Morgunblaðið - 25.09.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.09.1966, Blaðsíða 31
Sunnudagur 25. sepl. Í966 MORGU N BLAÐIÐ 31 Orðsending til IMúpverja UNG-MENNASKÓLINiN að Núpi í Dýrafirði, sem nú heitir Hér- aðsskólinn að Núpi, var stofn- aður fyrir 60 árum. Afmælis- ins verður minnst Við setn- ingu skólans um miðjan októ- ber n.k. Nokkrir gamlir nemendur og aðrir velunnarar skólans komu saman á fund hér í Reykjavík á s.l. vori til þess að ræða um á hvern hátt þeir gætu heiðrað skólann á þessum timamótum. Bar margt á góma. Sumir vildu fá leyfi til að endurbyggja gamla skólahúsið og geyma síðan til minja um upphaf skólans. En upplýst var, að kostnaður við yrði svo mikill, að ókleift mundi reynast að framkvæma þá áætl- un. Var þá samþykkt að láta gera líkan af gamla skólahúsinu og gefa það skólanum á sextugs- afmælinu. Skyldi það vera vísir að minjasafni, ef stofnað yrði við skólann. Kosin var nefnd manna til að hrinda þessu máli í fram- kvæmd. Þessi skipa nefndina: Stefán Pálsson, formaður, Jónína Jónsdóttir, ritari, Jón I. Bjarnason, gjaldkeri, Baldvin Þ. Kristjánsson, Ingimar Jóhannesson, Jens Hólmgeirsson og Laufey Guðjónsdóttir. Nefnd þessi gengst nú fyrir því að haldin verður fundur næstkomandi miðvikudag, 28. okt. x Átthagasalnum að Hótel Sögu. Hefst hann kl. 21. Þar verður líkanið af húsinu til sýn is, nefndin skýrir frá störfum sínum og sýndar verða kvikmynd ir frá Núpi; kvikmynd af hátíða- höldunum 1963, þegar minnst var aldarafmælis séra Sigtryggs Guð laugssonar. Áskriftarlisti liggur frammi fyrir þá, sem vilja taka þátt í afmælisgjöfinni. Þess er vænzt, að gamlir nem- endur skólans og aðrir velunn- arar í Reykjavík og nágrenni sæki þennan fund og leggi þannig lið sitt til þess að heiðra skóla sinn á merkilegum tímamótum. Nefndin. — Vietnam Framhald af bls. 1 Þetta var þriðja daginn i röð, sem blaðið Komsomolskaja Pravda, málgagn ungkommún- ista, réðst harðlega að Kína. í grein blaðsins í dag er m.a. vikið að „fölsunum í kínversk- um blöðum“, og rætt um henti- stefnu Rauðu varðliðanna, dæma fáa einfeldni þeirra og heimsku. 4 greininni er einnig rætt um „falskar og heimskulegar“ fyrir- sagnir í kínverkum blöðum, svo sem „Ást Afganistanbúa á Mao leiðtoga er takmarkalaus", „Vin- ir í Birma dásama Mao leiðtoga“ og „Alsírska þjóðin fagnar rit- um Mao leiðtoga". — Bilar fyrir Framhald af bls. 32. eltu haftakerfi, sem stjórnað var með nefndum og ráðum, boðum og bönnum. Verzlunarhöft hafa verið leyst og gjaldeyrissjóði safn- að, traust á fjármálum þjóð- arinnar endurvakið erlendis og hún þar fengið greiðan áð- gang að erlendum lánsfjár- markaði til stórframkvæmda við uppbyggingu atvinnulífs og stórvirkjanir í fallvötnum landsins. Fé það, sem með þessu landshappdrætti verður aflað, mun renna til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn geti haldið áfram baráttu fyrir þeirri stefnu, sem mörkuð hefur verið. Með því að tryggja sér miða I happdrætti flokksins nú öðl- ast menn því ekki aðeins möguleika á því áð hreppa stórglæsilega vinninga, held- ur einnig tækifæri til þess að stuðla að áframhaldandi og frjálsri uppbyggingu í land- inu. Fólki er sérstaklega bent á, að dregið verður 8. nóvember, þannig að hér er nánast um skyndihappdrætti að ræða, og því bezt að tryggja sér miða í tæka tíð. t\cUUar^ey4 Hér með leiðréttist tími fyir fund endurhæf- ingarflokka í Námsflokkunum. Fundurinn á að vera kl. 20.30, en ekki 2.30 mánudaginn 30. okt. í Miðbæjarskólanum. HITATÆKI Kynnið yður kosti CORIIUTHIAN stálofna Þrjór hæðír Átta lengdir Einialdir Tvöfaldir ........... .. ... Korkiðjan h.f., Skúlagötu 57, Rvík. Gjörið svo vel og sendið mér upplýsingar um CORINTHIAN stálofna. NAFN: ........................... HEIMILI: ........................... SÍMI: ............ DAIVSSKOLI Danskennarasambaml islands Skólinn tekur til starfa mánudaginn 3. október í barnaflokkum verður kernit í öllum ald- ursflokkum, allt frá 2 ára. í samkvæmisdönsum verður allt það kennt sem efst er á baugi, m.a.: Hill Billy — Samba — Heppei-Poppel Sportdans og fyrir táninga Watusi. Hjónaflokkar - Stepp í Reykjavík er skólinn til húsa í hinum nýju og glæsilegu húsakynnum að SKIPHOLTI 17 og SKÁTAIIEIMILINU. í Kópavogi verður kennt í Félagsheimilinu. í Keflavík fer kennsla fram í Aðalveri. Upplýsinga- og innritunarsímar frá og með 25. september, Reykjavík: Símar 14081 kl. 9—12 f.h. og 1—7 e.h. — 30002 kl. 1—7 e.h. Kópavogur: Sími 14081 kl. 9-12 f.h og 1-7 e.h. Keflavík: Símar 1516 kl. 2—6 e.h. 2391 kl. 2—6 e.h Kennt verður alþjóðakerfið og nemendur þjálfaðir til að taka alþjóðamerkið. Upplýsingarit liggja frammi í bókabúðum og víðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.