
sprota, sem vonandi dafnaði og
efldist er fram í sækti.
Guðmundur Arnlaugsson sagði
að laust eftir síðari heimsstyrj-
öldina hefði tala menntaskóla-
nemenda aukizt mjög og hafi þá
þegar farið að bera á röddum
sem talið hefðu að reisa þyrfti
nýjan menntaskóla í Reykjavík.
Ekki hafi menn í fyrstu verið
sammála um hvort skólarnir
skyldu verða tveir eða hvort
stækka skyldi gamla skólann.
Þetta hefði verið mikið tilfinn-
ingamál og valdið deilum. Sum-
arið 1946 hefðu svo menntaskóla
kennararnir Einar Magnússon og
Sigurkarl Stefánsson ritað í sam
einingu grein í Morgunblaðið, þar
sem þeir bentu á að heppileg-
ast væri að reisa annan skóla.
Tillaga þeirra fékk ekki í fyrstu
neinar undirtektir að ráði, en
nú væri hún komin í fram-
kvæmd. Þó hefðu menn verið
sammála um að leggja þyrfti á-
Framhald á bls. 5
Fundur matvæla
og kjötkaup-
manna
NÆSTKOMANDI þriðju3ag
halda matvæla- og kjötkaup-
menn almennan félagsfund i
Átthagasal á Hótel Sögu. Hefst
hann kl. 8.30. Rætt verður um
verðlagsmál almenn og síðus’ u
afgreiðslu sexmannanefndar á
búvöruverði.
Bílar fyrir milljón krónur
Sjálfstæðisflokkurinn efnir til glæsi-
legasta landshappdrættins til þessa
SJALFSTÆÐISFLOKK-
UKINN hleypir nu al stoKK
unum landshappdrætti, og
helur flokkunnn aldrei
staðið fyrir glæsilegra
happdrætti en nú. Vinn-
ingarnir eru þrír, allt
spiunKunýjar, Dandarísnar
luxusbitreioir, argerð I9b7,
og er samanlagt verðmæu
þeirra liðlega ein milljón
króna. Bilarnir eru af gerð
unum Dodge Dart, Ply-
mouth Valiant og Rambler
American. Koma þeir til
lanasins með bílaskipi í
u«g.
isaumast mun þurfa að
taxa það íram, að her er um
aö ræða glæsilegasta bíla-
happdrætti landsins i ár. Verð
miðans er aðeins 100 krónur,
og er óbreytt frá fyrri lands-
happdrættum, en hinsvegar
hefur flokkurinn aldrei geng-
izt fyrir stærra happdrætti en
nú. Verður dregið í happ-
drættinu 8. nóvember nk.
Útsending miða til stuðn-
ingsmanna og velunnara Sjálf
stæ'ðisflokksins hefst nú í vik-
unni, en að auki verða miðar
seldir í sjálfum happdrættis-
bílunum í Miðbænum, svo og
í skrifstofu flokksins í Sjálf-
stæðishúsinu við Austurvöll.
Eins og fyrr greinir er hér
um að ræða landshappdrætti,
og verða miðar seldir um allt
land.
Ljóst er að sívaxandi
starfsemi Sjálfstæðisflokks-
ins krefst aukinnar fjár-
öflunar frá stuðningsmönnum
flokksins. Hefur þessi vandi
verið að verulegu leyti leyst-
ur með happdrættum flokks-
ins, sem gefið hafa góða
raun.
Á undanförnum tveimur
kjörtímabilum hefur staðið
eitt örasta framfaraskeið í
sögu þjóðarinnar. Einstakling
ar og félög hafa endurheimt
frjálsræði í viðskiptum og at-
vinnuiháttum og losnað úr úr-
Framhald á bls. 31.